Plötur ársins 1984

The+Works+Queen_The_WorksÁrið 1984 var árið sem breytinga varð vart hér heima. Bubbi t.d. flutti af landi brott og verkföll settu strik í birtingu á vikulegum lista yfir vinsælustu plötur landsins, því listinn féll niður í sex vikur vegna þeirra. Venjulegt 52 vikna ár skilar samtals 2860 stigum, sem geta þó farið í 2915 þegar 53 vikan lendir á árinu. Því árið byrjar víst ekki ávalt á sunnudegi og endar á laugardegi.

Þetta árið var heildar stiga fjöldinn því nokkuð nægri og líklega bitnar það á þeim plötum sem skoruðu hæst á árinu.

En við látum slíkt ekki á okkur fá. Látum sem slíkt hafi aldrei gerst og teljum sæti og vikur sem aldrei fyrr. Queen situr í efsta sætinu með 130 sig á 19 vikur. og fer í 9 sæti heildarlistans. Það verður að teljast góður árangur . Þessi plata var sú ellefta sem sveitin sendi frá sér, kom út í febrúar 1984.

Ekki ólíklegt að lagið Radio Ga-Ga eigi þar sinn þátt í vinsældum plötunnar.

Meat Loaf var oftar með plötu sína í fyrsta sæti og sat þar jólamánuðin þegar salan er hve mest. Auk þess naut platan mikilla vinsælda þegar hún kom út. Og eins og árin á undan eru safnplöturnar áberandi í útgáfum ársins og nokkrar slíkar fara inn á árslistann

 

Vinsælustu plötunar 1984 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-52)

    1. The Works – Queen (19. vikur, 130. stig)

    2. Sumarstuð – Ýmsir (11. vikur,  96. stig)

    3. Footloose – Úr kvikmynd (11. vikur, 91 stig)

    4. No Parlez – Paul Young (10. vikur, 90 stig)

    5. Í rokkbuxum og strigaskóm – HLH flokkurinn (10. vikur, 88 stig)

    6. Tvær í takt – Ýmsir (9. vikur, 76 stig)

    7. Ný Spor – Bubbi (10, vikur, 72. stig)

    8. Tvær í takinu – Ýmsir (10. vikur, 72. stig)

    9. Alchemy – Dire Straits (13. vikur, 60 stig)

    10. Af einskærri sumargleði – Sumargleðin (8. vikur, 56. stig)

 

  Frá upphafi listans 12.6.1978-30.12.1984

    1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)

    2. Ljúfa líf – Þú og ég (18. vikur, 160. stig)

    3. Með allt á hreinu – Stuðmenn (19. vikur, 152 stig)

    4. Fingraför – Bubbi (19. vikur, 143. stig)

    5. Glass House – Billy Joel (17. vikur, 143. stig)

    6. Grease – Ýmsir (27. vikur, 138. stig)

    7. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)

    8. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)

    9. The Works – Queen (19. vikur, 130. stig)

    10. Breyttir tímar – Egó (18. vikur, 129 stig)


Plötur ársins 1983

fingraforÞá er komið að árinu 1983 hvað varðar þær plötur sem gerðu það best á lista yfir mest seldu plötur ársins samkvæmt lista DV. Eins og áður beitum við þeirri aðferð að gefa plötu 10 stig fyrir að hafa setið í 1. sæti listans, 9. stig fyrir annað sætið og svo koll af kolli. Árétta skal að plata t.d. í 5 sætinu gæti hæglega hafa selst betur en platan í 1. sætinu. Hér er aðeins verið að skoða setur platna á listanum en ekki eiginlegar sölutölur, sem geta verið misjafnar frá einni viku til þeirrar næstu.

 

Síðasta ár var það Egóið með tvær plötur, nú eru það Stuðmenn. Með allt á Hreinu hafði komið út í árslok 1982 og þegar þau stig eru lögð við stigin 1983 skýst platan upp fyrir Fingraförin hans Bubba á heildarlistanum.

 

Bubbi situr þó á toppi listans enda var Fingraför feiki vinsæl árið 1983 og vel að því komin að vera nefnd plata ársins samkvæmt þessari mælistiku okkar. Sem fyrr eru safnplöturnar vinsælar enda talin hentur heimiliskaup.

 

Vinsælustu plötunar 1983 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-52)

  1. Fingraför – Bubbi (19. vikur, 143. stig)

  2. Með allt á hreinu – Stuðmenn (15. vikur, 120. stig)

  3. Crises - Mike Oldfield (15. vikur, 103. stig)

  4. Let's Dance - David Bowie (14. vikur, 100. stig)

  5. Grái fiðringurinn – Stuðmenn (11. vikur, 90. stig)

  6. Ertu með – Ýmsir (11. vikur, 88. stig)

  7. Ein með öllu – Ýmsir (9. vikur, 82 stig)

  8. Rás 3 – Ýmsir (12. vikur, 81. stig)

  9. Mávastellið – Grýlurnar (10. vikur, 76. stig)

  10. Kristján Jóhannsson – Kristján Jóhannsson (7. vikur, 70 stig)

 

Frá upphafi listans 12.6.1978-1.1.1984

  1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)

  2. Ljúfa líf – Þú og ég (18. vikur, 160. stig)

  3. Með allt á hreinu – Stuðmenn (19. vikur, 152 stig)

  4. Fingraför – Bubbi (19. vikur, 143. stig)

  5. Glass House – Billy Joel (17. vikur, 143. stig)

  6. Grease – Ýmsir (27. vikur, 138. stig)

  7. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)

  8. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)

  9. Breyttir tímar – Egó (18. vikur, 129 stig)

  10. Double Fantasy – John Lennon og Yoko Ono ( 18. vikur, 129. stig)


Nöfn áratugana

Ef maður hugsar íslenska tónlistarsögu í áratugum þá lítur það svona út í mínum huga – Er einhver ósammála mér í þessu? Varla. Þó einstakar sveitir og nöfn hafi átt spretti þá náði engin að toppa þessi nöfn á heildina litið. Haukur Morthens er fyrsta alvöru dægurlaga stjarna okkar íslendinga, og mikið var hann rosalega góður sem slíkur

 

1950-1959 ; Haukur Morthens

1960-1969 ; Hljómar

1970-1979 ; Björgvin Halldórsson

1980-1989 ; Bubbi Morthens

1990-1999 ; Björk

2000-2009 ; Sigur Rós

2010-2019 ; Of Monsters And Men *

 

* En þessu tímabili er ekki lokið en það sem af er situr sveitin á toppnum

 

Sumir vilja meina að ég sé fastur fyrir miðjum lista. Sannleikurinn er hinsvegar sá að ég flakka tónlistarlega um hann allann, Því bæði Hin og Béin sé mér þóknanlegri

Ef fram kemur sveit sem toppar Of Monsters and Men fyrir mér þá má sú sveit vera déskolli góð.


Flestar vikur 2010-2012

helgiÞað er hægt að skoða Tónlistann á margvíslegan hátt. t.d. hvaða tónlistarmaður hefur setið þar lengst í heild, eða tiltekinn tíma (þá undir eigin nafni) Til gamans langaðu mig að vita hvaða aðili væri að gera það best á þeim áratug sem nú er að líða. Því þar höfum við þrjú ár samkvæmt okkar uppsetningu, það er árin  2010, 2011 og það sem af er 2012. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart.

 

Helgi Björns hefur verið að gera frábæra hluti með Reiðmönnum vindanna. Plötur þeirra ásamt hans eigin hafa setið lengst allra á topp 30 þessi ár eða samtals 191 viku.

 

Sigur Rós situr í 2. sæti og munar þar mestu um tvær plötur ; Ágætis byrjun, sem samtals hefur setið í 170 vikur á topp 30 frá því hún kom fyrst út og er líklega í öðru sæti yfir plötur sem setið hafa flestar vikur á lista í sögu Tónlistans. Sigur Rós á einnig aðra plötu sem gerir það gott og er komin með samtals yfir 100 vikur á topp 30 frá því hún kom fyrst út. Það er platan Með suð í eyrunum við spilum endalaust. Þessar tvær plötur eru megin uppistaðan í því að koma sveitinni í 2. sæti yfir þá sem eiga flestar vikur á listanum þessi rúmlega  tvö og hálft ár sem tekin voru saman.

 

Björk situr í þriðja sætinu og þar munar mestu um Gling-Gló sem er galdur hvað sölu varðar ár eftir ár.  En auk hennar er það platan Biophilia sem er með hátt í 30 vikur.

 

Dikta situr í fjórða sætinu og þar er það plata sveitarinnar; Get It Together, sem setið hefur vel yfir 80 vikur samtals á listanum. Hjálmar rekur svo lestina í þessu Topp fimm á hver setið hefur lengst á lista þessi ár.

 

Hafa skal í huga að öll þessu tónlistarnöfn eru enn starfandi og eru enn að setja mark sitt á listann svo þetta er í raun fljótt að breytast.

 

Nafn með lengstu setu á topp 30 tímabilið: 2010-2012

    1. Helgi Björnsson: 191. vika, 6. plötur

    2. Sigur Rós: 107. vikur, 7. plötur

    3. Björk Guðmundsdóttir: 102. vikur, 4. plötur

    4. Dikta: 96. vikur, 3. plötur

    5. Hjálmar: 83. vikur, 3. plötur


Plötur ársins 1982

Breyttir tímarEnn höldum við áfram að telja upp stigahæstu plöturnar samkvæmt vinsældarlista DV sem var einskonar forveri Tónlistans eins og við þekkjum hann í dag. Þar sem sömu aðferðum var beitt þá og nú við að vinna mest seldu plötu hverrar viku. Til að skoða þetta á ársgrundvelli (frá 1. vikur árs – 52 viku) er plötunum gefin stig eftir í hvaða sæti þær sitja. Platan í 1. sætinu fær 10 stig, platan í 2. sætinu 9. sig og svo koll af kolli.

 

Árið 1982 áttu Bubbi og Egóið. Það er ekki spurning. Bubbi var þekktur með Utangarðsmönnum en hann varð vinsæll með Egóinu. Sveitin á tvær plötur á topp 10 lista ársins. Toppsæti ársins nær 7. sætinu á listanum frá upphafi. Safnplöturnar voru einnig sterkar og talin bestu kaupin. Útgefendur á tánum að stinga nýju efni á slíkar safnplötur. Enda þrjár sem komast inn á árslistann.

 

Vinsælustu plötunar 1982 samkvæmt Vinsældalista  (vika 1-52)

  1. Breyttir tímar – Egó (18. vikur, 129. stig)

  2. Mirage – Fleedwood Mac (14. vikur, 114. stig)

  3. Beint í mark – Ýmsir (13. vikur, 104. stig)

  4. Á fullu – Ýmsir (10. vikur, 98. stig)

  5. Dare – Human League (11. vikur, 89. stig)

  6. Tropical Dream – Goombay Dance Band (10. vikur, 80. stig)

  7 . Næst á dagskrá – Ýmsir (10. vikur, 75. stig)

  8. Í mynd – Egó (8. vikur 74. stig)

  9 . Love Over Gold – Dire Straits (9. vikur, 67 stig)

  10. Tug Of War – Paul McCartney (10. vikur, 67. stig)

 

Frá upphafi listans 12.6.1978-2.1.1983

  1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)

  2. Ljúfa líf – Þú og ég (18. vikur, 160. stig)

  3. Glass House – Billy Joel (17. vikur, 143. stig)

  4. Grease – Ýmsir (27. vikur, 138. stig)

  5. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)

  6. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)

  7. Breyttir tímar – Egó (18. vikur, 129 stig)

  8. Double Fantasy – John Lennon og Yoko Ono ( 18. vikur, 129. stig)

  9. The Wall – Pink Floyd (21. vika, 128. stig)

  10. Star Party – Ýmsir (15. vikur, 123. stig)


Plötur ársins 1981

DrHookLíkt og í fyrri umfjöllun er þeim plötum gefin stig eftir setu á lista DV yfir mest seldu plötur landsins. Fyrir 1. sætið fær platan 10 stig, fyrir 2. sætið 9 stig og svo koll af kolli. Hér er komið að árinu 1981.. Samtals 107 plötuheiti fór inn á Topp tíu árið 1981, sem er að vísu ekki nema sjö plötum fleiri en árinu áður

 

Eins og sjá má trónir Dr. Hook efst á toppnum með þessa klassísku safnplötu. Platan sem reyndar hafði komið út 1980 innihélt m.a. lagið Sylvia's Mother sem enn í dag er með mest leiknu lögum sveitarinnar. Platan sat heilar 6. vikur í 1. sæti listans yfir söluhæstu  plöturnar og ekki ólíklegt að umrætt lag hafi þar átt sinn þátt í því en sveitin á þó talsverðan slatta af grípandi Counry-rokki sem gengu í fjölmarga takthausa. Stars On 45 æði gekk yfir landiann um þetta leiti mörgum til skelfingar.

 

Vinsælustu plötunar 1981 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-52)

  1. Greatest Hits – Dr. Hook (13. vikur, 107 stig)

  2. Stars On 45 – Star Sound (12. vikur, 101 stig)

  3. Double Fantasy – John Lennon og Yoko Ono (18. vikur, 97. stig)

  4. Bully For You – B.A. Robertson (11. vikur,  86. stig)

  5. Tónar um ástina – Richard Clayderman (16. vikur, 83. stig)

  6. Hi Infidelity – REO Speedwagon (14. vikur, 82. stig)

  7. Himinn og jörð – Gunnar Þórðarson (9. vikur, 80. stig)

  8. Journey To Glory – Spandau Ballet (12. vikur, 80. stig)

  9. Sumargleðin syngur – Sumargleðin (10. vikur, 75. stig)

  10. Deió – Laddi (10. vikur, 74. stig)

 

Frá upphafi listans 12.6.1978 - 3.1.1982

  1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)

  2. Ljúfa líf – Þú og ég (18. vikur, 160. stig)

  3. Glass House – Billy Joel (17. vikur, 143. stig)

  4. Grease – Ýmsir (27. vikur, 138. stig)

  5. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)

  6. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)

  7. Double Fantasy – John Lennon og Yoko Ono ( 18. vikur, 129. stig)

  8. The Wall – Pink Floyd (21. vika, 128. stig)

  9. Star Party – Ýmsir (15. vikur, 123. stig)

  10. Best Disco Album – Ýmsir (13. vikur, 118. stig)


Plötur ársins 1980

billy-joel-glass-housesÞað er komið að því að skoða hvað plötur skoruðu hæst árið 1980. En eins og áður er hér um að ræða stigagjöf til þeirra platna sem sátu á vinsældalista Dagblaðsins og Vísis og síðar DV. Þetta var fyrir daga Tónlistans eins og við þekkjum hann nú, en sömu aðferðum var þó beitt við að finna söluhæstu plöturnar. Það er að stærstu söluaðilar landsins gáfu upp mest seldu plötur vikunnar. Við að finna út hvað plötur hafi notið mestra vinsælda er 1. sæti listans gefin 10 sig, 2. sætið fær 9 stig og svo koll af koll uns platan í 10 sætinu fær 1. stig. í hverri viku og síðan er þetta lagt saman. Innan svigans eru heildar vikufjöldi plötunnar og stigin samkvæmt ofangreindri aðferð.

Billy Joel situr á toppnum og það vekur athygli að kántrýboltinn Kenny Rogers á tvær plötur á listanum, enda naut hann mikilla vinsælda hér á þessum árum sem og vestanhafs.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1980 (Vika 1 – 53)

  1. Glass House – Billy Joel (17. vikur, 143. stig)

  2. Cornerstone – Styx (16. vikur, 110. stig)

  3. Meira salt – Áhöfnin á Halastjörnunni 15. vikur, 110. stig)

  4. Kenny – Kenny Rogers (17. vikur, 97 stig)

  5. The Wall – Pink Floyd (21. vika, 95 stig)

  6. Against The Wind – Bob Seger (16. vikur, 89. stig)

  7. Initial Sucess – B.A. Robertson (14. vikur, 88. stig)

  8. Single Album – Kenny Rogers (13. vikur, 86. stig)

  9 The Game – Queen (14. vikur, 75. stig)

10. Good Morning America – Ýmsir (9. vikur, 75 stig)

Frá upphafi listans 12.6.1978 - 4.1.1981

  1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)

  2. Ljúfa líf – Þú og ég (18. vikur, 160. stig)

  3. Glass House – Billy Joel (17. vikur, 143. stig)

  4. Grease – Ýmsir (27. vikur, 138. stig)

  5. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)

  6. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)

  7. The Wall – Pink Floyd (21. vika, 128. stig)

  8. Star Party – Ýmsir (15. vikur, 123. stig)

  8. Best Disco Album – Ýmsir (13. vikur, 118. stig)

  10. String Of Hits – Shadows (16. vikur, 114 stig)


Plötur ársins 1979

539871Við höldum áfram að fara í gegnum þær plötur sem sett hafa mark sitt á Tónlistann í gegnum árin sem reyndar hét á þessum árum Vinsældarlisti Vísis og síðar vinsældarlisti DV eftir sameininguna. Nú er það fyrsta heila árið það er 1979, sem fyrr gefum við plötunni í 1. sæti 10 stig, plötunni í 2. sæti 9. stig og svo koll  af kolli. (innan svigans sést hve lengi platan sat á topp 10 og stigin samkvæmt ofangreindri formúu)

Haraldur í Skrýplalandi kemur um mitt árið með þessa einstöku plötu, fyrr um vorið hafði komið út einskonar undanfari, 45 sn. plata með fjórum lögum sem ekki voru að finna á þessari plötu. En óhætt er að segja að markaðsetningin hafi tekist vel því efnt var til sérstaks Skrýpladags daginn sem platan kom út og vakti talsverða athygli. Þess má og geta að upprunalega útgáfa plötunnar hefur aldrei komið út á CD (því miður).

Topp 10 árið 1979 lítur þá svona út frá 1. vikur 1979 – 52 vikur 1979

   1. Haraldur í Skrýplalandi – Skrýplarnir  (25. vikur, 187. stig)

   2. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)

   3. Best Disco Album – Ýmsir  (13. vikur, 118. stig)

   4. Spirits Having Flown  - Bee Gees (15. vikur, 112. stig)

   5. Ljúfa líf – Þú og ég (10. vikur, 94 stig)

   6. Oceans of Fantasy – Bonnie M. (10. vikur, 86. stig)

   7. Í góðu lagi – HLH-flokkurinn (10. vikur, 85. stig)

   8. War Of The Worlds – Jeff Wayne (12. vikur, 85. stig)

   9. Brottför kl. 8 – Mannakorn (12. vikur, 76. stig)

   10. Breakfast America – Supertramp (19. vikur, 73. stig)

 

Frá upphafi (18.06.1978 – 30.12.1979)

  1. Haraldur í Skrýplalandi – Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)

  2. Grease – Ýmsir (27. vikur, 138. stig)

  3. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur 132. stig)

  4. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)

  5. Star Party – Ýmsir (15. vikur, 123. stig)

  6. Best Disco Album – Ýmsir (13. vikur, 118. stig)

  7. Spirits Having Flown – Bee Gees (15. vikur, 112. stig)

  8. 52nd Street – Billy Joel (17. vikur, 109. stig)

  9. Ljúfa líf – Þú og ég (10. vikur,  94. stig)

  10. Ég syng fyrir þig – Björgvin Halldórsson (14. vikur, 90. stig)


Plötur ársins - 1978

starpartyTónlistinn eins og við þekkjum hann og birtist okkur vikulega í Fréttablaðinu er ekki nýr af nálinni. Reyndar var það Vísir sem hóf að taka saman lista yfir mest seldu plöturnar um mitt ár 1978. Þessir listar hafa nú allir verið færðir í stafrænt form og unnið talsvert úr þeim. Í þessu litla pistli og næstu ætla ég að taka hvert ár fyrir sig og nefna plötu hvers árs samkvæmt þessum listum. Ekki verður unnið samkvæmt neinum sölutölum því þær eru einfaldlega ekki til staðar í þessari vinnu. Lengi vel var aðeins birtur topp 10 listi. og til að finna þá plötu er farin einfaldasta leiðin 1. sætinu eru gefin 10 stig, 2. sætið fær 9 stig, 3. sætið fær 8 stig og svo framv. þangað til að 10 sætið fær 1. stig.

 

Sú plata sem fékk samkvæmt þessu flest stig árið 1978 er safnplatan Star Party en hún átti einnig flestar vikur á listanum þar sat hún í 15 vikur. Platan úr myndinni Grease sat í 14 vikur á lista en situr þó í 6. sætinu í stigagjöfinni þar sem platan átti lengst af sæti í neðri hluta listans. En hér er Topp 5 árið 1978 samkvæmt þessari reiknisformúlu.

 

TOPP 5 árið 1978 (frá júní til áramóta)

1. Star party – Ýmsir (15 vikur, 123 stig)

2. Hlunkur er þetta – Halli og Laddi (10 vikur, 90. stig)

3. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (9, vikur, 79 stig)

4. 52nd Street – Billy Joel (12. vikur, 78. stig)

5. Natural Force – Bonnie Tyler (12. vikur, 78 stig)


Íslensku tónlistarverðlaunin - Plata ársins

verdlaun33Ég er orðinn sérlegur áhugamaður um Íslensku tónlistarverðlaunin. Ástæða þess er að ég ákvað að taka sama og lista upp tilnefningar og viðurkenningar þessa merku verðlauna. Sá miskylningur virðist víða að um einhverskonar keppni sé að ræða. Í mínum huga er það ekki. Heldur er fyrst og fremst verið að verðalauna þá sem gert hafa vel á árinu og um leið vekja á því athygli.

Reyndar fannst mér um tíma þessi verðlaun komin svolítið lagnt frá upphaflega tilgangi sínum það er að tónlistarmenn í poppinu séu að klappa hver öðrum á bakið fyrir gott ár. Því svo virtist sem markaðsöflin hefðu náð þeim á sitt vald. T.d. þegar breytingar voru gerðar  til að gera hana sjónvarpsvænni. Hæpini þróun svo ekki sé meira sagt. En mér finnst nú sem þessi hátíð sé svolítið að koma til baka og vonandi færist hún aftur nær sínum upprunalega tilgangi.

Til gamans lista ég hér upp þær plötur sem unnið hafa til viðurkenningar og bæti við listann plötum sem kosnar voru á Stjörnumessu sem var einskonar undanfari Tónlistarverðlaunana

(ATH plata sem merkt er árinu 1977 fékk viðurkenninguna í ársbyrjun 1978 og svo framv.)

Stjörnumessa Plata ársins

1977    Sturla – Spilvek Þjóðannna

1978    Hinn Íslenski Þursaflokkur – Þursaflokkurinn

1979    Ljúfa líf – Þú og ég

1980    Geislavikrir – Utangarðsmenn

1981    Tass – Jóhann Helgason

Íslensku Tónlistarverðlaunin

1993    Spillt – Todmobile

1994    Æ – Unun

1995    Post – Björk

1996    Fólk er fífl – Botnleðja

1997    Homogenic - Björk

1998    Magnyl – Botnleðja

1999    Ágætis byrjun – Sigur Rós

2000    engin hátíð haldinn

2001    XXX Rottweilerhundar - XXX Rottweilerhundar

2002    ( ) – Sigur Rós

2003    Halldór Laxness – Mínus

2004    Mugimama, Is This Mogimusic – Mugison (Popp plata ársins)

2004    Hljóðlega af stað (rokkplata ársins)

2004    Vetrarljóð – Ragnheiður Gröndal (Dægurplata ársins)

2005    Fisherman's  - Emilíana Torrini (Popp plata ársins)

2005    Takk – Sigur Rós (Rokk og jaðartónlistar plata ársins)

2005    Ást/...Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís – Bubbi (Dægurtónlist plata ársins)

2006    Dirty Paper Cup – Hafdís Huld (Popp hljómplata ársons)

2006    Wine for my Weakness – Pétur Ben (Rokk & jaðar Hljómplata ársins)

2006    Aparnir í Eden - Baggalútur

2007    Frágangur / Hold er mold – Megas og Senuþjófarnir (Popp og Dægurtónlist)

2007    Mogiboogie – Mugison (Rokk og jaðartónlist)

2008    Með suð í eyrum við spilum endalaust – Sigur Rós

2009    Terminal – Hjaltalín

2010    Go – Jónsi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband