23.4.2008 | 13:17
Mér er sorg færð í hjarta
Veikir einstaklingar leynast víða í okkar litla samfélagi. Held að það dyljist engum að þessi aumingja bílstjóri er alvarlega sjúkur einstaklingur. Verknaður hans á að sjálfsögðu enga samúð skilda en veikindi þessa manns eiga hana skilið.
Vegna verknaðarins á þessi aumingja stúlka skilda alla samúð mína. Og ég sem þjóðfélagsþegn bið hana hér með formlega afsökunar fyrir mitt leiti á að það samfélag sem ég er hluti af skuli ekki búa henni meira öryggi en raun bar vitni.
Braut gegn fatlaðri stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 23:23
Þjóðin mín er klikkuð
Mikið rosalega finnst mér þessi þjóð mín orðin klikkuð. Maður opnar ekki blað, sjónvarp, útvarp hvað þá bloggið án þess að sjá kröfur á hendur ríki eða sveitarfélögum um allan fjandann. Betra þetta, meira af hinu nýrra svona eða stærra hinsegin. og menn leggja þetta alt fram eftir eigin sýn og væntingum til umfjöllunarefnisins. Ég kalla þetta BARA ÉG SYNDROME. Því nánast aldrei eru menn að horfa á allar hliðar málsins í kröfu sinni. Gott dæmi er vegakerfi Reykjavíkur: Við viljum betra gatnakerfi, en það má bara ekki leggja veginn nálægt mínu húsi. Á sama tíma æpa samborgarar mínir eftir lækkun á öllum opinberum gjöldum sínu. Jú, jú ríkið má alveg innheimta skatta bara ekki af mér. Þetta samfélag er farið að verða eins og sagan um litlu gulu hænuna nema bara í margfalt stærra broti.
Eiginlega gekk fram af mér þegar ég er að lesa undirtektir hér og þar við ummæli Árna Tryggvasonar leikara sem hann setti fram og vörðuðu aðbúnað á Geðdeilum eftir að hafa orðið að dvelja á 32C nokkra daga af lífi sínu vegna þunglyndis. Aðalútásetning Árna varðaði það að þurfa að deila herbergi með öðrum sjúklingi og það var eitthvað sem Árna líkaði ekki.
Ég þekki ágætlega til í Geðdeild Landspítalans. Á þar 10. ár að baki sem starfsmaður. Þó ég hafi að vísu hætt fyrir einhverjum 7-8 árum held ég að þar hafi ekki ýkja mikið breyst. hvað starfsemina eða herbergisskipan varðar. Ég hef því séð, heyrt og upplifað eitt og annað innan umræddrar geðdeildar.
Ég ætla að fullyrða hér og nú að þó það hafi ekki hentað herra Árna Tryggvasyni að deila herbergi með öðrum þá hafa slík fjölbýlisherbergi hjálpa mörgum og flýtt fyrir bata þeirra, þau hafa jafnvel bjargað mannslífum. Það er nefnilega þannig að okkur hætti svo til að horfa á hlutina út frá eigin nafla og telja að það sem henti mér skuli henta öllum hinum líka. BARA ÉG SYNDROME hér lifandi komið og við ölum hverja kynslóðina eftir aðra upp við þennan hugsanahátt. Hugsaðu nú um þig, maður verður að hugsa vel um sig.
Svo sest einhver spekingurinn inn á þing og þá verðum við albrjáluð þegar hann fer að birtast með lagafrumvörp sem eru sneisafull af BARA ÉG SYNDROME-inu. Því við ætluðumst náttúrlega til þess að viðkomandi breyttist í litlu gulu hænuna um leið og hann gengi inn á þing og bakaði þar fyrir okkur brauð handa öllum.
Síðast þegar ég vissi var ríkið og sveitarfélögin ekkert annað en fólkið í landinu og við erum rúmlega 300.000 hræður. Við eigum nefnilega að eiga peninga fyrir þessu öllu og svo á ríkið og sveitarfélögin ásamt atvinnurekendum helst að sjá til þess að allir þegnar samfélagsins sé í svipaðri fjárhagsstöðu og Björgólfur Thors. Kannski ekki alveg allir, en "Ég" ætti að vera það enda er ég alvarlega sjúkur af BARA ÉG SYNDROME-inu. og því hluti af minni klikkuðu þjóð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 01:40
Heppinn
Mikið er ég heppinn að vera vel giftur. Ég rakst nefnilega inn á vísir.is og þar voru tvær fréttir sem hittu mig. Önnur undir fyrirsögninni Svörtu ekkjurnar er þær stöllur Olga Rutterscmidt og Helen Gulay voru dæmdar fyrir að drepa eiginmenn sína. En þær höfðu nánast pikkað þá heimilislausa upp af götunni, búið með þeim í 2-3 ár, líftryggt þá og svo myrt þá og ætluðu að ná út tryggingarfénu.
Já maður skyldi varsast hverjum maður fer með heim núorðið. En þegar maður lítur á myndirnar af þeim þá hverfur efinn. Held að ég færi aldrei með þessum dömum hvorki eitt né neitt.
Hin fréttin var um öllu huggulegri dömur. Nefnilega Barbí. En sala á þeim hefur dregist verulega saman. Já kannski er smekkur okkar karlanna eitthvað að hnigna. Því svörtu ekkjurnar virtust ekki eiga í neinum vanda með að finna fórnarlömb á sama tíma og menn ganga framhjá Barbí án þess að líta á hana...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 00:55
Gamalt ljóð til þingmanns
Þarna stóðstu
fullur af lygi
uns vindur sannleikans
blés þig burt.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 16:32
Smásögur
Ég hef verið að fikta við að skrifa frá því ég var smá-gutti (sem ég er reyndar enn). En hvað um það þessi skrif mín hvort heldur eru ljóð eða smásögur eru nú flestar í geymslu hjá SORPU og líklega óafturkræfar. En einhverjar hafa neitað að yfirgefa heimilið og bíða þess oní skúffu að ég flyti næst svo þær geti gengið á fund bræðra og systra sinna. Þó hafa orðið þau slys stundum að ættingjar eða vinir hafa rekið augun í þetta og verið að hvetja mig til að gera eitthvað við þessar sögur eða prósa. Enn hef ég ekki séð hvað það ætti að vera. Þeim virðist líða ágætlega oní skúffunni.
En um daginn tók vinur minn loforð af mér um að ég skrifaði sögu og birti hana einhverstaðar. Með því að setja hana inn hér er ég að efna þetta loforð. Nú ætla ég að gera meira en það því mig langar endilega að fá komment á þetta. Þið mynduð sem sagt gera mér stóran greiða ef þið gæfuð ykkur tíma til lestrar 2ja síðan sögu og gæfuð mér álit ykkar á henni. Linkur á smásöguna er hér fyrir neðan
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 14:55
Geir og Ingibjörg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 13:07
Tóku þeir allir barnaskólapróf?
Þegar konan mín ætlar að fara að útlista einhverju fyrir mér stoppa ég hana stundum af með þeim orðum að hún verði að byrja upp á nýtt. Nú sé hún að tala við mann sem hafi ekki barnaskólapróf og verði því að tala við mig samkvæmt því. Ástæðan er að á barnaskóla árunum mínum var ég rokin í sveitina áður en sauðburður hófst og kom venjulega ekki til baka fyrr en slátrun var að ljúka. Þegar ég var 12 ára og átti að taka burtfararpróf úr barnaskólanum á Kársnesinu kallaði skólastjórinn á mig og sagði að nú yrði ég að taka próf. Því annars yrði ég að sitja 12. ára bekkinn aftur næsta vetur. Svarið mitt var einfalt:
"Ertu brjálaður maður, hún Bílda mín er að eignast lamb í fyrsta sinn, og ég ætla ekki að missa að því. Vertu Blessaður"
Ég fór í sveitina. (varð að sitja 3. mánuði aftur í 12 ára bekk áður en ég fékk að fara í gaggó. Það ætti því öllum að vera álíka ljóst og mér sjálfum að ég verð seint talinn hámenntaður maður. En það er sagt að ef þú missir sjónina eflist heyrnin. Kannski að rökrétt hugsun hafi eitthvað eflst við menntunarskortinn. Og þrátt fyrir menntunarleysið ætla ég aðeins að tjá mig um efnahagsmál. Því kannski er einhver þarna úti sem getur skýrt þetta út fyrir mér á tungumáli sem ég ómenntaður maðurinn skilur. Því mér varð óvart hugsað til auglýsingar Intrum Ekki gera ekki neitt. Þessi setning ætti að berast ráðamönnum okkar þessa daganna, afhverju hefur hún ekki gert það. Því vor ríkisstjórn er einmitt frekar upptekin við það að mínu mati að gera ekki neitt í efnahagsmálum. Hún ber það fyrir sig að ræturnar eigi sér stað í útlöndum. Og við hér getum lítið við því gert. Ég er samt ekki viss um að það sé eitthvert batterí í útlöndum sem hækkaði mjólkurpottinn sem ég keypti í gær um c.a 30 krónum á örskömmum tíma. Ég er heldur ekkert viss um að það sé eitthvað í útlöndum sem gerir það að verkum að íbúðarverð lækkar hér samkvæmt spám um 30% á næstunni.
Sá eini sem eitthvað gerir er Seðlabankinn, og hvað? jú hann fer sínar gömlu og úr sér gengnu leiðir í vanmætti sínum. Hækkar stýrivexti og ætlar þannig að neyða almenning í landinu til að draga úr neyslu. Lagast staða efnahagsmála við það hvort ég kaupi mér 20 tommu tæki eða 40 tommu sjónvarp þegar hitt verður ónýtt. Lagast íslensk efnahagslíf með því að að setja fólk í skuldastöðu sem það ræður ekki við. Með öðrum orðum það er ljóst að á sama tíma og íbúðarlán fólks hækka vegna þessa og þá dregur einnig úr framkvæmdum. Þessu til viðbótar hefur verið spáð lækkun verðs á fasteignamarkaði. Með öðrum orðum við eru á spítikonsales leið NIÐUR . Og sá sem átti brotabrot í íbúðinni sinni fyrir 2. árum skuldar nú meira en íbúðarverðið í íbúðinni sinni. Íbúðarkaupin hans eru því gjaldþrota ef svo má segja.
Bankarnir sem sögðu okkur á sínum tíma að hefja reglulegan sparnað gleymdu því sjálfur, tóku skammtímalán til að lána aftur sem langtímalán (og svo fengu ráðamenn þessara banka himinhá laun fyrir þessa aðferðarfræði. Hver sleppti nú barnaskólaprófunum sínum, það hljóta þá að hafa verið fleiri en ég.)
Sama ástand virðist vera víðar en á Íslandi. Bandaríkjamenn með stærsta hagkerfi heims lækkar stýrivexti til að setja kraft í efnahagslífið.
Á Englandi er búist við að Englandsbanki tilkynni um útgáfu 50 milljarða punda í ríkisskuldabréfum. Og er bönkum með því gert kleift að skipta áhættusömum fasteignalánum í slík bréf. en samkvæmt frétt RÚV hefur orðið talsverð verðlækkun á húsnæði í Bretlandi sem ekki sér fyrir endann á og hefur rýrt gildi fasteignaveða. Því hafa vaxtalækkanir Englandsbanka skilað sér til almennings í litlum mæli.
Og til að snúa þessari þróun eru uppi hugmyndir um útgáfu ríkisskuldabréfa að upphæð 50 milljarða punda, jafnvirði 7.500 milljarða króna. Þessi bréf geta bankar og íbúðalánasjóðir keypt í skiptum við áhættusamari fasteignalán.
Það er því augljóst að sinn er siður í landi hverju. og aðvaranir INTRUM til almennings ættu fyrir löngu að vera í huga Geirs og félaga. En við verðum þó að afsaka bæði hann og Ingibjörgu Þau eru bæði á ferð og flugi, þó aðallega flugi. Og þegar maður er hátt uppi er ekki alltaf gott að sjá það sem er að gerast á jörðu niðri sérstaklega þegar skýjafarið er ekki gott. En ef einhver veit hvort þetta er kannski bara villandi auglýsing hjá INTRUM Ekki gera ekki neitt. Væri gaman að vita af því. Því ég er eins og barn í þessu samfélagi ég læri það sem fyrir mér er haft. Það hefur verið mín helsta skólaganga - Hvða með þá sem stjórna Hvar tóku þeir próf?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 02:34
Lagið sem fór að heiman
Ekki má nú Bubbi vinur minn mikið til að spekingar sparki. Nú birtist hver á fætur öðrum og tjáir sig um tökulag Bubba og Björns Jr. á laginu Ég er kominn heim sem Óðinn Valdimarsson söng inn á plötu 1960.
Það skrítna er að lagið hefur aldrei verið talið ýkja merkilegt, né notið vinsælda fyrr en nú þegar Björn Jr. flutti það í Bandinu hans Bubba og þeir félagar sungu það síðan saman inn á band í kjölfarið. Ég fullyrði því hér og nú að Björn Jr. og Bubbi hafa gert meira fyrir þetta lag en nokkur annar. Af hverju segi ég það? Lagið er vissulega gott og vel flutt af Óðni Valdimarssyni. Enn og aftur leifi ég mér að efast um vinsældirnar. Í fyrsta lagi var það valið á B-hlið smáskífunnar þegar það kom út árið 1960. Verum minnug þess að A-hliðin geymdi á þeim árum ALLTAF það lag sem talið var líklegra til vinsælda. Lagið var ekki endurútgefið á neinni plötu fyrr en Jónatan Garðason valdi það á fyrstu plötuna í útgáfuseríunni Óskalögin 1997 eða í 37 ár hafði lagið legið óhreyft. Næst birtist lagið á plötu sem innihélt yfirlit yfir feril Óðins árið 2004 eða 7. árum síðar.
Þegar hlustað er á lagið í flutningi Óðins fer ekkert á milli mála að þarna er lag sem tekið var upp við fátækleg skilyrði 1960. Það sem bjargar laginu eru fantagóðir hljóðfæraleikarar og silkimjúkur söngur Óðins. Björn og Bubbi útsetja lagið á allt annan hátt, það er hljóðritað með nútímatækni og menn vakna skyndilega af værum dofa og rjúka til að hlusta á Óðinn syngja lagið í þeim tilgangi að pota nú svolítið í þá Bubba og Björn. Engin sagði orð þegar Björgvin Halldórsson söng það inn á plötu, enginn sagði orð þegar Andri Bachman söng það inn á plötu. En þegar Bubbi Morthens opnar munninn fær menningarelítan sjokk og telur að nánast sé um helgispjöll að ræða. Mér finnst að þeir sem ætla að gagnrýna þá félaga fyrir þessa töku lagsins sem er allt önnur nálgun en hjá Óðni ættu kannski að kynna sér hvaðan lagið kom til Óðins og hvort sá flutningur er ekki gagnrýnisverður. Fyrir áhugasama er hér smá fróðleik um þetta lag.
Upprunalegur titill þess er Heut' nacht hab' ich geträumt von dir og er úr óperunni Das veilchen vom Montmartre eftir Kálman. Óðin Valdimarsson varð fyrstur til að hljóðrita lagið á íslensku við texta Jóns Sigurssonar sem einnig yfirfærði lagið í hljómsveitarbúning ásamt KK-Sextett. Hljóðritun var svo gerð í Ríkisútvarpinu í júní 1960 og sá Knútur Skeggjason um upptökur.
KK-sextettinn sá um undirleik og var þá skipuð þeim: Ellly Vilhjálms: Röddun, Jón Páll Bjarnason: Gítar, röddun ; Jón Sigurðsson: Kontrabassi, röddun ; Þórarinn Ólafsson: Píanó, röddun ; Guðmundur Steingrímsson: Trommur ; Kristján Kristjánsson: Röddun. Með öðrum orðum fanta góðir spilarar þá sem nú.
Niðurstaða mín er þessi Óðin flutti lag sem hafði verið fært úr óperubúningi í bigband útsetningu sem dægurlag. Bubbi og Björn syngja það við undileik rokksveitar. Ég veit ekki hvort stökkið er stærra. Það sem ég er að reyna að sega líka er að mér finnst stór munur á hvor menn taki svona lög og geri að sínum með sinni útsetningu, sinni rödd eða hvort menn fari að reyna að syngja það í líkingu við upprunalegu útsetninguna. Menn ættu þá að skreppa til plötu Björgvins og Andra Backman með gagnrýnisraddirnar. Eitt er að flytja lag eftir Megas og hitt er að reyna að fara að syngja það eins og Megas og þar finnst mér stór munur á svo ég tali sterkara dæmi.
Þessu til viðbótar má minna á orð á plötuumslagi Óðins um lagið:
"Gamalt Kláman lag í nýrri útgáfu og er ekki vafi á að lagið mun vekja athygli".
Líkega vissi Tage Ammendrup útgefandi ekki að þessi athygli kæmi fram árið 2008 en ekki 1960.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 00:41
Bara EF
Það litar líf
hertekur huga
sest að í hjarta
skítur rótum í sál
Það endurtekur sig
í síbreytileika sínu
svona pínulítið
bara tveir stafir
bara EF
bara EF
bara EF
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 17:15
Já maður verður víst
Skrítið þegar manni þrýtur ráð eða þannig þá er mömmu heimilisins fengin völdin. Sem í mínu tilfelli er konan. Þegar ég spurði konuna að því í gær hvað ég ætti að gera vegna verkja út af brjósklosinu þá svaraði hún einfaldlega - Þú gæti farið að ráðum læknisins. Ef þú ætlar ekki að gera það þýðir ekkert að vera að væla í mér um að þú finnir til.
Ég ákvað þá snarlega að hlýða ráðum læknisins í einu og öllu og opna þannig aftur vælureikninginn um sársaukann hjá konunni. Við skruppum svo í mat hjá tengdó í gærkveldi og til að útiloka þá skildurækni fyrirvinnunnar um að fara út og aka mínum leigubíl á laugardagskvöldi með brjósklos og sársaukaverki upp á 9,5 af 10 mögulegum þáði ég bjór hjá tengdó.
Í dag er ég verri af verkjum, við þá bætast bjórverkir í höfði eftirköst með kveðju frá tengdó og ekki nóg með það heldur tekur konan hvíldardaginn mjög heilagann í dag. Liggur upp í sófa og neitar alfarið að sýna mér minnstu samúð vegna heilsu minnar. Þá er bara að sitja við tölvuna, lesa blogg annarra og bulla eitthvað sjálfur við og við. Rakst t.d. inn á síðuna hjá Ólínu Þorvarðar. sem mér hefur alltaf þótt afspyrnu falleg kona og bráðvel gefin. Las þar um hvað henni þætti lagið Ég er kominn heim flottara með Óðni en Bubba og Birni Jörundi. Ég held að í yfir 80% tilfella finnist manni nú orgilalarnir flottari þegar svona efni er annars vegar. Ég er nú svo skrítinn að mér finnast báðar þessar útgáfur flottar. Hvor á sinn hátt. Björgvin skilar þessu lagi líka rosalega vel. Mér finnst bara allt í lagi að eiga þetta lag í þrem flottum útgáfum. Allavega er það meiri eign en eiga hana bara í einni útgáfu. Þrjár útgáfur eru tveimur fleiri en ein. Þá get ég t.d. valið um þá útgáfu sem mig langar helst að heyra þá stundina. Maður getur ekki alltaf verið í sparifötunum, þó þau séu flottustu fötin. Auðvitað er ég svolítið að taka upp hanskann fyrir Bubba og Birni Jr. Þetta er sérstakir vinir mínir, í miklu uppáhaldi báðir tveir. Þó sá fyrrnefndi sé nú búinn að vera heimilisvinur öllu lengur. Ég hef nú reyndar verið legni þeirrar skoðunar að Bubbi eigi að taka sig til og gera eina plötu með sínum uppáhaldslögum. Þá er ég að tala um lög eftir aðra. Hann hefur nefnilega sýnt og sannað það þegar hann hefur verið að flytja lög eftir aðra að þá blómstrar hann vel sem söngvari. En það er önnur saga. Nú kallar konan og mér er víst best að þjóta fram svo ég haldi meðaumkunar stuðlinum sem ég er að reyna að byggja upp smátt og smátt. Ég hætti ekki fyrr en ég á samúð hennar alla og fæ það viðurkennt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)