Æji nú er það farið

Ég var nú rétt búinn að blogga einhverstaðar um samstöðu mína við aðgerðir Vörubílstjóra. En hafði þá ekki séð þessa frétt. En sú samstaða er hér með farin. Þessi hegðun er hér með fordæmd. í fullu samræmi við bloggið mitt í gær um fordóma. Nú held ég að forsvarsmenn þessara aðgerða verði að endurskoða hlutina í ljósi þessara atburða. - Í mínum huga er engin munur á þessu og aðförum pólverjanna á lögreglumennina í miðborginni fyrir nokkru síðan, nema að síður sé. Held að með þessu hafi vörubílstjórar fyrirgert rétti sínum til frekari aðgerða. Með þessum steini var  samstöðu minni við aðgerðir ykkar vörubílstjóra kastað.
mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Hvernig getur þér snúist hugur um málstaðinn vegna eins vitleysings sem kastar grjóti...og er þessi maður einn af bílstjórunum (leyfi mér að efa það) eða bara einn af skrílnum sem safnast að í von um hasar...!!!!

Anna Grétarsdóttir, 23.4.2008 kl. 14:03

2 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Það er einfalt. Sem ungur maður þótti ég frekar ódæll og átti það til að láta hnefa skipta. Ákveðnir atburðir urðu svo í kunningjahópnum sem urðu þess valdandi ég ég tók á einstrengilegu ákvörðun að afneita öllu sem héti ofbeldi í hvaða mynd sem væri. Svo lengi sem hjá því yrði komist. Líklega mýkist maður líka eitthvað með árunum því í dag stend ég harður á því að taka ekki heldur upp hanskann fyrir þá sem sýna af sér ofbeldi. Eitt er að mótmæla og berjast fyrir bættum kjörum en þegar menn fara að grýta, í þessu tilfelli lögregluna, menn sem aðeins eru að gegna skyldustörfum sínum (í mína þágu og þína) þá finnst mér það ekki verjandi. Þá eru þetta í mínum huga hætt að vera mótmæli og er orðið eitthvað allt annað. Í huga þess réttarkerfis sem ég bý við yrði það líklega nefnt líkamsárás.

Ég get alveg stutt málstaðinn áfram Þvi lagarammi sá sem stéttin býr við er fáránlegur, hvort sem menn henda grjóti eða ekki. en aðgerðirnar sem slíkar það er ofbeldið á þessum grundvelli fordæmi ég hiklaust.

Bárður Örn Bárðarson, 23.4.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eftir að hafa horft stíft í allan dag, styð ég bílstjóra áfram.  Einu vandræðagemlingarnir voru löggurnar.

Sumarkveðja og Vilberg biður að heilsa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

En snýst þetta um það að halda með einum eða öðrum. Fyrir mér snýst þetta um það eitt að ég fordæmi ofbeldið hvoru megin sem það er. Ég styð málstað en fordæmi ofbeldið.

Bárður Örn Bárðarson, 23.4.2008 kl. 19:00

5 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Áður en ég svara þér vinur minn og félagi vil ég taka undir með þér og fordæma þetta grjótkast, jafnvel þótt þessi sami lögreglumaður væri rétt nýbúinn að klára gasið sitt í augu og andlit nærstadda.

Ég ætla svo að senda þér hér myndband sem ég tók upp á staðnum og sýnir atburði áður en þessu grjóti var kastað.

http://kolgrimur.blog.is/blog/kolgrimur/ 

Hlynur Jón Michelsen, 23.4.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband