Dylan í febrúar

l5Ég var í síðasta pistli mínum að tala um þær plötur sem Dylan hefur gefið út í janúarmánuði á ferlinum. Það er því ekki úr vegi að minnast á þær plötur sem komið hafa út í febrúar. En þar er ekki um auðugan garð að grisja því aðeins ein plata hefur komið frá kappanum í febrúarmánuði.

Dylan & The Dead.

Platan sem kom út árið 6. febrúar 1989 þykir nú ekki beint meðal hans merkilegustu. Heitið vísar til samstarfs Dylans við hljómsveitina Grateful Dead. og er ígildi hljómleikaplötu þar sem efni hennar var allt hljóðritað á tónleikasamstarfi sem Dylan átti við sveitina á þessum tíma.

Segja má að gagnrýnendur hafi ekki þótt mikið til plötunnar koma en þrátt fyrir það seldist hún ágætlega reyndar eins og flestar plötur hlutaðeigandi eftir að frægð og frami var náð.

Aðeins sjö lög prýða þessa plötu.


Slow Train
     (hljóðritað í Foxborough, Massachusetts; 4. júlí 1987)
I Want You
     (hljóðritað í Oakland, California; 24 júlí 1987)
Gotta Serve Somebody
     (hljóðritað í Anaheim, California 26. júlí 1987)
Queen Jane Approximately
     (hljóðritað í Eugene, Oregon 19. júlí 1987)
Joey
     (hljóðritað í Foxborough, Massachusetts 4. júlí 1987)
All Along the Watchtower
     (hljóðritað í Anaheim, California 26. júlí  1987)
Knockin' on Heaven's Door
     (hljóðritað í Anaheim, California 26. júlí  1987)
 
Lagaval plötunnar er nú svo sem ekkert slor. Ætli maður spili hana ekki í febrúar og hlusti svo aftur á plötu janúarmánaðar alla vega tvær þeirra. En ég er á þeirri skoðun (sem reyndar hefur styrkst undanfarið) að maður hlustar öðruvísi á tónlist þegar það er sett upp sem verkefni en þegar það er gert vegna sjálfbærum hvötum eins og ánægju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband