Laga-Kreppa meðal Íslenskra söngkvenna

Ég er að velta því fyrir mér hvað sé að gerast með Íslenskar söngkonur. Þær eru jú nokkuð öflugar að koma frá sér nýjum plötum þessa daganna. Svo ég byrji að vísu á Eivöru Páls. sem er komin með gargandi fína "live" plötu. Ragnheiður Gröndal (ein af mínum uppáhalds söngkonum) er líka að senda frá sér plötu, sömuleiðis Hansa (alltaf eitthvað flott við Hönsu) en ég er svolítið ósáttur við plöturnar þeirra. Mig langar EKKI að eignast 40 og 41 útgáfuna af Vísum Vatnsenda -Rósu. Er orðinn svona rosalegur hörgull á lögum og textum að það þarf að grípa í eldgamalt efni. Ragnheiður er búinn að setja þetta lag á tvær plötur áður, þetta er þriðja sinn sem ég á að kaupa þetta lag sungið af Ragnheiði. Er þetta ekki bara orðið gott. Eddukórinn söng þetta fyrst inn á plötu 1974 og síðan eru það að mestu kórar og einsöngskvenna sem hafa hljóðritað lagið og það er til líklega hátt í 40 mismunandi upptökur af þessu magnaða lagi. Ég skora á laga og textahöfunda að bjalla nú í stelpurnar okkar og bjóða þeim efni. Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað gott sem er aðeins nær okkur í tíma. Og svona í lokin er það magnað að Ragnheiður, Hansa, Ellen Kristjáns eru allar með fínar vandaðar plötur en eitthvað svo rólegar, hægar og gamlar að það vantar allt líf í þetta. Skora á stelurnar að fara nú að fá sér bætiefni og senda okkur næst smá fjörkálfa á plötunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband