Það þurfti útlending til

Það sýnir vel hve fjölskyldu,- og ættartengslaspillingin er mögnuð hér að það þurfti útlenda manneskju til að heimta breytingar til að menn föttuðu það sem löngu var vitað um sérlegan saksóknara Valtýr Sigurðsson. Menn hér bara ifta öxlum og horfa í hina áttina, í versta falli bölva í hljóð því að eiga ekki velsett skyldmenni í kerfinu.

Nú erum við með tvö dæmi á borðinu um þetta - Hitt er bæjarstjórinn í Kópavogi. Ég er helvíti hræddur um að fyrirtækið sem þar um ræðir hefði ekki fengið þessi verkefni nema AÐEINS vegna ættartengslanna. Undirmenn henda ekki dóttir bæjarstjórans svo glatt frá borði nema þeir séu æstir í atvinnuleysisbæturnar. Menn hafa nefnilega fokið fyrir minni sakir bæði í Kópavogi sem annarstaðar.

 


mbl.is Björn verður ríkissaksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Taktu eftir því að Valtýr Sigurðsson er titlaður sérstakur saksóknari.  Það þýðir að aðrir saksóknarar séu ekkert sérstakir.

  Í hálfan annan áratug vann ég sem grafískur hönnuður við að afgreiða hliðstæð dæmi við það sem dóttir Gunnars I.  Birgissonar hefur verið að dunda við.  Ég hannaði meðal annars plötuumslög fyrir Bubba og Megas (Kona,  Dögun,  Frelsi til sölu,  Skapar fegurðin hamingjuna?,  Das kapital,  Loftmynd...og einhverjar plötur,  auglýsingar og plaköt sem ég man ekki lengur eftir).  Ég kannast ekki við þá verðtaxta sem hafa verið í gangi Í Kópavogi.  Þeir eru einhverskonar tíföldun á þeim verðtöxtum sem ég þekki úr þessum bransa.

  Ég tek fram að ég hef sem grafískur hönnuður unnið fyrir allan gamla fjórflokkinn (Sjálfstæðisflokk,  Framsóknarflokk,  Alþýðuflokk og Alþýðubandalag).  Stjórnmálaskoðanir mínar á ég auðvelt með að setja til hliðar,  rétt eins og þegar ég hef hannað plötuumslög fyrir vondar hljómsveitir.

  Það er greinilega eitthvað rotið í veldi Kópavogsbæjar þegar vinna við einföld verkefni eru verðlögð á tíföldum taxta og einnig rukkað af fullum þunga fyrir verkefni sem aldrei hafa litið dagsins ljós.  Það var alltaf innan skekkjumarka hjá okkur á auglýsingastofum að verkefni sem urðu aldrei "alvöru" voru afskrifuð og ekki rukkað fyrir þau.

Jens Guð, 19.6.2009 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband