1.10.2008 | 08:27
Verð að láta bloggheim vita
Það verður að láta bloggheima vita þegar svo gott tækifæri sem þetta gefst til góðra verka með því einu að sýna pennafærni sína. Því á forsíðu Bubbi.is í dag má sjá eftirfarandi frétt:
"Ertu efni í greinahöfund? Hér gefst færi á að reyna sig við formið því Bubbi.is efnir til samkeppni um grein fyrir liðinn sem við köllum MOLAR.
Eina skilyrðið er að greinin eða sagan fjalli á einhvern hátt um Bubba Morthens, hvort sem hún er sönn eða ósönn.
Uppsetning er að öllu leyti í höndum höfundar. Valið verður úr 3-4 bestu greinunum og þær síðan birtar á Bubbi.is í samvinnu við höfund. Vegleg verðlaun eru í boði.
Það eina sem þú þarft að gera er að setjast niður og byrja að skrifa, senda okkur greinina ásamt nafni, símanúmeri og netfangi, á bm@bubbi.is fyrir 15. desember 2008."
Samkvæmt mínum bestu heimildum er teljast nokkuð góðar eru þarna bara nokkuð vegleg verðlaun í boði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 08:20
Auðvelt að verða ríkur
Í frjálsu falli hlutabréfa undanfarnar virku dettur mér í hug sá tími lífs míns þegar mér óvænt áskotnuðust svolitlir peningar. Ég sat og horfði hugsandi á þessa upphæð á innlegsnótunni og sagði við konuna mína að líklega væru bara tveir kostir í stöðunni. Nú hvaða kostir eru það spurði hún. Annað er að reyna að fjárfesta í einhverjum hlutabréfum og gera tilraun til að auka þessa upphæða á þann veg. (þögn) - Já og hinn kosturinn? spurði konan mín. Já hummm já hann er sá að bara gera það sem ég hef alltaf gert þegar ég hef eignast peninga umfram daglegt líf. Það er að eyða þeim t.d. gætum við skroppið í viku eða tíu daga til New York og lifað eins og greifar fyrir hluta af þessari upphæð. - Já sagði konan mín, þetta eru þínir peningar og ég læt þig alfarið taka ákvörðun um hvað þú vilt gera við þá. - Já, Takk fyrir það svaraði ég og glotti. Næsta dag fór ég og keypti ferð fyrir okkur til New York. Við eyddum þar saman 7 dögum. Tvö ein, út að borða við kertaljós og dýrum stöðum, versluðum það sem okkur datt í hug og einfaldlega áttum saman rómantíska viku sem þó fór að stórum hluta í göngutúra og spjall, hlátur og gleði. Í dag eru þessir dagar, kvöld og nætur í borg alsnægta enn lifandi í huga mínum. Geislandi augnráð konunnar minnar yfir frábærri máltíð miðsvæðis á Manhattan. Göngutúrar eftir strætum heimsboragrinnar og allur sá rómantíski pakki sem fólk getur upplifað í slíkri ferð ef viljinn er fyrir hendi.
Í dag þakka ég mínu sæla fyrir að hafa valið réttan kost í stöðunni. Því enn get ég lokað augunum og séð hamingjusvip konunnar minnar á þessum stundum sem við áttum í borginni. Og enn er þessara daga minnst okkar á milli. Hinn kostunni var eins og ég sagði áðan að kaupa hlutabréf sem væru hvar núna? Já líklega er þetta bara spurning um hvaða mat við leggjum á það að telja okkur rík. Ég veit núna að í þessu tilfelli var fjárfestingin rétt og hagnaðurinn er mér kristaltær alla daga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2008 | 10:58
Hugleiðing um
Ég nenni ekki að skrifa um handbolta í dag þrátt fyrir að við fengum "bara" silfur á ól.
Aftur á móti tók ég eftir svolítið skrýtinni setningu í kvöld sem ótrúlega margir farþegar mínir notuðu, en það var að þeir þoldu ekki hitt eða þetta. Þegar ég hafði heyrt þetta hjá einum þrem farþegum í röð ákvað ég að gera smá könnu á "Ég þoli ekki" og spyrja viðkomandi nánar út í það sem hann þoldi ekki. Niðurstaðan var auðvitað nokkuð augljós: Vanþekking, það er að viðkomandi hafði myndað sér skoðun án þess að þekkja nokkuð til þess sem hann þoldi ekki. og þessi fullyrðing hafi fæðst vegna einhvers eins atburðar, setningar eða gjörnings. Í mínum hugarheimum skapast slíkar fullyrðingar af ó-öryggi, minnimáttarkennd og vanþekkingu á því sem ekki er þolað. Setningar eins og Ég þoli ekki útlendinga, ég þoli ekki Bubba Morthens, ég þoli ekki pólitík, ég þoli ekki handbolta, ég þoli ekki... Þar með hefur viðkomandi ekki aðeins komið í veg fyrir að viðkomandi málefni sé rætt í hans viðurvist heldur hefur hann líka útilokað að verða að kynna sér málið og telst því algerlega frjáls frá því sem hann þolir ekki. Eftir situr viðkomandi með skerta þekkingu á málefninu og verður að neyta sér um að kynna sér málið því það er víst óþolandi að vera gripinn við að pæla í pólitík ef maður þolir hana svo ekki.
Já kannski er strúturinn bara lengra kominn í þróun sinni en maðurinn. Hann segir ekki orð heldur stingur bara hausnum í sandinn meðan við hin afneitum mönnum og málefnum í tíma og ótíma. En strúturinn lítur þó upp einhvertíman, meðan við höldum áfram að þola ekki.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2008 | 08:23
Mér fæddist dóttir
Í nótt aðfararnótt Fimmtudags 21 ágúst 2008 klukkan 4:23 fæddist mér tæplega 12 merkur stúlkubarn. Eftir að hafa í hendisngkasti talið 10 fingur og tíu tær klippti stoltur faðir á naflastrenginn og þetta litla kríli opnaði augun í fyrsta sinn í þessari veröld. Þau virtust nánast tinnusvört og um leið kristaltær og þá var ég þess fullviss að hún væri í lagi og hjarta mitt í auðmýkt þakkaði Guði gjöfina. Það er ekkert sjálfgefið í þessari veröld og ef svona atburður er ekki fegurð lífsins í sinni stærustu mynd þá veit ég ekki hvað það getur verið.
Kannski ein lítil mynd af þessu kríli síðar í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2008 | 16:45
Kjörtímabil?
Þó klukkan sé nú að verða fimm að degi er morgun í mínum skrokk því ég er nývaknaður eftir að hafa ekið fólki heim úr miðbænum í nótt. Og morgunstund gefur gull í mund með ristuð brauði og heimagerðri kæfu.
Ég ákvað tvennt í gær þar sem ég átti afmæli. Það var annarsvegar að reyna að hætta að gagnrýna gagnrýnendur (sjit, hvað það verður erfitt) og hinsvegar hef ég skipt út orðinu KJÖRTÍMABIL í LOFORÐSTÍMABIL sem er gert í viðleitni minni að minna kjörna fulltrúa mína bæði á þingi og ekki síður í Borgarráði á að efna loforð sín við kjósendur frekar en þeir séu þarna kjörnir til að sitja á rassgatinu og máta hvern stólinn á fætur öðrum í von um að borgarstjórastóllinn eða ráðherrastóllinn verði þeirra og rétta svo við og við upp hönd til að samþykkja eitthvað ef það bara hentar þeim. Mín áskorun er að þeir fari nú að hætta pólitískum skollakeikjum og framaplotti og snúi sér að þeim málefnum sem bíða úrlausnar fyrir þegna landsins.
Bloggar | Breytt 29.8.2008 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 20:05
Atvinnulausir Borgarstjórar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2008 | 19:56
Allt um þungun Hrafnhildar?
Æi, ekki nenni ég að fara að blogga hér um borgarmálin sem hafa dunið á mér í allan dag úr öllum útvarpstækjum sem á vegi mínum hafa orðið. Aftur á móti verð ég að fara út í búð og kaupa séð og heyrt. Samkvæmt því sem DV segir frá 13 ágúst eru Séð og heyrt nefnilega að breyta áherslum sínum verulega svo ekki sé meira sagt. En DV segir svo:
.. Bubbi Morthens og eiginkona hans Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eiga von á barni á útmánuðum næsta árs. Greint verður frá þessu í Séð & Heyrt sem dreift er í verslanir á morgun. Í blaðinu er ítarlega fjallað um þungunina....
Ég er svona að spá í hvernig blaðið ætlar að fjalla ítarlega um þungun án samstarfs við Hrafnhildi. Ætli þetta verði á fræðilegum grunni...
Ég er nefnilega mikill áhugamaður um þetta efni þessa dagana enda spurning hvort ég fái dóttur í afmælisgjöf á morgun því konan er nánast komin að því fæða okkar þriðju dóttur. Reyndar ætlaði ég nú að fjalla ítarlegar um þetta allt en ég held ég bregði mér nú í næstu sjoppu og kaupa blaðið og lesa þessa ítarlegu umfjöllun um þungun (sem þó hefur hvergi verið staðfest) Þetta kallar maður sko RANNSÓKNARBLAÐAMENNSKU. En ég segi ekki meir fyrr en ég er búinn að lesa déskollans blaðið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 21:37
Ballið er rétt að byrja
Já Glitnir hirti fyrst allt fémætt út úr fyrirtækinu, eða þá þætti sem hugsanlega gætu skilað hagnaði og hitt látið vera. Auðvitað vita allir að öðrum þáttum væri stefnt í gjaldþrot, til þess var ætlast og líklegra en ekki að þetta hafi átt sér talsverðan aðdraganda og skipulagsvinna verið í gangi nokkurn tíma.
Við eru rétt að byrja að sjá fyrstu fyrirtækin standa tæpt. Veturinn verður stórviðrasamur í þessum efnum. Bankarnir eiga eftir að leysa til sín eignir upp á milljarði næsta árið - Það er mín spá. Það hlýtur að vera æðislegt að vita bankann sinn styrkja íþróttahreyfinguna gegn auglýsingu á t.d. fótboltavellinum og barnið eða unglinginn vera að spila við hlið auglýsingarskiltis frá banka sem á sama tíma tekur vinnuna af heimilisföðurnum og hirðir svo örugglega húsið hans að lokum. Auðvitað ekki bankanum að kenna Bankanum sem bauð fjölskyldunni gull og græna skóga fyrir nokkrum mánuðum- En Lífið er enginn leikur það kemur örugglega í betur í ljós á haustmánuðum.
Hvenær verða kosningar næst?
Starfsmenn fá ekki greidd full laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2008 | 11:59
Einkavæðing í heilbrigðisgeiranum?
Til eru þeir furðufuglar sem telja að ríkið eigi helst ekki að vera að vasast í nokkrum hlut nema að setja lög eða ólög. Allt skuli einkavætt og skiptir engu hvað það sé. Hér er lítil og skemmtileg saga frá hvernig einkavæðingin kemur út, en um leið sorglegt dæmi um það og manni verður slóst að ekki blómgast allt í garði einkavæðingar.
Móðir mín er orðinn talverður sjúklingur en hefur getað búið heima með aðstoð. Eru þar fyrst og fremst lungu sem eru orðin léleg og af þeim sökum þarf hún að búa við það að bera öndunarkút á daginn og sofa með öndunargrímu á næturnar. Hún fær m.a. heimsókn hjúkrunarfræðings og almenna heimilishjálp nokkur skipti í viku. Þegar hjúkrunarfræðingnum datt það snjallræði í hug fyrir skömmu að sækna um hvíldarinnlög fyrir hana á gömlu heilsuverndarstöðinni í c.a. 2 vikur tóku allir nálægir móður minnar vel í það. Þarna er einkarekin bæði dagvistun og 24 stunda skammtíma vistun. Svarið var afdráttarlaust NEI. Þeir gætu ekki tekið móði mína inn í 1-2 vikur og ástæðan var nefnd: Of dýr sjúklingur vegna öndunartækja. Jafnvel þó svo móðir mín kæmi með sín eigin tæki sem eru ekki fyrirferðamikil. NEI rafmagn fyrir t.d. næturvél væri bara of peningafrek. m.ö. þarna virðist eitthvert takmark á hve miklu hver sjúklingur má eyða af rafmagni. m.ö.o. þarna er kostnaður haldið í lámarki og sjúklingum með einhver aukakostnað annan en það að vera manneskja sem andar og nærast er vísað frá því slíkt kemur hugsanlega niður á áætluðum hagnaði þeirra sem reka batteríið.
Þetta segir mér að þegar búið verður að einkavæða heilbrigðiskerfið þá koma ættingjar til með að sitja uppi með alla þá sjúklinga sem einhver aukakostnaður fylgir, burt séð frá því hvort það er í formi rafmagns eða einhvers annars. Það er því ýmislegt sem þarf að athuga áður en við látum HERRA KAPÍTAL taka við rekstri heilbrigðiskerfisins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 07:40
Sandkassaleikur þjóðarinnar
Svo virðist sem stór hluti þjóðarinnar sé kominn í einhverskonar sandkassaslag vegna ummæla Bubba í viðtali við Moggann. Og dagblöð þjóðarinnar taka þátt í leiknum af fullum þunga.
Fyrir mér er þetta svona
- Bubbi er betri en Björk
- Björk er betri en Bubbi
- Bubbi má alveg segja það sem hann vill
- Bubbi má ekki segja það sem hann vill
- Bubbi dissar Björk
- Bubbi var ekkert að dissa Björk
Fyrir mér er hinsvegar útgangspunktarnir skýrir og ég held bæði með Björk og Bubba því ég er bæði á móti virkjanaframkvæmum í þeirri mynd sem þær eru framkvæmdar og fátækt í þeirri mynd sem þær eru að birtast okkur.
PLÍS komið upp úr sandkössunum og ræðið málefnin sem skipta okkur sem þjóðfélag meira máli en Bubbi og Björk. Leitum leiða að lausn þeirra. Ég er þess nánast fullviss að hvorki Bubbi né Björk hafa neitt með það að gera. Hvorug eru blönk og bæði nota þau rafmagn frá einhverri virkjun auk þess að vera bæði ágætir tónlistarmenn. Alvarlegra finnst mér að:
Í vændum eru 200 uppsagnir hjá SPRON samkvæmt frétt Moggans. Við erum byrjuð að sjá afleiðingar fjármálasukksins nú og hverjir blæða... Líklega saklausir millistjórnendur SPRON, Nokkrir tugir byggingarverkamanna. Bankarnir farnir að yfirtaka fyrirtæki eins og nú var að gerast með MEST og örugglega einhverjir tugir starfsmanna þar á leið á atvinnuleysisbætur. Kröfur minni verktaka tapast í gjaldþrotum sem verða að segja upp fólki vegna fjáskorts og auraleysis
Æji, nei, nei. Okkur kemur þetta kannski bara ekkert við - Eigum við ekki bara að halda áfram í sandkassaleiknum - Hann er svo mikið skemmtilegri - Bubbi er.... eða var það Björk er.....?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)