Gaman að fá Begga aftur

Já það er alltaf gaman þegar hæfileikamenn fá að njóta sín. En Beggi er einn þeirra sem menn mættu alveg taka betur eftir. Framlag hans bæði til Egóplatnanna og GCD er stærra en menn fatta. Leggið bara vel við hlustir. Hann er náttúrlega snilld þessi drengur og ætti aldrei að fá pásu frá spilamennsku.
mbl.is Bræðrabandið hans Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst geggjað að Beggi sé kominn í Egóið aftur en en en ég vil fá Magga aftur. Maggi finnst mér vera einn albesti, flottasti og þéttasti rokktrommari á Íslandi. slagorð mitt er því Magga heim áfram Egó.......................

Kv Bjarki Hall

Bjarki Hall. (zerbinn) (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Já, Ég fæ nú ekki miklu ráðið með það hvort Maggi spilar í Egóinu eða ekki. En maður fer nú að lesa í línurnar og finnst það fullsannað að þeir félagar B og M verði að ganga sitthvoru megin götunnar. Því ekki liggur það létt fyrir þeim að starfa saman. Án þess ég hafi einhverja vitneskju um hvað veldur því nú að Maggi er ekki með. Aftur á móti er öll blaðamennska hvað tónlist og samstarf hljómsveita og slit nánast dáin hér á landi. Pressan bara tilkynnir um að hinn og þessi sé ýmist kominn eða farinn í eins sveit eða aðra án þess að spyrja þá sem eiga í hlut fyrir ástæðum. Enda hefur maður á tilfinningunni að þetta sé orðið uppfyllingarefni hjá pressunni.

Í gamla daga var Slagbrandur Moggans, og Poppþáttur Tímans og hvað þessar síður allar í blöðunum hétu en þá voru í minnsta kosti vikulegar síður um popp/rokkið í blöðunum og maður saknar þess óneytanlega oft.

Bárður Örn Bárðarson, 3.5.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband