Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Erum við með rétta ríkisstjórn í verkefnið?

sacmaSvarið er einfalt NEI. Þessi vinstri stjórn er í engu frábrugðin öðrum vinstri stjórnum. Það þarf engan stjórnmálaspeking til að vita að engin vinstri ríkisstjórn, hvorki á Íslandi, Ameríku, Rússlandi né nokkurs staðar annarsstaðar í víðri veröld hefur komið fram með prógramm eða áætlanir sem stuðlar að því að aðstoða einstaklinginn í að rífa sig upp, gera honum kleyft að stofna fyrirtæki, eða hefja rekstur,  koma sér út úr fátækt og því bótakerfi sem stjórnvöld virðast vilja viðhalda,

En því vilja stjórnvöld viðhafa fátækt? Kannski  vegna þess að það er sterkra aflið til að halda fólki niðri, Ölmusumaður rífur síður kjaft. Þetta er einnig hluti þeirra verslunarvarnings sem vinnuveitendur geta svo verslað með, Desemberuppbót er lýsandi dæmi um það, Orlofsuppbót varð líka eitt sinn til. Það er kastað inn bótum hér og þar þegar þrýstihópar hafa of hátt. Bótakerfið er verslunarvara stjórnvalda sem svo er skorið niður þegar illa ára í búskapnum eins og nú er raunin og bætur eru líka verslunarvara  samningamanna vinnuveitenda.

Til að finna nú fínt orð yfir BÆTURNAR kalla sumir þetta  jöfnuð. Hvað er verið að jafna? Fátækt, líklega.  Þeir eru ekki að jafna kjör almennings við sín kjör. Heldur aðra hópa sem teljast til fátækra.

Mín skoðun er að við förum aldrei langt inn í aukna hagsæld með þessa stjórn við stýrið. Þarna skipta menn um skoðun þrisvar á dag allt eftir því hvernig vindar blása. Maðurinn sem vildi ekki eitt og annað, er nú á fullri ferð í að gera eitt og annað. Þessi maður er Ráðherra – Allir Ráðherrarnir aðhyllast þessi vinnubrögð. Hversvegna? Vegna þess að það er ekki til nein heilsteypt áætlun, menn eru að leika þetta af fingrum fram dag frá degi. Menn horfa bara á næstu öldu og vona að það sé ekki brotsjór. Þetta eru sömu vinnubrögðin og bankarnir viðhöfðu og við höfum þegar séð afrakstur þeirra vinnubragða.


Þingheimur og blaðamenn Hvar eruð þið?

Miðvikudagur 9. Nóvember. Um klukkan níu í morgun settist ég við tölvuna og renndi yfir netmiðlana þrjá Moggann, Vísir og DV.Það vakti athygli mína að nánast engar pólitískar fréttur voru á forsíðum þessara miðla.
Engin sem sagði staf um störf stjórnvalda eða þingmanna eða hvað væri að gerast. Hvað t.d. hafði farið fram á alþingi síðasta dag eða daga. Enginn fjallaði um þau frumvörp sem væru í umræðunni þar eða biðu samþykktar þingsins

Fyrst skaut niður í huga mér hvort þeir blaða-, eða fréttamenn sem skrifa um störf þings og stjórnar væru bara ekki komnir í vinnuna svona snemma. en eftir smá íhugun fannst mér ólíklegt að blaðamenn allra þessara miðla væri enn sofandi, kom upp önnur hugsun í þessu sambandi. Það væri kannski ekkert að gerast.

Kannski væri það ríkisstjórnin og þingheimur sem væri sofandi heima. Nei líklega ekki. En hvað er í gangi? Eða réttara sagt, hvað er ekki í gangi?Auðvitað hefur ríkisstjórnin litinn tíma til að spá í skuldavanda heimilanna. Þar á bænum er verið að sameina ráðuneyti, færa og flytja menn úr einni stöðunni í aðra, ráða þar hina margvíslegu stjóra og fulltrúa og endurskipuleggja allt innra starfið. Það hlýtur að þurfa, þegar verið er að sameina ráðuneyti, það gefur augaleið. Þetta er ekkert ósvipað því þegar tveir einstaklingar ákveða að fara að búa saman. Hverju á að halda og hverju á að henda, hvar á að búa og hvernig á að skipta verkum? 

Þingmenn eru áræðalega líka nokkuð uppteknir. Þeir verða að fá næga hvíld, því framundan er lotuvinna því það verða örugglega afgreidd nokkrir tugir mála frá þinginu fyrir jólaleyfi í einni striklotu í ár líkt og undanfarin ár. Kannski þingmennirnir séu komnir með þá stundaskrá og stjórnarandstaðan situr þá heima og býr til mótbárur og andsvör, meðan stjórnarliðar smíða meðsvör og andsvör við andsvörum stjórnarandstöðunnar. Stafið gengur jú að stórum hluta út á að vera ósammála hinu liðinu, sýnist manni. 

Þeim liggur ekkert á að ræða skuldavanda heimila og fyrirtækja. Sú staðreynd að 10 manns yfirgefi landið á degi hverjum hefur efalaust róað taugar þingheims. Vandi þessara heimila er að hverfa. Þegar annað hvor menn verða farnir af landi brott eða gerðir gjaldþrota af íbúðarlánasjóði og eða skattinum, það þarf ekkert að hjálpa þeim neitt. Þannig leysist þessi skuldavandi líklega bara af sjálfum sér, Við getum kallað þetta sjálfbærar lausnir. Þetta hentar þingheimi örugglega bara vel. 

Hvað fyrirtækin varðar, Þau verða gjaldþrota, hætta starfsemi og þá opnast möguleiki fyrir næsta ,,Asna“ að stofna fyrirtæki. Það verða alltaf einhverjir sem þrá að græða.  Þetta er því allt í bara nokkuð góðum farvegi og alger óþarfi fyrir fjölmiðla að vera að hrella okkur almenning með skrifum af þeim miklu störfum þingmanna og ríkisstjórnar sem unnin eru, eða ekki þessa dagana. Þeir geta því haldið áfram að segja okkur frá því hvað París Hilton, Jessica Alba og allar hinar stjörnurnar í hinum stóra heimi eru að gera við hárið á sér eða í hvaða fötum þær sáust síðast á almannafæri. Það er þjóðfélaginu algerlega bráðnauðsynlegt og gerir lífið svo mikið skemmtilegra meðan sýsli stendur inn í stofu og bíður upp. 

Já það er sama hver ég lít í dag. Blaðamenn og þingheimur, ráðamenn og ríkisstjórn. Þögnin er ykkar.


Það er eitthvað skrítið við þessa mynd

Það er eitthvað skrítið við þessa mynd 

Flestar fjármálastofnanir landsins eru með skítinn upp á bak, buðu ólögleg lán á sínum tíma og tóku þátt í hinum ýmsu vafasömu viðskiptum sem nú eru til skoðunar hjá sérstöku saksóknara. Ríkisstjórn landsins lagði aðaláherslu á að bjarga þeim frá falli við hrunið 2008. Í vissum skilningi var almennur lántakandi þessara stofnana fórnarlamb hrunsins. Þeim almenningi var aftur á móti lítt hjálpað. Hann verða í versta falli að standa í kulda og trekk í biðröð eftir matargjöf fyrir utan húsnæði hjálparsamtaka og í bestafalli semjandi við þá sem brutu á honum.

Það er eitthvað skrítið við þessa mynd. 

Já þetta er undarleg mynd. Fórnarlambið þarf að semja við lögbrjótinn. Þetta svipar til að fórnarlömbum handrukkara væri einungis boðið að semja um skuldina við handrukkarann af yfirvöldum þegar fórnarlambið kærir. Yfirvöld segði við handrukkarnann þú mátt ekki berja hann og við fórnarlambið: þú verður að semja við handrukkarann um skuldina. Við ætlum á meðan að veita handrukkaranum allan þann stuðning sem við getum svo hann geti haldi áfram starfsemi sinni. 

Það er eitthvað skrítið við þessa mynd.  

Menn töluðu um að þetta líktist náttúruhamförum á sínum tíma. Það hefur verið venja hin síðir ár að þeir sem lenda í slíku fái áfallahjálp. En í þessum hamförum var því öfugt farið. Því fótunum var sparkað undan þeim sem veikast stóðu. Og það merkilega er að enn er verið að því.  

Það er eitthvað skrítið við þessa mynd. 

Ríkisstjórnin biðlar til fjármálafyrirtækjanna sem þeir aðstoðuðu hvað mest að sýna fólki skilning og biðlund. En á sama tíma er það biðjandinn það er ríkið sem gengur hvað harðast fram í að sparka fótum undan fólki og hirða af þeim eignir þeirra. (Skatturinn og Húsnæðismálastofnun) Eignir Húsnæðismálastofnunar telja nú hundruð og þá kemur upp það vandamál að ekkert er að seljast á fullur verið. Þá dettur Ríkisstjórninni í hug að koma á fót leigukerfi á húsnæði. Þetta mun að öllum líkindum hvetja viðkomandi Húsnæðismálastofnun til enn frekari yfirtöku eigna því það er betra að eiga húsnæðið sem engu skilar af sér í stuttan tíma og ná síðar inn peningum gegnum leigu en að hafa það áfram í höndum kaupandans sem nær ekki að greiða umsamda upphæð. 

Það er eitthvað skrítið við þessa mynd. 

Núverandi Ríkisstjórnin hefur frá því hún tók við ítrekað komið fram með fullyrðingar sem hafa síðan ekki staðist. T.d um fyrstu Icesave samningana þar sem okkur var talin trú um að ekki næðust betri samningar. Eftir að Forsetin neitaði að undirrita lög um þessa samninga fann ríkisstjórnin að best væri að boða til funda um breytingar á stjórnarskránni. Í von um að hægt væri að minnka völd forseta. Það mál er í farvatninu. Ekki ólíklegt að það takist. Undirritaður er nánast viss um að þarna er flokksbundnir gæðingar sem ætlað er að komast inn og leggja á þetta ofauráherslu. 

Það er eitthvað skrítið við þessa mynd  

Eftir að nefnd á vegum þingsins lagði til að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra komst stór hluti þingmanna að þeirri niðurstöðu að lögin sem byggt væri á væru gömul og úrsér gengin. Engu líkara og þau hefðu lent í úreldingarsjóði. Þeir gleymdu því að lög standa, bæði gömul og ný meðan þau eru ekki afnumin eða þeim breytt. Þingið sem slíkt hefur því sniðgengið eigin lagasetningar og nánast þar með brotið lög um eigin störf.  

Það er eitthvað skrítið við þessa mynd.

Á þeim tíma sem liðinn er frá því þessi ríkisstjórn tók við standa þau mál helst upp úr að búið er að banna súludans og já gleymum ekki; ljósabekki fyrir unglinga. Hvað undir 18 ára ef ég man rétt. Já skrítið. Þú mátt eignast barn, stofna heimili taka bílpróf en ekki fara í ljós. SORRY 

Það er eitthvað skrítið við þessa mynd

 Ég gæti haldið áfram í allan dag að tala um þá skrítnu mynd sem ég horfi á í íslensku samfélagi. En því miður verð ég að drífa mig í vinnu svo ég geti greitt minn skerf til þeirrar skrítnu myndar sem er í gangi í íslensku samfélagi.


Bubbi spáði fyrir um hrun bankana

Í dag fékk ég nokkuð skemmtilegt símtal en það var Tobbi vinur minn sem var að benda mér á að Bubbi fjallaði í einu laga sinna um hrun bankana og ástandið eins og það er. Já eins ótrúlega og það hljómar þá má finna lag með Bubba frá árinu 1989 sem segir okkur meira en líklegar fræðibækur um ástandið og hrun bankana. Þetta lag kom út á plötunni Arfur árið 1989 og heitir Í nafni frjálshyggju og frelsis. Ég læt texta þess flakka hér

Í nafni Frjálshyggju og frelsis
Lag og texti: Bubbi Morthens

Ekki er neinn réttlátur ekki neinn
ekki er neinn vitring að sjá.
Fæstir leita lengur herrans
sem líf sitt gaf fyrir þá.
Nú ráða ræningjar jörðinni.
Rándýr sem heimta blóð.
Tortíming, eymd eru allsstaðar.
Ekkert líf þrífst í þeirra slóð.
 
Veg friðarins vilja ekki þekkja
vargar sem fólkið blekkja.
Gera börnin að morðingjum
mæður að hræætum
feður að aumingjum
sundra fjölskyldum
allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
 
Þú sem felur þinn eigin ótta
elur hatur í brjósti þínu.
Lítur aldrei í augu barna þinna
sem allt skilja í hjarta sínu
óspillt eru ennþá og saklaus
Eftir hverju ertu að bíða.
Þau þurfa á aga og ást að halda.
Fálæti þitt fyllir þau kvíða.
 
Veg sannleikans viltu ekki þekkja
Lygina lætur þig hlekkja.
Samviska þín sefur
græðgin ekkert gefur
dóminn enginn tefur.
Hrokinn þig hefur
blindað í nafni frjálshyggju og frelsis.
 
Þingmenn feður fólks og þjóðar
fullir af spillingu verja
rétt þeirra ríku til þess að valta
yfir ráðþrota fólkið og berja
Trúlaus lýðurinn lánlaus reikar
lamaður, fullur af dofa
Prestarnir prúðir í vinnuna mæta.
Þeir vekja engan sem vill sofa.
 
Veg réttlætis vilja ekki þekkja
í vörninni þeirra er skekkja.
Í hjartanu vita
að lygin kostar svita
rænir þá næturhita.
Engill dauðans mun þeirra vitja.
Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
 
Menn trúa á gullið, guð er ekki til
en gott er að nefna hann stundum.
Fullir þeir eru bölvunar og beiskju
á bræður sína siga þeir hundum
En guð er til, sama hvað þeir segja
en hlustaðu á þegar þeir tala.
Þeir mæla það sem hentar hverju sinni
á fáfræði og fordómum ala.
 
Veg ljóssins vilja ekki þekkja
vargar sem fólkið blekkja.
Hræsnin í hásæti
lýðskrumalæti
rotið innræti
hýenur í leit að æti.
Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
 
Dómskerfið kalkað grafarstæði.
Kuldinn þar smælingjann bítur.
Unga manninn á Hraunið senda
meðan skilorðið hvítflibbinn hlýtur.
Einn daginn þeir þurfa að svara til saka
sú nótt mun reynast þeim erfið.
Þegar undirstöður alls munu hrynja
heimurinn þeirra og kerfið.
 
Veg friðarins vilja ekki þekkja
vargar sem fólkið hlekkja.
Gera börnin að morðingjum
mæður að hræætum
feður að aumingjum
sundra fjölskyldum.
Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.

 

Já óneitanlega magnaður fjandi að hann skuli hafa samið þetta fyrir nærri 10 árum síðan. Nostradamus hvað?


Ekki besta útspil Guðna

Í gegnum árin hef ég nú stundum haft svolítið gaman af Guðna Ágústsyni. Þó sérstaklega þegar hann gefur gamanseminni lausan tauminn. En alvarleiki Guðna sem stjórnmálamanns verður aftur á móti seint sagður hafa heillað mig. Þó er ég nánast viss um að hann hafi í mörgu staðið sig vel í hlutverki Ráðherra Landbúnaðarmála. En nýjasta útspil Guðna á Alþingi að Ríkisstjórnin ætti að segja af sér færir manni bara sönnur fyrir því að það var löngu tímabært að Framsón settist í stóla stjórnarandstöðu. Það hlutverk er bara bráðnauðsynlegt fyrir Guðna og flokkinn hans að læra.

Því ef Guðni heldur í alvöru að stjórnarslit og boðun kostninga komi á einhvern hátt til með að færa efnahaginn til betri vega þá ætti Guðni að kíkja aftur við í barnaskólabækurnar í stjórnmálafræðunum. Mér finnst það ótrúlega oft að þegar menn skortir rök þá grípa þeir í svona gamlar klisjur eins og að krefjast afsagnar ríkisstjórnar.

Nú er ég ekki endilega að segja að Ríkisstjórnin eigi ekkert að gera. Vissulega er það líklega rétt hjá Geir H. að stærstur hluti vandans á upptök sín erlendis. Það gátum við nú alveg séð fyrir að þegar landið var sameinað umheiminum á sviði alþjóðaviðskipta, þá fengjum við ekki bara uppsveiflurnar á mörkuðum heimsins. Við fengjum niðursveiflurnar líka.

Líklega á Bush Bandaríkjaforseti stærri sneið af þessari niðursveiflu en litla ríkisstjórnin upp á Íslandi. Guðni ætti kannski frekar að skrifa honum bréf og krefjast afsagnar hans. 
Með öðrum orðum Guðni þá verður maður að tala við rétta menn á réttum stöðum. Maður krefst þess ekki að ræstingarkonan segi upp þegar forstjórinn klúðrar efnahag fyrirtækisins,.

 


mbl.is Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að fordæma fordóma?

Þegar vinur minn sagði mig fordómafullan ekki fyrir löngu brást ég að sjálfsögðu hinn verst við. Ég! fordómafullur? Nei ekki aldeilis,
Ég varð öskrandi illur yfir þeirri ósvífni hans að segja mig fordómafullan og bar það af mér með látum.

Um kvöldið þegar hann var farinn fór ég að íhuga þessa fullyrðingu hans. Ég yrði að komast að því einhvernvegin hvort ég væri fordómafullur. Hvernig gerir maður það. Jú góð byrjun væri kannski bara að finna út hvað orðið eitt og sér þýðir, þetta orð sem við notum í tíma og ótíma og af slíkri heift að það jaðrar við fordómum: FORDÓMAFULLUR.

Jú skynsemin segir mér (án þess að gá í orðabókina) Það hlýtur að vera sá sem dæmir eitthvað fyrirfram samanber forkeppni, forréttur og svo framvegis. Já. Þegar ég var búinn að skilgreina orðið sem slíkt varð ég að viðurkenna að oft hafði ég myndað mér skoðun á hlutum án þess að hafa kynnt mér þá nægilega vel.

En hvað þarf maður að kynna sér málefnið vel til að geta myndað sér fordómalausa skoðun á því. Þetta var næsta stig rannsóknar minnar á því hvort ég væri fordómafullur eða ekki. Yrði ég að kanna allar hliðar málsins, leita mér upplýsinga, afla mér gagna.
- Nei andskotinn það tæki alltof langan tíma bara til að mynda sér skoðun á einhverju. Til dæmis hvort byggja ætti Sundabraut í stokk eða brú. Yrði ég að verða mér út um teikningar og þessháttar gögn til að geta talist fordómalaus í skoðunum mínum gagnvart Sundabraut. Hvað með fólk af örðum kynþætti. Menn tala mjög oft um fordóma í garð útlendinga og þá sérstaklega í garð svartra eða hörundsdökkra manna. Yrði ég að lesa sögu blökkumanna heimsækja samfélög þeirra til að geta fordómalaust sagt hvor mér líkað vel eða illa við hörundsdökkt fólk?
Yrði ég að heimsækja Kárahnjúkavirkjun og jafnvel kynna mér hagnaðarútreikingna virkjunarinnar til að geta tjáð mig fordómalaust um það hvort ég væri á móti Kárahnjúkum eða ekki?

Eftir að hafa hugsað þess smá stund hringdi ég í kunningja minn og þegar hann svaraði símanu  sagði ég umbúðarlaust án þess að heilsa
- Heyrðu, þetta er rétt hjá þér ég er haldinn formómum á háu stigi. Ég hef líka komist að því að samfélagið er allt litað af fordómum. Ég las 50 Blogg í kvöld sem öll voru full af fordómum. Það sem verra er skal ég segja þér að niður á þingi eru 63 fordómafullir þingmenn að störfum. Já ég er fordómafullur og ég ætla bara að viðurkenna það og jafnvel vera bara svolítið montin af því.
Já ég held að ég sé bara stoltur af því. Ég ætla ekki að hafa neina fordóma gagnvart eigin fordómum. Og svona í framtíðinni skaltu ekkert vera að fordæma fordómana mína.

- Já, já það er helvíti gott hjá þér að vekja mig upp klukkan rúmlega tvö að nóttu til að láta mig vita að þú sért haldinn fordómum. svarði vinur minn og skellti á.

Til að tryggja mig og þrátt fyrir að klukkan væri rúmlega tvö að nóttu skrapp ég í bókaskápinn og gáði hvað orðið fordómafullur þýddi. “Maður sem dæmir hart” var megin niðurstaðan samkvæmt orðabókinni minni. Ég hafði kannski ekki haft alveg rétt fyrir mér með þýðingu orðsins en meginniðurstaðan það er að niður á þingi væru  63 menn sem dæma andstæðinga sína í pólitíkinni óvægið og því haldnir formómum á háu stigi var hinsvegar laukrétt. Ég hafði líka komist að réttri niðurstöðu hvað mér viðkom Já ég væri haldinn fordómum og ég væri ekki einn á báti hvað það varðaði frekar en þú.

PS

þessu til viðbótar fann ég skemmtilega klausu um þetta málefni á vísindavefnum og læt slóðina á hann fylgja hér: Fordómar á vísindavefur.is

Þjóðin mín er klikkuð

moneyMikið rosalega finnst mér þessi þjóð mín orðin klikkuð. Maður opnar ekki blað, sjónvarp, útvarp hvað þá bloggið án þess að sjá kröfur á hendur ríki eða sveitarfélögum um allan fjandann. Betra þetta, meira af hinu nýrra svona eða stærra hinsegin. og menn leggja þetta alt fram eftir eigin sýn og væntingum til umfjöllunarefnisins. Ég kalla þetta “BARA ÉG SYNDROME”. Því nánast aldrei eru menn að horfa á allar hliðar málsins í kröfu sinni. Gott dæmi er vegakerfi Reykjavíkur: Við viljum betra gatnakerfi, en það má bara ekki leggja veginn nálægt mínu húsi. Á sama tíma æpa samborgarar mínir eftir lækkun á öllum opinberum gjöldum sínu. Jú, jú ríkið má alveg innheimta skatta bara ekki af mér. Þetta samfélag er farið að verða eins og sagan um litlu gulu hænuna nema bara í margfalt stærra broti.

Eiginlega gekk fram af mér þegar ég er að lesa undirtektir hér og þar við ummæli Árna Tryggvasonar leikara sem hann setti fram og vörðuðu  aðbúnað á Geðdeilum eftir að hafa orðið að dvelja á 32C nokkra daga af lífi sínu vegna þunglyndis. Aðalútásetning Árna varðaði það að þurfa að deila herbergi með öðrum sjúklingi og það var eitthvað sem Árna líkaði ekki.

Ég þekki ágætlega til í Geðdeild Landspítalans. Á þar 10. ár að baki sem starfsmaður. Þó ég hafi að vísu hætt fyrir einhverjum 7-8 árum held ég að þar hafi ekki ýkja mikið breyst. hvað starfsemina eða herbergisskipan varðar. Ég hef því séð, heyrt og upplifað eitt og annað innan umræddrar geðdeildar.

Ég ætla að fullyrða hér og nú að þó það hafi ekki hentað herra Árna Tryggvasyni að deila herbergi með öðrum þá hafa slík fjölbýlisherbergi hjálpa mörgum og flýtt fyrir bata þeirra, þau hafa jafnvel bjargað mannslífum. Það er nefnilega þannig að okkur hætti svo til að horfa á hlutina út frá eigin nafla og telja að það sem henti mér skuli henta öllum hinum líka. BARA ÉG SYNDROME hér lifandi komið og við ölum hverja kynslóðina eftir aðra upp við þennan hugsanahátt. Hugsaðu nú um þig, maður verður að hugsa vel um sig.

Svo sest einhver spekingurinn inn á þing og þá verðum við albrjáluð þegar hann fer að birtast með lagafrumvörp sem eru sneisafull af BARA ÉG SYNDROME-inu. Því við ætluðumst náttúrlega til þess að viðkomandi breyttist í litlu gulu hænuna um leið og hann gengi inn á þing og bakaði þar fyrir okkur brauð handa öllum.

Síðast þegar ég vissi var ríkið og sveitarfélögin ekkert annað en fólkið í landinu og við erum rúmlega 300.000 hræður. Við eigum nefnilega að eiga peninga fyrir þessu öllu og svo á ríkið og sveitarfélögin ásamt atvinnurekendum helst að sjá til þess að allir þegnar samfélagsins sé í svipaðri fjárhagsstöðu og Björgólfur Thors. Kannski ekki alveg allir, en "Ég" ætti að vera það enda er ég alvarlega sjúkur af  BARA ÉG SYNDROME-inu. og því hluti af minni klikkuðu þjóð.


Tóku þeir allir barnaskólapróf?

Þegar konan mín ætlar að fara að útlista einhverju fyrir mér stoppa ég hana stundum af með þeim orðum að hún verði að byrja upp á nýtt. Nú sé hún að tala við mann sem hafi ekki barnaskólapróf og verði því að tala við mig samkvæmt því. Ástæðan er að á barnaskóla árunum mínum var ég rokin í sveitina áður en sauðburður hófst og kom venjulega ekki til baka fyrr en slátrun var að ljúka. Þegar ég var 12 ára og átti að taka burtfararpróf úr barnaskólanum á Kársnesinu kallaði skólastjórinn á mig og sagði að nú yrði ég að taka próf. Því annars yrði ég að sitja 12. ára bekkinn aftur næsta vetur. Svarið mitt var einfalt:

"Ertu brjálaður maður, hún Bílda mín er að eignast lamb í fyrsta sinn, og ég ætla ekki að missa að því. Vertu Blessaður"

Ég fór í sveitina. (varð að sitja 3. mánuði aftur í 12 ára bekk áður en ég fékk að fara í gaggó. Það ætti því öllum að vera álíka ljóst og mér sjálfum að ég verð seint talinn hámenntaður maður. En það er sagt að ef þú missir sjónina eflist heyrnin. Kannski að rökrétt hugsun hafi eitthvað eflst við menntunarskortinn. Og þrátt fyrir menntunarleysið ætla ég aðeins að tjá mig um efnahagsmál. Því kannski er einhver þarna úti sem getur skýrt þetta út fyrir mér á tungumáli sem ég ómenntaður maðurinn skilur. Því mér varð óvart  hugsað til auglýsingar Intrum – “Ekki gera ekki neitt”. Þessi setning ætti að berast ráðamönnum okkar þessa daganna, afhverju hefur hún ekki gert það. Því vor ríkisstjórn er einmitt frekar upptekin við það að mínu mati að gera ekki neitt í efnahagsmálum. Hún ber það fyrir sig að ræturnar eigi sér stað í útlöndum. Og við hér getum lítið við því gert. Ég er samt ekki viss um að það sé eitthvert batterí í útlöndum sem hækkaði mjólkurpottinn sem ég keypti í gær um c.a 30 krónum á örskömmum tíma. Ég er heldur ekkert viss um að það sé eitthvað í útlöndum sem gerir það að verkum að íbúðarverð lækkar hér samkvæmt spám um 30% á næstunni.

Sá eini sem eitthvað gerir er Seðlabankinn, og hvað? jú hann fer sínar gömlu og úr sér gengnu leiðir í vanmætti sínum. Hækkar stýrivexti og ætlar þannig að neyða almenning í landinu til að draga úr neyslu. Lagast staða efnahagsmála við það hvort ég kaupi mér 20 tommu tæki eða 40 tommu sjónvarp þegar hitt verður ónýtt. Lagast íslensk efnahagslíf með því að að setja fólk í skuldastöðu sem það ræður ekki við. Með öðrum orðum það er ljóst að á sama tíma og íbúðarlán fólks hækka vegna þessa og þá dregur einnig úr framkvæmdum. Þessu til viðbótar hefur verið spáð lækkun verðs á fasteignamarkaði. Með öðrum orðum við eru á spítikonsales leið NIÐUR . Og sá sem átti brotabrot í íbúðinni sinni fyrir 2. árum skuldar nú meira en íbúðarverðið í íbúðinni sinni. Íbúðarkaupin hans eru því gjaldþrota ef svo má segja.

Bankarnir sem sögðu okkur á sínum tíma að hefja reglulegan sparnað gleymdu því sjálfur, tóku skammtímalán til að lána aftur sem langtímalán (og svo fengu ráðamenn þessara banka himinhá laun fyrir þessa aðferðarfræði. Hver sleppti nú barnaskólaprófunum sínum, það hljóta þá að hafa verið fleiri en ég.)

Sama ástand virðist vera víðar en á Íslandi. Bandaríkjamenn með stærsta hagkerfi heims lækkar stýrivexti til að setja kraft í efnahagslífið.
Á Englandi er búist við að Englandsbanki tilkynni um útgáfu 50 milljarða punda í ríkisskuldabréfum. Og er bönkum með því gert kleift að skipta áhættusömum fasteignalánum í slík bréf. en samkvæmt frétt RÚV  hefur orðið talsverð verðlækkun á húsnæði í Bretlandi sem ekki sér fyrir endann á og hefur rýrt gildi fasteignaveða. Því hafa vaxtalækkanir Englandsbanka skilað sér til almennings í litlum mæli.
Og til að snúa þessari þróun eru uppi hugmyndir um útgáfu ríkisskuldabréfa að upphæð 50 milljarða punda, jafnvirði 7.500 milljarða króna. Þessi bréf geta bankar og íbúðalánasjóðir keypt í skiptum við áhættusamari fasteignalán.

Það er því augljóst að sinn er siður í landi hverju. og aðvaranir INTRUM til almennings ættu fyrir löngu að vera í huga Geirs og félaga. En við verðum þó að afsaka bæði hann og Ingibjörgu Þau eru bæði á ferð og flugi, þó aðallega flugi. Og þegar maður er hátt uppi er ekki alltaf gott að sjá það sem er að gerast á jörðu niðri sérstaklega þegar skýjafarið er ekki gott. En ef einhver veit hvort þetta er kannski bara villandi auglýsing hjá INTRUM Ekki gera ekki neitt. Væri gaman að vita af því. Því ég er eins og barn í þessu samfélagi ég læri það sem fyrir mér er haft. Það hefur verið mín helsta skólaganga - Hvða með þá sem stjórna Hvar tóku þeir próf?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband