Er flott að vera underground?

Ekki veit ég um neinn mann sem vill frekar búa í gluggalausum kjallara en í í búð sem hefur fallert útsýni. Ég veit heldur ekki um neinn rithöfund sem skrifað hefur bók og óskað þess að enginn kaupi hana eða lesi. Ég held aftur þvert á móti að þeir sem skrifi bækur voni heitt og innilega að sem flestum líki bókin og lesi hana og hafi ánægju af henni. Með öðrum orðum að hún njóti vinsælda.

Ég held að flestir geti verið sammála mér um þetta, enda lestur góðrar bókar hin besta skemmtun.

Ég er enn að velta því  fyrir mér af hverju þessu er öðruvísi farið þegar kemur að tónlist.  Þá þykir skyndilega flott og svalt að vera „underground" neðanjarðar, laus við vinsældir og til eru þeir sem segjast ekki þola meinstream tónlist, sem er hvað?  - Jú vinsæl  tónlist,  

það er vinsældapopp eða rokk, tónlist sem fjöldinn segir að sér líki. Ég hallast helst á að minnimáttarkendin sé að bera viðkomandi undergroundaðdáenda ofurliði og til að móta sér einhverja sérstöðu þá er yfirlýsingin um að þola ekki vinsældapopp og rokk gefin.

Skildu þeir hinir sömu segjast bara lesa leiðinlegar bækur ef bækur væru í umræðunni. af því þær eru" underground"

Svo spretta stundum upp tónlistarmenn sem eru bara að gefa út. -Já, til að enginn kaupi, enginn hlusti þá eru þeir örugglega svona "underground" og alveg lausir við vinsældapopp eða rokk. En því þá að gefa þetta út.

Skýringin er Þörf fyrir að skapa. Þeir eru búnir að því þegar þeir hafa samið og spilað verkið sitt. Þeir þurfa ekkert að segja það á plötur og keyra þeim í búðir. Það er mikið betra að hafa þær þá bara læstar niðri í skúffu. Þá eru þær líka alveg „Underground"

En kannski er ég rétt eins og Bubbi forðum „Löggiltur hálviti sem hlusta á HLH og Brimkló" ég er líka alveg til í það svo lengi sem ég þarf ekki að skríða um neðanjarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband