Lítil saga af Bó Hall

Bo HallEftir vel heppnaða tónleika Björgvins í Köben er ekki úr vegi að segja litla sögu Bó en eins og flestir vita er Björgvin Halldórsson með skemmtilegri mönnum í bransanum. Snöggur til svars og einn þessara karaktera sem afgreiði hlutina “final”. 
Fyrir nokkrum árum hringdi ónefndur hljómaður í Stúdíó Sýrlandi í mig og spurði mig hvort ég ætti ekki gott eintak af fyrstu sólóplötu Björgvins Halldórssonar. – Jú ég held það og held meira að segja að það sé nánast óspilað. Hann biður mig að fá plötuna lánaða það væri verið að yfirfæra hana og ætti að gefa hana loks út á CD. Ég varð að sjálfsögðu við þessari ósk. Nokkrum vikum síðar var ég staddur í stúdíó Sýrlandi vegna vinnu við eina af safnplötum Bubba Morthens. og mundi þá eftir plötunni með Björgvini. Þegar ég minnist á hana við hljóðmanninn segir hann mér að í fyrsta sinn í sögu hljóðversins hafi verið farið inn til hans og maður náð þar í hluti sem hann átti en um leið tekið umrædda plötu með sér. Ég giskaði rétt þegar ég spurði hvort það hafi verið Bó sjálfur.

Þó liði árViku síðar ég að ganga inn í hljóðverið og var að ganga frá áðrunefndri plötu Bubba og er rétt komin inn fyrir dyrnar þegar ég mæti Bó, sem er á leiðinni út úr hljóðverinu. Ég setti mig óðar í stellingar, bendi á hann útundan mér meðan við nálgumst hvorn annan og segi við hann, svo hátt að ekki fór framhjá viðstöddum.
- Já þarna er maður sem ég þarf að tala við
- Nú, spyr Bo og verður eitt spurningarmerki en heldur áfram göngunni í átt til mín og dyranna að baki mér.
- Já ég hef grun um að þú sért með hlut sem ég á í þínum fórum
- Ha, nú, hvað ætti það að vera? spyr Bó jafn hissa á svip og áður
- Það er fyrsta sólóplata Björgvins Halldórssonar, fágætur gripur og nánast óspilaður. segi ég jafn hátt og snjallt og áður. og bý mig undir að fá skíringar og einhver loforð um að gripnum verði skilað. Svarið kom hinsvegar strax
- Já þá er hún vel geymd! segir Björgvin um leið og hann snarast út um dyrnar og lokar á eftir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband