Færsluflokkur: Bloggar

Hvar er nú Forseti vor

Sú var tíðin að Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson fór mikinn í landkynningu og hélt ótal ræður m.a. um ágæti Íslensku kaupahéðnanna. Eftir fall bankanna hefur varla af honum frést? Það væri nú fyrst sem þetta embætti sem í mínum huga á að vera einskonar sameiningartákn þjóðarinnar ætti að láta í sér heyra, hvetja okkur ohér heima g tala máli okkar á erlendum vettvangi. Ég auglýsi hér með eftir Forseta landsins í því hlutverki sem mér finnst hann ætti nú að fara að sinna að fullum þunga.

Ég spyr HVAR er Forseti VOR?


mbl.is Átak til kynningar á málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þurfti útlending til

Það sýnir vel hve fjölskyldu,- og ættartengslaspillingin er mögnuð hér að það þurfti útlenda manneskju til að heimta breytingar til að menn föttuðu það sem löngu var vitað um sérlegan saksóknara Valtýr Sigurðsson. Menn hér bara ifta öxlum og horfa í hina áttina, í versta falli bölva í hljóð því að eiga ekki velsett skyldmenni í kerfinu.

Nú erum við með tvö dæmi á borðinu um þetta - Hitt er bæjarstjórinn í Kópavogi. Ég er helvíti hræddur um að fyrirtækið sem þar um ræðir hefði ekki fengið þessi verkefni nema AÐEINS vegna ættartengslanna. Undirmenn henda ekki dóttir bæjarstjórans svo glatt frá borði nema þeir séu æstir í atvinnuleysisbæturnar. Menn hafa nefnilega fokið fyrir minni sakir bæði í Kópavogi sem annarstaðar.

 


mbl.is Björn verður ríkissaksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já þeir eru bara rétt að byrja

Enn og aftur er byrjað á vösum bifreiðareigenda. Magnaður fjandi svo maður segi ekki meira. Fyrir mig sem er atvinnubílstjóri er þetta hrein og klár launaskerðing. Þarna á ég ekki sama val og hinn almenni bifreiðarnotandi það er að draga úr notkunn bílsins. Þá þýðir lítið að fara í fílu og detta bara í það því þeir hækkuðu vínið og tóbakið líka. OK þó ég noti hvortveggja þar á maður alltaf val.
mbl.is Bensínlítrinn í 181 krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir tímar staðnað slagorð

Þessi óður vinstri manna um að það sé lífsnauðsynlegt að hvíla Sjálfstæðisflokkinn er orðið hálflúið slagorð. Eitthvað sem ég hef heyrt í öll þau ár sem ég hef haft kosningarrétt. Ekki að ég sé gall harður sjálfstæðismaður en bara þetta að geta ekki boðið eigin verk heldur að kjóstu mig af því að það þarf að hvíla eitthvað annað og þá er ég næst besti kosturinn í stöðunni. Halló - er álitið á eigin getu ekki meira en það? Hvenig væri að segja bara hreint út ég stend fyrir þessu eða hinu, ég vil gera þetta að hitt. Svandís ég kýs þig ekki bara til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn, þú talar eins og þú sért varamaður í handboltaleik. En ég skal mögulega kjósa þig út á það sem þú ætlar þér að stefna að með setu á þingi en ekki sem varmann Sjálfstæðisflokksins sem kemur inn á völlinn bara til að hvíla aðalliðið....
mbl.is Vinstristjórn lífsnauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DVD - Þættir MEÐ Íslenskum texta - JÁ TAKK

Ég ætlaði mér aldrei að fara að safna DVD bíómyndum, átti nóg með 5000 vínyl plötur og annað eins af CD plötum. Svo bættust auðvitað tónlistarmyndböndin við og svo á DVD en nú er ég sem sagt byrjaður að sanka að mér DVD myndum. 24 þættirnir urðu þess valdandi að ég féll í gryfjuna og keypti fyrstu 5 seriurnar á DVD með Íslenskum texta. Nú er sjötta serían komin en án texta. Ég neita að kaupa hana fyrr en hún er komin með Íslenskum texta en svo var mér gefin hún. Ég hef samt heitið mér að kaupa mér annað eintak ef hún kemur með texta.  Ég er nefnilega einlægur fylgismaður þess að hafa svona bíómyndir og þætti með texta. Ekki að ég skylji ekki ensku ágætlega en ég vil einfaldlega styðja það að svona efni sé textað og kaupi það frekar. Reyndar ákvað ég í dag að ég ætlaði aðeins og kaupa textaðar myndir. Þannig vil ég líka koma í veg fyrir að menn séu að flytja þessa heim fyrir 100 kall og selja mér það svo á 3000 krónur. Það er ekki eðlilegt. Því segi ég Ég er til í að greiða 500 kalli meira fyrir mynd með texta því þá veit ég að menn eru að leggja metnað í verkið. Ekki bara að flytja inn 3-4 kassa af ótextuðum myndum á lélegum DVD diskum og henda upp í búð og taka síðan 2-3000 beint í vasann. Þá get ég alveg eins pantað þær myndir að utan sjálfur. Ég skora hér með á þá sem eru að flytja þetta inn að nýta sér það að texta myndir og þáttaraðir og ég kaupi. Skemmtilegt prinsip og ég ætla að halda því.

Hvers vandamál er þetta

Eigi Björn Jr. við það vandamál að stríða að nota eða hafa notað eiturlyf er það hans vandamál ekki mitt, Fyrir mér er Björn Jr jafngóður söngvari, jafngóður textasmiður og ég óska honum ávalt velfarnaðar í lífinu líkt og öllum öðrum. Fyrir mér kemur þetta bara Idolinu ekkert við. Ætti Stöð 2 t.d. að hætta að sýna allar bíómyndir þar sem fyrir kemur leikari sem uppvís er að eiturlyfjaneyslu? Hvernig væri að hægja á fordómunum. Hér er ég þó ekki að réttlæta neyslu eða viðskipti með fíkniefni. Þau eru og verða ávalt eitur. Ég er svona að velta því fyrir mér hve margir fái sér nú einn tvo bjóra segi svo að þeir séu á móti vímuefnum.

Við Björn Jr. segi ég Björn ég treysti þér til að fara þær leiðir í lífinu sem skapa þér vellíðan, öryggi og velgengni. óvímaðir eru menn að öllu jöfnu og ávalt betur hæfir til góðra verka.


mbl.is Björn Jörundur viðurkennir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Auðmenn

Ég er orðinn svolítið hrifinn af auðmönnum og fjársýslumönnum á borð við Björgólfsfeðga, Jón Ásgeir og Kó. Jú ástæðan er einföld. Þegar við fáum smið í heimsókn viljum við að hann smíði. Múrarinn múri, það er þeirra starf og tilgangur með námi þeirra. Hver er tilgangur auðmanna og fjársýslumanna - Jú það hlýtur að vera að græða peninga og skiptir þá litlu hvaðan þeir koma því þeir ákváðu að nota höfuðið við þessa iðju en ekki hendurnar eins og flestir iðnaðarmenn gera til að afla sér tekna í lífinu. Mér finnst því Íslensku auðmennirnir hafa staðið sig nokkuð vel í því.

Þingmenn eiga að sjá um að setja reglurnar, ríkisstjórn á sjá um rekstur stofnana og að sjá um framkvæmd þeirra laga sem þingið setur. Þessir aðilar skiluðu aftur á móti vinnu sinni svo illa að það leiddi til þess að auðmennirnir gátu farið hvaða þá leið sem þeir óskuðu sér í því starfi sínu að ná í fé af landsmönnum. Þegar Þingmenn og ríkisstjórn fattaði feilinn öskraði hún upp yfir sig ref til sín það sem hún gat það er bankana enda þeirra eigin við það að fara á hausinn, það er Seðlabankinn sem verið hafði með útsölu á gjaldeyrir í mörg  ár og því gátum við vaðið í myntkörfulánin að vild við aðstæður þar sem gengið var ranglega skráð. Þegar svo allt var oltið um koll, Auðmennirnir farnir með sitt fé sat ríkistjórn og þing eftir með allt niðrum sig og almenningur heimtaði blóð. Sá almenningur hlýtur að heimta blóð þeirra sem illa unnu sín verk frekar en þeirra sem gerðu það vel.

Svona er nú hægt að skrifa öfugmælavísu ef manni sýnist svo heheheh - Kannski eru fleirri hliðar á teningnum en sýnist fljótt á litið.


Ekki hugrekki heldur ótti

Nú birtist hver þingmaðurinn á fætur öðrum og segir hug sinn óhikað. Ótti um stól sinn er hlaupinn í þingheim. Fyrir mér á þetta ekkert skylt við hugrekki, heldu er hér hræsnin í sinni sterkustu mynd. Þegar búið er að mála menn út í horn gangast þeir við hverju sem er til að bjarga lífi sínu. Hér er það Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Björgvin G. Er búinn að segja af sér. Fórnarkostnaður til að tryggja sér nokkur atkvæði í næstu kosningum. Samfylkingin mun von bráðar fara af stað með það að sá flokkur hafi fyrstur flokka sýnt ábyrgð með afsögn ráðherrans. SORRY Þingheimur ég skal kjósa þegar ég get farið að kjósa þingmenn en ekki flokka.
mbl.is Vonast eftir að Davíð verði látinn víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu verk nýrrar stjórnar

Í mínum huga hljóta það að verða fyrstu verk nýrrar stjórnar að kalla alla landsmenn til ábyrðarstarfa. Menn taki sér stöðu í samfélaginu þar sem þeir eiga heima. Þannig skulu seðlabankastjórn stíga til hliðar og forstjóri fjármálaeftirlitsins líka, því þar eiga þeir heima. Kalla þarf inn nýja menn í þeirra stað. Þar væri t.d. hægt að kalla til sérfróða menn úr Háskólasamfélaginu til að gegna þessum störfum tímabundið og að fara yfir stöðuna. Ég hef þá trú að innan raða þeirra séu menn sem fylgjast með sökum þess við hvað þeir fást dagsdaglega. Hvort heldur er að þeir setjist tímabundið í stóla þessara stofnana eða sem aðstoðarmenn þeirra sem taki við embættunum tímabundið.

Gerð verði áætlun um hvernig komið skuli til móts við heimili landsins. t.d. með því að loka tímabundið á uppboð og lögtaksaðgerðir stjórnvalda og stofnana þeim tengdum þannig að einstaklingar verði ekki gerðir gjaldþrota. Þess í stað skuli þeim beint til sérstakra ráðgjafastofu þar sem viðkomandi einstaklingur geti lagt sín mál fram og notið án endurgjalds aðstoðar sérfróðra manna um hvernig staðið skuli að því að vinna sig úr þeim vanda sem viðkomandi er í.

Forsætisráðherra ætti að hafa t.d. vikulega aðgang að 10 - 15 mínútum í útvarpi og sjónvarpi þar sem hann getur talað til þjóðarinnar og skýrt út hvað stjórnvöld eru að gera og hvernig ætlunin sé að þróa einstaka málaflokka í gegnum þá erfiðleika sem þeir ganga í gegnum.

Ég skal glaður gefa bæði fráfarandi stjórnvöldum sem og nýrri Ríkisstjórn fleirri ráð verði þeirra óskað. Ég er nefnilega, ólíkt auðmönnunum, gjafmildur einstaklingur.


Gjaldeyrir til landsins?

Sú saga flýgur nú að Björgólfsfeðgar bjóði útfluttningsfyrirtækjunum að kaupa af þeim erlendann gjaldeyrir fyrir milljónir. Það sé m.a. ástæða þess að gjaldeyrir sem ætti að koma heim vegna fisksölu til útlanda skilar sér ekki heim. Þeir feðgar taki hann til sín og greiði mönnum hér heima í íslenskum peningum og þá líklega á hærra gengi. Þetta er náttúrlega besta leiðin til að skipta íslenskum krónum í erlenda mynt og koma þannig peningum til útlanda nú um stundir.

SKÖMM ef satt reynist

Það er ljóst að þessir menn hætta ALDREI fyrr en þeir verða stoppaðir af.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband