19.7.2008 | 18:14
Kreppa væntanleg
Þetta ár hefur einkennst af krepputali. Menn hafa að vísu mest rætt um fjármálakreppu. Í mínum huga eru það fjármálamennirnir sem upplifa þá kreppu fyrstir manna. Við hin höfum því haft ákveðin aðlögunartíma. Hinsvegar mun þessi kreppa skila sér til okkar með auknu atvinnuleysi og þrengingum innan tíðar eins og þegar er farið að örla á.
"Þetta hófst allt með kreppu á fjármálamarkaði í ársbyrjun 2008" svona munu yfirskriftir og skýringar sagnfræðinga líklega líta út í nánustu framtíð þegar farið verður að skrifa um þetta tímabil.
Fjármálakreppa! Hún kemur þorra almennings í lægri millistéttum bara lítið við allavega ekki enn nema að því leiti að lán fólks hækka. En það tók þátt í fjármálafylleríi banka og fjármálastofnana á sínum tíma með lántökum og spennti boga sinn meira en strengir hans þoldu til lengri tíma litið og kenna nú bankanum um, Auðvitað er það bankanum að kenna að "þú" tókst lán. Svo eru þeir sem í besta falli mæta bara í bankann sinn og eyða mánaðarlaununum í að greiða reikningana sína. Ráða við það þó einhverjir 1000 kallar bætist við.
Með öðrum orðum - Fjármálakreppan kemur mest niður á þeim sem stöðugt eru í leit að lánsfjármagni. Þá helst bönkum sem í órásíunni slógu skammtímalán og lánuðu í lengri tíma. (gáfulegt eða hitt þó heldur).
Sú staðreynd er okkur ljós að hin eiginlega kreppa mun líklega ríða yfir í kjölfarið. Þegar bankar hætta að leyfa minni og miðlungsfyrirtækjum að framlengja lán nema með himinháum vöxtum. Hún mun líka birtast okkur þegar verktakar fara að rúlla á hausinn og margföldunaráhrifin gera vart við sig. Því þau greiða ekki undirverktökum sínum eða öðrum sem unnið hafa fyrir þau. Reikningar fyrir aðföng þessara fyrirtækja hrúgast upp hjá lögfræðingum og innheimtustofnunum og vegna þess munu fyrirtækin segja upp fólki í meira mæli en við höfum séð.
Þetta er ekkert nýtt á Íslandi. 10 ára sveifla. Skoðið söguna. 1988, 1998 og nú 2008. Það sem fer upp hlýtur að koma niður. Ég hef t.d. brugðist þannig við að í hvert sinn sem ég geng að einhverju í hillu verslunar og tek það mér í hönd spyr ég mig í leiðinni. Hve mikil er þörf mín á þessum hlut. Ég lifði í gær án hans! gæti ég lifað í dag án hans? Held að nú sé tími til að draga niður stórseglin, finna lygna sendna vík og bíða af sér vinda fjármálakreppu. Ég er þess fullviss að DVD myndin sem ég ætlaði að kaupa í gær verður líka til sölu þegar ég get leyft mér að eyða í hana peningum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 17:53
Naglinn hittur á höfuðið
Tek ofan hatt minn fyrir Bubba hér. Já, já ekki í fyrsta sinn. Aftur á móti fyllist ég meðaumkvun með nokkrum bloggurum hér á mbl.is sem dæma Bubba fyrir ummæli sín og kasta fram einhverju á borð við af hverju Bubbi syngi ekki gegn fátækt. Held að sumir í bloggheimum ættu að reyna að komast út fyrir eigin hrokaköst og jafnvel skoða sögu Bubba Morthens áður en þeir tala um að Bubbi hefi ekki tekið á þessu málefni eins og svo mörgum öðrum. Já það er fátt huggulegra í morgunsárið en sitja við tölvuna sína og rakka niður manninn sem ber skilaboðin og vekur athygli á málefninu. Hvernig væri að menn tjáðu sig um málefnið í stað þess að lýsa skoðun sinni á viðmælandanum. Hvort þeim líkar við Bubba Morthens eða ekki kemur bara fátækt á Íslandi ekkert við. Þessi aðferðarfræði okkar Íslendinga þegar eitthvað fer úrskeiðis er með eindæmum. Við gerumst svo upptekin við að finna sökudólginn að við gleymum að lagfæra það sem úrskeiðis fór. Mæli með að við ræðum frekar um málefnið í kjölfar þessa viðtals en Bubba Morthens.
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 06:51
Kominn úr fríinu en ennþá latari
Leti er þessa dagana eins og pest sem neitar að yfirgefa mig. Rétt eins og hún hafi fundið sér framtíðarheimili. Ég er nú samt ekkert viss um að ég sé til í að vista hana til eilífðarnóns. Ég svona drattast í vinnuna og drattast heim. Ég er meira að segja svo latur þessa dagana að ég nenni ekki einu sinni að liggja í leti. Í þessu sambandi dettur mér í hug bráðsmellin saga frá þeim tíma sem ég var að vinna á einni af geðdeildum landsins. Þar sem einn fastagesta deildarinnar hálflá í einum hægindastól seturstofunnar þegar hjúkrunarfræðingurinn kom til að gefa honum kvöldlyfin og sagði um leið Þú ætti nú bara að drífa þig í hátti XXX (svo við köllum viðkomandi sjúkling eitthvað.) XXX reis þá upp leit grimmum augum á hjúkrunarfræðingin og sagði hvellt Hey! ekki vera að reka á eftir mér í vinnunni kona. Ha í vinnunni? hváði hjúkrunarfræðingurinn. Já svaraði XXX um leið, Heldurðu að það sé ekki fullt starf að vera geðveikur.
Ástæðan að ég segi ykkur þessa sögu er svo þið skiljið að það getur líka verið fullt starf að vera latur (stundum). Og fyrst við erum að tala um leti sem starf þá er ég að hugsa um að vera bara í því í 50% vinnu hvað það varðar. Það er latur í c.a. fjóra tíma og þá get ég verið svolítið duglegur í c.a 8 tíma. Já nú vandast málið því sólahringurinn er bara hálfnaður. OK sef í tíu og tala við konuna í tvo. (grín, vona að hún sjái þetta ekki) En þið sem eruð að pæla í hvort þið eigið að nenna einhverju. Setið bara tímamörk á letina og klára svo málið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 19:16
Leti og farinn í frí í viku
Jæja. Déskollans leti í manni að nenna ekki að blogga svolítið. En kannski ekkert skrítið þegar maður er BARA í vinnunni enda ekkert þar að ske annað en vinna. Nú er aftur á móti komið sumar með blóm í haga og þá skrepp ég eins og aðrir landsmenn á næstu ferðaskrifstofu og kaupi miða til Spánar eða annarra álíka staða. Ég er sem sagt að fara á morgun í viku til Salou, c.a klukkustund. frá Eið Smára og félögum og aldrei að vita nema maður rekist á kallinn eða bara kíki til hans í kaffi. Enda hefur hann örugglega nógan tíma því það er ekki eins og hann sé að spila fótbolta á hverjum degi. (Og þó kannski verður hann eitthvað upptekinn við æfingar enda er mér sagt að hann sé ekki alveg nógu góður til að komast í byrjanaliðið.) En ef ekki þá fær maður sér bara öl einhverstaðar í rólegheitum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2008 | 20:36
Ég hata að tapa?
Ég hata að tapa. Hver vill það? - Ekki ég! Ég hef aldrei spilað með í neinu bara til að vera með. Annaðhvort spila ég til að vinna eða sleppi því. Annað, ég hitti ótrúlega oft fólk sem heldur með hinum eða þessum, styður hitt eða þetta. Dæmi: Enska knattspyrnan nú eða bara sú íslenska. Menn stimpla sjálfa sig sem er KRingar, Valsarar, Framarar eða eitthvað annað. Ég hef nú ákveðið að endurskoða þessa básamerkingar hvað mig varðar. Búinn að vera Tottenham og KR ingur sem dæmi um fótboltann í mörg herrans ár. En nú er ég fyrir löngu búin að fatta að þegar mitt lið vinnur líður mér vel og er í góðu skapi. Þegar mitt lið tapar fer ég í ótrúlega fýlu. Ég þoli ekki að tapa. Þess vegna hef ég ákveðið að héðan í frá ætla ég alltaf að halda með þeim sem vinnur. Sigurliðið er mitt lið. Þessi ákvörðun nær líka yfir Evrópsku söngvakeppnina Ég ætla að láta mér finnast sigurlagið flottasta lagið í keppninni. Já ég kem til með að verða HERRA POLLÝANNA holdi klæddur. Í stöðugri sigurvímu og gleði. Fýludallar geta svo haldið með sínu liði sem eins og alltaf tapar með reglulegu millibili. 1-0 fyrir mér í dag. Bikarafhending á morgun.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2008 | 09:24
Er bensínverðið hátt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 21:11
Ósanngjörn gagnrýni
Nú undanfarið hafa fréttastofur beint spjótum sínum miskunnarlaust að Borgarstjóranum vegna ráðningar Jakobs F. Magnússonar. Sagt laun hans ranglega um 800 þúsund en þegar málið er skoðað eru það heildargreiðslur fyrir margvísleg nefndarstörf.
Mér finnst að nú sé mál að linni. Gefum aumingja manninum vinnufrið. Manni sýnist fréttastofur landsins hamast í borgarstjóranum og bíða þess að geta neglt hann á einn eða annan hátt. Hver einasta embættisfærsla hans er gagnrýnd og lögð til verri vegar. Fólk gargar á að borgin taki miðbæinn í gegn þegar Borgarstjóri fær sér aðstoð við verkið, ræður til sín mann sem hingað til hefur verið þekktur fyrir að koma hlutum á hreyfingu og fá menn í hlutina tryllast allir yfir einhverjum krónum. Værum við betur sett með einhvern kerfiskall úr stjórnkerfinu á lúsalaunum og afköst eftir því? Ég hef mikla trú á Jakobi F. Magnússyni hvort það er til þessara verka eða annarra. Vissulega skynjar maður að Jakob selur sig ekki á 10 kall, ekkert okkar vill það.
Fyrir mér hefur nú verið ráðinn maður sem ég hef trú á að láti hendur standa fram úr ermum við að gera umhverfi okkar Reykvíkinga aðeins huggulegra en útkrotaða veggi og yfirgefin hús í niðurníðslu. Ég væri frekar til í að gagnrýna Franskar herþotur sem fljúga hraðar en hljóðið fyrir 100 millur í vikur. Held að þær breyti umhverfi mínu ekkert og þar erum við að tala um meira en ævilaun ræstingarkonunnar í Fellaskóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 08:24
Samskipti við trommara
Eitthvað virðist fyrrum trommuleikari Egósins ósáttur við Bubba Morthens og umboðsmann hans samkvæmt ummælum hans í DV í dag 7. maí. en á DV.is má m.a finna eftirfarandi:
Mér dettur ekki í hug að fara að vinna með Bubba Morthens aftur, ég vinn ekki með einstaklingum sem notast ekki við heilbrigða samskiptahætti og heiðarlega, segir Magnús Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari hljómsveitanna Egó og Utangarðsmanna. Magnús mun ekki taka þátt í sérstökum endurkomutónleikum hljómsveitarinnar Egó sem haldnir verða á skemmtistaðnum Nasa þann 17. maí.
Reyndar eru málavexti hvergi raktir né ástæður nefndar að neinu viti í blaðinu, nema að Maggi segist ekki vinna með fólki sem ekki geti haft eðlileg samskipti. Það vekur óneytanlega upp þær spurningar hvað teljist eðlileg samskipti við trommara hljómsveita. Óneytanlega detta manni í hug orð Ozzy Osborn "Hey! þú ert bara andskotans trommari og hefur bara eitt hlutverk hér - TROMMAÐU!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 07:36
Er eitthvað að gerast?
Við þurfum einmitt mest á því að halda núna á þessu augnabliki að fá erlendar herþotur til að vakta landið. Ég vissi að vísu ekki að það væri eitthvað að gerast þarna í háloftunum. En svo fór ég að hugsa þetta betur og mundi þá að forsætisráðherrann var að tala um að sú fjármálakreppa sem nú ríkti í landinu væri vegna ástandsins á erlendum mörkuðum, Þetta væri sem sagt erlend kreppa sem væri komin hingað upp á skerið. Já auðvitað verðum við að fá erlendar herþotur til að skjóta niður þessar erlendu efnahagslægðir sem lauma sér í háloftunum yfir til Íslands.
Svo laust annarri hugsun niður í kollinn á mér. Já það gæti nú líka verið svolítið huggulegt þegar Geir og Ingibjörg eru að skröltast þetta á einkaþotunum að hafa nokkrar herþotur að horfa á út um gluggann. Það er örugglega voða næs. Ég væri alveg til í það að vera að ferðast með svona einkaþotu og horfa út um gluggann og sjá að þarna eru nokkrar Franskar herþotur að passa mig. Já örugglega bara nokkuð gaman. Franskar í dag og Pólskar á morgun. Hva! þetta kostar ekki nema 100 millur.
Franskar herþotur vakta landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 23:11
Maðurinn er aldrei einn
Þetta voru góðar fréttir. Nú er maður ekki lengur einn við tölvuna. Heldur í "góðra vina hópi"
Og næst þegar ég sit við tölvuna og konan stingur höfðinu í gættina og spyr við hver ég sé að tala þarf ég ekki að líta út eins og ég ég þroskaheftur einstaklingur sem tali sí og æ við sjálfan mig. Nú get ég nefnilega svarað stoltur að bragði. Við "vini" mína á lyklaborðinu. Það er gott að hafa einhvern til að rabba við þegar maður er að blogga og lesa annarra pistla. Nú bíð ég þess að við hefjum sýklaþróun og finnum upp sýkla sem geta jafnvel verið með manni í þessu lagt til eitthvað sniðurg. Alltaf gaman í góðra vina hópi.
En nú er orðið fullfjörugt hér svo ég ætla að dema mér í bað áður en ég fer út að vinna.
Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)