Færsluflokkur: Tónlist

Gling-Gló - Met á plötulistanum

GlinggloSumar plötur eru langlífari en aðrar. Ástæðan er einföld. Þær eru skemmtilegir en aðrar plötur. Þó plata komi inn á markaðinn og geri það gott smá tíma hverfa þær flestar og margar falla í gleymskunnar dá. Ein er sú plata íslenskrar tónlistarsögu sem sett hefur mark sitt á lista yfir mest seldu plöturnar allar götur frá því hún kom út. Hún er orðin næsta árlegur viðburður inn á þeim lista sem unninn er að félagi íslenskra hljómplötuútgefenda

Við erum að sjálfsögðu að tala um plötuna Gling gló með Björk Guðmundsdóttur og tríói Guðmundar Ingólfssonar. (þó oftast gleymist að nefna tríóið þegar um plötuna er fjallað)

 

Gling gló hefur setið fleiri vikur á birtum lista en nokkur önnur íslensk plata og þegar árið 2012 gekk í garð og fyrsti listi ársins birtist var platan í 30 sæti hans og þá 273 viku sína á lista en á árunum 1990-1994 var aðeins birtur topp 10 listi og á á árunum 1995 til 1998 topp 20 listi en eftir það topp 30.

 

GLING GLÓ: 271 vika á lista 1990-2011


Flestar vikur á lista pr. ár

Hér er smáræði til gamans. Valin er sú plata sem á flestar vikur á lista hvers árs. Ekki er litið á árangur plötunnar frá fyrri eða seinni árum. Aðeins frá 1 viku hvers árs  til 52. viku.
Í nokkrum tilfellum stóðu tvær eða þrjár plötur með sama heildar vikufjölda en sú plata var þá valin sem skorað hafði betur í 1. sæti eða átti þar fleiri vikur.

Tekið skal fram að árið 1989 féll listinn niður í nokkra mánuði eða frá júní er DV hætti birtingu listans þar til í nóvember að Morgunblaðið hóf birtingu hans fyrir tilstilli Félags hljómplötuframleiðenda.

Í merkingum kemur fram hvort platan sé íslensk eða erlend og er valið hér að merkja plötuna Tónar um ástina sem gefin var út hér á landi sem erlenda plötu þar sem Clyderman er þýskur en platan var þó framleidd hér á landi og ætluð íslenskum markaði. 

Aðeins var birtur listi yfir topp 10 frá 1978-1992. Frá 1993 - 1998 var birtur Topp 20 og er morgunblaðið tók við birtingu listans varð hann Topp 30. Hér hafið þið það gott fólk 8. 9. og 10 áratugurinn.

TOPP 10  Vikur á lista
1978Star PartyÝmsir flytjendur14
1979Haraldur í SkrýplalandiSkríplarnir25
1980Glass HouseBilly Joel17
1981Tónar um ástinaRichard Clyderman16
1982Breyttir tímarEgó18
1983FingraförBubbi Morthens19
1984The WorksQueen19
1985Brothers in ArmsDire Straits25
1986Whitney HoustonWhitney Houston21
1987Frelsi til söluBubbi Morthens21
1988Dirty DancingÚr kvikmynd26
1989Appetite For DestructionsGuns N' Roses29
1990Eitt lag ennStjórnin20
1991The Simpsons Sing The BluesSimpsons19
1992Greatest Hits IIQueen35
TOPP 20   
1993Automatic For The PeopleR.E.M.31
1994Music BoxMariah Carey34
1995Pulp FictionÚr kvikmynd37
1996Jagged Little PillAlanis Morrisette45
1997SpiceSpice Girls45
1998Let's Talk About LoveCeline Dion22
TOPP 30   
1999SehnsuchtRammstein43
2000Ágætis byrjunSigur Rós46
2001Hybrid TheoryLinkin Park43
2002Laundry ServiceShakira37
2003ÞjóðsagaPapar27
2004Íslensk ástarljóðÝmsir44
2005Fisherman´s WomanEmilíana Torrini43
2006TakkSigur Rós39
2007ÞjóðlögRagnheiður Gröndal36
2008Myndin af þérVilhjálmur Vilhjálmsson47
2009Með suð í eyrum við spilum endalaustSigur Rós44

Íslenskar metsöluplötur 1978-1985 - Listi

Ég hef áður minnst á það hér á blogginu að mér finnst við eigum að hampa betur þeim plötum sem skara fram úr, Hvort heldur er í gæðum eða vinsældum.
Ég er til dæmis að uppgötva að ég heyri aldrei nokkurn útvarpsmann segja: „Hér sé lag af mest seldu plötu landsins um þessar mundir“
eða: „Hér kemur lag af metsöluplötunni.....“
Svona til gamans tók ég saman hvaða Íslenskar plötur hafa náð 1 sæti Íslenska sölulistans frá því byrjað var að birta slíka lista og til ársloka 1985.
Þetta tímabil spannar 392 vikur. Sem þýðir að 392 sinnum sat plata í 1. sæti. af þessum vikum sat Íslensk plata í 1. sætinu í 182 vikur.
Sé safnplötum, kvikmynda-, og leikhústónlist sleppt í talningunni hafa aðeins 20 listamannanöfn náð þessum áfanga að setjast í 1. sæti yfir söluhæstu plötur landsins. Þessir 20 listamenn hafa setið í því sæti í 98 vikur
DagsPlötuheitiFlytjandiVikur #1.
23.06.1978Úr öskunni í eldinnBrunaliðið1
04.08.1978Hlunkur er þettaHalli og Laddi7
25.08.1978SilfurkórinnSilfurkórinn1
06.10.1978DömufríDúmbó og Steini2
27.10.1978ÍslandSpilverk Þjóðanna2
10.11.1978Hinn íslenski ÞursaflokkurÞursaflokkurinn3
04.01.1980Sannar dægurvísurBrimkló1
02.05.1980Meira saltÁhöfnin á Halastjörnunni3
20.06.1980ÍsbjarnarblúsBubbi Morthens1
25.07.1980SprengisandurÞú og ég5
05.09.1980Á hljómleikumÞursaflokkurinn2
12.12.1980Í HátíðarskapiGunnar Þórðarson ofl.3
02.01.1981Í HátíðarskapiGunnar Þórðarson ofl.1
30.04.198145 rpmUtangarðsmenn1
12.06.1981DeióLaddi1
31.07.1981PláganBubbi Morthens3
13.11.1981Himinn og jörðGunnar Þórðarson1
12.03.1982Gæti eins veriðÞursaflokkurinn1
16.04.1982Breyttir tímarEgó2
05.11.19824Mezzoforte2
19.11.1982Í myndEgó3
07.01.1983Með allt á hreinuStuðmenn6
29.04.1983MávastelliðGrýlurnar2
27.05.1983FingraförBubbi Morthens8
22.07.1983Grái fiðringurinnStuðmenn4
30.09.1983SprelllifandiMezzoforte1
25.11.1983Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson6
06.01.1984Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson1
13.04.1984Ný SporBubbi Morthens2
20.07.1984Í rokkbuxum og strigaskómHLH flokkurinn7
14.06.1985KonaBubbi Morthens6
26.07.1985Í ljúfum leiikMannakorn6
29.11.1985Einn voða vitlausLaddi3

Nokkarar niðurstöður

Vinsældalisti 1978-1989Í síðasta bloggi sagði ég frá vinnu sem ég réðist í og varðar skráningu metsöluplötur áranna 1978-1989. En þetta er fyrsti áfangi í að skrá líka lista frá því þeir hófu göngu sína til dagsins í dag. Hér koma nokkara helstu niðurstöður þessa fyrsta áfanga. Það skal tekið fram að inn í þessum tölum eru ekki þær vikur sem listin var EKKI birtur það er jól, áramót og páskar

Fjöldi platna

Heildarfjöldi platna sem fór inn á topp 10 var 997 plötur
    - Þar af voru erlendar útgáfur: 704 plötur og sátu samtals 3647 vikur á topp 10
    - Þar af voru Íslenskar útgáfur: 293 plötur og sátu samtals 1633 vikur á topp 10

Plötutitlar með flestar vikur á topp 10.

39. vikur Brothers in Arms - Dire Straits
35. vikur Íslensk alþýðulög - Ýmsir flytjendur*
28. vikur Appetite For Destructions - Guns N' Roses
26. vikur Grease - Úr kvikmynd
26. vikur Dirty Dancing - Úr kvikmynd
25. vikur Frelsi til sölu - Bubbi Morthens**
25. vikur Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir
24. vikur El Disco Del Oro - Ýmsir flytjendur
23. vikur Bad - Michael Jackson
23. vikur The Wall - Pink Floyd
23. vikur Hi Infidelity - REO Speetwagon

*Íslensk alþýðulög náði þessum áfanga með árlegri setu frá 1982-1987 (nema 1984)
** Frelsi til sölu kom út 1986 og kom aftur inn á lista rúmu ári síðar (er hún var gefin út á CD og eru þær tölur hér hafðar með.)

Listamenn með flestar plötur á topp 10

11  plötur Bubbi Morthens
10 plötur Billy Joel
10 plötur Queen
8 plötur David Bowie
7 plötur Dire Straits
7 plötur Kenny Rogers
7 plötur Mezzoforte
7 plötur Rolling Stones

Listamenn með flestar vikur á Topp 10

108 vikur - 11 plötur - Bubbi Morthens
106 vikur - 7 plötur - Dire Straits
80 vikur - 10 plötur - Queen
68 vikur - 10 plötur - Billy Joel

Plötutitlar með flestar vikur í 1. sæti listans

11 vikur - Frelsi til sölu - Bubbi Morthens
10 vikur - Bandalög - Ýmsir flytjendur
9 vikur - Bat Out Of Hell- Meat Loaf
9 vikur - Glass House - Billy Joel
8 vikur - Á gæsaveiðum - Stuðmenn
8 vikur - Like A Virgin - Madonna

1. sæti - Íslenskar / Erlendar

Erlendar plötur sátu 254 vikur í fyrsta sæti
Íslenskar plötur sátu 248 vikur í fyrsta sæti

Þetta segir okkur að íslensku plöturnar áttur greiðari leið að 1. sætinu en þær erlendu sé litið á þann fjölda platna sem fór inn á topp10 listann. 

Þessar ofangreindu niðurstöður eru aðeins sett fram til að sýna möguleikana á hvað hægt er að leika sér með þegar slíkir listar eru teknir saman. Hér á þó eftir að villuleita í skráninu og ber að taka allar niðurstöður með fyrirvara þar af lútandi. En slík villuleit fer fram að hluta jafnóðum og að hluta að verki loknu.


Er flott að vera underground?

Ekki veit ég um neinn mann sem vill frekar búa í gluggalausum kjallara en í í búð sem hefur fallert útsýni. Ég veit heldur ekki um neinn rithöfund sem skrifað hefur bók og óskað þess að enginn kaupi hana eða lesi. Ég held aftur þvert á móti að þeir sem skrifi bækur voni heitt og innilega að sem flestum líki bókin og lesi hana og hafi ánægju af henni. Með öðrum orðum að hún njóti vinsælda.

Ég held að flestir geti verið sammála mér um þetta, enda lestur góðrar bókar hin besta skemmtun.

Ég er enn að velta því  fyrir mér af hverju þessu er öðruvísi farið þegar kemur að tónlist.  Þá þykir skyndilega flott og svalt að vera „underground" neðanjarðar, laus við vinsældir og til eru þeir sem segjast ekki þola meinstream tónlist, sem er hvað?  - Jú vinsæl  tónlist,  

það er vinsældapopp eða rokk, tónlist sem fjöldinn segir að sér líki. Ég hallast helst á að minnimáttarkendin sé að bera viðkomandi undergroundaðdáenda ofurliði og til að móta sér einhverja sérstöðu þá er yfirlýsingin um að þola ekki vinsældapopp og rokk gefin.

Skildu þeir hinir sömu segjast bara lesa leiðinlegar bækur ef bækur væru í umræðunni. af því þær eru" underground"

Svo spretta stundum upp tónlistarmenn sem eru bara að gefa út. -Já, til að enginn kaupi, enginn hlusti þá eru þeir örugglega svona "underground" og alveg lausir við vinsældapopp eða rokk. En því þá að gefa þetta út.

Skýringin er Þörf fyrir að skapa. Þeir eru búnir að því þegar þeir hafa samið og spilað verkið sitt. Þeir þurfa ekkert að segja það á plötur og keyra þeim í búðir. Það er mikið betra að hafa þær þá bara læstar niðri í skúffu. Þá eru þær líka alveg „Underground"

En kannski er ég rétt eins og Bubbi forðum „Löggiltur hálviti sem hlusta á HLH og Brimkló" ég er líka alveg til í það svo lengi sem ég þarf ekki að skríða um neðanjarðar.


Diskóið lifir - hvar er pönkið?

Diskóið lifirPönkið V Diskóið

Ef forsprakkar pönkbyltingarinnar á Íslandi halda eitt andartak að þeir hafi náð að drepa dískótónlistina með öskrum sínum á árunum hringum 1980 þá er það mikill misskilningur. Diskótónlistin lifir enn góðu lífi. Þeir sömu ættu bara að bregað sér í biðbæ borgarinnar á laugardagskvöldi. Líklega heyra þeir þá á börunum mun fleiri diskólög en íslenskt pönk, jafnvel  þó þeir bættu íslensku rokki við þá talningu.

En snúum okkur aðeins að þeirri sveit sem líklega er  stæsti holdgerfingur diskótímabilisns.

 

Boney M.

Þegar 8 ára dóttir mín er árið 2011 farin að horfa á þessa sveit á Youtube eins og enginn sé morgundagurinn, sveit  sem naut vinsælda rúmum 30 árum áður en hún hafði heyrt á þá minnst fannst mér ég verða að skoða hvaða fyrirbæri þetta væri í raun og hvort sögusagnir um sveitina sem flogið hafa séu sannar.

Þessi saga gæti nú bara verið ágæt lesning fyrir þau ykkar sem þolið ekki meinstrem tónlistina

Saga Boney M.

boney_mSögu sveitarinnar má rekja til þess að  þýski söngvarinn og lagasmiðurinn  Frank Farian (sem raunar var skýrður Franz Reuther)  hljóðritaði danslagið  Baby Do You Wanna Bump í desember 1974.

 

En sjálfur söng hann  endurtekna línu  “Do you do you wanna bump?” djúpri röddu sem hann skapaði í hljóðverinu sem og hátóna falsettu í viðlagi lagsins.  Þegar kom svo að því að gefa lagið út á smáskífu notaði Frank dulnefnið Money M en það fékk hann að láni frá Ástralskri sjónvarpsþáttaröð sem kölluð var Boney.

Eftir rólega byrjun tók lagið skyndilega á rás upp vinsældalista í Hollandi og Belgíu og var smellur í báðum löndum.

Við þær vinsældir ákvað Frank að ráða mannskap til að koma fram í sjónvarpsþætti þar sem lagið yrði flutt. Með aðstoð The Katja Wolfe umboðsskrifstofunnar voru  ráðnar model-söngvarar Maizie Willams sem upphaflega kemur frá Carabísku eyjunni  Montserrat og vinkona hennar frá Jamaica Sheyla Bonnick. Með þeim var einnig dansarinn Mike sem aðeins kom fram með þeim í þetta eina skipti.

21513Eftir talsverðar breytingar og uppstökkanir á mannskapnum var endanlega sveitin komin fram en hana skipuðu þau Liz Matchell, Maizie Williams, Narcia Berrett og exótíski dansarinn Bobby Farrell sem kom í hópin fyrir tilstillan Maizie

Bobby Farell var fyrst og fremst exotískur dansari eins og aður segir og var aldrei notast við rödd hans í plötuuupptökum, rödd hans féll ekki að þeim hljóðheimi sem Frank var að leita að fyrir sveitina. Hann söng því sjálfur karlraddir laganna. Reyndar var svo einnig um Maizie Willimas. Þó er vitað að á nokkrum tónleikum sáu þau um söng en að öllu jöfnu var notast við upptökur af böndum þegar sveitin kom fram.

Á árunum 1976 til 1980 sendi sveitin frá sér fjórar plötur sem allar nutu mikilla vinsælda. og lög á borð við Belfast, Daddy Cool My Baker og Rivers of Babylon og fleiri og fleiri eru enn sprelllifandi á diskótekum um allan heim.

Saga sveitarinnar hélt áfram til til gamans má geta að Skömmu eftir að fimmta plata sveitarinnar var gefin út var dansarinn rekin vegna óáreiðanleika og annar fengin n í hans stað. Sveitin kom svo aftur saman í sinni upprunalegu mynd 1988. En dansarinn og ekki-söngvari Boney M lést af völdum hjartaáfalls í árslok 2009 skömmu eftir tónleika.

Og það má árétta að Boney M. er enn starfandi hljómsveitarnafn.  


David Bowie 38. hluti - Eftirmáli

db72totpyouÍ 37 pistlum höfum við farið í gegnum útgáfusögu listamannsins David Bowie með breiðskífur hans sem aðalsmerki. .  Með þessum eftirmála lokum við þessari yfirferð, enda höfum við stiklað á stóru í gegnum allar hljóðversplötur kappans með viðkomu í hinum ýmsu hliðarverkefnum. Þó aðeins hafi verið minnst á nokkrar þær kvikmyndir sem hann hefur komið að því þær eru í dag ornar  26 þar sem hann hefur farið með stærri eða minni hlutverk í.  Smáskífurnar skipta hundruðum og Sólóplöturnar, tónleikaplöturnar, safnplöturnar og kvikmyndatónlistin.....  og áfram mætti telja. Við höfum því aðeins farið yfir brot af þessum magnaða ferli.

David%20Bowie%20Diamond%20DogsÞað þarf ekki að ræða það að þessi maður 1000 andlita er meðal mestu áhrifavalda rokksögunnar. Til eru þeir aðdáendur sem ganga svo langt að segja hann hafa tekið við forustuhlutverkinu þegar Bítlarnir ákváðu að slíta samstarfi sínu. Hvort sem menn eru sammála því eða ekki er það dagljóst að David er áhrifavaldur í tónlistarsögunni. Talið er að hann hafi selt yfir 136 milljónir platna.  Í Bretlandi hefur hann fengið 9. platínumplötur fyrir sölu, 11 gullplötur og 8 silfurplötur. Í Bandaríkjunum sem er óneitanlega stærra markaðssvæði 5 platínum og 7. gullplötur. Árið 2004 valti tímaritið Rolling Stones hann í 39 sæti bestu rokkara sögunnar og í 23 sæti sem besti söngvari allra tíma.

Hér fyrir neðan eru svo þær heimildir sem stuðst var við í þessum skrifum. Vona að sem flestir hafi haft af þeim nokkurt gaman.

Heimildaskrá:
 Fyrri hluti þessara skrifa eru að hluta byggt á þáttaröð Helga Más Skúlasonar og Skúla Helgasonar er útvarpað var í Ríkisútvarpinu Rás 2 fyrir nokkrum árum undir heitinu Kinverskar stelpur og kóngulær frá Mars.  En augljóst er að sú þáttaröð var að stórum hluta byggð á einu að neðanskráðum ritum um David Bowie og stór hluti textans nánat þýðing úr bókinni. Þetta skal tekið fram þar sem fengið var að láni þýðingar og setningar úr umræddum þætti með leyfi þeirra beggja.

David Bowie Black Book eftir Barry Myles, New York: Putnam, 1980.
Stardust, The Life And Time Of David Bowie eftir Tony Zenetta og Henry Edwards, London, Michael  Joseph 1986.
Living On The Brink eftir George Tremlett, New York: Carrol & Graf Publishers Inc. 1997.
The Bowie Companion eftir Elizabeth Thomson og David Gutman, London: Macmillian, 1993.
In Other Words…David Bowie eftir Kerry Juby, London, Omnibus, 1986.
The Starsone Interviwes eftir David Currie, London, Omnibus, 1985.
Serious Moonlight – The World Tour eftir Chet Flippo og Denis O’Regan, New York Doubleday &  Company, INC, 1984.
The Complete Guide To The Music Of David Bowie eftir David Buckley, London, Omnibus, 1995.
The Complete Guide To The Music Of David Bowie eftir David Buckley, London, Omnibus, 1999.
Bowie eftir Jerry Hopkins, Macmillan Publising company, New York City, USA, 1985
Backstage Passes eftir Angela Bowie, New York: Orion 1993.
Classis Rock Albums – Ziggy Stardust eftir Mark Paytress, New York: Schirmer Book, 1998
You Didn’t Hear Them From Me! eftir Cliff McClenehan, Record Collector No 207, nóv.1996.
Record Collector – nr: 249 (maí 2000), Nr. 278, (okt. 2002) auk fleirri blaða þess tímarits
Mojo tímaritið Special limmited edition – Bowie, 1993
Uncut presents NME, GLAM Volume 1, Issue15.
VOX október 1995
Plötur, plötuumslög og lög á þeim plötum sem fjallað hefur verið um.

Myndir fengnar frá:
http://eil.com/(plötuumslög LP og CD platna
http://www.bowie-singles.co.uk/ (smáskífumyndir)
http://beatlestrivia.com/(Bowie / Lennon)
http://www.algonet.se/~bassman
http://teenagewildlife.com
http://bowienet.com
http://en.wikipedia.org/

Helstu vefslóðir sem fengnar voru upplýsingar frá:
http://en.wikipedia.org/
http://www.algonet.se/~bassman
http://teenagewildlife.com
http://bowienet.com


David Bowie 37. hluti

NÓTA: Áður en lengra er haldið verð ég að leiðrétta smá mistök sem urðu í frásögn af Glass Spider tónleikaferðinni (28. hluta) þar sem minnst var á það leiðindaatvik að ljósamaður hefði látið lífið eftir fall. Þetta gerðist ekki í þessum tónleikatúr. Atburðurinn átti sér stað í Reality túrnum 2004 og verður því sagt frá þessu hér. En búið er að taka þetta út úr 28. hluta sögunnar.
Þarna var notast við rangar heimildir sem leiddu til þess að frá atburðinum er sagt á röngum stað og er beðist velvirðingar á því. Höldum þá frásögu okkar áfram.

Reality

RealityAðeins fimmtán mánuðum eftir útkomu Heathen var nýr gripur kominn í hillur verslana. Platan Reality sem út kom 15. september 2003. Útgáfu plötunnar var þó fagnað nokkru áður með all sögulegum tónleikum sem áttu sér stað þann 8. september þetta sama ár. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bowie voru þetta fyrstu gagnvirku tónleikar sögunnar. Með því átti Bowie við að tónleikarnir yrðu sendir út og sýndir beint í nokkrum völdum kvikmyndahúsum víðsvegar um Evrópu. Þar yrðu líka settar upp myndavélar og gætu því áhorfendur spurt hann spurninga sem hann myndi svarar á tónleikunum. Þetta fyrirkomulag og nálægð við áheyrendur sýnir okkur enn og aftur hve Bowie var orðinn tilbúin að taka tæknina í sína þjónustu. Og það þrátt fyrir að hann hafi talið þessa sömu tækniþróun mannkyninu til bölvunar í textum sínum á árum áður.

Sá mannskapur sem að baki Bowie stóð við upptökur plötunnar Reality hafði svo til allur unnið með Bowie áður. Fyrstan og fremstan meðal jafningja þeirra skal nefna Tony Visconti en samstarf þeirra hófst á nýjan leik á plötunni sem kom á undan þessari það er Herthern, þá var einnig í hópnum gítarleikarann Earl Slick sem fyrst hafði spilað á Young America og síðan á Station to Station auk þess sem hann hafði einnig bjargað málum sem gítarleikari Serious moonlight tónleikaferðarinnar árið 1983, Píanóleikarinn Make Garson var innanbúðar Reality klíkunnar sem og Gail Ann en hún hafði undanfarið sungið með Bowie auk þess að meðhöndla bassann en varð nú við upptökur þessarar plötu að ljá Mark Pati bassann en Bowie þáði aðstoð hennar við röddun, tommurnar lamdi Sterling Campel í nokkrum laganna, þá má og nefna Gerry Leonard á gítar sem verið hafði Bowie innan handar á síðustu plötu. Auk áðurnefndra má sjá gömul nöfn í flutningi einstakra lag. Platan Reality kom út í takmörkuðu upplagi sem tvöföld plata og hafði aukaplatan að geyma þrjú lög. Í fyrsta lagi þeirrar plötu má heyra gamla gítartakta Carlos Alomar í laginu Fly. Þessi aukaplata hefur og að geyma lagið Rebel Rebel sem fyrst hafði komið út á meistaraverkinu Diamond Dogs en er hér í nýrri hljóðritun og má rekja tilurð þessarar útgáfu til óútgefnu plötunnar Toy sem við minntumst aðeins á í síðasta hluta.

Innihald plötunnar Reality eða raunveruleikinn er heiti sínu samkvæmt. Bowie heldur sig við nútímann og mannlegu gildin, Og minna virðist um fríkuð fyrirbæri frá öðrum heimum. Höfundurinn telur hinsvegar að okkur sé það svo mikil nauðsyn að gera okkur grein fyrir raunveruleikanum. Að í raun sé það alger forsemda fyrir áframhaldandi lífi á vorri jörð. Andlegur þroski sé mannskepnunni ekki síður mikilvægur en vatnið eins og heyra má í myndlíkingu lagsins Looking for water. Í öðrum texta plötunnar lætur hann álit sitt í ljós á meistara litanna en Paplo Picasso er eitt viðfangsefna plötunnar en nokkuð augljóst er að Bowie metur þennan snilling pensilsins mikils og gefur New York búum reyndar plús fyrir þá virðingu sem nafn málarans hefur alla jafnan notið í þeirri borg. Tónlistin á Reality er mun hófstilltari en á undangengnum skífum án þess þó að tónlistin verði nokkru sinni formúlukennd og fannst sumum gagnrýnendum hún full hæg á köflum en með því vildi höfundurinn undirstrika mikilvægi skilaboðanna og tryggja að þau kæmust alla leið og betra væri að raunveruleikin rynni upp fyrir mönnum hægt og bítandi.

Bowie virðist hafa að einhverju leiti tekist það ætlunarverk sitt því platan settist í efstu sæti sölulista víða um heim, allt frá heimaborg sinni til Rússlands. En grjótharðir aðdáendur skiptust í tvær fylkingar varðandi afstöðu sína til plötunnar.

Bowie_New_Killer_StarNú bar svo við að aðeins voru gefnar út tvær smáskífur sem tengdust plötunni. Um líkt leiti og platan sjálf kom út kom opnunarlagið New Killer Star á dvd smáskífu. Lagið virtist ná til fótfestu´víða í margvíslegum skilningi þess orðs, m.a. hollenskra pilta sem nefndu hljómsveitina sína eftir laginu New Killer Strars.
Eins og oft vill verða með tónlist og texta Bowie greinir mönnum á um merkingu textans. Sú skilgreining að í þessu lagi væri Bowie verið að fjalla um árásina á tvíburaturnana í New York sem kenndur er við 9/11. Þrátt fyrir að ekkert í myndskeiðinu á DVD útgáfunni gæfi slíkt til kynna. Það sem vakti einnig athygli við lagið var gítarleikur Gerry Leonard sem notast við EBow er hann endurtekur sömu gítarlykkjuna gegnum allt lagið.
Fylgilag á smáskífunni var lag sem ekki var að finna á Reality,  Love Missile F1-11.  Þar er á ferð helsti smellur bresku sveitarinnar Sigue Sigue Sputnik sem út kom í mars 1986 og var fyrsta smáskífa af frumburði sveitarinnar; Flaunt It. Lagið varð einnig stærsti smellur þeirra og náði 3. sæti á Breska smáskífulistanum. Í viðtali sögðu þeir piltar síðar að það hefði verið þeim enn stærri heiður að Bowie tæki lagið en 3. sæti þess á Breska listanum.

Bowie_Never_Get_OldÖnnur smáskífa er tengdist Reality kom svo út í  febrúar 2004; Rebel Never Gets Old en aðeins í Japan. Reyndar var kynningareintök gerð fyrir Evrópumarkað og á þá smáskífuútgáfu var einnig stungið inn lagiðn Waterloo Sunset eftir Ray Davis sem The Kings gaf út á smáskífu fyrst 1967, Ástæða þess að á þetta er minnst hér er að nokkur fjöldi smáskífuplatna Bowie hefur að geyma lög eða útgáfu laga sem ekki er að finna annarsstaðar.

Ótrúlega margt á Reality minnir á gamla tíma tónlistarlega séð. Kannski eru það sér í lagi laglínurnar og útsetningarnar sem ósjálfrátt vekja upp samlíkingu við liðna daga. Eins og einn af gagnrýnenda Record Collector tímaritsins sagði. Bowie heldur hér sínu striki hvað laglínurnar varðar.  Þar sem hljómagangurinn virðist aldrei fá að springa út í viðlaginu eins og almennt er í öllum meðal popplögum (intró, svo eitt til tvö erindi og þá grípandi viðlag sem húkkar hlustandann á krókinn), Hjá Bowie er byrjað á laglínunni í viðlaginu og svo bíður maður þess að viðlagið springi út í grípandi grípi mann. Það gerist bara einhvernvegin ekki alveg, skrefið er aldrei stígið til fulls, það er aldrei gengið alla leið og þegar laginu er lokið er maður enn að bíða spenntur eftir þessari sprengju viðlagsins sem var alveg að koma, alveg að koma.
Kannski er þarna að hluta komin skýring á því hvers vegna er svo erfitt að flokka tónlist Bowie undir þá formúlu sem popplög almennt hafa. Þetta hefur að hluta skapað Bowie þá sérstöðu sem hann óneitanlega hefur.

ARealityÍ kjölfar plötunnar var lagt í tónleikaferð um heim allan, sem aldrei fyrr. Tónleikaröðin sem hófst með einskonar upphitunartónleikum í New York 19. ágúst 2003. En var formlega settur með tónleikum 7. október 2003 í Kaupmannahöfn. í kjölfarið var túrað um Evrópu, Norður Ameríku, Asíu með innskoti í tónleika í Nýja Sjálandi og Ástralíu  en þar hafði Bowie ekki spilað frá því Glass Spider tónleikaröðinni var haldið úti.
Áætlað var að spila í 24 löndum á tíu mánuðum. En ferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig.   Í upphafi Norður-Ameríku hluta ferðarinnar varð að fresta einum fimm tónleikum vegna veikinda á meðlimum sveitarinnar sem með Bowie var. Mun alvarlegra þótti þegar einn af starfsmönnum tónleikanna er annaðist ljósabúnað, lést eftir 15 metra fall skömmu áður en Bowie steig á svið í James L. King Center í Maiami á Flodida. en atburðurinn átti sér stað 6. maí 2004. En áföllunum var ekki lokið. Því á tónleikunum í Scheeßel, í Þýskalandi varð Bowie var við veikindi og kom í ljós að um bráðastíflu í slagæð var að ræða og gekkst hann í skyndi undir aðgerð vegna þess. Frekara tónleikahaldi var þá frestað en einir 15 tónleikar var aflýst vegna þessara veikinda. Raunveruleikinn hafði gengið yfir þessa tónleikaferð í öllum sínum mætti.

Eftir útkomu plötunnar og snögglegan enda tónleikaferðarinnar tók þögnin við og næstu árin urðu Bowie aðdáendur að láta sér nægja að kaupa gamla plötutitla sem nú komu út í ýmsum hátíðar og afmælisútgáfum með aukaplötum eða lögum sem ekki höfðu komið út á plötunum upphaflega. Þó máttu margir vel við una því margar voru þessar útgáfur vel unnar og kærkomnar í safn aðdáenda. Víða á spjallsvæðum sem fjölluðu um kappann mátti þó greina örvæntingu að það væri ótækt að einhver stærsti listamaður tónlistarsögunnar ætlaði að skilja við ferilinn með lokalag Reality plötunnar; Bring Me The Disco King sem sinn svanasöng. Svo sárnaði mönnum að þeir töluðu Reality plötuna í heild jafnvel niður, sögðu verkið hefði engu bætt við frábæran feril og Bowie hefði jafnvel bara betur sleppt því að færa þeim þessa plötu ef hún ætti að vera lokasöngur ferilsins, hún væri sá ekki punkturinn yfir hið stóra I sem þeir hefðu óskað sér.


David Bowie 36. hluti

Heathen

HeathenÁrin 2000 og 2001 hafi Bowie hug á að taka upp á ný nokkur gömul, lítt þekkt lög af eigin ferli frá sjöunda áratugnum ásamt nýju efni og gefa út á plötu. Verkefnið gekk svo langt að hljóðritandir voru hafnar og gripnum hafði verið fundið heitið Toy. Ekkert varð þó af þessari fyrirætlun en nokkur af nýju lögunum enduðu á næstu sólóplötu sem fékk heitið Heathen og var sú fyrsta sem gefin var út á á nýju merki ISO sem Bowie hafði stofnað eftir að hann hafði slitið samstarfi sínu við EMI Virgin útgáfuna. Platan sem út kom 10. júní 2002 var gefin út í samstarfi við Bandarísku Columbia hljómplötuútgáfuna sem annaðist pressun og dreifingu.

Bowie_Slow_burnPlötuna hafði Bowie unnið í Allaire og Looking Glass hljóðverunum sem staðsett eru í New York borg, Til verksins hóaði hann í gamlan félaga Tony Visconti sem hafði unnið hafði með Bowie meðan frægðarsólin skein hvað skærast á áttunda áratugnum en rúm tuttugu ár voru þá liðin frá því þeir höfðu unnið saman í hljóðveri að einhverju ráði. Þessi endurkoma Viscontis þótti vitnisspurður um að nú væri leitað að sándinu sem einkennt hafði tónlist Bowie á því tímabili. Fleiri gamlir félagar birtast á þessari plötu. Pete Townshend gítarleikara Who sem leikið hafði í laginu Because You're Young á plötunni Scary Monsters (1980) var mættu og lék af einstakri lagni sinni í laginu Slow Burn, en það lag var valið á smáskífu sem undanfari plötunnar Heathen
Carlos AlomarEnn fleiri gamlir félagar kíkja í heimsókn á þessum gæðagrip til dæmis vekur gleði að heyra aftur gítartakta Carlos Alomar í laginu Everyone say Hi.
Þá vakti athygli Bowie fékk að Dave Grohl, fyrrum trommara Nirvana og forsprakka Foo Fighters, til að annast gítarleik í laginu I’ve Been Waiting For You en þar er á ferð gamall smellur frá meistara Neil Young en þetta lag hafði verið á tónleikaprógrammi Tin Machine sveitarinnar og þá í mun hægari útgáfu og oftast sungið af Reeves Gabrels.

Heathen eða Heiðinginn er bein skírskotun til innihaldsins, þó ekki í trúarlegum skilningi þess orðs, öllu heldur í samskiptalegum skilningi ef svo má segja. Þar sem inntak textanna er samskiptaleysi. Samskiptaleysi mannsskeppaunnar við umhverfið og ekki síður við sjálft sig. Sá sem ekki trúir, iðkar því engin trúarbrögð er sagður heiðingi. Sá sem aldrei skoðar eigin tilfinningar ræktar því ekki sjálfsvitund sína né tilfinningarsvið, hann þekkir því ekki tilfinningar sínar og er því heiðingi gagnvart sjálfum sér segir Bowie. Og til að undirstrika þessa merkingu skal bent á mynd þá er prýðir umslag plötunnar þar sem höfundurinn horfir fram en um leið er eins og hann gjói blindum augum sínum til himins.

“Ef þú óttast hvert við erum komin skaltu í ótta þínum leita friðar, í ótta þínum skaltu leita ástar” ráðleggur Bowie í opnunarlagi plötunnar Sunday. “Allt er breytt, ekkert hefur breyst” segir Bowie í öðrum texta og vill þar meina að breytingar séu undir mannskepnunni sjálfri komnar. Hún geti lifað í eyðimörk stöðnunar og aðgerðaleysis eða verið leitandi og tekið þær breytingar sem verði, henni til þroska og andlegrar örvunar. Þessar djúphugsandi þankagangur meistarans virtust ná nokkuð vel til samlanda hans því platan náði 5. sæti Breska vinsældalistans. Heathen markar einnig endurkomu Bowie á Bandaríska listann því platan á undan  Hours hafði fyrst platan Bowie frá Ziggy Stardust plötunni ekki náð inn á topp 40 þar í landi. Nú tóku Bandaríkjamenn hinsvegar við sér því platan náði 14. sæti sem var besti árangur Bowie frá því Tonigth hafði komið út 1984.
Heathen var einnig vel tekið af akademískum spegúleröntum því hún var meðal annars tilnefnd til Mercury verðlauna, verðlaun sem eru fyrst og fremst hugsuð fyrir upprennandi tónlistarmenn sem eru að færa fram nýja og ferska hluti. Það segir manni talsvert að Bowie sem verið hafði tónlistarmaður í tæp 50 ár skildi vera tilnefndur í hópi “upprennandi” tónlistarmanna.

Bowie og Tony í hljóðverinuEins og gjarnan þegar rokkari á borð við Bowie sendir frá sér nýja plötu leggja gagnrýnendur í skógargang með stök lög hennar eða gripin í heild, í leit að samsvörun, hvort heldur er við eldra efni kappans eða atvik úr ævi hans, með það fyrir augum að fá niðurstöðu um tilgang lags og texta og geta í kjölfarið sett sig í gáfulegar stellingar við að kryfja viðkomandi tónsmíð til mergjar og leggja það oftar en ekki fram sem sönnun þess hve vel þeir þekki sögu viðkomandi tónlistarmanns. Heathen var engin undantekning frá þessu undarlegu leit gagnrýnenda. Þannig fannst sumum upphafstónar fyrsta smáskífulagsins Slow burn minna á lagið Heroes og gítarleikur Pete Townshend líkjast því sem Robert Flipp hafði verið að gera á Scary Monsters plötunni árið 1980 og staðsettu því þetta lag með henni svo dæmi sé tekið. En aðdáendur Who voru fljótir til svara og sögðu réttilega Pete Townshend kominn marga mannsaldra fram úr þeirri stöðu að þurfa að líkjast öðrum gítarleiturum á einhvern hátt.

Heather fylgdu ótal smáskífur og ýmist hliðarefni eins og títt er orðið og má nefna meðal fylgifiska Heather nokkrar smáskífuútgáfur, t.d. Slow Burn sem út kom í tveim mismunandi útgáfum, Everyone Say Hi sem kom út í þrem mismunandi útgáfum og loks smáskífuna I’ve been waiting 4U. Þar fyrir utan kom frumútgáfa plötunnar út sem tvöföld plata í takmörkuðu upplagi þó, og innihélt aukaplatan fjögur lög. Þar mátti heyra nýjar hljóðritanir laganna Conversation Pice sem fyrst hafði komið út 1970 og Panick In Detroit frá árinu 1979, en auk þeirra voru á skífunni breyttar útgáfur tveggja laga af Heathen.


David Bowie 35. kafli

Hours 

HoursHours, 23 breiðskífa Bowie á ferlinum var hljóðrituð í Seaview hljóðverinu á Bermuda eyjum sumarið 1999, en tæknileg hljóðvinnsla og lokafrágangur plötunnar fór síðar fram í New York. Með Bowie á þessari skífu voru sem áður gítarleikarinn Reeves Gabrels sem ásamt Bowie er skrifaður fyrir flestum lögum hennar. Þá voru og mættur bassaleikarinn Mark Pati sem einnig lék á kassagítara og trommarinn Mike Levesque, ásamt einstökum hljóðfæraleikurum sem fengnir voru í upptökur nokkurra laga.

En áður en hann fór í þær upptökur hafi Bowie komið að vinnslu tölvuleiksins Omikron - The Nomad Soul sem gefin var út þetta sama ár. Hlutverk Bowie hafði m.a. verið að semja  tónlist fyrir leikinn. Þegar þeirri vinnu var lokið var talsverður afgangur af tónlist sem ekki hafði verið notaður og hluta þess efnis vann Bowie á ný frá grunni fyrir plötuna Hours. Það má því segja að efnið tengist tölvum nokkuð með þessum hætti.  En Bowie var heillaður af tölvunni og þeim möguleikum sem netið hefur að geyma. Þegar platan svo birtist í verslunum 4. október 1999 var hún ekki alveg ný af nálinni þann daginn. Þar sem aðdáendum hafði verið boðið upp á að fá öll lög plötunnar af netinu nokkru áður. Með þeim gjörningi er talið að Hours sé fyrsta platan sem þannig var boðin án endurgjalds með vitund og vilja listamannsins sjálfs og útgefenda. Þessi tilhögun þótti vel við hæfi þar sem Bowie hafði undanfarin misseri heillast svo að þessum miðli og möguleikum þess eins og áður hefur komið fram. Virgin útgáfan er sá um útgáfu og almennu dreifingu plötunnar var verkefninu hlynnt en Bowie hafði undirritaða útgáfusamning við það fyrirtæki í ágúst mánuði sama ár. En Þetta var síðasta platan sem Bowie vann undir merki þessa útgáfumerkis sem er í eigu EMI útgáfunnar

Platan Hours hlaut feyki góða dóma og var í flest öllum skrifum borin saman við það best sem úr smiðju kappans hafði komið. Sér í lagi var horft til Berlínartímabilsins og Hunky Dory plötunnar í því sambandi. Efnistaka Bowie á þessari plötu var sú kreppa sem höfundurinn taldi að kynslóð sín ætti í. Það frjálsræði sem hún fyrst kynslóða hafði öðlast og í árdaga sínum átti að færa æskunni hamingju, velsæld og aukin tækifæri en hafði snúist upp í andhverfu sína, þar sem þátttakendurnir höfðu verið of uppteknir við að njóta þessa frelsis og því gleymt að byggja sér framtíð sem innihéldi andlega sem og efnislega hagsæl til lengri tíma litið. Nú var komið að skuldadögunum í óeiginlegri merkingu.  

Gagnrýnendur sem og aðdáendur voru snöggir að skrifa þessar pælingar sem komu sterkt fram í einstaka textum plötunnar á ævi kappans sjálfs og sögðu hana einhverja skýrustu lífsjátningu Bowie á 30 ára ferli hans. Það var kannski ekki nema von að gagnrýnendur skoðuðu plötuna út frá þessum forsemdum þar sem hann hafði áður farið þær leiðir í textasköpun sinni. Sjálfur vildi Bowie þó ekki gangast við þessu. Aðspurður hve persónuleg þessi plata væri sem að stórum hluta fjallaði um rangar ákvarðanir og glötuð tækifæri var svarið:

Hours_timeBowie: Á þessari plötu er ég að reyna að vinna úr hugmyndum að lögum fyrir og um mína kynslóð. Því var það mér nauðsynlegt að sökkva mér niður í sálfræðilegt og eða andlegt ástand sem er minna en hamingjusamt með lífið. Sem í mínu tilfelli er ekki þannig. Ég varð því að búa þetta ástand til í huganum. Þarna er mikið um menn sem ýmist finna eða tapa ástinni og verða fyrir vonbrigðum og allt það. Ég aftur á móti er ekki að lifa þetta sjálfur. En engu að síður var það góð æfing að vinna úr því sem ég skynja, jafnvel frá vinum mínum og kunningjum, þessu hálf-lifandi lífi þeirra. Það er mjög dapurt að þú getur í raun ekkert gert við því að þeir lifi andlega ófullnægðir, - vonsviknir og allt það. En svona er þetta bara.

tc_ukp1Sem undanfari plötunnar var valið fyrsta lag hennar Thusdays Child sem kom út á smáskífu í september 1999. Þar ljáir Holly Palmer, Bowie rödd sína í millikafla lagsins sem eykur gæði þess til muna. Þetta lag má telja dæmigert hvað efnisinnihald texta plötunnar varðar. Tónlistin var hófstillt og meira bar á „acostic” útsetningum á þessari plötu en oft áður. Enda hafði það aukist talsvert að Bowie kæmi einn fram með kassagítarinn og léki lög sín, hvort heldur ný eða eldri verk. Þó eru útsetningar laganna ekki alveg jafn einfaldar og þær virðast í fyrstu. Á Bresku útgáfu dvergaskífunnar fylgdi myndband lagsins á diskinum sem CD-Rom, sem og öðrum smáskífum plötunnar er síðar komu út. Eins og svo oft voru mismunandi smáskífur gefnar út á mismunandi markaðssvæðum og svo var með næstu smáskífu sem tengdist plötunni sem var The Pretty Things Are Going To Hell sem gefin var út í Japan í október 1999.

single1Óþarfi er að fara mörgum orðum um innihald textans því titillinn segir allt sem segja þarf. Tvær smáskífur til viðbótar voru síðar gefnar út í kjölfar plötunnar Hours. Á þeirri fyrri sem leit lífdaga í janúar 2000 var Survive sem margir gagnrýnendur sögðu að yrði tvímælalaust klassískur Bowie standart er fram liðu tímar og væri eitt þeirra laga sem jafnan yrði valið á safnplötur er geyma ættu betur lög hans á ferlinum.
Að lokum kom svo lagið Seven út á smáskífu í júlí sama ár. Allar báru þessar skífur mixútgáfu laganna og aukalög sem jafnvel var ekki að finna á plötunni sjálfri eins og algengast er með smáskífur. 

Áður en við yfirgefum þessa plötu er ekki úr vegi að minnast lítillega á hönnun umslagsins er geymdi gripinn. En myndin framan á plötunni vakti talsverða athygli Frumútgáfan bar einskonar þrívíddarumslag þar sem myndin tók breytingum eftir því hvernig henni var hallað til og frá.. Annað var líka og og átti það vafalaust sinn þátt í því að efnið var heimfært á ævi Bowie. Myndskreytingin virkaði í fljótu bragði allt að því kaldhæðnisleg þar sem ungur Bowie sem líkist engli fljótt á litið hlúir að öldnum Bowie sem allt eins gæti virðist látinn. Þessi myndgjörningur hefur síðan verið túlkuð sem skilaboð þess að tími sögupersóna sem settu mark sitt á feril meistarans á áttunda áratugnum sé endanlega liðinn og andleysi tíunda áratugsins sé einnig að baki. Nýtt umhverfi sé tekið við. Þó er víða á Hours hægt að finna samnefnara í fyrri verk höfundar eins og áður hefur verið minnst á.

Margir hafa viljað meina að hönnun umslagsins hafi verið í höndum Bowie sjálfs en svo var þó ekki. Hönnuðurinn Martin Richardson (þekktur sem Rex Ray) kynntist Bowie í gegnum Fine Art Circuit í London. Aðspurður hvort Bowie hafi verið með í ráðum við hönnun umslagsins segir hann

3d-conferenceMartin Richardson:Bowie tók fullan þátt í þessu verkefni allan tíman. Við funduðum fyrst í New York meðan á upptökum plötunnar stóð. Eftir að þeim loknum var ég boðaður í myndatökur. Þegar Tim Bret Day hafði lokið við að taka myndir af Bowie, fengum við að mynda Bowie í 20 mínútur með sérstakri upptökuvél sem venjulega er notuð til að ná heildarmynd að viðfangsefninu.
Þessi taka var síðan notuð við uppbyggingu 3D effektana í umslaginu sem gefin var út á frumútgáfu plötunnar.

Aðspurður segist Martin að alls hafi um 15 manns komið að því verki er snéri að gerð umslagsins með einum eða öðrum hætti.

Bowie sem iðulega hafði rétt félögum sínum innan tónlistargeirans hjálparhönd ljáði rödd sína á smáskífu Placibo í laginu Without You I’m Nothing sem hlaut góða dóma gagnrýnenda og almenningur greip lagið líka og mátti sjá sönginn skríða upp vinsældalistana víða um heim næstu vikurnar eftir að skífan kom út.

Bowie stefnir líkt og aðrir jarðarbúar að nýrri öld og um mitt ár 1999 var ljóst að þessi rúmlega fimmtugi listamaður var langt frá því að vera af baki dottinn. Því þann 15. ágúst árið 2000 var honum alin dóttir er skýrð var Alexandria Sahara. Í kjölfar þess dró Bowie sig lítillega úr sviðsljósinu næstu mánuði. Áætlun hans að heilsa nýrri öld með hljómleikum í Ástralíu vakti undrun en aðdáendur glottu þegar sú uppgötvun var ljós að með þessari tímasetningu tónleikana yrði fært til bókunar á spjöld tónlistarsögunar sú óvíkjandi staðreynd að alla næstu öld yrði þessara tónleikana getið sem fyrstu rokkhljómleika aldarinnar, því næsta víst að enn einu sinni hafði Bowie fundið leið til að vekja athygli umheimsins án mikils tilstands.

Eftir fæðingu dóttur sinnar snéri Bowie sér að því í ríkara mæli að sinna fjölskyldu sinni eins og áður segir. Decca sem enn á útgáfurétt laganna frá fyrstu árum ferilsins hélt uppteknum hætti og mokaði út titlum með meistaranum þar sem þeim tæplega fjörtíu lögum sem útgáfan hafði yfir að ráða var ruglað til og frá og skellti og 10 til 14 lögum á hvern titilinn eftir annan. Þrátt fyrir að Bowie væri nú kominn í uppeldishlutverkið gaf sér tíma til að koma fram á einstaka tónleikum þó ekki væri um skipulagðar tónleikaferðir að ræða. Eintök af tvöfaldri instrumental plötu sem Bowie hafði gert og gefið vinum og velunnurum í jólagjöf 1993 var orðin eftirsóttur safngripur meðal aðdáenda. Útgefendum fannst það því ágætur leikur að endurvinna plötuna og fækka lögunum í einfalda CD plötu og gefa hana út fyrir almennan markað. Hún fékk þó að halda sýnu upprunalega nafni All Saints þegar hún var svo gefin út árið 2001.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband