Hlustað á Bowie í mánuð

bowie2323232323Til allra þeirra er lesa þetta blogg.

Þar sem þetta blogg mitt hefur nú að mestu alla tíð snúist um áhugamálið það er tónlist og eða tónlistarmenn er best að halda sig við það efni. 8. janúar s.l. datt mér sú fásinna í hug að taka allar helstu plötur David Bowie til hlustunnar og hafa það eina plötu á dag. Ástæðan var að sjálfsögðu endurkoma Bowie inn í tónlistarveröld mína með nýju lagi og loforði um væntanlega plötu.

Áætlað var að þetta yrðu 30 plötur á jafnmörgum dögum það er að þetta tæki mánuð.  Í fyrstu virtist þetta bara ganga vel upp en nú er ljóst að dagarnir verða fleiri þar sem ekki er hægt að sleppa einni „live“ plötu og hlusta á aðra. Líklega verða þetta því eitthvað fleiri dagar og plötur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. – Ég mun halda áfram að setja inn ýmsar athugasemdir er þetta varðar á Facebook síðuna hjá mér frá degi til dags.

Þetta er skemmtileg áskorun því oftast hlustar maður á tónlist og plötur svona svolítið eftir því hvernig maður er stemmdur hverju sinni. Hér er það ekki í boði heldur verður hreinlega að setjast niður og hlusta og svo er það spurning breytir þessi kvöð tilfinningu manns gagnvart viðkomandi verki eða plötu í kjölfarið? Þessi Bowie pæling var ekki fyrr komin á skrið en hugur minn vildi víkka hana svolítið út.... Dylan...... og þá var gerð smá uppgötvun....

Já meira um það síðar

Kveðja Bárður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband