7.11.2008 | 08:31
Borgarráð hefur smitast af þögn ráðherrana - Burt með spillingarliðið
Já er það ekki magnað að Borgarráð skuli nú ekki svara neinu. Spurning hvort þetta sé ekki að verða lærð aðferð í stjórnsýslu landsins - Þetta lið ætti kannski að fara á námskeið og sitja undir auglýsingu frá Intrum - EKKI GERA EKKI NEITT.
Því það hefur einnig vakið furðu mína hvað Borgarráð og stjórn yfir höfuð hefur lítt haft sig í frammi í þeim ólgusjó sem gengið hefur yfir. Líkt og Borgarráð og stjórn sé ekki til. Engar hugmyndir, engar yfirlýsingar sem maður hefur tekið eftir með afgerandi hætti - bara ÞÖGN. Kannski þeir hafi skriðið oní holuna sína eins og auðmennirnir og bíði þar af sér storminn sem við hin fáum beint í fangið.
Ekkert svar við styrkumsókn Bubba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 19:40
Svar til Ólínu - Burt með spillingarliðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 21:38
Bubbi spáði fyrir um hrun bankana
Í dag fékk ég nokkuð skemmtilegt símtal en það var Tobbi vinur minn sem var að benda mér á að Bubbi fjallaði í einu laga sinna um hrun bankana og ástandið eins og það er. Já eins ótrúlega og það hljómar þá má finna lag með Bubba frá árinu 1989 sem segir okkur meira en líklegar fræðibækur um ástandið og hrun bankana. Þetta lag kom út á plötunni Arfur árið 1989 og heitir Í nafni frjálshyggju og frelsis. Ég læt texta þess flakka hér
Í nafni Frjálshyggju og frelsis
Lag og texti: Bubbi Morthens
Ekki er neinn réttlátur ekki neinn
ekki er neinn vitring að sjá.
Fæstir leita lengur herrans
sem líf sitt gaf fyrir þá.
Nú ráða ræningjar jörðinni.
Rándýr sem heimta blóð.
Tortíming, eymd eru allsstaðar.
Ekkert líf þrífst í þeirra slóð.
Veg friðarins vilja ekki þekkja
vargar sem fólkið blekkja.
Gera börnin að morðingjum
mæður að hræætum
feður að aumingjum
sundra fjölskyldum
allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
Þú sem felur þinn eigin ótta
elur hatur í brjósti þínu.
Lítur aldrei í augu barna þinna
sem allt skilja í hjarta sínu
óspillt eru ennþá og saklaus
Eftir hverju ertu að bíða.
Þau þurfa á aga og ást að halda.
Fálæti þitt fyllir þau kvíða.
Veg sannleikans viltu ekki þekkja
Lygina lætur þig hlekkja.
Samviska þín sefur
græðgin ekkert gefur
dóminn enginn tefur.
Hrokinn þig hefur
blindað í nafni frjálshyggju og frelsis.
Þingmenn feður fólks og þjóðar
fullir af spillingu verja
rétt þeirra ríku til þess að valta
yfir ráðþrota fólkið og berja
Trúlaus lýðurinn lánlaus reikar
lamaður, fullur af dofa
Prestarnir prúðir í vinnuna mæta.
Þeir vekja engan sem vill sofa.
Veg réttlætis vilja ekki þekkja
í vörninni þeirra er skekkja.
Í hjartanu vita
að lygin kostar svita
rænir þá næturhita.
Engill dauðans mun þeirra vitja.
Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
Menn trúa á gullið, guð er ekki til
en gott er að nefna hann stundum.
Fullir þeir eru bölvunar og beiskju
á bræður sína siga þeir hundum
En guð er til, sama hvað þeir segja
en hlustaðu á þegar þeir tala.
Þeir mæla það sem hentar hverju sinni
á fáfræði og fordómum ala.
Veg ljóssins vilja ekki þekkja
vargar sem fólkið blekkja.
Hræsnin í hásæti
lýðskrumalæti
rotið innræti
hýenur í leit að æti.
Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
Dómskerfið kalkað grafarstæði.
Kuldinn þar smælingjann bítur.
Unga manninn á Hraunið senda
meðan skilorðið hvítflibbinn hlýtur.
Einn daginn þeir þurfa að svara til saka
sú nótt mun reynast þeim erfið.
Þegar undirstöður alls munu hrynja
heimurinn þeirra og kerfið.
Veg friðarins vilja ekki þekkja
vargar sem fólkið hlekkja.
Gera börnin að morðingjum
mæður að hræætum
feður að aumingjum
sundra fjölskyldum.
Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
Já óneitanlega magnaður fjandi að hann skuli hafa samið þetta fyrir nærri 10 árum síðan. Nostradamus hvað?
3.11.2008 | 09:30
Til þeirra sem málið varðar
Ég setti þetta nú fyrst inn á spjallið á bubbi.is en ákvað svo að það mætti alveg vera hér líka.
Hlustið á mig bæði Davíð og Geir
Hér er til fólk sem vill ekki meir
Finnst þið ættuð þegar að víkja
Sorry Ingibjörg Sólrún, - þú líka
Já herrar þið saman línurnar lögðuð
vitandi hvað beið, þið bara þögðuð
Þegar skipið var svo komið í strand
Þið luguð að það kæmist í land
Já hlustið á mig bæði Davíð og Geir
Hér er fjöldi sem vill ekki meir
sem finnst þið ættuð strax að víkja
Sorry Ingibjörg og öll þín klíka.
Auðmannsins taktar, kjólföt og háir hælar
Við hin erum nú merktir þrælar
Eins og bláeygð börn við trúðum því besta
En í raun fór svo allt á veginn versta.
Og auðmenn hurfu með milljarða úr landi
Skipið skilið eftir hálft í sandi
Og auðmenn hurfu með milljarða úr landi
við hin föst í klafa-bandi.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 17:33
Lítil staka fyrir Ljósa-Ljós
Hér er smá viðlag sem ég raula stundum þegar ég labba um gólfið með yngstu dóttir mína. sem enn er óskýrð og ég kalla stundum Ljósa-Ljós en nafnið er meira en ljós - Ljósa-Ljós er Ljós allra ljósa. En það er skrítið að ég hef samið lítil ljóð til allra dætra minna um það leyti sem þær fæddust. En til að það týnist ekki í öldruðum heila mínum ákvað ég að henda því hér inn.
Ljósa-Ljós er ljósið mitt
sem lýsir upp allt myrkur
hugsa bara um brosið þitt
og mér eflist styrkur.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 21:10
Þá er Bubbi fallinn
Bubbi Morthens flaug á hausinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 13:48
Frábært framtak
Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 12:45
Íslendingar
Það eru kannski ekki margir sem vita að ég á bræður. Sá elsti hefur verið búsettur í Bandaríkjunum síðustu áratugina. Lengi vel í N.Y. og síðar í Tampa á Flórída. Þessi bróðir minn hefur ávalt gegnið undir gælunafninu Agú meðal okkar í fjölskyldu hans. Ástæa þess að ég minnis á þetta er að það rifjaðist upp fyrir mér gamalt samtal sem við áttum, líklega í minni fyrstu ferð til hans 1988. Umræðan hafði verið um fátækt og hvað fólk gæti gert í því sambandi og munin á Íslandi og Bandaríkjunum. En hluti þessa samtals gæti hinsvegar allt eins hafa átt sér stað nýlega. Það var eitthvað á þessa leið.
Agú: Skrítið hér í Ameríku lifa nokkrar milljónir manna sem virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því að það býr í Ameríku, Þá er ég að meina svona tækisfærilega séð. Hvaða möguleika það á. Sem er kannski skárra en heima á Íslandi.
Ég: hvað meinarðu?
Agú: Jú sjáðu - Heima á íslandi búa eitthvað um 285 þúsund manns og þeir láta allir eins og þeir búi í Ameríku, án þess að hafa efni á þeirri hugsun. Því það búa ekki milljónir til að borga brúsann heldur innan við 300.000 hræður.
Já magnað þegar maður hugsar um það að við þessar um 300.000 hræður erum líklega að skuldsetja okkur nokkra áratugi fram í tímann. Þó margir haldi að þetta sé eitthvert tækifæri og eitthvað stórkostlegt komi síðar út úr þeirri kreppu sem framundan er held ég að það verði aðeins skuldafen sem við komum til með að lifa í, Atvinnuleysi og hlutfall þeirra sem lifa við fátæktarmörk hækkar. Lausnir þessara mála sem nú er verið að vinna að munu ekki taka vikur eða mánuði. Þær munu taka áratugi með lögsóknum hingað og þangað og milliríkjadeilum ekki aðeins milli Íslands og annara heldur muni fleiri ríki lenda í slæmum málum. Þessi mál munu taka c.a. þessa kynslóð að vinna og greiða úr og við Íslendingar komum til með að verða að greiða milljarði hér og aðra þar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 14:09
Átti bara að prufa?
Hjá mér vaknar sú spurning hvort Glitnir hafi ekki ætlað sér að athuga hvort ekki væri hægt að redda sér í hvelli á auðveldasta máta þar sem baninn var kominn í tímaþröng og útseð um að málin myndu lagast á alþjóðarmörkuðum næstu daganna?
Dabbi og Seðlabankinn brást hinsvegar við beiðninni með of afgerandi hætti sem ég held að stjórn Glitnis hafi aldrei reiknað með að yrði gert í fyrstu þegar þeir höfðu samband við Seðlabankann. . Eflaust búist við að verða kallaðir á fund og þeir aðstoðaðir á einhvern máta. Seðlabankinn var hinsvegar ekki að eyða tíma í það. Heldur sá Davíð sér leik á borði. Redda bankanum og því að lánadrottnar kæmu höndum yfir bankann og í leiðinni klípa svolítið í erkióvin sinn Jón Ásgeir. Þó allar vættir heims reyni að telja mér trú um að eignarhaldið hafi ekkert haft með ákvörðun Seðlabankans að gera þá trúi ég því aldrei. Hefði einhver annar, þóknanlegur Davíð og flokknum verið í stöðu Jóns hefði aðferðin við þessa aðgerð orðið önnum og líklega útkoman einnig. Þarna var bláa höndin sem þreif til sín í stað þess að rétta.
Get trúað sumu því sem fram kemur í skýrslu Dr. Richard að með þessu beindist athyglin til landsins og ég er líka viss um að þetta kom sér illa fyrir bankakerfið í heild. Í mínum huga kom lán þó aldrei til greina. Þjóðin hefði hreinlega trompast. Spurningin er frekar hefði verið meiri tími til stefnu hefði verið hægt að reyna á einhvern hátt að greiða götur Glitnirs til að nálgast endurfjármögnun á einhvern hátt. Held að þarna hafi menn líklega fallið á tíma með skelfilegum afleiðingum fyrir alla aðila. Þó aðgerðin kæmi sér illa hefði hún orðið enn verri ef ekkert hefði verið gert.
Fráleitt að Glitnir hefði orðið gjaldþrota" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2008 | 20:23
Ég kalla til ábyrðar
Varla líður sú mínúta þessa daganna að maður lesi ekki um björgunaraðgerðir ríkisstjórna og eða seðlabanka um allan hinn vestræna heim, nema hér upp á íslandi. Hér er engu líkara en Ríkisstjórn og seðlabankastjórar sitji með bundið fyrir augun og haldi fyrir eyrun, ruggi sér fram og aftur og tauti við sjálfa sig - ÞAÐ ER EKKERT AÐ - ÞAÐ ER EKKERT AÐ, ÉG SIT BARA Í STÓLNUM MÍNUM, ÉG SIT BARA KYRR Í STÓLNUM MÍNUM - ÞETTA ER AÐ VERÐA Í LAGI BRÁÐUM. LA-LA-LA-LA...
Þegar þessi staða er komin upp verður að kalla menn til ábyrðar. Því kalla ég hér og nú eftirtalda til ábyrðar
Forráðamenn fyrirtækja að blása EKKI upp vandann með bulli um vöruskort og gjaldeyrishömlur
Fjölmiðla fyrir að birta EKKI hvaða þvælu sem er í von um eftirtekt sem aðeins er til að auka ótta almennings. Heldur fjalla um málefnið með ábyrgum og upplýsandi hætti. Hvetja okkur frekar til samstöðu en sundrungar.
Íslenskar húsmæður til að velja íslenskar vörur fram yfir erlendar - ALLTAF og FREKAR NÚ EN ELLA
Íslenska kaupmenn fyrir að hækka ekki upp úr öllu valdi þær vörur sem framleiddar eru hér innanlands eins og þær hafi verið keyptar inn fyrir evrur eða dollara. Edurmeta uppstillingu á vörum í verslunum með þetta í huga. Hagnaður ykkar gæti orðið meiri til lengri tíma litið.
Ég geri Bubba Morthens og landsmenn alla ábyrga fyrir góðri samstöðu á Austurvelli á miðvikudaginn 8 október því þar ætlum við að reyna að ná vitrænu sambandi við ráðamenn og seðlabankastjórendur.
Landsmenn geri ég ábyrga með að snúa bökum saman og íhuga hvað hver og einn einstaklingur geti lagt á vogaskálarnar til að vinna okkur út úr þeim vanda sem nú er ríkjandi í samvinnu við aðra landsmenn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)