Færsluflokkur: Tónlist

Alice 1975

4d2fb384-1e93-47c7-991c-2866bf0709e9Árið 2021 skrifaði ég nokkra pistla um einstakar plötur sem höfðu haft áhrif á líf mitt og tengdi þær þeim stunum sem þær komu inn.  Ég hélt þetta út frá janúar fram í ágúst. En ákvað þá að láta staðar numið að sinni. (minnir mig, alla vega finn ég ekki fleiri í tölvunni)

Nú lagar mig að bæta aðeins við þetta, einum eða tveimur pistlum.

 

Ef ég spyrði einhvern hvort hann vissi eitthvað um Vincent Damon Furnier gæti ég trúað að margi myndum hvá við. OK en ef ég segi Alice Cooper, Já hann já já ég veit hver það er. 

Mig langar að byrja á Alice Cooper En það var platan Billion Dollar Babies.(1973) sem opnaði dyrnar fyrst. Stundin sem ég sá umslagið fyrst var líka eitt fyrsta sinn sem mér var hótað líkamsmeiðinum og eitt frárra skipta sem ég hörfaði hræddur frá.

Kannski var það bara í stíl við þennan listamann því óneitanlega vakti Cooper ugg og ótta hjá æði mörgum sem sáu þennan málaða rokkara láta öllum illum látum á sviðinu.

Álftamýrinni um miðjan áttunda áratuginn. Ég og Pési og Skafti erum heima hjá þeim síðast nefnda.

Kiddi „Cooper“ eldri bróðir Skafta er ekki heim og tækifærið er notað til að laumast inn í herbergi þeirra bræðra og setja plötu á fóninn. Ég er að flétta gegnum myndarlegt safn platna Kidda sem átti allt það sem Alice Cooper hafði látið frá sér fara (enda Kiddi fengið viðurnefnið Kiddi „Cooper“ meðal okkar krakkanna).

Þetta er líklega snemma árs ´75.  Ég staðnæmdist við grænt umslag „Vá“ segi ég „þetta fannst mér eitt ljótasta plötuumslag sem ég hafði séð“. Ég skoðaði umslagið ekkert sérstaklega nema þennan græna lit og fatta svo að dauft mynstrið í græna litnum er eins og slönguskinn og lítil barnsmyndin „já Vá þetta var örugglega ungbarnamynd af djöflinum, bæti“ ég við.

Það sem ég vissi ekki að þarna hélt ég á plötu sem átti algerlega eftir að heilla mig rétt viku síðar.

Ég hét enn á plötunni í hendinni þegar hurðinni er hrundið upp og Kiddi er mættur á svæðið með orðunum „Hvern fjandann haldið þið að þið séuð að gera hér inni. Hann lítur á mig „Settu þetta frá þér og það afar varlega nema þú viljir að ég berji þig núna“ Sjái ég svo mikið sem fingrafar á plötunni minni eftir þig ertu dauður“. Ég hlýddi umorðalaus enda vissi ég að hann var vel fær um a‘ fylgja orðum sínum eftir með barsmíðarnar. Fáir voru harðar í slagsmálum í hverfinu ef nokkur.

Já það skal bara sagt eins og er að Kiddi var í guðatölu meðal krakkanna í hverfinu þegar að slagsmálum kom. Mig langað bara ferlega að heyra hana segði ég í von um að blíðka Kidda

ÚT Á STUNDINNI geltir hann á okkur. Þetta er allt of góður gripur fyrir aumingja ÚT. Við hlýddum

Öll svona andartök í lífi mínu þar sem ég hef orðið að láta í minni pokann fyrir einhverjum sitja alltaf í mér og gera líklega svo lengi sem ég lifi.

Ég vissi að ég næði nú líklega aldrei að berja Kidda og ekki fengi ég uppreisn æru þar og sem einskonar hefnd fór ég nokkrum dögum síðar niður í Fálkann sem þá var með plötusölu á Suðurlandsbrautinni og í þá daga gastu hlustað á plötur í plötuverslunum og bað um að fá að heyra þessa plötu með Alice Cooper.  Hún var ekki til í búðinni en svo undarlega vildi til að afgreiðslumaðurinn var með eigið eintak í poka bak við búðarborðið. Ég man ég borgaði honum eitthvað smávegis fyrir að hlusta á plötuna hans. Mér fannst ég líka hafa náð fram hálfum hefndum. og Vá þessi plata var hreint ekki svo slæm.
 

Nokkrum vikum síðar vorum við strákarnir að labba milli apóteka að kaupa spritt til að eima í geymslunni heima hjá mér þegar Kiddi vildi slást í hópinn. Hann tók yfir öxlina á mér að sagði ljúflega Komdu heim eitthvert kvöldið og ég skal leyfa þér að heyra Grænu plötuna hans Alice.

Ég sagði að það væri óþarfi ég væri búinn að heyra hana en ég væri samt alveg til í að heyra lagið „No more Mr Nice Guy aftur. Já geggjað lag sagði Kiddi ánægður með að Alice Cooper hafi náð mér.

Ég tengi enn Alice Cooper við Kidda vin minn úr Álftamýrinni. Enda báður fínir náungar þessir bræður Aice og Kiddi Cooper

 


Brilliant Live Adventures [1995–1999]

boxÞað var svo seint á árinu 2020 sem mönnum stóð fyrst til boða að kaupa tómt box merkt Brilliant Live Adventures [1995–1999] Menn voru enn að klóra sér í kollinum yfir þessu tilboði þegar það uppgötvaðist að framundan væri útgáfuveisla á tónleikaefni með Bowie. Því frá október 2020 og fram í apríl 2021 kom út sex plötutitlar sú fyrsta 30 október 2020 Ouvrez le Chien (Live Dallas 95)
og í kjölfarið komu þær hver af annarri í takmörkuðu upplagi No Trendy Réchauffé (Live Birmingham 95), LiveAndWell.com sem innihélt upptökur frá Earthling túrnum 1997, Look at the Moon! (Live Phoenix Festival 97), Something in the Air (Live Paris 99) og loks plata sem reyndar var vel þekkt meðal Bowie aðdáenda og til í ólöglegum útgáfum At the Kit Kat Klub (Live New York 99), eins og nafnið gefur til kynna upptökur frá þessum sögulegu tónleikum.
Þegar upp var staðið voru þetta 88 hljóðrit á 53 lögum því sum laganna var að finna á fleiri en einni plötu eins og gefur að skylja. t.d. eins og Hallo Spaceboy sem finna má á þrem platnanna, líkt og The Man Who Sold the World. En plöturnar sem komu út í takmörkuðu upplagi og seldar á netinu voru rifnar út, og fengu færri en vildu og menn með box og 2 eða 3 plötur þar sem þeir höfðu misst af hinum í grimmri netsölu sem stóð stutt yfir og ágerðist það eftir sem leið á plötufjöldann.
Harðir aðdáendur kappans voru ekki pat hrifnir af þessari söluaðferð og gagnrýndu hana í ræðum og riti allharðlega um allt netið og um tíma var nánast hver einasti spjallþráður um Bowie upptekinn af þessari gagnrýni. Að lokum brást útgáfufyrirtækið svo við og lofaði endurútgáfu á efninu frá A-Ö þannig að allir fengu að lokið að fylla í boxin. Þarna voru þá komnar plötur með upptökum frá bæði Earthling túrnum ´97) og Hours túrnum ´99.
Með þessari risaútgáfu voru tónleikaplötur Bowie ornar 20 tals og þótti sumum nóg um. Því árið 2020 kom einnig út plata I‘m Only Dancing frá sálartúrnum 1976. En það sem einnig þótti nokkuð undarlegt var að næsta box sem kom út bara sama heiti Brilliant Adventure (1992–2001) og var það útgefið efni það tímabil. Það undarlega við að velja þetta heiti ekki bara á eitt box heldur 2 er í meira lagi undarleg því nafnið kemur frá lagi á plötunni Hours sem þegar betur er að gáð ekki bara eftir Bowie því hann semur það í samstarfi við gítarleikarann Reeves Gabrels sem verið hafði með honum í Tin Machine á sínum tíma. Bentu nokkrir aðdáendur á að útgáfan hefði haft úr nokkrum tuga heita að velja en tekið þann versta, meðan aðrir sögðu heitið bara fínt. Nafnið á svona boxi væri algert aukaatriði. Það væri tónlistin sem væri aðalmálið.


Bowie - Heathen (2002)

2002-06-11Heathen var nafn næstu plötu Bowie og þeirrar fyrstu á nýju merki ISO sem Bowie hafði stofnað eftir að hann hafði slitið samstarfi sínu við EMI Virgin útgáfuna.

Platan sem út kom 10. júní 2002 var gefin út í samstarfi við Bandarísku Columbia hljómplötuútgáfuna. Plötuna hafði Bowie unnið í Allaire og Looking Glass hljóðverunum sem bæði eru staðsett í New York borg. Til verksins hóaði hann í gamlan félaga Tony Visconti sem hafði starfað með Bowie meðan frægðarsólin skein hvað skærast á áttunda áratugnum en rúm tuttugu ár voru þá liðin frá því þeir höfðu unnið saman í hljóðveri að einhverju ráði.
Þessi endurkoma Visconti þótti vitnisspurður um að nú þar væri leitað að sándinu sem einkennt hafði tónlist Bowie á því tímabili. Bowie hóaði í fleirri sem ekki höfðu unnið með honum frá því Scary Monsters kom út. Má þar nefna Pete Townshend gítarleikara Who sem leikur undir í laginu Slow Burn en það lag var valið á smáskífu sem undanfari plötunnar.

Fleiri gamlir félagar kíkja í heimsókn á þessum gæðagrip til dæmis vekur gleði að heyra aftur gítartakta Carlos Alomar í laginu Everyone say Hi. Þá vakti athygli Bowie fékk að Dave Grohl, fyrrum trommara Nirvana og forsprakka Foo Fighters, til að annast gítarleik í laginu I’ve Been Waiting For You en þar er á ferð gamall smellur frá meistara Neil Young en þetta lag hafði verið á tónleikaprógrammi Tin Machine sveitarinnar og þá í mun hægari útgáfu og oftast sungið af Reeves Gabrels. Og fyrst minnst er á þann annars ágæta mann vildu margir gagnrýnendur meina að brotthvarf hans frá Bowie teldist plötunni til tekna. Því nú væri það söngur Bowie sem réði för en ekki gítarleikur Reeves Gabrels sem mörgum þótti misgóður.

 

Heathen eða Heiðinginn er bein skírskotun til innihaldsins, þó ekki í trúarnlegum skilningi þess orðs, öllu heldur í samskiptalegum skilningi ef svo má segja. Þar sem inntak textanna er samskiptaleysi. Samskiptaleysi mannsskepnunnar við umhverfið og ekki síður við sjálft sig. Sá sem ekki trúir, iðkar því engin trúarbrögð er sagður heiðingi. Sá sem aldrei skoðar eigin tilfinningar ræktar því ekki sjálfsvitund sína né tilfinningarsvið, hann þekkir því ekki tilfinningar sínar og er því heiðingi gagnvart sjálfum sér segir Bowie. Og til að undirstrika þessa merkingu skal bent á mynd þá er prýðir umslag plötunnar þar sem höfundurinn horfir fram blindum augum. Augun eru spegill sálarinnar segir einhverstaðar.

 

Menn hafa einnig bent á að 911 atburðirnir í New York upplifun Bowie og sýn hans á þau hryðjuverk eigi sinn þátt í efni plötunnar.

 

Ef þú óttast hvert við erum komin skaltu í ótta þínum leita friðar, í ótta þínum skaltu leita ástar ráðleggur Bowie í opnunarlagi plötunnar Sunday. Allt er breytt, ekkert hefur breyst segir Bowie í öðrum texta og vill þar meina að breytingar séu undir mannskepnunni sjálfri komnar. Hún geti lifað í eyðimörk stöðnunar og aðgerðaleysis eða verið leitandi og tekið þær breytingar sem verði henni til þroska og andlegrar örvunar. Þessar djúphugsandi meiningar meistarans virtust ná nokkuð vel til samlanda hans því platan náði 5. sæti Breska vinsældarlistans og því 14. í Bandaríkjunum sem hlýtur að hafa glatt Bowie nokkuð.

 

Eins og gjarnan þegar rokkari á borð við Bowie sendir frá sér nýja plötu legga gagnrýnendur í skógargang með stök lög hennar eða gripin í heild, í leit að samsvörun, hvort heldur er við eldra efni kappans eða atvik úr ævi hans, með það fyrir augum að fá niðurstöðu um tilgang lags og texta og geta í kjölfarið sett sig í gáfulegar stellingar við að krifja viðkomandi tónsmíð til mergjar og leggja það oftar en ekki fram sem sönnun þess hve vel þeir þekki sögu viðkomandi tónlistarmanns. Heathen var engin undantekning frá þessu undarlegu leit gagnrýnenda. Þannig fannst sumum upphafstónnar fyrsta smáskífulagsins Slow burn minna á lagið Heroes og gítarleikur Pete Townshend líkjast því sem Robert Flipp hafði verið að gera á Scary Monsters plötunni árið 1980 og staðsettu því þetta lag með henni svo dæmi sé tekið.

 

Heather fylgdu ótal smáskífur og ýmist hliðarefni eins og títt er orðið og má nefna meðal fylgifiska Heather nokkrar smáskífuútgáfur, t.d. Slow Burn sem út kom í tveim mismundi útgáfum, Everyone Say Hi sem kom út í þrem mismunandi útgáfum og loks smáskífunna I’ve been waiting 4U. Þar fyrir utan kom frumútgáfa plötunnar út sem tvöföld plata í takmörkuðu upplagi þó, og innihélt aukaplatan fjögur lög. Þar mátti heyra nýjar hljóðritanir laganna Conversation Pice sem fyrst hafði komið út 1970 og Panick In Detroit frá árinu 1979, en auk þeirra voru á skífunni breyttar útgáfur tvegga laga af Heathen.

 

Þess má svo einnig geta að platan var tilnefnd til Mercury verðlaunanna. Það er óneitanlega broslegt þar sem þau eru hugsuð fyrir upprennandi tónlistarmenn sem eru að bjóða upp á  nýja og ferska hluti í sköpun sinni.

 

 

 


Túngumál

18892942_689451414575853_1181544833649486190_nÉg held að þeir sem mig þekkja viti vel að ég hef verið einlægur aðdáandi Bubba svo lengi sem ég man. Ekki ætla ég að rekja þá sögu hér heldur aðeins minnast á nýjustu plötu hans, Já svona renna aðeins yfir hana eins og sagt er og stinga inn nokkrum staðreyndum til fróðleiks.

Byrjum á því sem við getum talið. Tungumál er 30 hljóðversplata Bubba sem sólista í fullri lengd með nýju efni. Ef við númerum lögin á ferlinum og teljum aðeins lögin á upprunalegu útgáfunum, sleppum öllu aukaefni hvort sem það er á CD útgáfum eða endurútgáfum þá er upphafslag plötunnar Tungumál númer 335 á ferlinum. Hana nú.

Að sjálfsögðu eru plötunnar og lögin mikið, mikið fleiri. Því hér erum við aðeins að ræða hljóðversbreiðskífur með nýju efni, sem dæmi í þessari talningu er Tungumál ellefu laga plata. CD útgáfan skartar tveim aukalögum sem ekki eru á vínylútgáfunni. Vona ég að allir séu nú farnir að fatta hvernig þetta er talið.

Þegar maður rennir yfir feril Bubba minnir hann mann óneytanlega á stjörnuljós. Við vitum hvernig ljósagnirnar spýtast í allar áttir þegar maður kveikir á stjörnuljósi. Bubbi er búinn að vera út um allt, textalega, tónlistarlega. Hann hefur verið óhræddur við að stíga inn á nýjar slóðir, kanna akrana en um leið náð að gera tónlistina að sinni.

Síðasta plata var samnefnarinn Konur. Nú er það Suður Ameríka. Þó má finna skemmtilega tenginguna á þessari plötu við 18 konur. í laginu Konur.

Það að Bubbi færi til Suður Ameríku í leit að kryddinu á plötu var eiginlega meira spurning hvenær en ekki hvort. Hann hefur daðrað við þessa tónlist allan sinn feril. Til er hljóðritun af Stál og hníf frá upphafsárum ferilsins með suðuramerískum blæ. Spánskur dúett í Breiðholti og svo mætti áfram telja. Bóleró takturinn t.d. liggur gegnum ferilinn eins og fínt ofin strengur. Það sést kannski ekki alltaf í þennan streng en hann er þarna undirliggjandi og stundum glittir í hann. Svo verður hann alsráðandi eins og með Kúbuplötunni, og aftur nú er er þó allt öðruvísi, allt aðrir litir.

Tónlistarlega er Tungumál þýð og mjúk plata en um leið hörð og markviss án málamiðlana. Formið er neglt og síðan er leikið sér innan þess. Þessi aðferð Bubba heppnast vel og rúmlega það. Bubbi syngur þessa plötu líka fantavel. Það er létt yfir honum. Engin áreynsla, engin vonska eða reiði, Þó glittir í sársaukann, sem eykur manneskjuna á plötunni. Heilt á litið eru þetta nettar ástarjátningar og sumarsveifla af bestu gerð. Það er engin æsifréttamennska í gangi. Þetta er mikið frekar plata gleði og birtu.

Textalega heldur hann áfram frá síðustu plötu. Þar sem aftur voru komnir textar sem leystu af langa ljóðbálka sem misprýddu plötur áranna á undan.

Þegar hlustað er á plötuna endurtekið síast inn hjá mér hve sjálfmiðaðir textarnir eru. Bubbi er í raun að fjalla um sjálfan sig í flestum textanna. Minna um almenna þjóðfélagsrýni þó auðvitað liggi leiðir saman á köflum . Hann syngur svo til alla plötuna í 1. persónu. Sem bíður uppá að hver maður getur gert textann að sínum og sungið hann sem sinn, finni hann sig í textanum. Svo geta menn ákveðið svona hver fyrir sig hvort það er plús eða mínus. Þetta er spurningin um „er ég að segja frá mér“ eða „tala um einhvern“. Líklega ein fyrsta ákvörðun hvers rithöfundar sem ætlar að skrifa bók. Það er ekki fyrr en í fjórða lagi plötunnar Skilaðu skömminni sem þó er líklega persónulegasta yfirlýsingin á plötunni að hann stígur út og syngur í annarri persónu.

Í raun er fátt á þessari plötu sem minni á Bubba á upphafsárunum þó glittir í þann gamla góða skömbung í laginu Bak við járnaðan himinn. Hér er ég að tala um stíl og söng. Lagið er fyrir mér eitt af betri lögum plötunnar. Og talandi um það þá er eiginlega varla hægt að taka einstök lög út og segja þau betri en önnum. Þetta myndar saman eina sterka heild og það gerir þessa plötu eina af hans betri hin síðar ár. Þetta þema gengur fyllilega upp og ég óska Bubba og okkur öllum til hamingju með þessa fallegu sumargjöf.
Svona í lokin kaupið tvær síðustu plötur Bubba og berið þær saman. Báðar með þeim betri í langan tíma jafn ólíkar og þær eru. Ég lofa þær bara auðga líf ykkar.

Ég ætla svo að gerast sjálfmiðaður í lokin og segja Mikið er ég glaður að Bubbi skyldi senda þessa plötu frá sér og það á vínyl líka.

PS. Textar og frágangur á upplýsingum á umslagi er eini stóri mínus plötunnar.


Meira út óútgefnu handriti - sýnishorn úr handriti.

Kaupmaðurinn á horninu (Bubbi Morthens & Rúnar Júlíusson)
*G.C.D. (1991) *Minningartónleikar um Karl J Sighvatsson (1992)
*06.06.06 (2006)

Bubbi: Rúnar Júlíusson var dásamlegur maður og góður vinur minn. Einhvertímann þá lét ég hann fá lag og sagði: Rúnar ég held að þetta sé gott lag til að setja á plötu. Hann svona bara Já, já einmitt. Svo leið einhver tími, töluverður tími. Svo fórum við að gera plötu saman og þá mundi ég eftir þessu lagi og spurði Rúnar hvar er lagið sem ég lét þig fá hérna um árið. Já það, það er ofan í skúffu. – Ofan í skúffu? – Já svaraði Rúni. Getur þú ekki náð í það bara. Og hann kom með það. Og ég sagði: Þetta er geggjað lag maður. Við verðum að taka þetta upp. Við erum bara á því að þetta er æðislegt lag og það er líka alveg slatti af fólki sem finnst þetta æðislegt lag. En gaurinn sem lagið fjallar um finnst þetta ekki gott lag. Sagði Bubbi á Þorláksmessu 2011.

Bubbi: Já það er saga að segja frá því. Sko ég var búinn að gera Kaupmanninn á horninu og ég hugsaði Þetta er lag fyrir Rúnar Júlíusson Þetta er áður en samstarfið hefst. Ég hitti Rúnar. Af því að Óttar Felix og ég erum vinir. Og ég lét hann fá kassettu með þessu lagi og ég sagði Rúni þetta lag er fyrir þig taktu þetta upp. Svo þegar ég kom til Keflavíkur þá segi ég við Rúnar. Rúnar manstu ég lét þig fá lag í fyrra. Já segir hann. Gerðir þú aldrei neitt við það?. - Nei. -Hvar er það?. - Það er hérna ofan í skúffu. Hann tekur það upp. Og ég byrja að spila á gítarinn og hann er með svona acoustick bassa og hann byrjar svona dinn, dú dú dú dúmmm. Og ég segi þetta er svona Stonesfíl. sagði Bubbi um þetta lag og samstarfið við Rúnar Júl. í þættinum Harmageddon 21 maí 2015.

Þeir félagar ásamt samstarfsmönnum tóku lagið upp í Grjótnámunni í maí 1991. Tónleikaútgáfu fengum við frá fyrstu minningartónleikunum um Kalla Sighvats 4. júlí 1991 í Borgarleikhúsinu. Þar tók sveitin þrjú lög en aðeins tvö voru þó valin á plötuna. Lagið var tekið í Höllinni 06.06.06.

Eitt verður að teljast nokkuð dularfullt hvað vinsældir lagsins varðar því þrátt fyrir að fá spilun sást lagið aldrei á birtum vinsældalistum DV á þessum tíma en þegar árið var gert upp var lagið sett þar í 2. sæti fyrir vinsælustu lög ársins. Já margt skrítið í kýrhausum vinsældarlista þessa lands.


Úr óútgefnu handriti um lög og plötur Bubba

Þessa daganna sit ég sveittur við að berja saman einskonar handriti um lög og plötur Bubba. Sum lögin eiga sér stærri sögur en önnur. Kannski verður þetta eitthvað kannski ekki. Enn er ég að byggja þetta á gögnum sem ég á en vonandi fæ é einhvern daginn Bubba til smá aðstoðar.  nær 2 tímar og 2 kaffibollar fóru í þetta lag í morgun

 

Ísbjarnarblús (Bubbi)
*Vísnakvöld (1980) * Ísbjarnarblús (1980)
*Blús fyrir Rikka (1986) *Ég er (1991)
*Utangarðsmenn (1994) *Gleðileg jól (2005)
*Lögin mín (2006) *06.06.06 (2006)
*Bubbi og Stórsveitin (2008)

Bubbi: Ísbjarnarblús var sá fyrsti sem ég lauk við og var ánægður með, hugmyndin að honum var ódýr. Ég hafði verið að lesa Bílaborgina eftir Arthur Hailey þar sem hann lýsir negrum sem skrúfa bolta í bíla við færibönd í verksmiðjum. Þessa hugmynd flutt ég í Ísbjörninn þar sem ég var að vinna við færiband, gerði negrana hans Haileys að stúlkum og strákum sem eru að gera að fiski“.... Bubbi í bókinni Bubbi (1990)

Ísbjarnarblús; móðir allra laga sem síðar komu. Fyrsta lagið sem gefið var út með manninum, titillag fyrstu sólóplötunnar. Lag sem hefur verið eins og skuggi skapar sínum alla tíð frá því það var samið og mun að öllum líkindum lifa manninn og okkur hin líka. Lagið hefur fengið að hljóma á ótal plötum, í ótal útgáfum. Hér eru útgáfunnar í tímaröð og hvenær upptaka er gerð.:

Vísnakvöld – tekið upp á Hótel Borg 20. nóvember 1979
Ísbjarnarblús – tekið upp i Tóntækni í ársbyrjun 1980
Blús fyrir Rikka- tekið upp á Hótel Borg 1. maí 1986
Ég er – tekið upp 11. nóvember 1990
Utangarðsmenn – tekið upp í maí 1981
Gleðileg jól tekið upp á einkatónleikum 2005
Lögin mín – tekið upp í Stúdíó Sýrlandi vorið 2006
06.06.06 – Tekið upp í Laugardalshöll 6, Júní 2006
Bubbi og Stórsveitin tekið upp í janúarbyrjun 2008

Undur og stórmerki gerðust rúmum 27. árum eftir að lagið kom fyrst út náði það inn á vinsældalista. Í ársbyrjun 2008 náði lagið 3. sæti á lagalistanum þar sem lagið sat í 3. vikur á topp 10. Lagið náði einnig 5. sætinu á Netlistanum sat í 5 vikur á topp 10 þar. Já Sum lög þurfa bara sinn aðlögunartíma.


Dauðsföll tónlistarmanna í Janúar 2016 - Undarlegt?

Þetta ár fór undarlega af stað. Andlát innan raða tónlistageirans urðu mjög áberandi í fjölmiðlum með andláti David Bowie í janúar. En fleira undarlegt gerðist í andlátum tónlistarmanna. T.d. 28. janúar dóu tveir menn, báðir 74 ára og báðir höfðu þeir leikið í sömu hljómsveitinni. Febrúar er rétt að byrja og andlátum linnir ekki.

4. janúar
• Long John Hunter, 84 ára, Amerískur blús gítarleikari, söngvari og lagasmiður
• Robert Stigwood, 81 árs, fæddur Ástrali, umboðsmaður fyrir sveitir á borð við Bee Gees og Cream einnig kvikmynda producer, mynda eins og Grease, Saturday Night Fever og Evita svo dæmi séu tekin

7. janúar
• Kitty Kallen, 94 ára, Amerísk söngkona gaf út fjölda platna á árunum 1943-1963
• Troy Shondell, 76 ára, Amerískur söngvari. var einn þessara „one hit wonder“ með lagið This Time. Dánarorsök: Alzheimers og Parkinson.

10. janúar
• David Bowie, 69 ára Breskur söngvari og lagasmiður. Óþarfi að kynna hann frekar.

15. janúar
• Pete Huttlinger, 54 ára, Amerískur gítarleikari spilaði m.a. með John Denver og LeAnn Rimes Dánarorsök: Heilablóðfall

16. janúar
• Gary Loizzo, 70 ára, Amerískur söngvari hljómsveitarinnar The American Breed dánarorsök: Krabbamein

17. janúar
• Clarence Henry Reid, 76 ára betur þekktur sem Blowfly Amerískur tónlistarmaður, lagasmiður og producer, vann með fjölda listmann skrifaði og produceraði m.a. fyrir sveitir eins og KC & the Sunshine Band.

18. janúar
• Glenn Frey, 67 ára, Amerískur tónlistarmaður og lagasmiður þekktur fyrir veru sína í Eagels

28. janúar
• Signe Toly Anderson, 74. ára, Amerísur söngvari m.a. með Jefferson Airplane
• Paul Kantner, 74 ára, Amerískur tónlistarmaður m.a. með Jefferson Airplane, Jefferson Starship


Bubbi fleiri konur - Því þessar fá allar 5 stjörnur

Þegar menn fara að gera plötur með skilyrðum þá eru meiri líkur en minni á að þeim mistakist að galdra fram gott verk. Tala nú ekki um þegar skilyrðin eru jafnvel orðin fleiri en eitt. Eins og til dæmis að umfjöllunarefnið sé um konur og meðspilararnir séu aðeins kvenkyns.

En ekki í tilfelli Bubba Morthens. Á plötunni 18 konur gengur conseptið fullkomlega upp. Kannski er ástæðan að Bubbi er ekkert óvanur að semja og syngja um konur, aðstæður þeirra og örlög. Það hefur hann gert allan sinn feril.
„Við vélina hefur hún staðið síðan í gær“ svona byrjar Bubbi sína fyrstu sólóplötu, já með því að syngja um fiskverkakonu og léleg laun hennar og svo bætist Sigga á borði 22 við sú sem hætti í Ísbirninum og síðan hafa konur verið eins og þráður munstraður í textaferil Bubba.

18 konur kallast á við þennan þráð og upp í hugann koma lög á borð við Tangó með Utangarðsmönnum (1980), Móðir (1982), Haustið á liti (1985), Aldrei aftur (1994), Hann elskar mig ekki (1997), Pollyana (1999) Mamma vinnur og vinnur (2003). Bara svo nokkur dæmi séu tekið. Því þau eru mikið fleiri í nær 600 laga pakka Bubba sem ferillinn spannar þar sem konur og örlög þeirra eru í sviðsljósinu.

Haldi menn að platan skipti engu þá er það misskilningur því þetta er söguleg plata. Þó ekki sé nema fyrir það að undirleikarar plötunnar eru kvenkyns. Kannski kemur sá dagur að kyn skiptir ekki máli hvort heldur er í hæstarétti eða innan tónlistarmanna. En því miður er sá tími ekki enn kominn og þangað til er plata Bubba þarft innlegg í umræðuna og einskonar glott framan í þá sem vilja viðhalda kynjahlutverkunum eins og þau voru um miðja síðustu öld. 18 Konur væri tilvalið verkefni það er að barnaskólar tækju efni þessarar plötu inn í skólakerfið og ræddu innihaldið við nemendur því þau eru kannski kynslóðin sem nær þeim áfanga sem okkur eldri mistókst – Það er jafnrétti fyrir bæði kynin í orði sem verki.

En svo við snúum okkur aftur að kostum og göllum plötunnar þá eru kostirnir svo margir allt frá söng til útsetninga, frá textum til umslags. Gott dæmi um þetta er elsta lag plötunnar Hægt andlát 14 ára stúlku sem mér fannst aldrei ganga fyllilega upp í sinni upphaflegu kassagítarútgáfu sem maður heyrði á tónleikum. Þar var Bubbi að þrengja textann að laginu og útsetningunni. En hér smellpassar hann og er orðinn fyrir mér alvörulag.
Helsti ókostur plötunnar er kannski hvað leið langt frá því hún kom út þar til hægt var að versla hana í föstu formi. Því hvað sem hver segir þá getur maður ekki eignast eitthvað sem maður aðeins heyrir.
Ég vil fá að halda á plötunni 18 konur og geta tekið þennan boðskap hennar með mér hvar sem ég fer. Platan 18 Konur er með fullt hús stiga og allar fimm stjörnurnar eru stórar

 


Færibandslögin - Fjársjóður sem safnar ryki

Innan veggja Ríkisútvarpsins má finna óteljandi gullperlur í tali og tónum. Meðal þess eru (vonandi) Færibandsþættir Bubba Morthens. Þó þættirnir sem slíkir séu gersemar er upphaf fyrstu 38 þáttanna í mínum huga sérstakir á heimsvísu. Ég efast um að nokkur staðar á byggðu bóli hafi tónlistarmaður af kaliberi Bubba tekið að sér þáttagerð og byrjað þáttinn á frumflutningi lags sem reyndar vel flest voru samin á staðnum. Þannig er til um 37 lög og einn ljóðalestur til af fyrstu þáttunum. En þetta spannar tímabilið frá 13.október 2008 og fram 24. ágúst 2009. Lögin sem þarna eru að finna er mörg hver merkileg og munu þegar fram líða stundir vaxa því þarna eru að finna lög sem síðar voru hljóðrituð á fjórðu plötu Egósins sem fékk heitið 6. Október og kom út í árslok 2009.

Væri ég með umsjón efnis Bubba Morthens væri þetta efni þegar komið í sölu. Í einhverju formi. Því það er nánast óheyrilegt að svona gullmolar liggi og safni ryki innan veggja RÚV. Svona til upprifjunar þá eru þetta lögin:

13. október 2008 Bankakreppublús
20. október 2008 Að fyrirgefa
03. nóvember 2008 Ekkert er að ske
10. nóvember 2008 Krónublús
17. nóvember 2008 Hún amma mín sagði mér það
24. nóvember 2008 Við skulum dansa aftur þegar birtir
08. desember 2008 Engin leið að hank'ann
15. desember 2008 Ég lét rödd mína hljóma
22. desember 2008 Snjókornin falla
29. desember 2008 Áður en dagarnir hverfa
05. janúar 2009 Kannski varð bylting vorið 2009
12. janúar 2009 Það er til þjóð
19. janúar 2009 Ónafngreint lag (Þeir í Kaupþing kunnu að svindla)
26. janúar 2009 "Þeir hnýttu þjóðinni snörur" - Síðar 6. október
2. febrúar 2009 Ónafngreint lag um álver
9. febrúar 2009 Dagurinn sem bankinn þinn dó
16. febrúar 2009 Fallegi lúserinn minn
23. febrúar 2009 ónafngreint lag (Þau misstu bæði vinnuna)
02. mars 2009 Hvernig tilfinning er það
09. mars 2009 Æ, Víví
16. mars 2009 Allt við það sama
23. mars 2009 Engill ræður för
30. mars 2009 Æ, Víví
06. apríl 2009 Heilinn skröltir laus
20. apríl 2009 ónafngreint lag
27. apríl 2009 Biðraðir og bomsur
04. maí 2009 Dagurinn sem bankinn þinn dó
11. maí 2009 ónefndur prósi
18. maí 2009 Sumarið er komið
25. maí 2009 Ónafngreint lag (Hættum að borga)
08. júní 2009 Óttinn er leikurinn
15. júní 2009 Það er jákvætt
22. júní 2009 ónefnt lag (Hættur að borga)
06. júlí 2009 ónefnt lag (Gettu hvað ég sá)
13. júlí 2009 ónefnt lag (Segðu mér mamma)
17. ágúst 2009 ónefnt lag (Nýfætt barn)
24. ágúst 2009 ónefnt lag (Mannæta)

 


Íslenski plötulistinn 40 vika árs

Það sem af er þessu ári hafa 15 plötur náð því að setjast í 1. sæti Tónlistans. Eins og svo oft áður nýtur söluhæsta plata síðasta árs góðs af velgengni sinni og á flestar vikur ársins á eftir. Á þessu ári er það plata Ásgeirs Trausta - Dýrð í dauðaþögn sem setið hefur 11 vikur í 1. sæti listans það sem af er árinu 2013. Safnplatan This Is Icelandic Indie Music er í 2. sæti og líklega eru það erlendir ferðamenn sem náðu að halda henni í toppsætinu í heilar 7 vikur. Sigur Rós vermir þriðja sætið með 5 vikur en aðrar hafa aðeins náð einni til tveim vikum En listinn lítur svona út:

11  Dýrð í dauðaþögn - Ásgeir Trausti
7   This Is Icelandic Indie Music - Ýmsir
5   Kveikur - Sigur Rós
2   Söngvakeppnin 2013 - Ýmsir
2   Pale Green Ghosts - John Grant
2   Tíminn fýgur áfram - Ýmsir
2   Eurovision Song Contest 2013: Malmö - Ýmsir
2   Pottétt 60 - Ýmsir
2   Tookah - Emilíana Torrini
1   Retro Stefson - Retro Stefson
1   Flame And Wind - St.Petersburg Cello Ensemble
1   Stormurinn - Bubbi
1   Út á sjó - KK & Maggi Eiríks
1   Þorparinn - Pálmi Gunnarsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband