Tóku þeir allir barnaskólapróf?

Þegar konan mín ætlar að fara að útlista einhverju fyrir mér stoppa ég hana stundum af með þeim orðum að hún verði að byrja upp á nýtt. Nú sé hún að tala við mann sem hafi ekki barnaskólapróf og verði því að tala við mig samkvæmt því. Ástæðan er að á barnaskóla árunum mínum var ég rokin í sveitina áður en sauðburður hófst og kom venjulega ekki til baka fyrr en slátrun var að ljúka. Þegar ég var 12 ára og átti að taka burtfararpróf úr barnaskólanum á Kársnesinu kallaði skólastjórinn á mig og sagði að nú yrði ég að taka próf. Því annars yrði ég að sitja 12. ára bekkinn aftur næsta vetur. Svarið mitt var einfalt:

"Ertu brjálaður maður, hún Bílda mín er að eignast lamb í fyrsta sinn, og ég ætla ekki að missa að því. Vertu Blessaður"

Ég fór í sveitina. (varð að sitja 3. mánuði aftur í 12 ára bekk áður en ég fékk að fara í gaggó. Það ætti því öllum að vera álíka ljóst og mér sjálfum að ég verð seint talinn hámenntaður maður. En það er sagt að ef þú missir sjónina eflist heyrnin. Kannski að rökrétt hugsun hafi eitthvað eflst við menntunarskortinn. Og þrátt fyrir menntunarleysið ætla ég aðeins að tjá mig um efnahagsmál. Því kannski er einhver þarna úti sem getur skýrt þetta út fyrir mér á tungumáli sem ég ómenntaður maðurinn skilur. Því mér varð óvart  hugsað til auglýsingar Intrum – “Ekki gera ekki neitt”. Þessi setning ætti að berast ráðamönnum okkar þessa daganna, afhverju hefur hún ekki gert það. Því vor ríkisstjórn er einmitt frekar upptekin við það að mínu mati að gera ekki neitt í efnahagsmálum. Hún ber það fyrir sig að ræturnar eigi sér stað í útlöndum. Og við hér getum lítið við því gert. Ég er samt ekki viss um að það sé eitthvert batterí í útlöndum sem hækkaði mjólkurpottinn sem ég keypti í gær um c.a 30 krónum á örskömmum tíma. Ég er heldur ekkert viss um að það sé eitthvað í útlöndum sem gerir það að verkum að íbúðarverð lækkar hér samkvæmt spám um 30% á næstunni.

Sá eini sem eitthvað gerir er Seðlabankinn, og hvað? jú hann fer sínar gömlu og úr sér gengnu leiðir í vanmætti sínum. Hækkar stýrivexti og ætlar þannig að neyða almenning í landinu til að draga úr neyslu. Lagast staða efnahagsmála við það hvort ég kaupi mér 20 tommu tæki eða 40 tommu sjónvarp þegar hitt verður ónýtt. Lagast íslensk efnahagslíf með því að að setja fólk í skuldastöðu sem það ræður ekki við. Með öðrum orðum það er ljóst að á sama tíma og íbúðarlán fólks hækka vegna þessa og þá dregur einnig úr framkvæmdum. Þessu til viðbótar hefur verið spáð lækkun verðs á fasteignamarkaði. Með öðrum orðum við eru á spítikonsales leið NIÐUR . Og sá sem átti brotabrot í íbúðinni sinni fyrir 2. árum skuldar nú meira en íbúðarverðið í íbúðinni sinni. Íbúðarkaupin hans eru því gjaldþrota ef svo má segja.

Bankarnir sem sögðu okkur á sínum tíma að hefja reglulegan sparnað gleymdu því sjálfur, tóku skammtímalán til að lána aftur sem langtímalán (og svo fengu ráðamenn þessara banka himinhá laun fyrir þessa aðferðarfræði. Hver sleppti nú barnaskólaprófunum sínum, það hljóta þá að hafa verið fleiri en ég.)

Sama ástand virðist vera víðar en á Íslandi. Bandaríkjamenn með stærsta hagkerfi heims lækkar stýrivexti til að setja kraft í efnahagslífið.
Á Englandi er búist við að Englandsbanki tilkynni um útgáfu 50 milljarða punda í ríkisskuldabréfum. Og er bönkum með því gert kleift að skipta áhættusömum fasteignalánum í slík bréf. en samkvæmt frétt RÚV  hefur orðið talsverð verðlækkun á húsnæði í Bretlandi sem ekki sér fyrir endann á og hefur rýrt gildi fasteignaveða. Því hafa vaxtalækkanir Englandsbanka skilað sér til almennings í litlum mæli.
Og til að snúa þessari þróun eru uppi hugmyndir um útgáfu ríkisskuldabréfa að upphæð 50 milljarða punda, jafnvirði 7.500 milljarða króna. Þessi bréf geta bankar og íbúðalánasjóðir keypt í skiptum við áhættusamari fasteignalán.

Það er því augljóst að sinn er siður í landi hverju. og aðvaranir INTRUM til almennings ættu fyrir löngu að vera í huga Geirs og félaga. En við verðum þó að afsaka bæði hann og Ingibjörgu Þau eru bæði á ferð og flugi, þó aðallega flugi. Og þegar maður er hátt uppi er ekki alltaf gott að sjá það sem er að gerast á jörðu niðri sérstaklega þegar skýjafarið er ekki gott. En ef einhver veit hvort þetta er kannski bara villandi auglýsing hjá INTRUM Ekki gera ekki neitt. Væri gaman að vita af því. Því ég er eins og barn í þessu samfélagi ég læri það sem fyrir mér er haft. Það hefur verið mín helsta skólaganga - Hvða með þá sem stjórna Hvar tóku þeir próf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband