Bubbi spáði fyrir um hrun bankana

Í dag fékk ég nokkuð skemmtilegt símtal en það var Tobbi vinur minn sem var að benda mér á að Bubbi fjallaði í einu laga sinna um hrun bankana og ástandið eins og það er. Já eins ótrúlega og það hljómar þá má finna lag með Bubba frá árinu 1989 sem segir okkur meira en líklegar fræðibækur um ástandið og hrun bankana. Þetta lag kom út á plötunni Arfur árið 1989 og heitir Í nafni frjálshyggju og frelsis. Ég læt texta þess flakka hér

Í nafni Frjálshyggju og frelsis
Lag og texti: Bubbi Morthens

Ekki er neinn réttlátur ekki neinn
ekki er neinn vitring að sjá.
Fæstir leita lengur herrans
sem líf sitt gaf fyrir þá.
Nú ráða ræningjar jörðinni.
Rándýr sem heimta blóð.
Tortíming, eymd eru allsstaðar.
Ekkert líf þrífst í þeirra slóð.
 
Veg friðarins vilja ekki þekkja
vargar sem fólkið blekkja.
Gera börnin að morðingjum
mæður að hræætum
feður að aumingjum
sundra fjölskyldum
allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
 
Þú sem felur þinn eigin ótta
elur hatur í brjósti þínu.
Lítur aldrei í augu barna þinna
sem allt skilja í hjarta sínu
óspillt eru ennþá og saklaus
Eftir hverju ertu að bíða.
Þau þurfa á aga og ást að halda.
Fálæti þitt fyllir þau kvíða.
 
Veg sannleikans viltu ekki þekkja
Lygina lætur þig hlekkja.
Samviska þín sefur
græðgin ekkert gefur
dóminn enginn tefur.
Hrokinn þig hefur
blindað í nafni frjálshyggju og frelsis.
 
Þingmenn feður fólks og þjóðar
fullir af spillingu verja
rétt þeirra ríku til þess að valta
yfir ráðþrota fólkið og berja
Trúlaus lýðurinn lánlaus reikar
lamaður, fullur af dofa
Prestarnir prúðir í vinnuna mæta.
Þeir vekja engan sem vill sofa.
 
Veg réttlætis vilja ekki þekkja
í vörninni þeirra er skekkja.
Í hjartanu vita
að lygin kostar svita
rænir þá næturhita.
Engill dauðans mun þeirra vitja.
Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
 
Menn trúa á gullið, guð er ekki til
en gott er að nefna hann stundum.
Fullir þeir eru bölvunar og beiskju
á bræður sína siga þeir hundum
En guð er til, sama hvað þeir segja
en hlustaðu á þegar þeir tala.
Þeir mæla það sem hentar hverju sinni
á fáfræði og fordómum ala.
 
Veg ljóssins vilja ekki þekkja
vargar sem fólkið blekkja.
Hræsnin í hásæti
lýðskrumalæti
rotið innræti
hýenur í leit að æti.
Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
 
Dómskerfið kalkað grafarstæði.
Kuldinn þar smælingjann bítur.
Unga manninn á Hraunið senda
meðan skilorðið hvítflibbinn hlýtur.
Einn daginn þeir þurfa að svara til saka
sú nótt mun reynast þeim erfið.
Þegar undirstöður alls munu hrynja
heimurinn þeirra og kerfið.
 
Veg friðarins vilja ekki þekkja
vargar sem fólkið hlekkja.
Gera börnin að morðingjum
mæður að hræætum
feður að aumingjum
sundra fjölskyldum.
Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.

 

Já óneitanlega magnaður fjandi að hann skuli hafa samið þetta fyrir nærri 10 árum síðan. Nostradamus hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband