Fyrstu verk nýrrar stjórnar

Í mínum huga hljóta það að verða fyrstu verk nýrrar stjórnar að kalla alla landsmenn til ábyrðarstarfa. Menn taki sér stöðu í samfélaginu þar sem þeir eiga heima. Þannig skulu seðlabankastjórn stíga til hliðar og forstjóri fjármálaeftirlitsins líka, því þar eiga þeir heima. Kalla þarf inn nýja menn í þeirra stað. Þar væri t.d. hægt að kalla til sérfróða menn úr Háskólasamfélaginu til að gegna þessum störfum tímabundið og að fara yfir stöðuna. Ég hef þá trú að innan raða þeirra séu menn sem fylgjast með sökum þess við hvað þeir fást dagsdaglega. Hvort heldur er að þeir setjist tímabundið í stóla þessara stofnana eða sem aðstoðarmenn þeirra sem taki við embættunum tímabundið.

Gerð verði áætlun um hvernig komið skuli til móts við heimili landsins. t.d. með því að loka tímabundið á uppboð og lögtaksaðgerðir stjórnvalda og stofnana þeim tengdum þannig að einstaklingar verði ekki gerðir gjaldþrota. Þess í stað skuli þeim beint til sérstakra ráðgjafastofu þar sem viðkomandi einstaklingur geti lagt sín mál fram og notið án endurgjalds aðstoðar sérfróðra manna um hvernig staðið skuli að því að vinna sig úr þeim vanda sem viðkomandi er í.

Forsætisráðherra ætti að hafa t.d. vikulega aðgang að 10 - 15 mínútum í útvarpi og sjónvarpi þar sem hann getur talað til þjóðarinnar og skýrt út hvað stjórnvöld eru að gera og hvernig ætlunin sé að þróa einstaka málaflokka í gegnum þá erfiðleika sem þeir ganga í gegnum.

Ég skal glaður gefa bæði fráfarandi stjórnvöldum sem og nýrri Ríkisstjórn fleirri ráð verði þeirra óskað. Ég er nefnilega, ólíkt auðmönnunum, gjafmildur einstaklingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband