Saga úr poppinu - Haukar - Þrjú tonn af sandi

haukarÞegar hljómsveitin Haukar ákvað að taka upp plötu var ekkert verið að velta hlutunum of mikið fyrir sér. Pöntuðu bara 20 upptökutíma í Hljóðrita í Hafnarfirði. Þegar þeir mættu á staðinn 30. maí 1975 gætti nokkurs óstyrks því aðeins tveir meðlima sveitarinnar höfðu áður stígið inn í hljóðver, þeir Gunnlaugur Melsteð, söngvari og hljómborðsleikarinn Kristján Guðmundsson, sem sjaldnast var kallaður annað en Kiddi. En þeir höfðu þeir tekið þátt í gerð plötu Ómars Óskarssonar Middle Class Man í Lundúnum árinu áður.

Sveitin náði að taka upp grunna beggja laganna þennan dag undir stjórn Engilberts Jensen en Jón Þór stjórnaði tökkunum á upptökuborðinu. Á B-hlið skífunnar var rólegt og huggulegt lag eftir Kidda Let's Start Again en A-hliðina prýddi lag sem sjálfur konungur rokksins Elvis Presley hafði sungið Return To Sender en hér var það komið með íslenskt heiti "Þrjú tonn af sandi" og  alíslenskann texta eftir Þorstein Eggersson.

Sveitin hafði ekki en leitt hugann að því hvernig koma mætti þessu út því þeir höfðu hreinlega ekki pælt í því. Var ákveðið þarna á staðnum að hringja í þann útefenda sem þeim leist hvað best á og ekki ólíklegt að Engilbert Jensen hafi gefið þeim upp númerið hjá Rúnar Júlíussini Hljómamanni og þá einnig framkvæmdarstjóra útgáfunnar Hljómar. Hann mætti svo þegar líða tók á daginn, hlustaði á piltana taka upp og spjallaði við þá og aðra á staðnum. „Gott swing í þessu hjá ykkur“ var yfirlýsing framkvæmdarstjórans áður en hann yfir gaf staðinn. Næsta dag hafði Rúnar svo ákveðið sig hringdi í söngvarann og sagði „Jú auðvitað gefur maður þetta út. Þetta er prýðilegt“ og þar með var útgefandinn að fyrstu plötu Hauka fundinn.

Sveitin mætti svo aftur í hljóðverið þriðjudaginn 3. maí þar sem lögin voru sungin inn og bætt við þeim hljóðfærum sem þurfa þótti. Það var öllu léttara yfir mannskapnum það kvöld, sopið á rauðvínu og pílum kastað í píluspjald starðarins meðan unnið var í tæknimálum laganna tveggja.

Platan kom svo út strax að lokinni verslunarmannahelgi þetta sama ár eða 6. ágúst 1975.  Þrátt fyrir að fá misdóða dóma gagnrýnenda sló lagið um Andrés sem fékk nóg mótatimbur í gegn og er enn sungið hástöfum í partýum um allt land. Enda Haukar annáluð gleði, partý og stuðsveit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband