Lífið er bara rokk

Það var opið hús í leikskólanum hjá yngri dóttur minnin í gær. Konan var í prófi. Þetta er stórmerkilegt því í fyrra þegar var opið hús var konan mín líka í prófi. Ég er farinn að hallast á að þetta sé eitthvert plott. Ekki alvega það skemmtilegasta sem maður gerir að mæta í djús og kex með 30 ofvirka krakka sem keppast við að sýna mæðrum sínum eða feðrum myndir og muni sem þau hafa verið að búa til í leikskólanum. Því auðvitað mændi dóttir mín á mig stórum augum, með gljáfægðan geislabauginn þegar hún sagði mér að pabbi sinn yrði að mæta eftir klukkan þrjú.

Ég var rétt kominn í vinnuna þegar ég fékk það skemmtilega verkefni að aka tveim þekktum rokksöngvurum þann daginn milli staða. Þetta sleit vissulega örlítið sundur vinnuna en var engu að síður bráð skemmtilegt. Annar farþega minna var íslenskur hinn útlendur og fór hluti ferðarinnar í að rifja upp lífið í Reykjavík þá og nú, fyrir þann útlenda. Gefa honum smá innsýn í Reykjavíkurlífið. Þegar ungir krakkar flykktust á ísilagða tjörnina og renndu sér á skautum. Egnir tölvuleikir í þá daga. Að hafa þarna heimsfræga rokkbolta í bílnum á milli staða og maður fékk sterka tilfinningu fyrir því að vera með stóran hluta rokksögunnar í bílnum. Ég hafi svo skilað þeim af mér á einum stað þegar ég fattaði að það væri rúmlega komin tími á leikskólann og dætur mínar eflaust farnar að bíða þess að kallinn mætti og skaust því í það skilduverk að mæta. Ég var rétt að bíta í fyrstu kexkökuna á leikskólanum þegar síminn minn hringdi og spurt hvor ég gæti sótt þá aftur. Ég sagðist því miður vera stakkur á leikskólanum hjá dóttur minni með djús og kex. En ég skildi senda eftir þeim annan bíl. Ég yrði svo laus aftur eftir klukkustund eða svo. Þegar ég hafi svo fundið þeim annan bíl hugsaði ég með mér eitt andartak:

Já hver skollinn. Með rokksöguna í bílnum áðan og nú í leikaskólapartí með kex og djús og 30 krakka á blasti í eyrun  - VÁÁÁ - Life is just Rock ´n´roll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Flott saga og ólíkir heimar.

Anna Guðný , 1.5.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband