Kominn úr fríinu en ennþá latari

Leti er þessa dagana eins og pest sem neitar að yfirgefa mig. Rétt eins og hún hafi fundið sér framtíðarheimili. Ég er nú samt ekkert viss um að ég sé til í að vista hana til eilífðarnóns.  Ég svona drattast í vinnuna og drattast heim. Ég er meira að segja svo latur þessa dagana að ég nenni ekki einu sinni að liggja í leti. Í þessu sambandi dettur mér í hug bráðsmellin saga frá þeim tíma sem ég var að vinna á einni af geðdeildum landsins. Þar sem einn fastagesta deildarinnar hálflá í einum hægindastól seturstofunnar þegar hjúkrunarfræðingurinn kom til að gefa honum kvöldlyfin og sagði um leið Þú ætti nú bara að drífa þig í hátti XXX (svo við köllum viðkomandi sjúkling eitthvað.) XXX reis þá upp leit grimmum augum á hjúkrunarfræðingin og sagði hvellt Hey! ekki vera að reka á eftir mér í vinnunni kona. Ha í vinnunni? hváði hjúkrunarfræðingurinn. Já svaraði XXX um leið, Heldurðu að það sé ekki fullt starf að vera geðveikur.

Ástæðan að ég segi ykkur þessa sögu er svo þið skiljið að það getur líka verið fullt starf að vera latur (stundum). Og fyrst við erum að tala um leti sem starf þá er ég að hugsa um að vera bara í því í 50% vinnu hvað það varðar. Það er latur í c.a. fjóra tíma og þá get ég verið svolítið duglegur í c.a 8 tíma. Já nú vandast málið því sólahringurinn er bara hálfnaður. OK sef í tíu og tala við konuna í tvo. (grín, vona að hún sjái þetta ekki) En þið sem eruð að pæla í hvort þið eigið að nenna einhverju. Setið bara tímamörk á letina og klára svo málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband