Brilliant Live Adventures [1995–1999]

boxÞað var svo seint á árinu 2020 sem mönnum stóð fyrst til boða að kaupa tómt box merkt Brilliant Live Adventures [1995–1999] Menn voru enn að klóra sér í kollinum yfir þessu tilboði þegar það uppgötvaðist að framundan væri útgáfuveisla á tónleikaefni með Bowie. Því frá október 2020 og fram í apríl 2021 kom út sex plötutitlar sú fyrsta 30 október 2020 Ouvrez le Chien (Live Dallas 95)
og í kjölfarið komu þær hver af annarri í takmörkuðu upplagi No Trendy Réchauffé (Live Birmingham 95), LiveAndWell.com sem innihélt upptökur frá Earthling túrnum 1997, Look at the Moon! (Live Phoenix Festival 97), Something in the Air (Live Paris 99) og loks plata sem reyndar var vel þekkt meðal Bowie aðdáenda og til í ólöglegum útgáfum At the Kit Kat Klub (Live New York 99), eins og nafnið gefur til kynna upptökur frá þessum sögulegu tónleikum.
Þegar upp var staðið voru þetta 88 hljóðrit á 53 lögum því sum laganna var að finna á fleiri en einni plötu eins og gefur að skylja. t.d. eins og Hallo Spaceboy sem finna má á þrem platnanna, líkt og The Man Who Sold the World. En plöturnar sem komu út í takmörkuðu upplagi og seldar á netinu voru rifnar út, og fengu færri en vildu og menn með box og 2 eða 3 plötur þar sem þeir höfðu misst af hinum í grimmri netsölu sem stóð stutt yfir og ágerðist það eftir sem leið á plötufjöldann.
Harðir aðdáendur kappans voru ekki pat hrifnir af þessari söluaðferð og gagnrýndu hana í ræðum og riti allharðlega um allt netið og um tíma var nánast hver einasti spjallþráður um Bowie upptekinn af þessari gagnrýni. Að lokum brást útgáfufyrirtækið svo við og lofaði endurútgáfu á efninu frá A-Ö þannig að allir fengu að lokið að fylla í boxin. Þarna voru þá komnar plötur með upptökum frá bæði Earthling túrnum ´97) og Hours túrnum ´99.
Með þessari risaútgáfu voru tónleikaplötur Bowie ornar 20 tals og þótti sumum nóg um. Því árið 2020 kom einnig út plata I‘m Only Dancing frá sálartúrnum 1976. En það sem einnig þótti nokkuð undarlegt var að næsta box sem kom út bara sama heiti Brilliant Adventure (1992–2001) og var það útgefið efni það tímabil. Það undarlega við að velja þetta heiti ekki bara á eitt box heldur 2 er í meira lagi undarleg því nafnið kemur frá lagi á plötunni Hours sem þegar betur er að gáð ekki bara eftir Bowie því hann semur það í samstarfi við gítarleikarann Reeves Gabrels sem verið hafði með honum í Tin Machine á sínum tíma. Bentu nokkrir aðdáendur á að útgáfan hefði haft úr nokkrum tuga heita að velja en tekið þann versta, meðan aðrir sögðu heitið bara fínt. Nafnið á svona boxi væri algert aukaatriði. Það væri tónlistin sem væri aðalmálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Bob Dylan er sá erlendi tónlistarmaður sem var í uppáhaldi hjá mér mest. David Bowie hefur verið að vinna á og nokkrir aðrir. Enginn kemst nálægt ljóðrænni dýpt textanna hjá Dylan. Tónlistarlega finnst mér Bowie þó hafa vinninginn. Ekki bara það, fjölbreytnin hjá Bowie var ótrúleg. Ég er einn af fáum sem dýrka soul plötu Bowies Young Americans frá 1975, mér finnst hún tær snilld. Að ná slíkum upptökum, svona afslappaðri sálartónlist, með angurværð og biturleika og öðrum tilfinningum... tær snilld. Þetta snýst ekki alltaf um útpæld kvæði eins og hjá Dylan, heldur einhverju óútskýrðu.

En David Bowie er ekki einn tónlistarmaður heldur margir. Þó maður diggi eina plötu með honum, þá getur sumt annað verið alveg lokuð bók fyrir manni.

En tónleikaplatan frá 1978 geymir samt sumar betri útgáfur en á hljóðversplötunum. 

David Bowie er einn af þessum tónlistarmönnum sem hægt er að endurmeta, ef maður nær honum ekki við fyrstu hlustun. 

Hann var einn af stóru snillingunum. Young Americans er á við James Brown.

Ingólfur Sigurðsson, 6.6.2023 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband