Kreppa væntanleg

Þetta ár hefur einkennst af krepputali. Menn hafa að vísu mest rætt um fjármálakreppu. Í mínum huga eru það fjármálamennirnir sem upplifa þá kreppu fyrstir manna. Við hin höfum því haft ákveðin aðlögunartíma. Hinsvegar mun þessi kreppa skila sér til okkar með auknu atvinnuleysi og þrengingum innan tíðar eins og þegar er farið að örla á.

"Þetta hófst allt með kreppu á fjármálamarkaði í ársbyrjun 2008" svona munu yfirskriftir og skýringar sagnfræðinga líklega líta út í nánustu framtíð þegar farið verður að skrifa um þetta tímabil.

Fjármálakreppa! Hún kemur þorra almennings í lægri millistéttum bara lítið við allavega ekki enn nema að því leiti að lán fólks hækka. En það tók þátt í fjármálafylleríi banka og fjármálastofnana á sínum tíma með lántökum og spennti boga sinn meira en strengir hans þoldu til lengri tíma litið og kenna nú bankanum um, Auðvitað er það bankanum að kenna að "þú" tókst lán. Svo eru þeir sem í besta falli mæta bara í bankann sinn og eyða mánaðarlaununum í að greiða reikningana sína. Ráða við það þó einhverjir 1000 kallar bætist við.

Með öðrum orðum - Fjármálakreppan kemur mest niður á þeim sem stöðugt eru í leit að lánsfjármagni. Þá helst bönkum sem í órásíunni slógu skammtímalán og lánuðu í lengri tíma. (gáfulegt eða hitt þó heldur).

Sú staðreynd er okkur ljós að hin eiginlega kreppa mun líklega ríða yfir í kjölfarið. Þegar bankar hætta að leyfa minni og miðlungsfyrirtækjum að framlengja lán nema með himinháum vöxtum. Hún mun líka birtast okkur þegar verktakar fara að rúlla á hausinn og margföldunaráhrifin gera vart við sig. Því þau greiða ekki undirverktökum sínum eða öðrum sem unnið hafa fyrir þau. Reikningar fyrir aðföng þessara fyrirtækja hrúgast upp hjá lögfræðingum og innheimtustofnunum og vegna þess munu fyrirtækin segja upp fólki í meira mæli en við höfum séð.

Þetta er ekkert nýtt á Íslandi. 10 ára sveifla. Skoðið söguna. 1988, 1998 og nú 2008. Það sem fer upp hlýtur að koma niður. Ég hef t.d. brugðist þannig við að í hvert sinn sem ég geng að einhverju í hillu verslunar og tek það mér í hönd spyr ég mig í leiðinni. Hve mikil er þörf mín á þessum hlut. Ég lifði í gær án hans! gæti ég lifað í dag án hans? Held að nú sé tími til að draga niður stórseglin, finna lygna sendna vík og bíða af sér vinda fjármálakreppu. Ég er þess fullviss að DVD myndin sem ég ætlaði að kaupa í gær verður líka til sölu þegar ég get leyft mér að eyða í hana peningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband