Hvar var Trúbrot?

Í bók Dr. Gunna "Eru ekki allir í stuði" sem að mörgu leyti er hið besta rit má finna samt eitt og annað undarlegt. Þar segir í kaflanum um Trúbrot

„Magnús Kjartansson úr Júdasi kom í staðin fyrir Karl, en miklar vangaveltur höfðu staðið um hvaða söngkona gæti tekið við  af Shady. Á tímabili var talað um að Björgvin Halldórsson yrði vélaður yfir, en hann var í góðum málum með Ævintýri og lét ekki freistast. Því varð úr að Trúbrot hélt áfram sem kvartett og var fyrsta verkefnið að leika 20 mínútna verk eftir Leif Þórarinsson á Listahátíð. Verkið hét „Brot-trú-brot og var flutt einu sinni í Norræna húsinu“

tilvitnun lýkur!

Þetta átti að eiga sér stað 21. júní 1970. En hvað gerðist þennan dag. Hver var staða Trúbrots 21. júní 1970.  Og hvernig var sveitin skipuð þarna.

Fyrir lá að koma fram á listahátíð eins og bók Dr. Gunna segir. En sveitin var og auglýst í Glaumbæ þá um kvöldið. Byrjum þar, í Glaumbæ.

blogg121. júní 1970: lék sveitin í Glaumbæ og var það í síðasta sinn sem hljómsveitin Trúbrot kemur fram í  sinni upphaflegu mynd eins og hún var skipuð ári áður. Því Karl Sighvatsson var að hverfa á brott og í hans stað var áætluð koma Magnúsar Kjartanssonar í sveitina. Kalli var því að spila með þeim í Glaumbæ þetta kvöld í síðasta sinn. Annar meðlimur sveitarinnar var einnig að stíga á stokk með Trúbrot í síðasta sinn þetta kvöld en það var söngkonan Shady Owens. Sem hafði ákveðið að sega skilið við Trúbrot. Meðal gesta þetta kvöld voru meðlimir Led Zeppelin. Sem vöktu talsverða athygli en strax eftir að Trúbrot hóf leik gleymdust þeir gestir algerlega og ekki langt liðið á ballið þegar erlendu stórstjörnurnar yfirgáfu svæðið enda gersigraðir af Trúbrot um hylli gesta.

Spólum þennan dag og klukkan er 2 og tónleikarnir í Norræna húsinu byrja. Fyrirhuguð voru nokkur klassísk verk á þessum tónleikum ásamt umtöluðu verki Trúbrots.

Ég var ekki þar, ég er líka næstum viss að Dr. Gunni var heldur ekki í húsinu, en var Trúbrot í húsinu. Ég veit það ekki. En ég veit að blaðamaður Alþýðublaðsins var þarna því hann skrifar heilsíðu um þessa tónleika í blaði sínu 23. júní. (bls 3.) undir fyrirsögninni „Frá Setningu Listahátíðar“ í niðurlagi umfjöllunar af tónleikunum í Norræna Húsinu segir hann

 „Niður féll flutningur verks Leifs Þorarinssonar fyrir bítlahljómsveitina Trúbrot og blásarakvintett. Hefur mörgum vafalaust þótt það slæmt því að sannarlega eru þar forvitnileg tengsl á ferð“

Stóra spurningin er því: Hvar var Trúbrot?  Svo veit ég ekki hvort sveitin muni það nokkuð sjálf?. 

blogg2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband