Hver hannað þennan fjanda?

klukkaÉg er kominn á þá skoðun að sá sem hannaði sólarhringinn var LETINGI. Ég meina 24 klukkutímar hver fjandinn er það. Þetta er ekki rassgat, maður kemst ekki yfir neitt á 24 klukkustundum, sérstaklega ekki en maður á líka að spreða 8 stykkjum í svefn og minnst 2 í að nærast. Það er 10 tímar í vaskinn. Eftir standa fjórtán kettlingar. Svo skil ég ekki hvernig mér tekst á þessum örfáu stundum að koma því til leiðar að um mánaðamót skulda ég einhverjum eitthvað. Mér finnst ég alltaf vera í vinnunni og þar eiga aurar að koma inn en ekki fara út. Það er einhverstaðar bilun í lífskerfinu. Líklega í hönnun þess. Ég sé hana nefnilega hvergi í framkvæmdinni.

Farinn að leita betur - verð bara að fórna 2-3 tímum í það. Fæ svo frúnna til að hjálpa mér um leið og´hún kemur út Smáralindinni InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Já sólarhringurinn, við getum sennilega ekki breytt því, hvað það eru margir klukkutímar í honum og ekki. En við getum breytt því hverju við eyðum klukkustundonum í.

Allt svo litlaust segirðu. það segir mér bara eitt, það að þú hafit verið orðin þreyttur og kannski var það bara hugur þinn sem var litlaust. En ég veit samt að mér finnst einginn glamúr vera yfir fólki þegar að það er að fara heim af djamminu, drukkið og löngu búið að missa lúkið og reisnina. Stelpur sem fóru svo fínar út eru orðnar frekar druslulegar þegar að liðið hefur á nóttina. svo þessir gæjar sem fara út sem einhverjir svaka töffarar, eru orðnir heldur lágreistir þegar að fjörinu er að ljúka.

Mér finnst fallegt hvernig þú talar um konurnar í lífi þínu (eiginkonan, og dæturnar). 

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 27.4.2008 kl. 06:06

2 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Rétt Sigríður þess vegna er ég nú að grínast með þetta. Því auðvitað er það ekki skortur á tíma þegar við sláum hlutunum á frest heldur skipulginu á tímanum. Ölvað fólk er sjaldnast sjarmerandi.

Og Takk fyrir lokaorð þín. Það er ekkert erfitt að tala fallega um þá sem lita líf manns fegruð.

Bárður Örn Bárðarson, 27.4.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Anna Guðný

Ég er sko oft í vandræðum með þennan sólarhring. Vantar oftast svona 2-3 tíma í hann í viðbót. Myndi trúlega nota þá að mestu í svefn. Þetta er ekki vegna þess að ég hafi  svo mikið að gera, heldur finn ég mér bara endalaust eitthvað skemmtilegt til og allt tekur tíma.

Ég þarf að setja þig inn Bárður öðruvísi. Ok kannski ekki þig sjálfan en vefsíðuna þína. Get aldrei séð á center svæðinu mínu hvort eitthvað nýtt sé hjá þér eins og ég get hjá hinum bloggvinum mínum.

Skoða það seinna.

Góða nótt og dreymi þig vel.

Anna Guðný , 28.4.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband