Borgarráð hefur smitast af þögn ráðherrana - Burt með spillingarliðið

Já er það ekki magnað að Borgarráð skuli nú ekki svara neinu. Spurning hvort þetta sé ekki að verða lærð aðferð í stjórnsýslu landsins - Þetta lið ætti kannski að fara á námskeið og sitja undir auglýsingu frá Intrum - EKKI GERA EKKI NEITT.

Því það hefur einnig vakið furðu mína hvað Borgarráð og stjórn yfir höfuð hefur lítt haft sig í frammi í þeim ólgusjó sem gengið hefur yfir. Líkt og Borgarráð og stjórn sé ekki til. Engar hugmyndir, engar yfirlýsingar sem maður hefur tekið eftir með afgerandi hætti - bara ÞÖGN. Kannski þeir hafi skriðið oní holuna sína eins og auðmennirnir og bíði þar af sér storminn sem við hin fáum beint í fangið.


mbl.is Ekkert svar við styrkumsókn Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Á ekki bara að breyta nafni landsins í Strútsland? Við trúum því nefninlega að ef við leiðum hlutina hjá okkur hverfi þeir.

Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband