Nafn á nýjasta fjölskyldumeðlimnum

Jæja þá er þessi dagur á enda runninn, þó vinnulega sé hann rétt að hefjast því fyrir liggur að fara út að aka leigubíl. En í dag stóð ég á þeim tímamótum að eiga átta ára brúðkaupsafmæli og þá mætti hér fjöldi fólks eða um 30 manns í skírnarveislu dóttur minnar. Við skírðum hér heima eins og venja er og fékk hún nafnið Ásta Lóa. Ég er þó viss um að ég kalli hana áfram Ljósa-ljós eins og ég hef gert síðustu vikurnar. Þar sem athöfnin var síðdegis fannst okkur hjónunum það bara flottara að bjóða til matarveislu í stað köku og tertu og kaffi-samsætis. Fékk ég vin minn Gunna til að elda 2frábæra pottrétti handa okkur og á eftir voru svo að sjálfsögðu þetta sem maturinn átti að vera í staðin fyrir það er kökur tertur og kaffi. Held að allir hafi farið heim saddir og sáttir. Myndir síðar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

hæ hæ innilega til hamingju með nýjustu prinsessuna.  Sýnist hún jafnmyndarleg og systur sínar.

Ef þú kveikir ekki á hver ég er gerir Lóa það pottþétt.

Vona að þið hafið það sem allra best.

kv.Didda

Kristín Bjarnadóttir, 30.11.2008 kl. 01:15

2 Smámynd: Ragnheiður

Litla Ljósa-ljós.

Til hamingju með nafnið hennar, veisluna, lífið og tilveruna.

Ragnheiður , 30.11.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband