25.7.2011 | 22:17
Íslenskar metsöluplötur 1978-1985 - Listi
Ég er til dæmis að uppgötva að ég heyri aldrei nokkurn útvarpsmann segja: Hér sé lag af mest seldu plötu landsins um þessar mundir
eða: Hér kemur lag af metsöluplötunni.....
Svona til gamans tók ég saman hvaða Íslenskar plötur hafa náð 1 sæti Íslenska sölulistans frá því byrjað var að birta slíka lista og til ársloka 1985.
Þetta tímabil spannar 392 vikur. Sem þýðir að 392 sinnum sat plata í 1. sæti. af þessum vikum sat Íslensk plata í 1. sætinu í 182 vikur.
Sé safnplötum, kvikmynda-, og leikhústónlist sleppt í talningunni hafa aðeins 20 listamannanöfn náð þessum áfanga að setjast í 1. sæti yfir söluhæstu plötur landsins. Þessir 20 listamenn hafa setið í því sæti í 98 vikur
Dags | Plötuheiti | Flytjandi | Vikur #1. |
23.06.1978 | Úr öskunni í eldinn | Brunaliðið | 1 |
04.08.1978 | Hlunkur er þetta | Halli og Laddi | 7 |
25.08.1978 | Silfurkórinn | Silfurkórinn | 1 |
06.10.1978 | Dömufrí | Dúmbó og Steini | 2 |
27.10.1978 | Ísland | Spilverk Þjóðanna | 2 |
10.11.1978 | Hinn íslenski Þursaflokkur | Þursaflokkurinn | 3 |
04.01.1980 | Sannar dægurvísur | Brimkló | 1 |
02.05.1980 | Meira salt | Áhöfnin á Halastjörnunni | 3 |
20.06.1980 | Ísbjarnarblús | Bubbi Morthens | 1 |
25.07.1980 | Sprengisandur | Þú og ég | 5 |
05.09.1980 | Á hljómleikum | Þursaflokkurinn | 2 |
12.12.1980 | Í Hátíðarskapi | Gunnar Þórðarson ofl. | 3 |
02.01.1981 | Í Hátíðarskapi | Gunnar Þórðarson ofl. | 1 |
30.04.1981 | 45 rpm | Utangarðsmenn | 1 |
12.06.1981 | Deió | Laddi | 1 |
31.07.1981 | Plágan | Bubbi Morthens | 3 |
13.11.1981 | Himinn og jörð | Gunnar Þórðarson | 1 |
12.03.1982 | Gæti eins verið | Þursaflokkurinn | 1 |
16.04.1982 | Breyttir tímar | Egó | 2 |
05.11.1982 | 4 | Mezzoforte | 2 |
19.11.1982 | Í mynd | Egó | 3 |
07.01.1983 | Með allt á hreinu | Stuðmenn | 6 |
29.04.1983 | Mávastellið | Grýlurnar | 2 |
27.05.1983 | Fingraför | Bubbi Morthens | 8 |
22.07.1983 | Grái fiðringurinn | Stuðmenn | 4 |
30.09.1983 | Sprelllifandi | Mezzoforte | 1 |
25.11.1983 | Kristján Jóhannsson | Kristján Jóhannsson | 6 |
06.01.1984 | Kristján Jóhannsson | Kristján Jóhannsson | 1 |
13.04.1984 | Ný Spor | Bubbi Morthens | 2 |
20.07.1984 | Í rokkbuxum og strigaskóm | HLH flokkurinn | 7 |
14.06.1985 | Kona | Bubbi Morthens | 6 |
26.07.1985 | Í ljúfum leiik | Mannakorn | 6 |
29.11.1985 | Einn voða vitlaus | Laddi | 3 |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2011 | 21:31
Nokkarar niðurstöður
Í síðasta bloggi sagði ég frá vinnu sem ég réðist í og varðar skráningu metsöluplötur áranna 1978-1989. En þetta er fyrsti áfangi í að skrá líka lista frá því þeir hófu göngu sína til dagsins í dag. Hér koma nokkara helstu niðurstöður þessa fyrsta áfanga. Það skal tekið fram að inn í þessum tölum eru ekki þær vikur sem listin var EKKI birtur það er jól, áramót og páskar
Fjöldi platna
Heildarfjöldi platna sem fór inn á topp 10 var 997 plötur
- Þar af voru erlendar útgáfur: 704 plötur og sátu samtals 3647 vikur á topp 10
- Þar af voru Íslenskar útgáfur: 293 plötur og sátu samtals 1633 vikur á topp 10
Plötutitlar með flestar vikur á topp 10.
39. vikur Brothers in Arms - Dire Straits
35. vikur Íslensk alþýðulög - Ýmsir flytjendur*
28. vikur Appetite For Destructions - Guns N' Roses
26. vikur Grease - Úr kvikmynd
26. vikur Dirty Dancing - Úr kvikmynd
25. vikur Frelsi til sölu - Bubbi Morthens**
25. vikur Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir
24. vikur El Disco Del Oro - Ýmsir flytjendur
23. vikur Bad - Michael Jackson
23. vikur The Wall - Pink Floyd
23. vikur Hi Infidelity - REO Speetwagon
*Íslensk alþýðulög náði þessum áfanga með árlegri setu frá 1982-1987 (nema 1984)
** Frelsi til sölu kom út 1986 og kom aftur inn á lista rúmu ári síðar (er hún var gefin út á CD og eru þær tölur hér hafðar með.)
Listamenn með flestar plötur á topp 10
11 plötur Bubbi Morthens
10 plötur Billy Joel
10 plötur Queen
8 plötur David Bowie
7 plötur Dire Straits
7 plötur Kenny Rogers
7 plötur Mezzoforte
7 plötur Rolling Stones
Listamenn með flestar vikur á Topp 10
108 vikur - 11 plötur - Bubbi Morthens
106 vikur - 7 plötur - Dire Straits
80 vikur - 10 plötur - Queen
68 vikur - 10 plötur - Billy Joel
Plötutitlar með flestar vikur í 1. sæti listans
11 vikur - Frelsi til sölu - Bubbi Morthens
10 vikur - Bandalög - Ýmsir flytjendur
9 vikur - Bat Out Of Hell- Meat Loaf
9 vikur - Glass House - Billy Joel
8 vikur - Á gæsaveiðum - Stuðmenn
8 vikur - Like A Virgin - Madonna
1. sæti - Íslenskar / Erlendar
Erlendar plötur sátu 254 vikur í fyrsta sæti
Íslenskar plötur sátu 248 vikur í fyrsta sæti
Þetta segir okkur að íslensku plöturnar áttur greiðari leið að 1. sætinu en þær erlendu sé litið á þann fjölda platna sem fór inn á topp10 listann.
Þessar ofangreindu niðurstöður eru aðeins sett fram til að sýna möguleikana á hvað hægt er að leika sér með þegar slíkir listar eru teknir saman. Hér á þó eftir að villuleita í skráninu og ber að taka allar niðurstöður með fyrirvara þar af lútandi. En slík villuleit fer fram að hluta jafnóðum og að hluta að verki loknu.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2011 | 17:42
Metsöluplata - Hvað er það?
Við könnumst vel við þetta orð Metsöluplata. En hvað þýðir það? Í mínum huga er það plata sem selst hefur betur en aðrar plötur yfir eitthvað fyrirfram ákveðið tímabil. Bandaríkjamenn hófu að birta topp lista yfir best seldu plöturnar þar í landi um mitt ár 1940. Hér heima á Fróni fórum við svolítið seinna af stað. Í dag sjáum við vikulega slíka lista sem til langs tíma voru birtir í Morgunblaðinu en eru nú komnir yfir á Fréttablaðið. Þessi listun á best seldu plötum landsins er ekki ný af nálinni hér á landi því hún á sögu að rekja allt aftur til ársins 1978.
Það var Vísir sem þá hóf að taka saman tölur yfir best seldu plötur landsins og birti niðurstöður vikulega ásamt listum frá bæði Bretlandi og Bandríkjunum. Upplýsingar um plötusölu sem mynduðu Íslenska listann voru fengnar frá plötubúðum í Reykjavík og á Akureyri.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að gera meira við þessa lista en aðeins birta þá einu sinni í viku og svo ekki söguna meir. Því þær plötur sem ná toppi listans hversu skamma stund sem það er geta talist metsöluplötur.
Nú hef égð ráðist í það verkefni að skrásetja í tölvutækt form þessa metsölulista allt frá árinu 1978 til dagsins í dag. Til að verkið verði manni ekki ofvaxið skipti ég því niður í ákveðna áfanga það er frá 1978 til 1989 eða 80's síðan 1990-1999 eða 90's og svo loks 2000 til þess dags sem vinnu við verkið líkur.
Nú er verið að leggja lokahönd á fyrsta áfangann og þegar því er lokið eru listandir keyrðir saman og þá er hægt að fá ýmsar skemmtilegar niðurstöður eins og hver á flestar plötur á topp 10. Hvaða plata hefur setið þar lengst. Hvaða plata hefur setið í 1. sætinu lengst. Hvert er hlutfall íslenskra platna gagnvart erlendum útgáfum og svo framvegis. Ekki er ólíklegt að ég eigi eftir að skjóta fram ýmsum skemmtilegum niðurstöðum hér inn á bloggið. En til gamans ætla ég að segja frá því sem hægt er að túlka sem fyrst á listanum.
Fyrsta Íslenska metsöluplatan það er til að sitja í 1. sæti listans var Brunaliðið - Úr öskunni í eldinn sem sat á toppnum þegar fyrsti listinn var birtur 23. júní 1978.
Duran Duran var fyrst til að eiga tvær plötur á topp 10 á sama tíma en það voru plöturnar Arena og Rio sem báðar sátu á topp tíu 22. febrúar 1985.
Á þessu tímabili fóru 997 plötur inn á topp 10 listann
- 704 plötur voru erlendar útgáfur
- 293 plötur voru íslensk útgáfa.
Frekari niðurstöður verða svo birtar von bráðar eins og Hver átti flestar plötur á topp 10? Hvaða plata sat flestar vikur á topp 10? Hvaða plata sat lengst í 1. sæti listans? og margar fleiri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2011 | 04:48
Er flott að vera underground?
Ekki veit ég um neinn mann sem vill frekar búa í gluggalausum kjallara en í í búð sem hefur fallert útsýni. Ég veit heldur ekki um neinn rithöfund sem skrifað hefur bók og óskað þess að enginn kaupi hana eða lesi. Ég held aftur þvert á móti að þeir sem skrifi bækur voni heitt og innilega að sem flestum líki bókin og lesi hana og hafi ánægju af henni. Með öðrum orðum að hún njóti vinsælda.
Ég held að flestir geti verið sammála mér um þetta, enda lestur góðrar bókar hin besta skemmtun.
Ég er enn að velta því fyrir mér af hverju þessu er öðruvísi farið þegar kemur að tónlist. Þá þykir skyndilega flott og svalt að vera underground" neðanjarðar, laus við vinsældir og til eru þeir sem segjast ekki þola meinstream tónlist, sem er hvað? - Jú vinsæl tónlist,
það er vinsældapopp eða rokk, tónlist sem fjöldinn segir að sér líki. Ég hallast helst á að minnimáttarkendin sé að bera viðkomandi undergroundaðdáenda ofurliði og til að móta sér einhverja sérstöðu þá er yfirlýsingin um að þola ekki vinsældapopp og rokk gefin.
Skildu þeir hinir sömu segjast bara lesa leiðinlegar bækur ef bækur væru í umræðunni. af því þær eru" underground"
Svo spretta stundum upp tónlistarmenn sem eru bara að gefa út. -Já, til að enginn kaupi, enginn hlusti þá eru þeir örugglega svona "underground" og alveg lausir við vinsældapopp eða rokk. En því þá að gefa þetta út.
Skýringin er Þörf fyrir að skapa. Þeir eru búnir að því þegar þeir hafa samið og spilað verkið sitt. Þeir þurfa ekkert að segja það á plötur og keyra þeim í búðir. Það er mikið betra að hafa þær þá bara læstar niðri í skúffu. Þá eru þær líka alveg Underground"
En kannski er ég rétt eins og Bubbi forðum Löggiltur hálviti sem hlusta á HLH og Brimkló" ég er líka alveg til í það svo lengi sem ég þarf ekki að skríða um neðanjarðar.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 04:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2011 | 13:15
Diskóið lifir - hvar er pönkið?
Ef forsprakkar pönkbyltingarinnar á Íslandi halda eitt andartak að þeir hafi náð að drepa dískótónlistina með öskrum sínum á árunum hringum 1980 þá er það mikill misskilningur. Diskótónlistin lifir enn góðu lífi. Þeir sömu ættu bara að bregað sér í biðbæ borgarinnar á laugardagskvöldi. Líklega heyra þeir þá á börunum mun fleiri diskólög en íslenskt pönk, jafnvel þó þeir bættu íslensku rokki við þá talningu.
En snúum okkur aðeins að þeirri sveit sem líklega er stæsti holdgerfingur diskótímabilisns.
Boney M.
Þegar 8 ára dóttir mín er árið 2011 farin að horfa á þessa sveit á Youtube eins og enginn sé morgundagurinn, sveit sem naut vinsælda rúmum 30 árum áður en hún hafði heyrt á þá minnst fannst mér ég verða að skoða hvaða fyrirbæri þetta væri í raun og hvort sögusagnir um sveitina sem flogið hafa séu sannar.
Þessi saga gæti nú bara verið ágæt lesning fyrir þau ykkar sem þolið ekki meinstrem tónlistina
Saga Boney M.
Sögu sveitarinnar má rekja til þess að þýski söngvarinn og lagasmiðurinn Frank Farian (sem raunar var skýrður Franz Reuther) hljóðritaði danslagið Baby Do You Wanna Bump í desember 1974.
En sjálfur söng hann endurtekna línu Do you do you wanna bump? djúpri röddu sem hann skapaði í hljóðverinu sem og hátóna falsettu í viðlagi lagsins. Þegar kom svo að því að gefa lagið út á smáskífu notaði Frank dulnefnið Money M en það fékk hann að láni frá Ástralskri sjónvarpsþáttaröð sem kölluð var Boney.
Eftir rólega byrjun tók lagið skyndilega á rás upp vinsældalista í Hollandi og Belgíu og var smellur í báðum löndum.
Við þær vinsældir ákvað Frank að ráða mannskap til að koma fram í sjónvarpsþætti þar sem lagið yrði flutt. Með aðstoð The Katja Wolfe umboðsskrifstofunnar voru ráðnar model-söngvarar Maizie Willams sem upphaflega kemur frá Carabísku eyjunni Montserrat og vinkona hennar frá Jamaica Sheyla Bonnick. Með þeim var einnig dansarinn Mike sem aðeins kom fram með þeim í þetta eina skipti.
Eftir talsverðar breytingar og uppstökkanir á mannskapnum var endanlega sveitin komin fram en hana skipuðu þau Liz Matchell, Maizie Williams, Narcia Berrett og exótíski dansarinn Bobby Farrell sem kom í hópin fyrir tilstillan Maizie
Bobby Farell var fyrst og fremst exotískur dansari eins og aður segir og var aldrei notast við rödd hans í plötuuupptökum, rödd hans féll ekki að þeim hljóðheimi sem Frank var að leita að fyrir sveitina. Hann söng því sjálfur karlraddir laganna. Reyndar var svo einnig um Maizie Willimas. Þó er vitað að á nokkrum tónleikum sáu þau um söng en að öllu jöfnu var notast við upptökur af böndum þegar sveitin kom fram.
Á árunum 1976 til 1980 sendi sveitin frá sér fjórar plötur sem allar nutu mikilla vinsælda. og lög á borð við Belfast, Daddy Cool My Baker og Rivers of Babylon og fleiri og fleiri eru enn sprelllifandi á diskótekum um allan heim.
Saga sveitarinnar hélt áfram til til gamans má geta að Skömmu eftir að fimmta plata sveitarinnar var gefin út var dansarinn rekin vegna óáreiðanleika og annar fengin n í hans stað. Sveitin kom svo aftur saman í sinni upprunalegu mynd 1988. En dansarinn og ekki-söngvari Boney M lést af völdum hjartaáfalls í árslok 2009 skömmu eftir tónleika.
Og það má árétta að Boney M. er enn starfandi hljómsveitarnafn.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2011 | 21:16
Lögmálsbreytingin
Þegar ungi maðurinn og stúlkan ákváðu að hætta í skóla og fara út á vinnumarkaðinn þurfti að ákveða hve mikið fé færi í vasa unga parsins í formi launa t.d næstu 3. árin, endurtek 3. árin.
Til að ákveða það urðu samtök atvinnulífsins og samtök launþega að funda svo vikum og mánuðum skipti og krefjast þess að ríkisstjórn landsins kæmi að málinu.
Þegar unga parið ákvað að kaupa sér íbúð var það ekkert mál, samningur til 40 ára endurtek 40 ára var lagður fyrir þau án þess að nokkrir fundir væru haldnir eða að þau ættu þar nokkurn kost á einhverskonar samningi, því vextir, verðbætur og vísitölutryggingar voru einhliða ákvarðaðar og skipti engu hvaða þjóðfélagsástand ríkti á greiðslutímabilinu. Þarna voru allar breytur úthugsaðar og unga parinu nauðugur sá kostur að skrifa undir ætli þau sér að eignast þak yfir höfuðið.
Það er ekki sama að semja um hvað fer í vasann og semja um hvað fer úr vasanum. Það er ótrúleg lögmálsbreyting sem er á þessu tvennu.
Það er undarlegt að á einu blaði til húsnæðiskaupa til 40 ára er hægt að reikna með öllu og tryggja að lánveitandinn tapi aldrei krónu heldur aðeins hagnist.
Þegar kemur svo að því að semja um laun í aum 3 ár þarf fundahöld fjölda manna í vikur og mánuði og ríkisstjórnin að gefa út einhverjar yfirlýsingar.
Samtök launþegar virkar á mann eins og hópur sem mætir í reiknistíma án þess að taka með sér blað og blýant hvað þá að reiknivélin sé í töskunni.
Það er eitthvað mikið að samfélaginu okkar þar sem aurar eru merkilegri en fólkið
9.4.2011 | 05:29
Kannaki er NEI okkar góðverk til evrópu
Getur verið að nei íslendinga geri gjörvallri evrópu stærri greiða en já. Kannaki fara menn að skoða leikrelgur fjármálageirans betur í kjölfarið og breyta og laga leikreglurnar sem bankar og fjármálastofannir búa við og ábyrðir þar að lútandi. Vanda betur til regluverka sinna en áður.
Ég er alveg til í að hafa átt átt þátt í því.
Einu sinni höfðu Íslendingar kjark og þor og færðu fiskveiði lögsögu sína í 200 mílur í trássi og við stórfeld andmæli fjölmargra þjóða. Hver er staða þess í dag?Menn tala um heiður og sóma í þessu máli. Halló Sá heiður og sómi fór fyrir lítið með falli bankanna og hegðun stóru fjárfestanna. Ekki bara hér heldur um alla Evrópu og hin vestræna heim.
Þetta mál hefur ekkert með heiður og sóma að gera. heldur lagalega túlkun eins og allt er snýr að peningum og og samningum einstaklinga og fyrirtækja. Þar sem peningar eru bráðnar heiður og sómi eins og smjör
- Mammon er á rússíbanaferð og við erum öll um borð í þeirri lest.Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 14:18
Um hvað snýst málið? þetta er ekkert flókið!
Nú vilja einhverjir forríkir útlendingar fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað með sand af seðlum og kaupa upp íslenskar orkuauðlindir til virkjanaframkvæmda.
Um hvað snýst málið? Að það megi ekki raska náttúru landsins. Hver er að nýta þessa náttúru. 10.000 hræður max sem flakka hér um á sumrin og nokkur þúsund útlendingar.
Ég er kominn að komast á þá skoðun að það geti vel verið góður kostur að Ríkisstjórnin taki sig nú saman í andlitinu. Kaupi hugguleg einbýlishús fyrir hverja einustu íslenska fjölskyldu á fallegum stað við Karabíska hafið og við bara flytjum þangað hver og ein fjölskylda.
Ég meina 300.000 hærður þetta yrði smáhverfi einhverstaðar.
Með því losnum við við óhæfa ríkisstjórn, ónýtan gjaldmiðil, þvarg og þras út af auðlindum sem ekki má nota, og fæstir fá að sjá. Breytum þessu skeri norður í ballarhafi í einn alsherjar forarpitt og virkjum allt sem hægt er að virkja. Leigum það út og seljum orkuna til þeirra sem vilja hér opna verksmiðjur, hér verða svo nokkur þúsund útlendingar í vinnu í þessum verksmiðjum. Við fengjum svo senda launaávísanir reglulega af leigutekjunum.
Ef þetta snýst um hvort ég eigi hús við Karabíska hafið og hafi það bara huggulegt í sólinni alla daga eða þá að Bubbi Morthens og félagar geti veitt laxinn sinn á sumrin og Ómar flogið yfir hálendið þá segi ég bara fokk Ómar og Bubbi, Sorrí ég tek hús og huggulegheit við Karabíska hafið framyfir.
Þið getið fengið gamlar vidíóupptökur af landinu, ríkisstjórnarfundum og fréttaefni á DVD með ykkur.
Ég verð í sólbaði með sandgría og börnin mín hlæjandi á ströndinni í strápilsum, laus við Jóhönnu og kompaní
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 09:23
Kostur eða Bónus
Ekki veit ég hvort almenningur gerir sér grein fyrir því að verðkannanir eins fyrirtækis hjá öðru með það fyrir augum að vera með lægra verð er hvorki kostur né bónus. Í besta falli er hægt að kalla slíkt markaðsmisnotkunn eða verðsamráð annars aðilans.
Verslun sem ástundar slík vinnubrögð er ekki að gera eins vel og hún getur gagnvart neytendum heldur er hún fyrst og fremst að reyna að drepa samkeppni á markaði.
Búum til dæmi um hvernig þetta virkar eftir að Bónus hefur gert verðkönnun á viðkomandi vöru hjá Kosti. - búum okkur dæmi um þvottaefni og verð á því:
Kostur 350 kr.
Bónus 348 kr.
Hagkaup 420. Kr.
Bónus sem um áratugaskeið hefur verið í eigu sömu aðila og Hagkaup þarf aðeins að vera undir næsta verði. Þegar Kostur lokar vegna þess að Bónus bíður alltaf betur vegna verðkannana hvernig yrði þá staðan á sömu vöru.
Bónus 419
Hagkaup 420
Verðkannanir sem þessar á jafnlitlu markaðssvæði og Íslandi er neytendum alltaf í óhag í alla staði. Þar sem markmiðið er að vera aðeins undir verði samkeppnisaðilans, en ekki gera eins vel og hægt er gagnvart neytendanum.
Það er því lítill kostur og bónusinn fljótur að fjúka af slíkum vinnubrögðum. Þetta ætti í mínum huga að sem ættu að varða við lög. Annaðhvort eru menn samkeppnisfærir í verðum eða ekki. Slíkum verðkönnunum er ætlað það eitt að athuga hve miklu er hægt að ná að neytendum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2011 | 00:34
Það er eitthvað mikið að
Hvað er þess valdandi að íslenskir þingmenn ná ekki að semja lög án þess að þau séu svo götótt að þau halda hvorki vatni né vindum. Og hvað er það við íslenska þingmenn og ráðherra að þeir sjálfir virðast ófærir um að fara eftir þessum lögum og reglugerðum. Ef þeir brjóta og beygja þessi lög ekki út og suður þá rangtúlka þeir þau svo illa að þeir eru nánast fangelsismatur á eftir.
Það henti mig eitt sinn að fara yfir á rauðu ljósi og viti menn Löggan mætti á svæðið og 5000 krónur varð ég að greiða úr eigin vasa. Svandís Svavarsdóttir fær dóm fyrir lögbrot í starfi sem ráðherra. Ríkið greiðir skaðann. og hún heldur vinnunni eins og ekkert sé. Svo er spurning ef Svandís óskar nú eftir sakavottorði á morgun. Kæmi þessi dómur þar fram? Líklega ekki, þetta var embættisfærsla. En er til sakaskrá fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar með talið Íslenska ríkið. Þar sem inn eru settir dómar og aðrar stjórnvaldsáminningar og sektir? Líklega ekki. Hvers vegna ekki?
Er það ekki magnað að ríkisstjórn sem talaði um ábyrgð fyrir síðustu kosningar skuli nú í stólunum fyrra sig þessari sömu ábyrgð. Ekki nauðsynlegt að hún segi af sér er fyrirslátturinn. Ef Jóhanna og Steingrímur hefðu verið í stjórnarandstöðu Svandís í örðum flokki hefðu þau krafist tafarlausrar afsagnar. Ég veit að þau vita það líka. Ég skora á þessa ríkisstjórn að fara nú að sýna hversu ábyrg þau eru í orði sem verki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)