Færsluflokkur: Bloggar

Já bætum svolítið við tapað fé

Þetta er magnaður skolli að henda peningum í fyrirtæki sem hefur ekki skilað hagnaði frá stofnun. Þetta fyrirtæki er BARA KOSTNAÐUR. Látum alþýðunni blæða en björgum KÁRA
mbl.is deCODE semur við Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama uppskriftin

blogg3Þegar maður á orðið þrjú börn með sömu konunni þar maður ekkert endilega að mynda yngsta barnið þegar það lítur út nákvæmlega eins og það elsta gerði. Setti þessar tvær saman í hvelli bara svo þið sjáið hvað ég meina. klikkið á myndina og skoðið hvað þær eru líkar. Hvor heitir nú Edda Sólveig og hvor er Ásta Lóa ég er ekki lengur alveg viss.


Nú skal selja réttum aðilum...

"Það þarf að fara að ræða um það hvernig staðið verði að sölu á ríkisfyrirtækjum til frambúðareigenda. Þetta sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun." segir í frétt á visir.is

Ja hver þremillinn. Þórður Friðjónsson hlýtur að lifa í annari veröld en við hin. Það eru sem sagt einhverstaðar til peningar! Hver á þá? Á nú að fara að afhenda fyrirtækin á nýjan leik. Við höfum áður heyrt þetta með gegnsæið. Sorry það væri tilvalin byrjun hjá Þórði að gera sér grein fyrir því áður en hann gasprar að við treystum þessari ríkisstjórn bara EKKI. Eitt að því sem þarf að rannska hlýtur að vera vinnuaðferðir kauphallarinnar í þeirri rússibanaferð sem íslenskt efnahagslíf hendur lent í. Ef Þórði vantar fyrirtæki í Kauphöllina verður hann einfalfaldlega að koma með betri hugmynd en þessa. Reyndar mætti mín vegna leggja niður það fyrirbæri sem menn kalla KAUPHÖLL. Nú vantar okkur eitthvað allt annað en HALLIR. Þessi hugmynd er einhver sú heimskulegasta sem ég hey heyrt þessa vikuna.


Ætti að vera í felum í desember

Ég er að verða samfærður um að í desember á ég og mínir að vera eins lítið á ferðinni og kostur er. Því ef eitthvað áfall verður gerist það í desember. Konan mín virðist hafa tekið sjúkdóminn. Já fyrir þrem kvöldum leyfðum við dætrum okkar að gista hjá frænku sinni og skaust konan með tannbusa og náttföt til þeirra. Á leiðinni heim ákvað hún svo að stoppa á Select við Suðurfell, skammt frá heimilinu. Þar sem hún er að ganga afturfyrir bílinn kemur einhver idjót og ekur á hana og klemmir hana á milli hennar bíls og síns bíls. (hún slapp sem betur fer óbrotin en marðist illa og skokkbólgnaði annar fóturinn sérstaklega illa. Nú eru komin slík litadýrð á sérstaklega annan legginn að ég er viss um að geta leigt hann út sem litarspjald hjá einhverju málningarversluninni.

Konan er ógöngufær svo eitthvað bitnar tilstand jólanna meira á mer en vant er sem þýðir minni vinna og minni tekjur. Af þessum sökum komst ég ekki á Þorláksmessutónleika Bubba í Háskólabíói og varð að gera mér beina útsendingu Bylgjunnar að góðu. Já það er sem ég hef sagt að vera ekkert að þvælast um í desember. En nú er runnin upp 24. desember og ég ætla að halda jólaskapi þrátt fyrir smávægileg áföll. Dæturnar fengu Honynut Cerios í morgunmat í tilefni dagsins (EXTRA, EXTRA SYKUR) og auðveldlega teknir tveir diskar af slíku góðgæti í morgunmat. Þetta er bara fegurð.

Jól og ár. Kveðja Bárður


Nafn á nýjasta fjölskyldumeðlimnum

Jæja þá er þessi dagur á enda runninn, þó vinnulega sé hann rétt að hefjast því fyrir liggur að fara út að aka leigubíl. En í dag stóð ég á þeim tímamótum að eiga átta ára brúðkaupsafmæli og þá mætti hér fjöldi fólks eða um 30 manns í skírnarveislu dóttur minnar. Við skírðum hér heima eins og venja er og fékk hún nafnið Ásta Lóa. Ég er þó viss um að ég kalli hana áfram Ljósa-ljós eins og ég hef gert síðustu vikurnar. Þar sem athöfnin var síðdegis fannst okkur hjónunum það bara flottara að bjóða til matarveislu í stað köku og tertu og kaffi-samsætis. Fékk ég vin minn Gunna til að elda 2frábæra pottrétti handa okkur og á eftir voru svo að sjálfsögðu þetta sem maturinn átti að vera í staðin fyrir það er kökur tertur og kaffi. Held að allir hafi farið heim saddir og sáttir. Myndir síðar

Já gott og gott!! - Burt með spillingarliðið

Já mikil ósköp er gott að vita að ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára skuli nú boðið upp á námskeið sem býr þau undir þá staðreynd að þau hafi líklega ekki efni á nýjasta i-pod útgáfunni eða öðru álíka. Fyrir mér hljómar þetta eins og að rétta þeim einblöðung sem þegar er með niðurgang og allt í buxunum. Sorry - Ekki stór hópur fólks á aldrinum 16-25 ára sem er að missa vinnu, húsnæði, og og og. Ég er samt ekkert að gera lítið úr þessu og bara hið besta mál að Borgin skuli styrkja þetta en hvað með hina.....
mbl.is Ókeypis og óháð fjármálanámskeið fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarráð hefur smitast af þögn ráðherrana - Burt með spillingarliðið

Já er það ekki magnað að Borgarráð skuli nú ekki svara neinu. Spurning hvort þetta sé ekki að verða lærð aðferð í stjórnsýslu landsins - Þetta lið ætti kannski að fara á námskeið og sitja undir auglýsingu frá Intrum - EKKI GERA EKKI NEITT.

Því það hefur einnig vakið furðu mína hvað Borgarráð og stjórn yfir höfuð hefur lítt haft sig í frammi í þeim ólgusjó sem gengið hefur yfir. Líkt og Borgarráð og stjórn sé ekki til. Engar hugmyndir, engar yfirlýsingar sem maður hefur tekið eftir með afgerandi hætti - bara ÞÖGN. Kannski þeir hafi skriðið oní holuna sína eins og auðmennirnir og bíði þar af sér storminn sem við hin fáum beint í fangið.


mbl.is Ekkert svar við styrkumsókn Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svar til Ólínu - Burt með spillingarliðið

Sú hugmynd Ólínu að skeyta aftan við fyrirsögnina á Blogginu "Burt með spillingarliðið er frábær hugmynd og auðvitað svarar maður góðum hugmyndum strax með JÁ. Um leið kvet ég aðra til að gera slíkt hið sama.

Þá er Bubbi fallinn

Nú mætti segja "Bubbi fallinn" En samt; Góðan bata Bubbi vona að þú jafnir þig fljótlega.
mbl.is Bubbi Morthens „flaug á hausinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Það væri óeðlilegt af Borginni að hafna þessari málaleitan Bubba og félaga. Finnst reyndar að félagsmálaráðherra og ráðuneytið það ætti að styrkja þessa tónleika líka. Við þurfum á svona hugmyndarfræði að halda, það er það þjappa okkur saman á þessum tíma erfiðleika. Hvað svo sem mönnum kann að þykja um Bubba Morthens. Málið kemur hans persónu bara lítið við í mínum huga nema að því leiti að hann er maður sem vekur athygli og viðbrögð og ekki bara fær hugmyndina heldur fylgir henni eftir. Skítkast eins og maður sér hér vegna þessarar fréttar á blogginu vekur aðeins hjá mér vorkunnsemi í garð þess sem hendir. Sá einstaklingur á í mínum huga verulega bágt og ætti að leita sér hjálpar hjá fagfólki. (slík aðstoð er styrkt af ríkinu). Ef Bubbi væri að þessu til að grenja vegna eigin hagsmuna værum við að fara að borga svona 10.000 kall á mann inn á tónleikana. Hvað er það þeim sem eru að tengja saman fjármál Bubba og samstöðutónleikana í Höllinni. HALLÓ þú sem steinum kastar - Líttu í spegil og vittu hvað þú sérð.....
mbl.is Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband