Færsluflokkur: Bloggar

Eigum við öll rétt á öllu

Það er einhver veruleika firring í þessu samfélagi. Það er eins og fólk sé ekki enn búið að gera sér grein fyrir fjárhagslegri stöðu landsins. Maður heyrir stöðugt þessa daganna hverja starfsstéttina væla um að hinir og þessir eigi rétt á þessu og hinu. Sjómenn með sjómannaafsláttinn, Kennarar með skerðingu á kostnaði til menntamála og svo væri áfram hægt að telja. Ástæðru þessa er að við höfum lifað um efni fram síðustu ár. Þingmen, ráðherrar opnuðu dyr fyrir fégráðuga menn sem nýttu sér það allt hvað þeir gátu. Þessa sömu þingmenn hefur þjóðin nú kosið til að sækja fé í vasa okkar til að borga brúsann. Svo einfalt er það. Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir að það er takmarkað sem 300.000 manna samfélag hefur efni á því betra. Sjómannaafsláttur var settur á fyrir 55 árum og löngu tímabært að taka hann af. Þetta var sett á meðan menn voru á skítakoppum vikum saman út á ballarhafi. Togarar nútímans eru flestur betur búnir þægindum en heimili áhafnarinnar. Held að sjómenn séu síðasta starfstétt þessa lands sem ætti að væla í því ástandi sem er. Sorry.

Af reynslu minni af skólastarfi barnaskólanna má stytta þetta skólaár um 2-3 vikur. Það bitnar ekki á neinum nemendum (Já kannski launum kennara) Síðustu vikurnar er kennsla sáralítil og nemendur hanga þarna pirraðir ásamt kennurum í bið eftir sumarfríinu. Þarna hef ég reynslu með tvö börn á grunnskólaaldri.

Verðum að fara að taka þá raunstöðu að Þegar innkoman minnkar eða skuldir aukast er bara eitt að gera í stöðunni. Það er að breyta lífsmunstrinu. Maður hættir að fara í hádegismat á Holtinu og fær sér pylsu á Bæjarins bestu eða tekur hreinlega með sér nesti að heiman.


mbl.is Afþakka boð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur einhver sagt mér hver er útrásarvíkingur og hver ekki

Allt frá hruni bankanna hefur orðið Útrásarvíkingur glumið í eyrum mínum nánast hvern dag. Nú er mér farin að leika stórkostleg forvitni á að vita hverjir eru eða voru þessir útrásarvíkingar? Best væri að menn sendu mér bara nafnalista.

Ég hélt t.d. að  Björgólfur Thors væri einn þeirra og Jón Ásgeir annar. En það er svo skrítið að öðrum er bölvað en bankarnir semja við hinn. Ég þykist viss um að þeir voru fleiri. Svo fór ég líka að spá í hvort þetta orð útrásarvíkingur næði yfir þá sem í græðgi sinni urðu að eignast allt sem auga kom á. t.d. að sami maður er með bílaumboð, pizzukeðjum, fiskútgerð og guð má vita hvað fleira. Nú eða menn tóku lán í nafni félaga til að kaupa félög sem þeir áttu fyrir. og hækkuðu þannig verðmæti félagsins og seldu svo parta af því eða allt.

Væri það nú ekki verðugt verk hjá fréttamiðlum þessa lands að fara að lista upp þá einstaklinga sem verið er að kalla útrásarvíkinga svo við þessir meðal Jónar samfélagsins vitum upp á hár um hverja er verið að ræða. Því varla er ríkið að semja við einn þeirra sem þeir eru búnir að lofa að verði dregnir til ábyrðar? Þannig er búið að staðfesta að Jón Ásgeri er ekki meðal útrásarvíkinga.

Enda má ekki styggja hann, hann þarf ekki nema að fikta í tölvunni sinni í 3. mínútur og matvöruverð landsmanna hækkar og verðbólgan er komin af stað og Icesave skuldirnar hækka. Já er það ekki geggja. Svo halda menn að pólitíkusarnir ráði einhverju.


Stefnubreytingar

Auknar tekjur ríkissjóðs í gegnum skattkerfið hlýtur að þýða aukna skatta á fólkið í þessu landi. Sama hvaða hagfræði Jóhanna notar. Auknar álögur fyrirtækja hlýtur að þýða hækkun vöruverðs, sama hvaða hagkerfi Jóhanna notar. Við búum þegar við skert lífskjör og breytingar á skattkerfinu hafa aldrei verið gerðar nema til að auka tekjur ríkisins og einn eða annan hátt. Þessum skattbreytingum er ætlað það hlutverk líka.


mbl.is Gagnrýnir stjórnarandstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laga-Kreppa meðal Íslenskra söngkvenna

Ég er að velta því fyrir mér hvað sé að gerast með Íslenskar söngkonur. Þær eru jú nokkuð öflugar að koma frá sér nýjum plötum þessa daganna. Svo ég byrji að vísu á Eivöru Páls. sem er komin með gargandi fína "live" plötu. Ragnheiður Gröndal (ein af mínum uppáhalds söngkonum) er líka að senda frá sér plötu, sömuleiðis Hansa (alltaf eitthvað flott við Hönsu) en ég er svolítið ósáttur við plöturnar þeirra. Mig langar EKKI að eignast 40 og 41 útgáfuna af Vísum Vatnsenda -Rósu. Er orðinn svona rosalegur hörgull á lögum og textum að það þarf að grípa í eldgamalt efni. Ragnheiður er búinn að setja þetta lag á tvær plötur áður, þetta er þriðja sinn sem ég á að kaupa þetta lag sungið af Ragnheiði. Er þetta ekki bara orðið gott. Eddukórinn söng þetta fyrst inn á plötu 1974 og síðan eru það að mestu kórar og einsöngskvenna sem hafa hljóðritað lagið og það er til líklega hátt í 40 mismunandi upptökur af þessu magnaða lagi. Ég skora á laga og textahöfunda að bjalla nú í stelpurnar okkar og bjóða þeim efni. Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað gott sem er aðeins nær okkur í tíma. Og svona í lokin er það magnað að Ragnheiður, Hansa, Ellen Kristjáns eru allar með fínar vandaðar plötur en eitthvað svo rólegar, hægar og gamlar að það vantar allt líf í þetta. Skora á stelurnar að fara nú að fá sér bætiefni og senda okkur næst smá fjörkálfa á plötunum


Hvernig má það vera

Þetta er svolítið furðuleg niðurstaða hjá "Þverskurði" þjóðar sem hefur árum saman hamast við að ræna, ljúga og stela hvert að öðru. Við þurfum ekki nema að skreppa út í matvörubúð að kaupa jólahangitjötið og stóra fallega stykkið skreppur saman í pottinum við suðu og verður að nánast engu, Vatnssprautaðið kjúklingar, skeinkan vatnssósa til að hún sé þyngri í viktun. Ég mann enn kaupmanninn sem setti fingurinn á viktina þegar hann viktaði skyrið.  Og svo má áfram telja. Eigum við að fara út í bílaviðskiptin eða húsakaupin yfir höfuð. Skoða skattaskýrslur eða bara viðhorf til þess að greiða skatta yfir höfuð. Og leigubílstjórar, af því ég þekki þá atvinnugrein, hve margir ætli hafi ekið fólki heim í liðnum mánuði og farþegi annað hvort stakk af án þess að greiða fargjaldið eða átti ekki fyrir því þegar kom á leiðarenda.

Vonandi ná þessir 1200 að tileinka sér heiðarleikann og smita hann út frá sér - batnandi þjóð er best að lifa.


mbl.is Þjóðin leggur áherslu á heiðarleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjum bullið á nýjan leik

Hafið þið sé einhver ný lög um banka og fjármálastofnanir? Var ekki verið að skera niður fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins eins og annarra stofnana sem eru á vegum þess opinbera? Ef þeir voru ófærir um að sinna skildu sinni 2007 gera þeir það betur nú með minna fjármagni? Tók ekki ríkið yfir þessa banka vegna þess að þeir voru að fara á hausinn? Nú er búið að dæla í þá peningum og þá má bara rétta þá næstu fuglum sem fljúga með þá hvert?

Þetta fer að minna mig á söguna um manninn sem stal gullinu og gullið var dæmt fyrir þjófnaðinn, það var svo djöfull freistandi. Það er að þjófurinn var klárlega bara fórnarlamb í málinu og fékk dæmdar bætur frá eiganda gullsins. Já, það er eitthvað undarlegt við þessa mynd alla.


mbl.is Gylfi: Ánægja með lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítnir tímar með enn undarlegri stjórn

Ég á mér einlæga ósk. Hún er sú að þessi blessaða ríkisstjórn fari nú að efna loforð sitt um gegnsæi og opið kerfi þar sem hlutirnir séu upp á borðinu. Þessi ríkisstjórn segir eitt og framkvæmir annað.

Skjaldborg um heimili landsins er setning sem nánast hver einasti þingmaður hefur tekið sér í munn í ræðustól alþingis. Þessir þingmenn eru samt með til umfjöllunar fjárlög þar sem niðurskurðarEXI (ekki hníf), heldur EXI er beitt að meiru harðfylgi en nokkru sinni í sögu lýðveldisins. Það stefnir í fjöldauppsagnir á vegum þess opinbera. Já það er skjaldborgin sem ríkið ætlar að slá upp að segja upp eigin fólki og setja það á atvinnuleysisbætur. Já þetta er flott hagfræði, Ríkið borgar viðkomandi fyrir að gera ekki neitt og tekur af því hluta launanna sem það borgar þeim fyrir að gera ekki neitt - Auðvitað borgum við allar erlendar skuldirnar þannig bæði fljótt og örugglega. Ég skil ekkert í mér að hafa áhyggjur af þessi.

Ég skil heldur ekkert í mér að sjá öll kosningarloforð þessarar ríkisstjórnar ganga í þveröfuga átt við þá sem lagt var upp með. Ég skil heldur ekkert í mér að finnast menn sem áður töluðu um að nú væri ekki tími fyrir flokkapólitík sitja og eyða mestum tíma í að sætta eigin þingmenn. Ég skil heldur ekkert í mér að skynja ekki að menn geti lagt af stað með mál, eyða í það vikum og mánuðum og sitja enn á sama stað eftir að hafa sagt að málið væri svo brýnt að það yrði að klára það í hvelli. Ég skil ekki þessa ríkisstjórn, kannski ekki furða, ég held að hún skilji sig ekki sjálf.


Það vantar ekki skýringarnar

Já er það ekki magnað þegar vakin er athygli á hlutum eins og þessum þá þarf ráðherrann að bjarga eigin rassi og segist ekkert vita, og það er sagt klúður hjá STJÓRNKERFINU, Kaupi ekki slíka skýringu. Katrín er ábyrðarmaður þessa stjórnkerfis sem ráðherra. Hafi hún ekki vitað hvað var í þeim fjárlögum sem lögð er fram þá á hún í hvelli að finna sér starf sem hún ræður við og hefur yfir sýn yfir. Hún er reyndar ekki ein um þetta - meðráðherrar hennar eru flestir sama marki brendir. Ögmundur viðurkenndi þó eigin vanmátt með því að segja af sér þó skýringuna á afsögninni væri haglega fyrirkomið. Nema lýðræðið sé ekki í hávegum haft og ef svo er ætti þessi stjórn að fara í heilu lagi og það strax.


mbl.is Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS - Frábær hjálparhella

Já þarna sést bara vel hve AGS er yndislegt. Þessir 14.000 verða eflaust í himnasælu með lánið. Hvenær vitum við sannleikann um hvaða kröfur þessi stofnun setur hér? Magnað þegar menn segja að engar slíkar kröfur séu upp á borðinu hér. AGS hagar sér allstaðar eins. Þið getið verið viss um það. (Þarna er 18% atvinnuleysi og eg efast um að það sé hærra hlutfall íbúa í vinnu hjá þvíopinbera þaran en hér....
mbl.is Um 14 þúsund gætu misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já byrjum bullið á ný

Er búið að tryggja ný lög um banka og fjármálastofnanir svo leikurinn verði ekki endurtekinn?

Íslensku eigendurnir stóðu sig ekki, nú er það eitthvað flottara að erlendir aðilar eignist bankann með það eitt fyrir augum að ná eins miklu fjármagni út úr þeim og kostur er. - Við verðum líka að gera okkur það ljóst að það fjármagn er BARA á leið út úr landinu.

300.000 manna smátownið Ísland skiptir erlenda kröfuhafa akkúrat engu máli. Það eru dollararnir sem verða taldir í þessum viðskiptum. Já það er bara flott hjá Steingrími og Co. að gera c.a. 30.000 fjölskyldur á Íslandi gjaldþrota og rétta síðan bankana erlendum aðilum án þess að okkur komi það nokkuð við. Án þess að virk lög um banka og fjármálastofnanir sjái dagsljósið. Síðan mun væntanlega völdum gæðingum afhent fyrirtæki landsins svona eitt og eitt. Gjaldþrota hyskinu kemur þetta varla nokkuð við, þau halda bara áfram að borga brúsann. Þessum aðilum er nefnilega nokk sama um einstakar fjölskyldur og koma aldrei til með að hliðra nokkuð til í greiðsluferli þeirra t.d. vegna fyrri íbúðarkaupa.


mbl.is Vongóður á vilja kröfuhafanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband