Færsluflokkur: Tónlist
15.6.2013 | 03:07
Nokkrar plötur 2010 â 2013
Plötur leggjast misvel í mannskapinn. Meðan sumar seljast ekki og fæstir vita hreinlega af tilvist þeirra eru aðrar sem ná eyrum landmanna og verða jafnvel þaulsetnar á lista yfir mest seldu plötur landsins svo vikum skiptir. Topp 30 listinn sem hér er unninn viku lega gefur okkur innsýn í þá veröld platna. hér eru þær 10 plötum sem setið hafa hvað lengst á þessum lista en eiga það sammerkt að hafa komið út á árunum 2010-2013. Þannig að plötur eins og Glin-Gló eða Ágætis byrjun með Sigur Rós eru hér ekki með. Aðeins plötur sem gefnar voru út á tímabilinu.
90 Of Monsters And Men My Head Is An Animal
88 Rökkuró Í annan heim
84 Adel 21
76 Valdimar Undraland
75 Gus Gus Arabian Horse
74 Helgi Björns & reiðmenn vindanna Þú komst í hlaðið
68 Skálmöld Baldur
51 Hjaltalín Terminal
57 Jónsi Go
52 Mugison Haglél
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2013 | 08:09
1 sæti lagalistans
Það að ná lagi í 1. sæti íslenska lagalistans er ekkert auðhlaupaverk. Mönnum hefur gengið það misvel, sumum betur en öðrum eins og gefur að skylja. Ég tók saman þá sem náð hafa 1. sætinu og taldi lögin og vikufjöldann og hér eru þau sem komið hafa lagi í 1. sæti lista frá árinu 2010 til dagsins í dag.
Raðað eftir flytjendum | Fj. Laga | Samt. vikur |
Adele | 2 | 13 |
Alicia Keys | 1 | 1 |
Ásgeir Trausti | 3 | 14 |
Bruno Mars | 1 | 1 |
Bubbi Morthens | 3 | 3 |
Cee Lo Green | 1 | 2 |
Coldplay | 1 | 4 |
Daft Punk / Pharrell | 1 | 5 |
Dikta | 4 | 26 |
Fun / Janelle Monae | 1 | 4 |
Goyte / Kimbra | 1 | 2 |
Gus Gus | 1 | 1 |
Hera Björk | 1 | 2 |
Ingó og Veðurguðirnir | 1 | 1 |
Jón Jónsson | 1 | 2 |
Jón Siguðsson | 1 | 2 |
Keane | 1 | 1 |
Lena | 1 | 7 |
Loren | 1 | 5 |
Lykke Li | 1 | 4 |
Magni | 2 | 4 |
Mugison | 1 | 3 |
Muse | 3 | 7 |
Of Monsters And Men | 3 | 21 |
Páll Óskar | 2 | 2 |
Páll Óskar og Memfismafían | 1 | 11 |
Pink / Nate Ruess | 1 | 6 |
Retro Stefson | 3 | 8 |
Sjonni Brink | 1 | 2 |
The Black Keys | 2 | 4 |
Valdimar | 2 | 6 |
Valdimar Guðmunds. & Memfismafían | 2 | 3 |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2013 | 18:00
40 LP plötur með Stones auk 12 LP box set
Ég er þessa daganna að horfa á plötuskápinn minn sem ég þarf eiginlega að losna við en samt ekki. Til gamans tók ég Stones plöturnar mínar og skráði þær en LP plöturnar mínar með Stones eru: Líklega á ég öll lögin á CD Já þetta er auðvitað BILUN
Time Waits For No One - Anthology 1971-1977 COC 59107
Flashpoint (w/12 page booklet) (468135 1) 1991
Goats Head Soup (g/f, 2 page insert) COC 59101
Exile on Main St. (2-LP) COC 69100
Its Only Rock ´n Roll - COC 59103
Solid Rock (Decca)
Steel Wheels (with inner slave) CBS 465752-1
Flowers (Decca Germany) 6.21407 AO
Around And Around (Decca Germany w/inner slave) 6.21392 AO
Their Satanic Majesties Request (UK TXS 103)
Their Satanic Majesties Request (Decca Germany w/inner slave) 6.22160
Sticky Fingers (Orginal slave, w/zipper) COC 59100
Great Hits (Decca Holland) stereo 6454012
Baggars Banquet (USA) PS 539
Rolling Stones (Italy superstar series)
Rolled Gold (Decca ROST 1/2)
Rolling Stones (Decca Germany 6.21695)
Satisfaction (Decca Germany 820 720-1)
Through the Past, Darkly (Big Hits Vol. 2) (special sleeve)
Aftermath (Decca Germany 6.21396 AO)
In Concert (2 LP, Germany 6.28565 DT)
Sucking in tge seventies (Germany C 064-64 349)
Got live if you want it (Germany 6.22429 AO)
Between the Buttons (Germany 6.21399 AO)
Out of Out Heads (Decca SKL 4733)
Out of Out Heads (Decca Germany 6.21428 AO)
Rolling Stones Vol 2 (LK 4661)
Rolling Stones Vol 2 (Decca Germany 6.21393 AO)
Milestones (Decca Spain SKL 5098)
Undercover (w/inner sleeve, and insert 90120)
Dirty Work (inner sleeve, 86321)
Tatto You (w/inner sleeve, CUNS 3114)
Still Life (g/s, CUN 39115)
Get Yer Ya-Yas Out! (Decca Germany 6.22158 AO)
Stone Age (Stereo 6835 118)
Metamorphosis (Decca Germany 6.22277 AO)
Emotional Rescue (CUN 39111 stereo)
Some Girl (orgilan sleeve COC 39108)
Love You Live (2LP, COC 29001)
Let It Bleed (USA , NPS 4)
The Rolling Stones Story (12 LP box set)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2013 | 19:56
Rokksveitin mín árið 2013
Bítlarnir, Rolling Stones, Elvis Presley, Bob Dylan; Þessi nöfn eru gjarnan í hópi þeirra fyrstu sem talin eru upp þegar kemur að því að nefna stærstu nöfn tónlistarsögunnar Aðeins tvö þeirra eru þó nefndir rokkarar. Það er Rolling Stones og Elvis Presley.
Fyrir mér er þó aðeins annað nafnið rokkið holdi klætt. Rolling Stones. Vissulega gat Elvis sungið rokktónlist öllum öðrum betur í þá daga. Fyrir mér var Elvis af einhverjum ástæðum svolítið uppblásið egó hins Bandaríska þjóðfélags, einskonar óskabarn og holdgerfingur hins Ameríska draums þar sem draumur hins unga manns um frægð og frama gekk eftir vegna einhverskonar hjónabands dugnaðar og heppni. Fyrstu lögin sem frá Elvis komu voru engin rokktónlist. Og loks þegar hann fór að syngja rokktónlist var það svolítið dauðhreinsað, en Röddin - Já maður lifandi...
Vegna þessarar einstöku raddar sem Elvis hafði fór hann til sín lög annarra höfunda og gerði að sínum. Hann var borinn á gullstól alla tíð, ef ekki af Ofurstanum þá að ýmist útgefendum eða þeim kvikmyndaverum sem hann starfaði fyrir á hverjum tíma. Andleg eymd hans var svo mikil að hann varð að dæla í sig lyfjum til að meika daginn. Lyfjum sem síðar áttu sinn þátt í að lífi hans lauk allt of snemma í árum talið.
Meðlimir Stones lifðu sem rokkarar (alla vega stóru nöfn sveitarinnar. Því þegar talað er um líftíma Rolling Stones er verið að tala um alla þá sem tilheyrt hafa sveitinni.
Ekki aðeins núverandi meðlimi:
Mick Jagger
Keith Richards
Charlie Watts
Ronnie Wood
Heldur líka fyrrum meðlimi :
Brian Jones
Ian Stewart
Bill Wyman
Mick Taylor
Dick Taylor
Tony Chapman
Sumir þessara meðlima eru ekki lengur meðal okkar, þeir fóru hver á sinn hátt ýmist frá Rolling Stones eða hinu eiginlega lífi. En Rolling Stones er og mun ávalt vera ROKK ´N´ ROLL í mínum huga.
Ég ætla að gera þessa rokksveit að sumarsveitinni minni árið 2013. Og nægi það ekki verður sumarið kryddað með AC/DC af og til.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2013 | 23:45
I hálfa öld - Stones
Það er hálf öld síðan, Það var 10. maí 1963 sem þeir félagar mættu saman í sína fyrstu alvöru hljómplötuupptöku. Það gerðu þeir í Olympic hljóðverinu undir stjórn Andrew Oldham og lögin sem m.a. voru tekin upp þennan dag voru Come On og I Wanna Be Your Lover.
Já við erum auðvitað að tala um Rolling Stones. Þessi tvö lög áttu eftir að prýða fyrstu smáskífu þeirra félaga sem gefin var út 7. júní 1963, sama dag komu þeir fram í sjónvarpi í fyrsta sinn. Síðan þá hefur þessi sveit átt milljónir aðdáenda um víða veröld. Plöturnar selst í milljónum eintaka og enn fleiri slíkar milljónir hafa mætt á tónleika þeirra í gegnum árin.
Við sem eldri erum höfum flest keypt í að minnsta kosti eitt Rolling Stones albúm. Farið með það heim og sett plötuna á fóninn, meðan hún var spiluð var umslagið skoðað í smáatriðum og annað er viðkom útgáfu plötunnar. Hvert orð textans metið og spáð í hverja laglínu.
Í dag fer ungviðið á einhverja torrent síðu og sækir 800 laga pakka með sveitinni í MP3 og fær aldrei hugmynd um allar þær fórnir sem liggja að baka lögum á borð við Brown Sugar, Paint It Black, Lets Spend the Night Togerther, Honky Tonk Women svo eitthvað sé nefnt. Áhuginn á umslaginu fæðist aldrei og ótal smáatriði verða aldrei með í myndinni Stór hluti gæða tónlistarinnar berast þeim aldrei til eyrna því MP3 hefur klippt út allt kryddið, eftir er maukað kjöt í kötlunum og svo halda þau að þetta sé það sem tónlistin hafi best að bjóða og skilja ekkert í þessu Bítla, Prestley og Stones æði foreldranna.
Ég verð líklega að bæta mig og fá mér stærri tölvu svo ég geti haldið áfram að skipta út þessu MP3 fælum fyrir alvöru gæði. Krakkar ég segi það og skrifa ÞAÐ MUNAR MIKLU
Tónlist | Breytt 19.2.2013 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2013 | 10:06
Dylan í febrúar
Ég var í síðasta pistli mínum að tala um þær plötur sem Dylan hefur gefið út í janúarmánuði á ferlinum. Það er því ekki úr vegi að minnast á þær plötur sem komið hafa út í febrúar. En þar er ekki um auðugan garð að grisja því aðeins ein plata hefur komið frá kappanum í febrúarmánuði.
Dylan & The Dead.
Platan sem kom út árið 6. febrúar 1989 þykir nú ekki beint meðal hans merkilegustu. Heitið vísar til samstarfs Dylans við hljómsveitina Grateful Dead. og er ígildi hljómleikaplötu þar sem efni hennar var allt hljóðritað á tónleikasamstarfi sem Dylan átti við sveitina á þessum tíma.
Segja má að gagnrýnendur hafi ekki þótt mikið til plötunnar koma en þrátt fyrir það seldist hún ágætlega reyndar eins og flestar plötur hlutaðeigandi eftir að frægð og frami var náð.
Aðeins sjö lög prýða þessa plötu.
Slow Train
(hljóðritað í Foxborough, Massachusetts; 4. júlí 1987)
I Want You
(hljóðritað í Oakland, California; 24 júlí 1987)
Gotta Serve Somebody
(hljóðritað í Anaheim, California 26. júlí 1987)
Queen Jane Approximately
(hljóðritað í Eugene, Oregon 19. júlí 1987)
Joey
(hljóðritað í Foxborough, Massachusetts 4. júlí 1987)
All Along the Watchtower
(hljóðritað í Anaheim, California 26. júlí 1987)
Knockin' on Heaven's Door
(hljóðritað í Anaheim, California 26. júlí 1987)
Lagaval plötunnar er nú svo sem ekkert slor. Ætli maður spili hana ekki í febrúar og hlusti svo aftur á plötu janúarmánaðar alla vega tvær þeirra. En ég er á þeirri skoðun (sem reyndar hefur styrkst undanfarið) að maður hlustar öðruvísi á tónlist þegar það er sett upp sem verkefni en þegar það er gert vegna sjálfbærum hvötum eins og ánægju.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2013 | 08:31
Hlusta á Dylan í janúar
Ein þeirra ákvarðanna sem þarf að taka og vanda til þegar menn ætla að gefa út plötu er hvenær hún á að koma út. Þarna getur allt skipt máli, ár mánuður, vika jafnvel dagur. Hér heima á íslandi hafa síðustu þrír mánuðir ársins verið taldir hvað bestir ætli menn sér að ná einhverri sölu strax á plötu sinni. En verða þá einnig að vera þess viðbúnir að mæta hvað harðastri samkeppni.
En getur janúar verið góður mánuður til útgáfu plötu. Í dag varla, ég er ekki viss um að útgefendur almennt mæli með janúar sem útgáfumánuði.
Dylan hefur þó látið slíkt sem vind um eyru þjóta. og án þess að farið sé í ástæðurnar hafa fjórar plötur þess mikla meistara komið út í janúar. Já ótrúlegt nokk.
5.1.1976 ; Desire
13.1.1964 ; The Time They Are a-Changin'
17.1.1974 ; Planet Waves
20.1.1975 ; Blood on The Tracks
Þetta eru því plötur sem ég dreg fram í mánaðarlok og verða í spilaranum eina dagstund eða svo. En þar sem febrúar er að koma ætla ég að kanna hvaða Dylanplötur vera spilaðar´þá ég ætla að tækla þær á útgáfudeginum. Ég veit þetta er svolítil klikkun en þetta er bara svo skolli skemmtileg klikkun. Það er að prufa að hlusta á plötur af öðrum ástæðum og hvötum en löngun einni saman.
Ég á örugglega eftir að verða að hlusta á plötu sem mér leiðist. en hingað til hef ég bara glaðst með þessar hlustunarskyldu.
Meira um þetta í pistli í byrjun febrúar.
Dylan-kveðja
Bárður
Tónlist | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2013 | 09:11
Að hlusta á og dæma plötu
Ég hef nú hlustað á 204 lög með Bowie og í dag bætast 22 lög við þann hóp því plata dagsins er David Live. Fyrsta tónleikaplatan sem hann sendi frá sér.
En við erum hér að tala um þann gjörning að setjast niður og hlusta á plötu, og þá ekki gera neitt annað á meðan en hlusta. Þetta er ekki af því þig langar til þess, heldur er það löngu fyrirfram ákveðið að gera það þennan dag. Ég hef komist að því að slíkur gjörningur er allt annar en þegar maður gerir það af löngun og er í réttu skapi og með rétt hugarfar gagnvart því að hlusta.
Við skylduhlustunina finn ég að ég er kaldari gagnvar efninu. Þessi væntumþykja og jafnvel hlýja gagnvart lögum sem maður þekkir fær ekki alveg að koma með, verður ekki eins sterk og mat manns á gæði hvers lags er kaldara og óvægnara.
Kannski get ég svolítið lýst þessu svona: Lítið stutt lag sem gæti verið sætt og krúttlegt innan um tvö gæðalög á góðum degi er nú bara Barstaður sem maður vill ekki sjá og finnst algerlega ofaukið á plötunni og kaldur tekur maður af henni stjörnu í huganum.
Þess vegna er það nauðsynlegt eftir hlustunina að sitja og horfa á efni plötunnar sem eina heild þar sem lögin haldast í hendur þá á litli bastarðurinn möguika á að verða aftur lítið, sætt og krúttlegt lag sem leidd er af tveim stórum og sterkum einstaklingum og platan fær aftur stjörnuna sem tekin var af henni í ísköldu og ópersónulegu mati.
Ef einhver breyting verður við það að hugsa um plötuna sem heilstæða einingu þá er það nánast skylda að hlusta á hana aftur, alla vega að hluta. Því kannski öðlast maður meiri skilning á verkinu við aðra hlustun.
Þessi nálgun er svolíð nauðsynleg þegar Bowie á í hlut því plöturnar hans voru gjarnan hugsaðar sem heilstæð verk. Ekki tólf ókunnir einstaklingar sem troðið var í sömu íbúðina (það er á plötuna).
Líklega verð ég að hlusta tvisvar á þessi 22 lög sem David Live geymir. En kannski þarf ég þess ekki því ég hef heyrt hana ótal oft áður. Veit við hverju er að búast. Kannski þess vegna er erfiðara að hlusta með fullri athygli þegar þú þekkir verkið svo vel.
Að dæma plötu sem maður hefur aldrei heyrt áður er örugglega ekki síður vandaverk ef vel á að vera....
En nú er komið að plötu dagsins David Live. Á morgun er það næsta plata hans Young Americans....
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2013 | 23:08
Hlustað á Bowie í mánuð
Til allra þeirra er lesa þetta blogg.
Þar sem þetta blogg mitt hefur nú að mestu alla tíð snúist um áhugamálið það er tónlist og eða tónlistarmenn er best að halda sig við það efni. 8. janúar s.l. datt mér sú fásinna í hug að taka allar helstu plötur David Bowie til hlustunnar og hafa það eina plötu á dag. Ástæðan var að sjálfsögðu endurkoma Bowie inn í tónlistarveröld mína með nýju lagi og loforði um væntanlega plötu.
Áætlað var að þetta yrðu 30 plötur á jafnmörgum dögum það er að þetta tæki mánuð. Í fyrstu virtist þetta bara ganga vel upp en nú er ljóst að dagarnir verða fleiri þar sem ekki er hægt að sleppa einni live plötu og hlusta á aðra. Líklega verða þetta því eitthvað fleiri dagar og plötur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Ég mun halda áfram að setja inn ýmsar athugasemdir er þetta varðar á Facebook síðuna hjá mér frá degi til dags.
Þetta er skemmtileg áskorun því oftast hlustar maður á tónlist og plötur svona svolítið eftir því hvernig maður er stemmdur hverju sinni. Hér er það ekki í boði heldur verður hreinlega að setjast niður og hlusta og svo er það spurning breytir þessi kvöð tilfinningu manns gagnvart viðkomandi verki eða plötu í kjölfarið? Þessi Bowie pæling var ekki fyrr komin á skrið en hugur minn vildi víkka hana svolítið út.... Dylan...... og þá var gerð smá uppgötvun....
Já meira um það síðar
Kveðja Bárður
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2013 | 10:00
2 vika árs - Plötu og lagalistinn
Ásgeir Trausti er nýstirnið í íslenskri tónlistarflóru og menn mæra hann upp í rjáfur. Þetta skilar sér líka í plötusölu því hann er nú aftur kominn í efsta sæti listans eftir að hafa hleypt Retro Stefson að 1. sætinu í tvær vikur. Þetta þýðir að platan Dýrð í Dauðaþögn situr í fjórða sæti yfir þær plötur sem gert hafa það hvað lengst í 1. sæti listans allt frá því mælingar hófust 1978
Topp 5 með flestar vikur í 1. sæti
18. vikur Of Monsters And Men - My Head Is An Animal
17. vikur Helgi Björns og Reiðmenn vindanna - Heim í heiðardalinn *
17. vikur Mugison - Haglél
16. vikur Ásgeir Trausti - Dýrð í dauðaþögn
14. vikur Bubbi - Frelsi til sölu
* samfeld seta í 1. sæti.
En reyndar er Tónlistinn orðin svo íslenskur að hægt er að tala um íslenska listann í orðsins fyllstu merkingu og spurning hvort hann verði hreinlega ekki kærður fyrir mismunun og rasistaháttsemi því útlendar plötur virðast ekki eiga möguleika nema ein og ein fyrir algera náð og miskunn.
En þetta er alger viðsnúningur frá því sem var hér á árum áður þegar um 50% listans var erlendar plötur og einstakir erlendir listamenn áttu hvert bein í íslenskum popp og rokkaðdáendum. Menn eins og Meat Loaf, Kenny Rogers, Pink Floyd, David Bowie og ótal fleiri sem náðu toppsæti listans. á sínum tíma. En meira um það síðar.
Aðeins um lagalistann
Lagalistinn er sem betur fer ekki jafn rasískur og einsleitur og plötulistinn. Það er meira að gerast og hröðunin mun meiri. Enda t.d. 16 lög frá erlendum útgefendum þessa aðra viku ársins á topp 30. og Þar er Valdimar kominn á toppinn með lagið Yfir borgina en Retro Stefson sat þar yfir áramótin með Julíu. Við komum einnig til með að fjalla meira um laglistann síðar og vonandi í næstu viku. Því líklega verða þetta vikulegir pistlar um listann.
KV Bárður
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)