4.2.2009 | 23:06
Áfram Auðmenn
Ég er orðinn svolítið hrifinn af auðmönnum og fjársýslumönnum á borð við Björgólfsfeðga, Jón Ásgeir og Kó. Jú ástæðan er einföld. Þegar við fáum smið í heimsókn viljum við að hann smíði. Múrarinn múri, það er þeirra starf og tilgangur með námi þeirra. Hver er tilgangur auðmanna og fjársýslumanna - Jú það hlýtur að vera að græða peninga og skiptir þá litlu hvaðan þeir koma því þeir ákváðu að nota höfuðið við þessa iðju en ekki hendurnar eins og flestir iðnaðarmenn gera til að afla sér tekna í lífinu. Mér finnst því Íslensku auðmennirnir hafa staðið sig nokkuð vel í því.
Þingmenn eiga að sjá um að setja reglurnar, ríkisstjórn á sjá um rekstur stofnana og að sjá um framkvæmd þeirra laga sem þingið setur. Þessir aðilar skiluðu aftur á móti vinnu sinni svo illa að það leiddi til þess að auðmennirnir gátu farið hvaða þá leið sem þeir óskuðu sér í því starfi sínu að ná í fé af landsmönnum. Þegar Þingmenn og ríkisstjórn fattaði feilinn öskraði hún upp yfir sig ref til sín það sem hún gat það er bankana enda þeirra eigin við það að fara á hausinn, það er Seðlabankinn sem verið hafði með útsölu á gjaldeyrir í mörg ár og því gátum við vaðið í myntkörfulánin að vild við aðstæður þar sem gengið var ranglega skráð. Þegar svo allt var oltið um koll, Auðmennirnir farnir með sitt fé sat ríkistjórn og þing eftir með allt niðrum sig og almenningur heimtaði blóð. Sá almenningur hlýtur að heimta blóð þeirra sem illa unnu sín verk frekar en þeirra sem gerðu það vel.
Svona er nú hægt að skrifa öfugmælavísu ef manni sýnist svo heheheh - Kannski eru fleirri hliðar á teningnum en sýnist fljótt á litið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 19:09
Ekki hugrekki heldur ótti
Vonast eftir að Davíð verði látinn víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 21:16
Fyrstu verk nýrrar stjórnar
Í mínum huga hljóta það að verða fyrstu verk nýrrar stjórnar að kalla alla landsmenn til ábyrðarstarfa. Menn taki sér stöðu í samfélaginu þar sem þeir eiga heima. Þannig skulu seðlabankastjórn stíga til hliðar og forstjóri fjármálaeftirlitsins líka, því þar eiga þeir heima. Kalla þarf inn nýja menn í þeirra stað. Þar væri t.d. hægt að kalla til sérfróða menn úr Háskólasamfélaginu til að gegna þessum störfum tímabundið og að fara yfir stöðuna. Ég hef þá trú að innan raða þeirra séu menn sem fylgjast með sökum þess við hvað þeir fást dagsdaglega. Hvort heldur er að þeir setjist tímabundið í stóla þessara stofnana eða sem aðstoðarmenn þeirra sem taki við embættunum tímabundið.
Gerð verði áætlun um hvernig komið skuli til móts við heimili landsins. t.d. með því að loka tímabundið á uppboð og lögtaksaðgerðir stjórnvalda og stofnana þeim tengdum þannig að einstaklingar verði ekki gerðir gjaldþrota. Þess í stað skuli þeim beint til sérstakra ráðgjafastofu þar sem viðkomandi einstaklingur geti lagt sín mál fram og notið án endurgjalds aðstoðar sérfróðra manna um hvernig staðið skuli að því að vinna sig úr þeim vanda sem viðkomandi er í.
Forsætisráðherra ætti að hafa t.d. vikulega aðgang að 10 - 15 mínútum í útvarpi og sjónvarpi þar sem hann getur talað til þjóðarinnar og skýrt út hvað stjórnvöld eru að gera og hvernig ætlunin sé að þróa einstaka málaflokka í gegnum þá erfiðleika sem þeir ganga í gegnum.
Ég skal glaður gefa bæði fráfarandi stjórnvöldum sem og nýrri Ríkisstjórn fleirri ráð verði þeirra óskað. Ég er nefnilega, ólíkt auðmönnunum, gjafmildur einstaklingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 21:57
Gjaldeyrir til landsins?
Sú saga flýgur nú að Björgólfsfeðgar bjóði útfluttningsfyrirtækjunum að kaupa af þeim erlendann gjaldeyrir fyrir milljónir. Það sé m.a. ástæða þess að gjaldeyrir sem ætti að koma heim vegna fisksölu til útlanda skilar sér ekki heim. Þeir feðgar taki hann til sín og greiði mönnum hér heima í íslenskum peningum og þá líklega á hærra gengi. Þetta er náttúrlega besta leiðin til að skipta íslenskum krónum í erlenda mynt og koma þannig peningum til útlanda nú um stundir.
SKÖMM ef satt reynist
Það er ljóst að þessir menn hætta ALDREI fyrr en þeir verða stoppaðir af.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 21:51
Já bætum svolítið við tapað fé
deCODE semur við Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 16:01
Sama uppskriftin
Þegar maður á orðið þrjú börn með sömu konunni þar maður ekkert endilega að mynda yngsta barnið þegar það lítur út nákvæmlega eins og það elsta gerði. Setti þessar tvær saman í hvelli bara svo þið sjáið hvað ég meina. klikkið á myndina og skoðið hvað þær eru líkar. Hvor heitir nú Edda Sólveig og hvor er Ásta Lóa ég er ekki lengur alveg viss.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2009 | 15:39
Nú skal selja réttum aðilum...
"Það þarf að fara að ræða um það hvernig staðið verði að sölu á ríkisfyrirtækjum til frambúðareigenda. Þetta sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun." segir í frétt á visir.is
Ja hver þremillinn. Þórður Friðjónsson hlýtur að lifa í annari veröld en við hin. Það eru sem sagt einhverstaðar til peningar! Hver á þá? Á nú að fara að afhenda fyrirtækin á nýjan leik. Við höfum áður heyrt þetta með gegnsæið. Sorry það væri tilvalin byrjun hjá Þórði að gera sér grein fyrir því áður en hann gasprar að við treystum þessari ríkisstjórn bara EKKI. Eitt að því sem þarf að rannska hlýtur að vera vinnuaðferðir kauphallarinnar í þeirri rússibanaferð sem íslenskt efnahagslíf hendur lent í. Ef Þórði vantar fyrirtæki í Kauphöllina verður hann einfalfaldlega að koma með betri hugmynd en þessa. Reyndar mætti mín vegna leggja niður það fyrirbæri sem menn kalla KAUPHÖLL. Nú vantar okkur eitthvað allt annað en HALLIR. Þessi hugmynd er einhver sú heimskulegasta sem ég hey heyrt þessa vikuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 11:25
Ætti að vera í felum í desember
Ég er að verða samfærður um að í desember á ég og mínir að vera eins lítið á ferðinni og kostur er. Því ef eitthvað áfall verður gerist það í desember. Konan mín virðist hafa tekið sjúkdóminn. Já fyrir þrem kvöldum leyfðum við dætrum okkar að gista hjá frænku sinni og skaust konan með tannbusa og náttföt til þeirra. Á leiðinni heim ákvað hún svo að stoppa á Select við Suðurfell, skammt frá heimilinu. Þar sem hún er að ganga afturfyrir bílinn kemur einhver idjót og ekur á hana og klemmir hana á milli hennar bíls og síns bíls. (hún slapp sem betur fer óbrotin en marðist illa og skokkbólgnaði annar fóturinn sérstaklega illa. Nú eru komin slík litadýrð á sérstaklega annan legginn að ég er viss um að geta leigt hann út sem litarspjald hjá einhverju málningarversluninni.
Konan er ógöngufær svo eitthvað bitnar tilstand jólanna meira á mer en vant er sem þýðir minni vinna og minni tekjur. Af þessum sökum komst ég ekki á Þorláksmessutónleika Bubba í Háskólabíói og varð að gera mér beina útsendingu Bylgjunnar að góðu. Já það er sem ég hef sagt að vera ekkert að þvælast um í desember. En nú er runnin upp 24. desember og ég ætla að halda jólaskapi þrátt fyrir smávægileg áföll. Dæturnar fengu Honynut Cerios í morgunmat í tilefni dagsins (EXTRA, EXTRA SYKUR) og auðveldlega teknir tveir diskar af slíku góðgæti í morgunmat. Þetta er bara fegurð.
Jól og ár. Kveðja Bárður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 01:07
Nafn á nýjasta fjölskyldumeðlimnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2008 | 08:44
Já gott og gott!! - Burt með spillingarliðið
Ókeypis og óháð fjármálanámskeið fyrir ungt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)