Já maður verður víst

Skrítið þegar manni þrýtur ráð eða þannig þá er mömmu heimilisins fengin völdin. Sem í mínu tilfelli er konan. Þegar ég spurði konuna að því í gær hvað ég ætti að gera vegna verkja út af brjósklosinu þá svaraði hún einfaldlega - Þú gæti farið að ráðum læknisins. Ef þú ætlar ekki að gera það þýðir ekkert að vera að væla í mér um að þú finnir til.

Ég ákvað þá snarlega að hlýða ráðum læknisins í einu og öllu og opna þannig aftur vælureikninginn um sársaukann hjá konunni. Við skruppum svo í mat hjá tengdó í gærkveldi og til að útiloka þá skildurækni fyrirvinnunnar um að fara út og aka mínum leigubíl á laugardagskvöldi með brjósklos og sársaukaverki upp á 9,5 af 10 mögulegum þáði ég bjór hjá tengdó.

Í dag er ég verri af verkjum, við þá bætast bjórverkir í höfði eftirköst með kveðju frá tengdó og ekki nóg með það heldur tekur konan hvíldardaginn mjög heilagann í dag. Liggur upp í sófa og neitar alfarið að sýna mér minnstu samúð vegna heilsu minnar. Þá er bara að sitja við tölvuna, lesa blogg annarra og bulla eitthvað sjálfur við og við. Rakst t.d. inn á síðuna hjá Ólínu Þorvarðar. sem mér hefur alltaf þótt afspyrnu falleg kona og bráðvel gefin. Las þar um hvað henni þætti lagið Ég er kominn heim flottara með Óðni en Bubba og Birni Jörundi. Ég held að í yfir 80% tilfella finnist manni nú orgilalarnir flottari þegar svona efni er annars vegar. Ég er nú svo skrítinn að mér finnast báðar þessar útgáfur flottar. Hvor á sinn hátt. Björgvin skilar þessu lagi líka rosalega vel. Mér finnst bara allt í lagi að eiga þetta lag í þrem flottum útgáfum. Allavega er það meiri eign en eiga hana bara í einni útgáfu. Þrjár útgáfur eru tveimur fleiri en ein. Þá get ég t.d. valið um þá útgáfu sem mig langar helst að heyra þá stundina. Maður getur ekki alltaf verið í sparifötunum, þó þau séu flottustu fötin.  Auðvitað er ég svolítið að taka upp hanskann fyrir Bubba og Birni Jr. Þetta er sérstakir vinir mínir, í miklu uppáhaldi báðir tveir. Þó sá fyrrnefndi sé nú búinn að vera heimilisvinur öllu lengur. Ég hef nú reyndar verið legni þeirrar skoðunar að Bubbi eigi að taka sig til og gera eina plötu með sínum uppáhaldslögum. Þá er ég að tala um lög eftir aðra. Hann hefur nefnilega sýnt og sannað það þegar hann hefur verið að flytja lög eftir aðra að þá blómstrar hann vel sem söngvari. En það er önnur saga. Nú kallar konan og mér er víst best að þjóta fram svo ég haldi meðaumkunar stuðlinum sem ég er að reyna að byggja upp smátt og smátt. Ég hætti ekki fyrr en ég á samúð hennar alla og fæ það viðurkennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hm ég var einmitt að velta þessu fyrir mér í nótt...hvar kallinn væri eiginlega..misstir ekki af miklu. Þetta var eins og allra sálna messa. Ef farþegarnir voru ekki í plati (bílstjórar slappir að bíða) þá voru farþegaskammirnar uppgufaðar og önsuðu alls ekki í símann sinn.

Ég var fegin að sleppa heim í morgun og það var það lítið að gera að ég slapp heim snemma sem betur fer, annars hefði ég sótt um á Kleppi.

Ragnheiður , 20.4.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Bárður Örn.

Takk fyrir hlýleg orð í minn garð  og fyrir að bjóða mér bloggvináttu - ég þigg hana með þökkum.

Varðandi Bubba og Björn Jörund - þá get ég tekið undir með þér að auðvitað eru lög ekkert heilög. Besta sem hægt er að gera fyrir lag er að syngja það. Og það gera þeir félagarnir svikalaust.

Mér finnst bara Óðinn betri í þessu tiltekna lagi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.4.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Hefðiru sótt um á kleppi hefðir þú verið í sömu stöðunni svo það skiptir engu.

Já Ólína, ekki málið. Það er allt í lagi að finnast það. Ég hafði nú ekki spilað þesa plötu Óðins að neinu viti þó hún væri í hillunni hjá mér ásamt hinum 5000 plötunum en þessi taka þeirra félaga fékk mig til að skella henni eina umferð á spilarann.

Bárður Örn Bárðarson, 21.4.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband