1.5.2008 | 16:32
Gaman að fá Begga aftur
Bræðrabandið hans Bubba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 13:21
Lífið er bara rokk
Það var opið hús í leikskólanum hjá yngri dóttur minnin í gær. Konan var í prófi. Þetta er stórmerkilegt því í fyrra þegar var opið hús var konan mín líka í prófi. Ég er farinn að hallast á að þetta sé eitthvert plott. Ekki alvega það skemmtilegasta sem maður gerir að mæta í djús og kex með 30 ofvirka krakka sem keppast við að sýna mæðrum sínum eða feðrum myndir og muni sem þau hafa verið að búa til í leikskólanum. Því auðvitað mændi dóttir mín á mig stórum augum, með gljáfægðan geislabauginn þegar hún sagði mér að pabbi sinn yrði að mæta eftir klukkan þrjú.
Ég var rétt kominn í vinnuna þegar ég fékk það skemmtilega verkefni að aka tveim þekktum rokksöngvurum þann daginn milli staða. Þetta sleit vissulega örlítið sundur vinnuna en var engu að síður bráð skemmtilegt. Annar farþega minna var íslenskur hinn útlendur og fór hluti ferðarinnar í að rifja upp lífið í Reykjavík þá og nú, fyrir þann útlenda. Gefa honum smá innsýn í Reykjavíkurlífið. Þegar ungir krakkar flykktust á ísilagða tjörnina og renndu sér á skautum. Egnir tölvuleikir í þá daga. Að hafa þarna heimsfræga rokkbolta í bílnum á milli staða og maður fékk sterka tilfinningu fyrir því að vera með stóran hluta rokksögunnar í bílnum. Ég hafi svo skilað þeim af mér á einum stað þegar ég fattaði að það væri rúmlega komin tími á leikskólann og dætur mínar eflaust farnar að bíða þess að kallinn mætti og skaust því í það skilduverk að mæta. Ég var rétt að bíta í fyrstu kexkökuna á leikskólanum þegar síminn minn hringdi og spurt hvor ég gæti sótt þá aftur. Ég sagðist því miður vera stakkur á leikskólanum hjá dóttur minni með djús og kex. En ég skildi senda eftir þeim annan bíl. Ég yrði svo laus aftur eftir klukkustund eða svo. Þegar ég hafi svo fundið þeim annan bíl hugsaði ég með mér eitt andartak:
Já hver skollinn. Með rokksöguna í bílnum áðan og nú í leikaskólapartí með kex og djús og 30 krakka á blasti í eyrun - VÁÁÁ - Life is just Rock ´n´roll
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 04:15
Ekki besta útspil Guðna
Í gegnum árin hef ég nú stundum haft svolítið gaman af Guðna Ágústsyni. Þó sérstaklega þegar hann gefur gamanseminni lausan tauminn. En alvarleiki Guðna sem stjórnmálamanns verður aftur á móti seint sagður hafa heillað mig. Þó er ég nánast viss um að hann hafi í mörgu staðið sig vel í hlutverki Ráðherra Landbúnaðarmála. En nýjasta útspil Guðna á Alþingi að Ríkisstjórnin ætti að segja af sér færir manni bara sönnur fyrir því að það var löngu tímabært að Framsón settist í stóla stjórnarandstöðu. Það hlutverk er bara bráðnauðsynlegt fyrir Guðna og flokkinn hans að læra.
Því ef Guðni heldur í alvöru að stjórnarslit og boðun kostninga komi á einhvern hátt til með að færa efnahaginn til betri vega þá ætti Guðni að kíkja aftur við í barnaskólabækurnar í stjórnmálafræðunum. Mér finnst það ótrúlega oft að þegar menn skortir rök þá grípa þeir í svona gamlar klisjur eins og að krefjast afsagnar ríkisstjórnar.
Nú er ég ekki endilega að segja að Ríkisstjórnin eigi ekkert að gera. Vissulega er það líklega rétt hjá Geir H. að stærstur hluti vandans á upptök sín erlendis. Það gátum við nú alveg séð fyrir að þegar landið var sameinað umheiminum á sviði alþjóðaviðskipta, þá fengjum við ekki bara uppsveiflurnar á mörkuðum heimsins. Við fengjum niðursveiflurnar líka.
Líklega á Bush Bandaríkjaforseti stærri sneið af þessari niðursveiflu en litla ríkisstjórnin upp á Íslandi. Guðni ætti kannski frekar að skrifa honum bréf og krefjast afsagnar hans.
Með öðrum orðum Guðni þá verður maður að tala við rétta menn á réttum stöðum. Maður krefst þess ekki að ræstingarkonan segi upp þegar forstjórinn klúðrar efnahag fyrirtækisins,.
Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2008 | 22:02
Hver hannað þennan fjanda?
Ég er kominn á þá skoðun að sá sem hannaði sólarhringinn var LETINGI. Ég meina 24 klukkutímar hver fjandinn er það. Þetta er ekki rassgat, maður kemst ekki yfir neitt á 24 klukkustundum, sérstaklega ekki en maður á líka að spreða 8 stykkjum í svefn og minnst 2 í að nærast. Það er 10 tímar í vaskinn. Eftir standa fjórtán kettlingar. Svo skil ég ekki hvernig mér tekst á þessum örfáu stundum að koma því til leiðar að um mánaðamót skulda ég einhverjum eitthvað. Mér finnst ég alltaf vera í vinnunni og þar eiga aurar að koma inn en ekki fara út. Það er einhverstaðar bilun í lífskerfinu. Líklega í hönnun þess. Ég sé hana nefnilega hvergi í framkvæmdinni.
Farinn að leita betur - verð bara að fórna 2-3 tímum í það. Fæ svo frúnna til að hjálpa mér um leið og´hún kemur út Smáralindinni
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2008 | 07:51
Litir lífsins
Þetta var slöpp nótt, ein sú slappasta í langan tíma hjá mér sem leigubílstjóri og undir morgun fannst mér allt svo ótrúlega grátt. Göturnar, bíllinn minn, fólkið á leið sinni heim eftir svall næturinnar var jafnvel GRÁTT. All eitthvað svo litlaust og grátt. Og um fimmleytið nennti ég þessu ekki lengur og hálf grár í eigin huga ákvað að hunskast heim, leggja mig og vita hvort ég sæi ekki litadýrð lífsins þegar ég vaknaði.
Ég var ekki fyrr kominn heim en síminn hringdi og ég spurðu hvort ég gæti verið á ákveðnum stað eftir 10 mínútur til að aka fólki suður á Keflavíkurflugvöll. Vá þessi ferð myndi redda slakri nótt. En þar sem ég hef lofað sjálfum mér fyrir margt löngu að taka ekki að mér það sem ég gæti ekki staðið við gaf ég frá mér ferðina og þann pening sem veskið þó sárlega þarfnaðist. Tíu mínútur var of skammur tími til að fara út í bíl og aka á þann stað sem fólkið beið. Um leið og ég sleit símtalinu birtist mér litadýrð lífsins. Ég fylltist stolti af sjálfum mér fyrir það eitt að hafa tekið þetta sjálfgefna loforð fram yfir hugsanlega greiðslu fyrir Keflavíkurtúrinn. Ég kíkti inn í herbergi og horfði um stund á konuna mína og dæturnar tvær sofandi og hugsaði hve heitt ég þráði að geta staðið undir væntingum þeirra líkt og loforðið sem ég hafði haldið rétt áðan. Og þið sem lesið þetta: Ef þetta er eru ekki litir lífsins hvar eru þeir þá?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 20:00
Lítil saga af Bó Hall
Eftir vel heppnaða tónleika Björgvins í Köben er ekki úr vegi að segja litla sögu Bó en eins og flestir vita er Björgvin Halldórsson með skemmtilegri mönnum í bransanum. Snöggur til svars og einn þessara karaktera sem afgreiði hlutina final.
Fyrir nokkrum árum hringdi ónefndur hljómaður í Stúdíó Sýrlandi í mig og spurði mig hvort ég ætti ekki gott eintak af fyrstu sólóplötu Björgvins Halldórssonar. Jú ég held það og held meira að segja að það sé nánast óspilað. Hann biður mig að fá plötuna lánaða það væri verið að yfirfæra hana og ætti að gefa hana loks út á CD. Ég varð að sjálfsögðu við þessari ósk. Nokkrum vikum síðar var ég staddur í stúdíó Sýrlandi vegna vinnu við eina af safnplötum Bubba Morthens. og mundi þá eftir plötunni með Björgvini. Þegar ég minnist á hana við hljóðmanninn segir hann mér að í fyrsta sinn í sögu hljóðversins hafi verið farið inn til hans og maður náð þar í hluti sem hann átti en um leið tekið umrædda plötu með sér. Ég giskaði rétt þegar ég spurði hvort það hafi verið Bó sjálfur.
Viku síðar ég að ganga inn í hljóðverið og var að ganga frá áðrunefndri plötu Bubba og er rétt komin inn fyrir dyrnar þegar ég mæti Bó, sem er á leiðinni út úr hljóðverinu. Ég setti mig óðar í stellingar, bendi á hann útundan mér meðan við nálgumst hvorn annan og segi við hann, svo hátt að ekki fór framhjá viðstöddum.
- Já þarna er maður sem ég þarf að tala við
- Nú, spyr Bo og verður eitt spurningarmerki en heldur áfram göngunni í átt til mín og dyranna að baki mér.
- Já ég hef grun um að þú sért með hlut sem ég á í þínum fórum
- Ha, nú, hvað ætti það að vera? spyr Bó jafn hissa á svip og áður
- Það er fyrsta sólóplata Björgvins Halldórssonar, fágætur gripur og nánast óspilaður. segi ég jafn hátt og snjallt og áður. og bý mig undir að fá skíringar og einhver loforð um að gripnum verði skilað. Svarið kom hinsvegar strax
- Já þá er hún vel geymd! segir Björgvin um leið og hann snarast út um dyrnar og lokar á eftir sér.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 00:49
Aha auðvitað!
Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 00:22
Frábærir tónleikar
Skrapp að heyra í Bubba í Bæjarbíói í kvöld. Þessi salur er einhvet magnaðasta fyrirbæri sem til er í Hafnarfirði og þó víða væri leitað. Sándið þarna er geggjað. Bubbi var í fantaformi, í bland við lög af væntanlegir plötu sem á að heita Fjórir naglar voru gamlir standartar í nýjum útsetningum og óvæntir konfektmolar það eru lög sem að öllu jöfnu eru ekki fastaliðir á tónleikum Bubba en dunka þó upp á nokkra ára fresti. Reyndar varð ég að mæta í fyrra fallinu því ég hafði tekið að mér að ná í Posa fyrir Palla umboðsmann og þegar ég mætti varð hann að skreppa frá og munstraði mig sem dyravörð í sinn stað. (já menn verða enn að vinna fyrir sér í þessari veröld og það gerði ég í kvöld, gaman af því) Já ef sumarið verði í líkingu við þessa tónleika þá segi ég bara eins og Morthens "Sumarið er tíminn" Gleðilegt sumar þið öll þarna úti.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2008 | 22:37
Er hægt að fordæma fordóma?
Þegar vinur minn sagði mig fordómafullan ekki fyrir löngu brást ég að sjálfsögðu hinn verst við. Ég! fordómafullur? Nei ekki aldeilis,
Ég varð öskrandi illur yfir þeirri ósvífni hans að segja mig fordómafullan og bar það af mér með látum.
Um kvöldið þegar hann var farinn fór ég að íhuga þessa fullyrðingu hans. Ég yrði að komast að því einhvernvegin hvort ég væri fordómafullur. Hvernig gerir maður það. Jú góð byrjun væri kannski bara að finna út hvað orðið eitt og sér þýðir, þetta orð sem við notum í tíma og ótíma og af slíkri heift að það jaðrar við fordómum: FORDÓMAFULLUR.
Jú skynsemin segir mér (án þess að gá í orðabókina) Það hlýtur að vera sá sem dæmir eitthvað fyrirfram samanber forkeppni, forréttur og svo framvegis. Já. Þegar ég var búinn að skilgreina orðið sem slíkt varð ég að viðurkenna að oft hafði ég myndað mér skoðun á hlutum án þess að hafa kynnt mér þá nægilega vel.
En hvað þarf maður að kynna sér málefnið vel til að geta myndað sér fordómalausa skoðun á því. Þetta var næsta stig rannsóknar minnar á því hvort ég væri fordómafullur eða ekki. Yrði ég að kanna allar hliðar málsins, leita mér upplýsinga, afla mér gagna.
- Nei andskotinn það tæki alltof langan tíma bara til að mynda sér skoðun á einhverju. Til dæmis hvort byggja ætti Sundabraut í stokk eða brú. Yrði ég að verða mér út um teikningar og þessháttar gögn til að geta talist fordómalaus í skoðunum mínum gagnvart Sundabraut. Hvað með fólk af örðum kynþætti. Menn tala mjög oft um fordóma í garð útlendinga og þá sérstaklega í garð svartra eða hörundsdökkra manna. Yrði ég að lesa sögu blökkumanna heimsækja samfélög þeirra til að geta fordómalaust sagt hvor mér líkað vel eða illa við hörundsdökkt fólk?
Yrði ég að heimsækja Kárahnjúkavirkjun og jafnvel kynna mér hagnaðarútreikingna virkjunarinnar til að geta tjáð mig fordómalaust um það hvort ég væri á móti Kárahnjúkum eða ekki?
Eftir að hafa hugsað þess smá stund hringdi ég í kunningja minn og þegar hann svaraði símanu sagði ég umbúðarlaust án þess að heilsa
- Heyrðu, þetta er rétt hjá þér ég er haldinn formómum á háu stigi. Ég hef líka komist að því að samfélagið er allt litað af fordómum. Ég las 50 Blogg í kvöld sem öll voru full af fordómum. Það sem verra er skal ég segja þér að niður á þingi eru 63 fordómafullir þingmenn að störfum. Já ég er fordómafullur og ég ætla bara að viðurkenna það og jafnvel vera bara svolítið montin af því.
Já ég held að ég sé bara stoltur af því. Ég ætla ekki að hafa neina fordóma gagnvart eigin fordómum. Og svona í framtíðinni skaltu ekkert vera að fordæma fordómana mína.
- Já, já það er helvíti gott hjá þér að vekja mig upp klukkan rúmlega tvö að nóttu til að láta mig vita að þú sért haldinn fordómum. svarði vinur minn og skellti á.
Til að tryggja mig og þrátt fyrir að klukkan væri rúmlega tvö að nóttu skrapp ég í bókaskápinn og gáði hvað orðið fordómafullur þýddi. Maður sem dæmir hart var megin niðurstaðan samkvæmt orðabókinni minni. Ég hafði kannski ekki haft alveg rétt fyrir mér með þýðingu orðsins en meginniðurstaðan það er að niður á þingi væru 63 menn sem dæma andstæðinga sína í pólitíkinni óvægið og því haldnir formómum á háu stigi var hinsvegar laukrétt. Ég hafði líka komist að réttri niðurstöðu hvað mér viðkom Já ég væri haldinn fordómum og ég væri ekki einn á báti hvað það varðaði frekar en þú.
PS
þessu til viðbótar fann ég skemmtilega klausu um þetta málefni á vísindavefnum og læt slóðina á hann fylgja hér: Fordómar á vísindavefur.is23.4.2008 | 13:35
Æji nú er það farið
Lögreglumaður á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)