Hvers vandamál er þetta

Eigi Björn Jr. við það vandamál að stríða að nota eða hafa notað eiturlyf er það hans vandamál ekki mitt, Fyrir mér er Björn Jr jafngóður söngvari, jafngóður textasmiður og ég óska honum ávalt velfarnaðar í lífinu líkt og öllum öðrum. Fyrir mér kemur þetta bara Idolinu ekkert við. Ætti Stöð 2 t.d. að hætta að sýna allar bíómyndir þar sem fyrir kemur leikari sem uppvís er að eiturlyfjaneyslu? Hvernig væri að hægja á fordómunum. Hér er ég þó ekki að réttlæta neyslu eða viðskipti með fíkniefni. Þau eru og verða ávalt eitur. Ég er svona að velta því fyrir mér hve margir fái sér nú einn tvo bjóra segi svo að þeir séu á móti vímuefnum.

Við Björn Jr. segi ég Björn ég treysti þér til að fara þær leiðir í lífinu sem skapa þér vellíðan, öryggi og velgengni. óvímaðir eru menn að öllu jöfnu og ávalt betur hæfir til góðra verka.


mbl.is Björn Jörundur viðurkennir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Voru nöfn hinna "viðskiptavinanna" nefnd ?   Legg ekki dóm á framferði Björns Jörundar, eða lifnaðarhætti.    Spyr þó hvort hans persóna sé undanþegin almennum lögum um friðhelgi einkalífs  -v.þ.a. hann er þekkt andlit ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 03:17

2 identicon

Í skrifum þínum þá leggur þú að jöfnu fólk sem fær sér tvo bjóra og þá sem nota önnur fíkniefni, ég vil bara minna á að það er ekki ólöglegt að fá sér bjór.  Það er frekar bjöguð umræða í gangi um fíkniefni þar sem fólk er sífellt að bera ólögleg fíkniefni saman við lögleg fíkniefni og það er bara þannig að þegar Björn og aðrir kaupa ólögleg fíkniefni þá er verið að brjóta lög landsins og það er mjög slæm fyrirmynd.

Þessi rök hjá fólki eru eins og að segja að það sé allt í lagi að stela í verslunum því það sé fullt af fólki sem kaupir sömu vörurnar.

Brynjar (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 07:44

3 identicon

Er það góð fyrirmynd að reka Björn Jörund úr Idolinu?

Að mínu mati yrðu það skilaboð til ungs fólks um að það eigi ekki að fyrirgefa heimskupör. Refsa á fyirr öll heimskupör sama hvort þau eru framin á þeim tíma sem upp kemst eða ekki. Ekki fyrir gefa heldur refsa.

Að mínu mati eru slík skilaboð verulega hættuleg og ef við gröfum nú djúpt og setjum hræsnina til hliðar. Þá mætti jafnvel segja að fræg setning úr Biblíunni gæti vel átt við hér. (Hvort sem við trúum á Jesú eða ekki)

Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

Hanna (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 11:53

4 identicon

Vá Brynjar. Þetta er versta samlíking sem ég hef heyrt í lengri tíma.

Að drekka bjór ertu að skaða sjálfan þig. Að nota fíkniefni ertu að skaða sjálfan þig. Eini munurinn er efnið sem þú notar til þess, eitt er löglegt og hitt ekki.

Að stela úr búð ertu að brjóta á einhverjum öðrum.

Gunnar Ingi (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:30

5 identicon

ok, akkuru að leyfa ekki manndráp fyrst að það má skjóta rjúpu og slátra sauðfé.

Eitt löglegt en hitt ekki - báðum tilvikum er um líf að ræða.

Ætli það sé ekki ástæða?

I I (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Ég er nú ekkert viss um að Björn sé fyrirmynd þó hann taki að sér að vera dómari í Idolinu. Ef hann er fyrirmynd þá hljóta ótrúlega margir krakkar sem þarna koma að vera með brotna sjálfsmynd. Hvað gerist hjá þeim krökkum sem detta út úr keppninni. Leita þau þá að næstu fyrirmynd? Held að þetta sé stórlega ofmetið.

Tel undir með Hildi Helgu - Enda skarpgreind kona á fer.

Fyrir mér eru fíkniefni FÍKNIEFNI hvort sem stjórnvöld seigja JÁ eða NEI við þeim. Það er gert annarsvegar út frá fjárhagslegu sjónarmiði og hinsvegar félagslegu sjónarmiði. Held að það sé ekki litið á afleiðingarnar fyrir neytandann, hvorki hvað áfengi né tóbak varðar - t.d. er sú staðreynd þegar viðurkennd af öllum fróðum mönnum ef áfengi og tóbak væri nú fyrst að koma fram á sjónarsviðið með þeim afleiðingum sem við þekkjum yrðu þau BÖNNUÐ.

Já ég er t.d. sammála Gunnari Inga þetta er ekki sambærilegt því með þjófnaði ertu að brjóta á étti annars aðila. Reyndar skulum við bara kíkja á áfengislöggjöfina og kíktu svo í bæinn um helgar - Stór hluti þess hóps sem þú sérð þar er að brjóta LÖG.

Við skulum halda áfram að gera mun á mönnum og dýrum (örðum dýrum) þau njóta nefnilega ekki mannréttinda frékar en Björn Jr. í þessu tilfelli sem var nafngreindur án ákæru. Í raun ætii Björn Jr. nokkuð góðann möguleika á að sækja mál fyrir dómstólum á hendur ákæruvaldinu vegna þessa máls. 

Bárður Örn Bárðarson, 25.2.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband