Þegar útvarpið og hljómplatan...

radioÞað er gömul saga og ný að ein tækniuppfinningin hafi áhrif á aðrar sem á undan komu. Nú tala menn mest um andlát hefðbundinnar útgáfu á geisladiskum. En þetta er ekki ný saga. Kíkjum í útvarpstíðindi frá 1942 og þar er skrifað:

,,Útvarp og grammófónn hafa orðið þess valdandi, að mikið hefur dregið úr tónlistariðkun í heimahúsum. Sem dæmi má nefna að árið 1926 voru 130 „prívat  músík-klúbbar“ starfandi í Danmörku, en 10 árum seinna var tala þeirra komin niður í 8. Í Bandaríkjunum voru árið 1909 seld 230 þúsund píanó en árið 1929 seldust aðeins 92 þúsund.

Að sögn mun þetta hafa breyst til batnaðar hin síðustu ár, og sjálfsagt lagast þetta með betri og hóflegri notkun úrvarpsins, þ.e.a.s. þegar mönnum lærist að nota útvarpið eins og vatnið og skrúfa ekki frá nema þegar þá langar til að hlusta, stilla tækið vandlega, ekki of hátt, og hlusta með athygli.

  Útvarpið er sérstaklega mikilvægt okkur Íslendingum sökum fámennis og eingangrunar. Gera má ráð  fyrir, að allir þorri landsmanna eigi ekki kost á að hlýða á aðra tónlist en þá, sem útvarpið flytur.
Þess vegna verður að vanda vel til útvarpstónlistarinnar og kappkosta að fá hina frægustu menn til að annast tónlistarflutning frá útvarpssal; en hinsvegar mætti draga úr því flóði af „skrallmúsík“ sem dembt er yfir hlustendur í tíma og ótíma. Einnig mætti hverfa sú óhæfa að fylla út í eyður dagskrárinnar með því að leika hluta af lögum af tónplötum að ógleymdum gömlum og útslitnum hljómplötum, sem oft heyrast í útvarpinu og verka eins og svívirða um höfunda og hlustendur."

Útvarpstíðindi 4-5 tbl, 5. árgangur 7.desember 1942

Og undarlegt að mér finnst eitthvað hafi ekki breyst hvað seinni hluta þessarar greinar varðar.


Björk Guðmundsdóttir - Þetta ber okkur hinum að virða

bjorkÞað er áhugavert að skoða árangur Bjarkar Guðmundsdóttur á Breska vinsældarlistanum. Sama hvað mönnum kann að þykja um tónlist hennar verður ekki fram hjá því litið að hún er og verður um nánustu framtíð okkar stæðsta stjarna á alþjóðarvettfangi.

Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir henni sem listamanni. Enda er ferill hennar einstakur. Listamaður sem farið hefur sínar eigin leiðir án þess að láta glepjast af markaðslögmálunum. m.ö.o tekið list sína fram yfir og náð árangri.
 
Saga Bjarkar á Breska listanum er:

Björk kemst fyrst inn á Breska listann 19. júní 1993
Fjöldi platna sem farið hefur inn á listann: 30
 - þar af Smáskífur: 20
 - þar af Breiðskífur: 10
 
Þær hafa setið samtals 208 vikur á lista
Hæðst hefur plata með henni náð: 2. sæti

  .

Samtals á topp 10: smáskífur: 3
Samtals á topp 10: Breiðskífur: 6

  .

Samtals á topp 40: smáskífur: 19
Samtals á topp 40: Breiðskífur: 8


Flugan sem flogið hefur í 60 ár

Sigfus-HalldorssonFlugum er ekki skammtaður langur líftími. Undantekning frá þessu er „Litla flugan“ hans Fúsa. Sú litla fluga hefur verið sem eyrnakonfekt okkar Íslendinga í 60 ár.

   

Það var í ársbyrjun 1952 sem Sigfús kom fram í þætti Péturs Péturssonar „Sitt af hvoru tagi“ í Ríkisútvarpinu og söng þar nýtt lag Litla flugan. Textinn við lag Sigfúsar var eftir Sigurð Elíasson. Og með þeim flutningi flaug Litla flugan af stað, því lagið varð fleygt á sömu stundu.

   

Svo vel var því tekið að um það var skrifað og skrafað næstu mánuði í dagblöðum landsmanna.

   

Í Morgunblaðinu 25. febrúar 1952 er skrifað :

„Það var sannarlega ánæjulegt að heyra Sigfús Halldórsson í þætti Péturs Péturssonar „Sitt af hvoru tagi.“ Nýja lagið hans Sigfúsar, „Litla flugan“ er nú raulað víða á skemmtistöðum bæjarins. Það væri sannarlega gaman að heyra oftar í Sigfúsi....“

   

Og meira  úr sama blaði frá í mars 1952:

Í hverri götu suðar hún „Litla flugan“ hans Sigfúsar Halldórssonar, þessi sem hann kom með að vestan í vetur.

Strákarnir blístra lagið undir berum himni, húsmæður raula það við eldhúsborðið, og barnfóstran syngur hvítvoðunginn í svefn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi vinsæli dægurlagahöfundur vinnur hvers manns hug og hjarta. Þótti á sínum tíma mörgum keyra úr hófi dálætið á Tondeleyó, og enn lifir sumstaðar í þeim gömlu glæðum.

   

Líklega varð Björn R Einarsson fyrstur til að hljóðrita lagið er hann söng það fjórraddað inn á plötu hjá Ríkisútvarpinu fyrri hluta árs 1952. Þessi upptaka var spiluð í nokkur skipti en líftími slíkra platna hjá útvarpinu á þessum tíma var ekki langur.

litlafluganmars1  

Og til að hljóðfæraleikarar færu nú ekki að slá feilnótur var lagið gefið út á nótum og auglýsingarnar birtar í öllum dagblöðum 15. mars 1952

   

  - Og það voru fleiri en Íslendingar sem heillast

6. maí var frumsýnd revían Sumareyjan í Sjálfstæðishúsinu á vegum Bláu Stjörnunni. Vegna þess verks komu hingað erlendir listamenn sem tóku þátt í þessari uppfærslu. Einn þeirra var Lulu Ziegler nokkuð þekkt dönsk revíuleikkona sem tók sig til, æfði lagið og söng það á Íslensku við undirleik Carl Billich þetta kvöld.

   

Sigfús sjálfur nýtti sér vinsældirnar og í samvinnu við Soffíu Karlsdóttur og leikarann Höskuld Skagfjörð ferðuðust þau saman um landið þvert og endilangt frá júlí og fram í október 1952 undir heitinu Litla flugan. Sigfús lék á píanóið og söng og Soffía söng einnig en Höskuldur las upp úr Sölku Völku, Halldós Laxness. Og þegar hópurinn loks kom til Reykjavíkur og kom fram þar voru 54 sýningar að baki á 40 stöðum á landinu.

   

 - Flugan flýgur til útlanda

En þó vetur gengi í garð lifði flugan hans fúsa því Í desember brá Sigfús sér til Danmerkur og Noregs og ástæðan var að erlendir listamenn vildu hljóðrita Litlu fluguna og fleiri lög Sigfúsar og gerðu það. Sigfús lék lagið einnig inn fyrir danska útvarpið.

    

 - Og svo flaug flugan á plast

En í árslok 1952 kom Litla flugan út á plötu í flutningi höfundar á merki Íslenskra tóna. Og að er staðreynd að ekkert lag naut jafnmikillar vinsælda árið 1952 og Litla flugan hans Fúsa þó menn gætu ekki eignast það á plötu fyrr en í árslok (og reyndar eru skiptar skoðanir á því hvort platan með lögunum hafi borist hingað fyrr en í ársbyrjun 1953.) Reyndar varð að panta annað upplag plötunnar strax í ársbyrjun því platan með Litlu flugunni hafði flogið út og var fullyrt að aldrei áður hafði ein hljómplata hér á landi selst svo hratt upp.

 

  - Litla flugan

Lag eftir Sigfús Halldórsson / ljóð Sigurður Elíasson

Lækur tifar létt um máða steina.

Lítil fjóla grær við skriðu fót.

Bláskel liggur brotin milli hleina.

Í bænum hvílir íturvaxin snót.

Ef ég væri orðin lítil fluga,

ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,

og þó ég ei til annars mætti duga

ég eflaust gæti kítlað nefið þitt.                 

   ..

Þessu varð hin íturvaxna snót að svara og það gerði hún um mitt ár.

   

  - Til Fúsa

Ég legg mig oft og læt mig um þig dreyma

í litla bænum allt er kyrrt og hljótt.

Myndir af þér minningarnar geyma,

ég man þær, finn þær allar hverja nótt.

Ef ég ætla að sofna sætt á daginn,

er sífellt fluga að kítla nefið mitt.

Ég stekk á fætur, flý um allan bæinn,

en flugan syngur látlaust nafnið þitt

Fúsim Fúsi, Fúsi

íturvaxin snót.

   

Lagið mitt í ár verður Litla flugan 


"Guð gaf okkur sjö daga"

stranglersÞað þótti talsverður viðburður þegar rokkarnir í The Stranglers heimsóttu skerið 1978. Lífið var með örlitlu öðru sniði í þá daga en nú er.

Það var ein útvarpsstöð, ein sjónvarpsstöð sem fór í frí eitt kvöld í viku og mánuð af sumri. Ætluðu menn til útlanda urðu þeir að fylla út þar til gerðar skýrslur til að fá afgreiddan gjaldeyrir (reyndar líkt og nú er).
Kornflexið kostaði mikið minna en Cheriosið.

Hér var enginn bjórinn

Vínveitingarhús lokuð á miðvikudögum

Já lífið var öðruvísi á Íslandi í þá daga en nú er.

 

Stranglers komu til landsins og haldinn var sögulegur kynningar og blaðamannafundur í Hljóðrita í Hafnarfirði. Meðlimir sveitarinnar voru ekki alveg að nenna að standa í þessu. Íslensku blaðamennirnir óframfærnir og feimnir en reyndu þó að rabba við gestina. og frá því er sagt í Vísir. Hér segir blaðamaður Vísis frá samskiptum sínum við Jet Black trommuleikara

 

„Eins og yfirleitt þegar Íslendingar ræða við erlenda gesti bar bjórinn á góma. Black sagðist vorkenna okkur af öllu hjarta. Og við lá að honum vöknaði þegar honum var sagt frá að vínveitingahúsum væri lokað á miðvikudögum. Hann var þá spurður hvort ekki væri nóg að drekka sex daga vikunnar? ..Guð gaf okkur sjö daga til að drekka sagði hann og spurði hvað Íslendingar gerðu eiginlega á miðvikudögum! Makalaus þjóð þetta í skrítnu landi“

(frásögn í Vísi um blaðamannafuld í Hljóðrita með The Stranglers 1978)


Hvar var Trúbrot?

Í bók Dr. Gunna "Eru ekki allir í stuði" sem að mörgu leyti er hið besta rit má finna samt eitt og annað undarlegt. Þar segir í kaflanum um Trúbrot

„Magnús Kjartansson úr Júdasi kom í staðin fyrir Karl, en miklar vangaveltur höfðu staðið um hvaða söngkona gæti tekið við  af Shady. Á tímabili var talað um að Björgvin Halldórsson yrði vélaður yfir, en hann var í góðum málum með Ævintýri og lét ekki freistast. Því varð úr að Trúbrot hélt áfram sem kvartett og var fyrsta verkefnið að leika 20 mínútna verk eftir Leif Þórarinsson á Listahátíð. Verkið hét „Brot-trú-brot og var flutt einu sinni í Norræna húsinu“

tilvitnun lýkur!

Þetta átti að eiga sér stað 21. júní 1970. En hvað gerðist þennan dag. Hver var staða Trúbrots 21. júní 1970.  Og hvernig var sveitin skipuð þarna.

Fyrir lá að koma fram á listahátíð eins og bók Dr. Gunna segir. En sveitin var og auglýst í Glaumbæ þá um kvöldið. Byrjum þar, í Glaumbæ.

blogg121. júní 1970: lék sveitin í Glaumbæ og var það í síðasta sinn sem hljómsveitin Trúbrot kemur fram í  sinni upphaflegu mynd eins og hún var skipuð ári áður. Því Karl Sighvatsson var að hverfa á brott og í hans stað var áætluð koma Magnúsar Kjartanssonar í sveitina. Kalli var því að spila með þeim í Glaumbæ þetta kvöld í síðasta sinn. Annar meðlimur sveitarinnar var einnig að stíga á stokk með Trúbrot í síðasta sinn þetta kvöld en það var söngkonan Shady Owens. Sem hafði ákveðið að sega skilið við Trúbrot. Meðal gesta þetta kvöld voru meðlimir Led Zeppelin. Sem vöktu talsverða athygli en strax eftir að Trúbrot hóf leik gleymdust þeir gestir algerlega og ekki langt liðið á ballið þegar erlendu stórstjörnurnar yfirgáfu svæðið enda gersigraðir af Trúbrot um hylli gesta.

Spólum þennan dag og klukkan er 2 og tónleikarnir í Norræna húsinu byrja. Fyrirhuguð voru nokkur klassísk verk á þessum tónleikum ásamt umtöluðu verki Trúbrots.

Ég var ekki þar, ég er líka næstum viss að Dr. Gunni var heldur ekki í húsinu, en var Trúbrot í húsinu. Ég veit það ekki. En ég veit að blaðamaður Alþýðublaðsins var þarna því hann skrifar heilsíðu um þessa tónleika í blaði sínu 23. júní. (bls 3.) undir fyrirsögninni „Frá Setningu Listahátíðar“ í niðurlagi umfjöllunar af tónleikunum í Norræna Húsinu segir hann

 „Niður féll flutningur verks Leifs Þorarinssonar fyrir bítlahljómsveitina Trúbrot og blásarakvintett. Hefur mörgum vafalaust þótt það slæmt því að sannarlega eru þar forvitnileg tengsl á ferð“

Stóra spurningin er því: Hvar var Trúbrot?  Svo veit ég ekki hvort sveitin muni það nokkuð sjálf?. 

blogg2


Saga úr poppinu - Haukar - Þrjú tonn af sandi

haukarÞegar hljómsveitin Haukar ákvað að taka upp plötu var ekkert verið að velta hlutunum of mikið fyrir sér. Pöntuðu bara 20 upptökutíma í Hljóðrita í Hafnarfirði. Þegar þeir mættu á staðinn 30. maí 1975 gætti nokkurs óstyrks því aðeins tveir meðlima sveitarinnar höfðu áður stígið inn í hljóðver, þeir Gunnlaugur Melsteð, söngvari og hljómborðsleikarinn Kristján Guðmundsson, sem sjaldnast var kallaður annað en Kiddi. En þeir höfðu þeir tekið þátt í gerð plötu Ómars Óskarssonar Middle Class Man í Lundúnum árinu áður.

Sveitin náði að taka upp grunna beggja laganna þennan dag undir stjórn Engilberts Jensen en Jón Þór stjórnaði tökkunum á upptökuborðinu. Á B-hlið skífunnar var rólegt og huggulegt lag eftir Kidda Let's Start Again en A-hliðina prýddi lag sem sjálfur konungur rokksins Elvis Presley hafði sungið Return To Sender en hér var það komið með íslenskt heiti "Þrjú tonn af sandi" og  alíslenskann texta eftir Þorstein Eggersson.

Sveitin hafði ekki en leitt hugann að því hvernig koma mætti þessu út því þeir höfðu hreinlega ekki pælt í því. Var ákveðið þarna á staðnum að hringja í þann útefenda sem þeim leist hvað best á og ekki ólíklegt að Engilbert Jensen hafi gefið þeim upp númerið hjá Rúnar Júlíussini Hljómamanni og þá einnig framkvæmdarstjóra útgáfunnar Hljómar. Hann mætti svo þegar líða tók á daginn, hlustaði á piltana taka upp og spjallaði við þá og aðra á staðnum. „Gott swing í þessu hjá ykkur“ var yfirlýsing framkvæmdarstjórans áður en hann yfir gaf staðinn. Næsta dag hafði Rúnar svo ákveðið sig hringdi í söngvarann og sagði „Jú auðvitað gefur maður þetta út. Þetta er prýðilegt“ og þar með var útgefandinn að fyrstu plötu Hauka fundinn.

Sveitin mætti svo aftur í hljóðverið þriðjudaginn 3. maí þar sem lögin voru sungin inn og bætt við þeim hljóðfærum sem þurfa þótti. Það var öllu léttara yfir mannskapnum það kvöld, sopið á rauðvínu og pílum kastað í píluspjald starðarins meðan unnið var í tæknimálum laganna tveggja.

Platan kom svo út strax að lokinni verslunarmannahelgi þetta sama ár eða 6. ágúst 1975.  Þrátt fyrir að fá misdóða dóma gagnrýnenda sló lagið um Andrés sem fékk nóg mótatimbur í gegn og er enn sungið hástöfum í partýum um allt land. Enda Haukar annáluð gleði, partý og stuðsveit.


Þorpið hans Bubba

ibuarEkki veit ég hvaða mótall er í gangi vegna lagsins Þoprið. Menn hamra á að það sé nú bara bullandi uppsveifla, og Bubbi sé að tala hlutina niður.

Þegar Bubbi hætti að syngja um kjarnorkusprengjur , dóp og djöfulgang og fór að syngja um ástið og annað jákvæt var það enganvegin nógu gott og menn kröfðust þess jafnvel að hann drifi sig í dópið á ný. Þegar hann tekur svo upp gamla takta þá er það enganvegin nægilega gott og minnimáttarkend landsbyggðarinnar rís upp á afturlappirnar og mótmælir. En hver er staðan? Hagstofan staðfestir lag Bubba. Skrítið að allt skuli vera á blússandi uppsiglingu en fólkinu fækkar! Skrítið.


Gling-Gló - Met á plötulistanum

GlinggloSumar plötur eru langlífari en aðrar. Ástæðan er einföld. Þær eru skemmtilegir en aðrar plötur. Þó plata komi inn á markaðinn og geri það gott smá tíma hverfa þær flestar og margar falla í gleymskunnar dá. Ein er sú plata íslenskrar tónlistarsögu sem sett hefur mark sitt á lista yfir mest seldu plöturnar allar götur frá því hún kom út. Hún er orðin næsta árlegur viðburður inn á þeim lista sem unninn er að félagi íslenskra hljómplötuútgefenda

Við erum að sjálfsögðu að tala um plötuna Gling gló með Björk Guðmundsdóttur og tríói Guðmundar Ingólfssonar. (þó oftast gleymist að nefna tríóið þegar um plötuna er fjallað)

 

Gling gló hefur setið fleiri vikur á birtum lista en nokkur önnur íslensk plata og þegar árið 2012 gekk í garð og fyrsti listi ársins birtist var platan í 30 sæti hans og þá 273 viku sína á lista en á árunum 1990-1994 var aðeins birtur topp 10 listi og á á árunum 1995 til 1998 topp 20 listi en eftir það topp 30.

 

GLING GLÓ: 271 vika á lista 1990-2011


Flestar vikur á lista pr. ár

Hér er smáræði til gamans. Valin er sú plata sem á flestar vikur á lista hvers árs. Ekki er litið á árangur plötunnar frá fyrri eða seinni árum. Aðeins frá 1 viku hvers árs  til 52. viku.
Í nokkrum tilfellum stóðu tvær eða þrjár plötur með sama heildar vikufjölda en sú plata var þá valin sem skorað hafði betur í 1. sæti eða átti þar fleiri vikur.

Tekið skal fram að árið 1989 féll listinn niður í nokkra mánuði eða frá júní er DV hætti birtingu listans þar til í nóvember að Morgunblaðið hóf birtingu hans fyrir tilstilli Félags hljómplötuframleiðenda.

Í merkingum kemur fram hvort platan sé íslensk eða erlend og er valið hér að merkja plötuna Tónar um ástina sem gefin var út hér á landi sem erlenda plötu þar sem Clyderman er þýskur en platan var þó framleidd hér á landi og ætluð íslenskum markaði. 

Aðeins var birtur listi yfir topp 10 frá 1978-1992. Frá 1993 - 1998 var birtur Topp 20 og er morgunblaðið tók við birtingu listans varð hann Topp 30. Hér hafið þið það gott fólk 8. 9. og 10 áratugurinn.

TOPP 10  Vikur á lista
1978Star PartyÝmsir flytjendur14
1979Haraldur í SkrýplalandiSkríplarnir25
1980Glass HouseBilly Joel17
1981Tónar um ástinaRichard Clyderman16
1982Breyttir tímarEgó18
1983FingraförBubbi Morthens19
1984The WorksQueen19
1985Brothers in ArmsDire Straits25
1986Whitney HoustonWhitney Houston21
1987Frelsi til söluBubbi Morthens21
1988Dirty DancingÚr kvikmynd26
1989Appetite For DestructionsGuns N' Roses29
1990Eitt lag ennStjórnin20
1991The Simpsons Sing The BluesSimpsons19
1992Greatest Hits IIQueen35
TOPP 20   
1993Automatic For The PeopleR.E.M.31
1994Music BoxMariah Carey34
1995Pulp FictionÚr kvikmynd37
1996Jagged Little PillAlanis Morrisette45
1997SpiceSpice Girls45
1998Let's Talk About LoveCeline Dion22
TOPP 30   
1999SehnsuchtRammstein43
2000Ágætis byrjunSigur Rós46
2001Hybrid TheoryLinkin Park43
2002Laundry ServiceShakira37
2003ÞjóðsagaPapar27
2004Íslensk ástarljóðÝmsir44
2005Fisherman´s WomanEmilíana Torrini43
2006TakkSigur Rós39
2007ÞjóðlögRagnheiður Gröndal36
2008Myndin af þérVilhjálmur Vilhjálmsson47
2009Með suð í eyrum við spilum endalaustSigur Rós44

Við erum höfð af ösnum alla daga

Fréttamennska á Íslandi er með furðulegum hætti þessa dagana. Ég er ekki enn farinn að heyra neinn fréttamann eða aðra spyrja ráðamenn þjóðarinnar t.d.

Nú á að byggja nýtt og stærra Háskólasjúkrahús – Bíðum við á sama tíma eru ekki til peningar til að reka það sem fyrir er, þar sem tækjakostur spítalans er úr sér genginn og varla hægt að manna hann af fagaðilum sem þarf, sökum fjárskorts.

Er allt í einu orðið hagkvæmara að reka stærra húsnæði en minna?

Væri ekki nærtækara að reka það sjúkrahús sem við nú höfum eins og menn áður enn við byggjum annað stærra?

Landssöfnun stendur nú yfir þar sem ætlunin er að gefa fé til tækjakaupa.

Í mínum huga er það hlutverk ríkisins að kaupa þau tæki sem þarna þarf. Ekki okkar. Því við höfum þegar greitt skatta af þeim peningum sem munu koma í þessa söfnun frá almenningi.

Með öðrum orðum fyrst greiðir þú skatt til ríkisins af launum og gefur svo restina af þeim til að kaupa tæki sem ríkið vill ekki kaupa. - Ekki að ég sjái eftir aurunum sem slýkum. Mér finnst ég bara vera að gefa þá til ríkisins.

Ég legg til að næsta landssöfnun verið til að endurnýja bíl forsætis og fjármálaráðherrana.

Annað mál þar sem fréttamenn gleyma að spyrja

Landlæknir nú hefur embættið verið til húsa í X tíma á Austurströnd á Seltjarnarnesi og líklega hefur það húsnæði hentað ágætlega þegar embættið flutti í það. Hvað hefur gerst hjá þessu embætti sem varð þess valdandi að skyndilega var húsnæðið óhentugt. Svo að flytja varð embættið strax með þeim tilkostnaði sem því fylgir nú á sama tíma og okkur er sagt að ríkissjóður sé nánast tómur og engir peningar til. Hvaðan fáið þið fé til verksins ?

Er ég bara einn um að segja að hér eru embætti að bruðla með almannafé og í besta falli ætti Landlæknir að segja af sér svo maður tali ekki um ráðherra sem samþykkja þessi vinnubrögð.

Fréttamenn hefðu einnig mátt spyrja Borgarstjóra Jón Gnarr.

Borgarstjóri finnst þér það forsvanalegt að á sama tíma og boðaður er niðurskurður í skólum borgarinnar og þar eru sameiningar og tilfærslur eru í fullum gangi sem í flestum tilfellum eru gerðar í sparnaðarskyni. Boðaður er niðurskurður og sparnaður á flestum sviðum borgarinnar, þá setur þú mannskap á vegum borgarinnar í einkaverkefni eins og að smíða fyrir þig vagn vegna Gaypride. Hver var kostnaður vegna þess og hver greiddi þann kostnað?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband