Ekki besta útspil Guðna

Í gegnum árin hef ég nú stundum haft svolítið gaman af Guðna Ágústsyni. Þó sérstaklega þegar hann gefur gamanseminni lausan tauminn. En alvarleiki Guðna sem stjórnmálamanns verður aftur á móti seint sagður hafa heillað mig. Þó er ég nánast viss um að hann hafi í mörgu staðið sig vel í hlutverki Ráðherra Landbúnaðarmála. En nýjasta útspil Guðna á Alþingi að Ríkisstjórnin ætti að segja af sér færir manni bara sönnur fyrir því að það var löngu tímabært að Framsón settist í stóla stjórnarandstöðu. Það hlutverk er bara bráðnauðsynlegt fyrir Guðna og flokkinn hans að læra.

Því ef Guðni heldur í alvöru að stjórnarslit og boðun kostninga komi á einhvern hátt til með að færa efnahaginn til betri vega þá ætti Guðni að kíkja aftur við í barnaskólabækurnar í stjórnmálafræðunum. Mér finnst það ótrúlega oft að þegar menn skortir rök þá grípa þeir í svona gamlar klisjur eins og að krefjast afsagnar ríkisstjórnar.

Nú er ég ekki endilega að segja að Ríkisstjórnin eigi ekkert að gera. Vissulega er það líklega rétt hjá Geir H. að stærstur hluti vandans á upptök sín erlendis. Það gátum við nú alveg séð fyrir að þegar landið var sameinað umheiminum á sviði alþjóðaviðskipta, þá fengjum við ekki bara uppsveiflurnar á mörkuðum heimsins. Við fengjum niðursveiflurnar líka.

Líklega á Bush Bandaríkjaforseti stærri sneið af þessari niðursveiflu en litla ríkisstjórnin upp á Íslandi. Guðni ætti kannski frekar að skrifa honum bréf og krefjast afsagnar hans. 
Með öðrum orðum Guðni þá verður maður að tala við rétta menn á réttum stöðum. Maður krefst þess ekki að ræstingarkonan segi upp þegar forstjórinn klúðrar efnahag fyrirtækisins,.

 


mbl.is Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er reyndar sammála  Guðna.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 05:10

2 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Guðni er fífl sem ekki er hægt að nota... og þó. Það er hægt að nota hann til að hræða litla óþekka krakka.

Hlynur Jón Michelsen, 30.4.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband