Litir lífsins

streetÞetta var slöpp nótt, ein sú slappasta í langan tíma hjá mér sem leigubílstjóri og undir morgun fannst mér allt svo ótrúlega grátt. Göturnar, bíllinn minn, fólkið á leið sinni heim eftir svall næturinnar var jafnvel GRÁTT. All eitthvað svo litlaust og grátt. Og um fimmleytið nennti ég þessu ekki lengur og hálf grár í eigin huga ákvað að hunskast heim, leggja mig og vita hvort ég sæi ekki litadýrð lífsins þegar ég vaknaði.

Ég var ekki fyrr kominn heim en síminn hringdi og ég spurðu hvort ég gæti blomverið á ákveðnum stað eftir 10 mínútur til að aka fólki suður á Keflavíkurflugvöll. Vá þessi ferð myndi redda slakri nótt. En þar sem ég hef lofað sjálfum mér fyrir margt löngu að taka ekki að mér það sem ég gæti ekki staðið við gaf ég frá mér ferðina og þann pening sem veskið þó sárlega þarfnaðist. Tíu mínútur var of skammur tími til að fara út í bíl og aka á þann stað sem fólkið beið. Um leið og ég sleit símtalinu birtist mér litadýrð lífsins. Ég fylltist stolti af sjálfum mér fyrir það eitt að hafa tekið þetta sjálfgefna loforð fram yfir hugsanlega greiðslu fyrir Keflavíkurtúrinn. Ég kíkti inn í herbergi og horfði um stund á konuna mína og dæturnar tvær sofandi og hugsaði hve heitt ég þráði að geta staðið undir væntingum þeirra líkt og loforðið sem ég hafði haldið rétt áðan. Og þið sem lesið þetta: Ef þetta er eru ekki litir lífsins hvar eru þeir þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg færsla.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 08:09

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband