Er bensínverðið hátt?

Við erum að missa okkur yfir verði á olíum og bensíni þessa dagana. Mér varð nú líka nokkuð brugðið þegar ég skrapp inn á ónefnda bensínstöð um daginn og keypti þar íslenskt vatn í smáflösku fyrir farþega sem ég var að aka. Smá flaska af þessum vökva kostaði litlar 102 krónur. Ég gat ekki orða bundist þegar ég rétti frúnni flöskuna að hún hefði komið betur út úr því fjárhagslega að kaupa sér lítir af bensíni. Kíkið á verð á gosdrykkjum á þessum stöðum og þá fattið þið að líklega er bensínlíterinn einhver ódýrasti vökvinn sem seldur er á bensínssölum landsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband