Þjóðin mín er klikkuð

moneyMikið rosalega finnst mér þessi þjóð mín orðin klikkuð. Maður opnar ekki blað, sjónvarp, útvarp hvað þá bloggið án þess að sjá kröfur á hendur ríki eða sveitarfélögum um allan fjandann. Betra þetta, meira af hinu nýrra svona eða stærra hinsegin. og menn leggja þetta alt fram eftir eigin sýn og væntingum til umfjöllunarefnisins. Ég kalla þetta “BARA ÉG SYNDROME”. Því nánast aldrei eru menn að horfa á allar hliðar málsins í kröfu sinni. Gott dæmi er vegakerfi Reykjavíkur: Við viljum betra gatnakerfi, en það má bara ekki leggja veginn nálægt mínu húsi. Á sama tíma æpa samborgarar mínir eftir lækkun á öllum opinberum gjöldum sínu. Jú, jú ríkið má alveg innheimta skatta bara ekki af mér. Þetta samfélag er farið að verða eins og sagan um litlu gulu hænuna nema bara í margfalt stærra broti.

Eiginlega gekk fram af mér þegar ég er að lesa undirtektir hér og þar við ummæli Árna Tryggvasonar leikara sem hann setti fram og vörðuðu  aðbúnað á Geðdeilum eftir að hafa orðið að dvelja á 32C nokkra daga af lífi sínu vegna þunglyndis. Aðalútásetning Árna varðaði það að þurfa að deila herbergi með öðrum sjúklingi og það var eitthvað sem Árna líkaði ekki.

Ég þekki ágætlega til í Geðdeild Landspítalans. Á þar 10. ár að baki sem starfsmaður. Þó ég hafi að vísu hætt fyrir einhverjum 7-8 árum held ég að þar hafi ekki ýkja mikið breyst. hvað starfsemina eða herbergisskipan varðar. Ég hef því séð, heyrt og upplifað eitt og annað innan umræddrar geðdeildar.

Ég ætla að fullyrða hér og nú að þó það hafi ekki hentað herra Árna Tryggvasyni að deila herbergi með öðrum þá hafa slík fjölbýlisherbergi hjálpa mörgum og flýtt fyrir bata þeirra, þau hafa jafnvel bjargað mannslífum. Það er nefnilega þannig að okkur hætti svo til að horfa á hlutina út frá eigin nafla og telja að það sem henti mér skuli henta öllum hinum líka. BARA ÉG SYNDROME hér lifandi komið og við ölum hverja kynslóðina eftir aðra upp við þennan hugsanahátt. Hugsaðu nú um þig, maður verður að hugsa vel um sig.

Svo sest einhver spekingurinn inn á þing og þá verðum við albrjáluð þegar hann fer að birtast með lagafrumvörp sem eru sneisafull af BARA ÉG SYNDROME-inu. Því við ætluðumst náttúrlega til þess að viðkomandi breyttist í litlu gulu hænuna um leið og hann gengi inn á þing og bakaði þar fyrir okkur brauð handa öllum.

Síðast þegar ég vissi var ríkið og sveitarfélögin ekkert annað en fólkið í landinu og við erum rúmlega 300.000 hræður. Við eigum nefnilega að eiga peninga fyrir þessu öllu og svo á ríkið og sveitarfélögin ásamt atvinnurekendum helst að sjá til þess að allir þegnar samfélagsins sé í svipaðri fjárhagsstöðu og Björgólfur Thors. Kannski ekki alveg allir, en "Ég" ætti að vera það enda er ég alvarlega sjúkur af  BARA ÉG SYNDROME-inu. og því hluti af minni klikkuðu þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Mikið ofboðslega er ég sammála þér. Svo hvín hér í eyrum margra: Ég "á rétt" á þessu og ég "á rétt" á hinu. En svo ef maður spyr: Ok, þú á rétt á þessu en hverjar eru þá skyldur þínar? Ertu búin að vinna þér inn þennan rétt? Þá verður minna um svör

En flott færsla hjá þér.

Anna Guðný , 22.4.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Landfari

Góður pistill. Eini gallinn við hann er að það er allt of mikið til í því sem þar kemur fram.

Ég er t.d. ekki sannfærður um að það sé endilega alltaf best að allir séu einir inn á sé herbergjum. Einu sinni var nú sagt að maður er manns gaman. Svo getur nú beinlínis verið mikið öryggi í að t.d. sjúklingur sé ekki einn í herbergi. Ekki höfum við efni á að borga fyrir nægilega margar hjúkkur til að vera stöðugt í eftirliti.

Björgvin Guðmundsson er búinn að skrifa hér nokkra pistla um að hækka þurfi lífeyri frá tryggingastofnun. Maður getur verið sammála því því eki er hann hár en þrátt fyrir ítrekun hefur ekki komið svar við þí hvaðan þeir peningar eiga að koma. Var að spyrja hann hvort hann teldi að hægt væri að spara í utanríkisráðuneytinu því hann þekkir þar til og margir hafa bent þangað þegar talið berst að því hvar hægt sé að spara í opinbera geiranum.

Landfari, 23.4.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband