24.11.2010 | 09:42
Þingheimur og blaðamenn Hvar eruð þið?
Miðvikudagur 9. Nóvember. Um klukkan níu í morgun settist ég við tölvuna og renndi yfir netmiðlana þrjá Moggann, Vísir og DV.Það vakti athygli mína að nánast engar pólitískar fréttur voru á forsíðum þessara miðla.
Engin sem sagði staf um störf stjórnvalda eða þingmanna eða hvað væri að gerast. Hvað t.d. hafði farið fram á alþingi síðasta dag eða daga. Enginn fjallaði um þau frumvörp sem væru í umræðunni þar eða biðu samþykktar þingsins
Fyrst skaut niður í huga mér hvort þeir blaða-, eða fréttamenn sem skrifa um störf þings og stjórnar væru bara ekki komnir í vinnuna svona snemma. en eftir smá íhugun fannst mér ólíklegt að blaðamenn allra þessara miðla væri enn sofandi, kom upp önnur hugsun í þessu sambandi. Það væri kannski ekkert að gerast.
Kannski væri það ríkisstjórnin og þingheimur sem væri sofandi heima. Nei líklega ekki. En hvað er í gangi? Eða réttara sagt, hvað er ekki í gangi?Auðvitað hefur ríkisstjórnin litinn tíma til að spá í skuldavanda heimilanna. Þar á bænum er verið að sameina ráðuneyti, færa og flytja menn úr einni stöðunni í aðra, ráða þar hina margvíslegu stjóra og fulltrúa og endurskipuleggja allt innra starfið. Það hlýtur að þurfa, þegar verið er að sameina ráðuneyti, það gefur augaleið. Þetta er ekkert ósvipað því þegar tveir einstaklingar ákveða að fara að búa saman. Hverju á að halda og hverju á að henda, hvar á að búa og hvernig á að skipta verkum?
Þingmenn eru áræðalega líka nokkuð uppteknir. Þeir verða að fá næga hvíld, því framundan er lotuvinna því það verða örugglega afgreidd nokkrir tugir mála frá þinginu fyrir jólaleyfi í einni striklotu í ár líkt og undanfarin ár. Kannski þingmennirnir séu komnir með þá stundaskrá og stjórnarandstaðan situr þá heima og býr til mótbárur og andsvör, meðan stjórnarliðar smíða meðsvör og andsvör við andsvörum stjórnarandstöðunnar. Stafið gengur jú að stórum hluta út á að vera ósammála hinu liðinu, sýnist manni.
Þeim liggur ekkert á að ræða skuldavanda heimila og fyrirtækja. Sú staðreynd að 10 manns yfirgefi landið á degi hverjum hefur efalaust róað taugar þingheims. Vandi þessara heimila er að hverfa. Þegar annað hvor menn verða farnir af landi brott eða gerðir gjaldþrota af íbúðarlánasjóði og eða skattinum, það þarf ekkert að hjálpa þeim neitt. Þannig leysist þessi skuldavandi líklega bara af sjálfum sér, Við getum kallað þetta sjálfbærar lausnir. Þetta hentar þingheimi örugglega bara vel.
Hvað fyrirtækin varðar, Þau verða gjaldþrota, hætta starfsemi og þá opnast möguleiki fyrir næsta ,,Asna að stofna fyrirtæki. Það verða alltaf einhverjir sem þrá að græða. Þetta er því allt í bara nokkuð góðum farvegi og alger óþarfi fyrir fjölmiðla að vera að hrella okkur almenning með skrifum af þeim miklu störfum þingmanna og ríkisstjórnar sem unnin eru, eða ekki þessa dagana. Þeir geta því haldið áfram að segja okkur frá því hvað París Hilton, Jessica Alba og allar hinar stjörnurnar í hinum stóra heimi eru að gera við hárið á sér eða í hvaða fötum þær sáust síðast á almannafæri. Það er þjóðfélaginu algerlega bráðnauðsynlegt og gerir lífið svo mikið skemmtilegra meðan sýsli stendur inn í stofu og bíður upp.
Já það er sama hver ég lít í dag. Blaðamenn og þingheimur, ráðamenn og ríkisstjórn. Þögnin er ykkar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2010 | 13:28
Það er eitthvað skrítið við þessa mynd
Það er eitthvað skrítið við þessa mynd
Flestar fjármálastofnanir landsins eru með skítinn upp á bak, buðu ólögleg lán á sínum tíma og tóku þátt í hinum ýmsu vafasömu viðskiptum sem nú eru til skoðunar hjá sérstöku saksóknara. Ríkisstjórn landsins lagði aðaláherslu á að bjarga þeim frá falli við hrunið 2008. Í vissum skilningi var almennur lántakandi þessara stofnana fórnarlamb hrunsins. Þeim almenningi var aftur á móti lítt hjálpað. Hann verða í versta falli að standa í kulda og trekk í biðröð eftir matargjöf fyrir utan húsnæði hjálparsamtaka og í bestafalli semjandi við þá sem brutu á honum.
Það er eitthvað skrítið við þessa mynd.
Já þetta er undarleg mynd. Fórnarlambið þarf að semja við lögbrjótinn. Þetta svipar til að fórnarlömbum handrukkara væri einungis boðið að semja um skuldina við handrukkarann af yfirvöldum þegar fórnarlambið kærir. Yfirvöld segði við handrukkarnann þú mátt ekki berja hann og við fórnarlambið: þú verður að semja við handrukkarann um skuldina. Við ætlum á meðan að veita handrukkaranum allan þann stuðning sem við getum svo hann geti haldi áfram starfsemi sinni.
Það er eitthvað skrítið við þessa mynd.
Menn töluðu um að þetta líktist náttúruhamförum á sínum tíma. Það hefur verið venja hin síðir ár að þeir sem lenda í slíku fái áfallahjálp. En í þessum hamförum var því öfugt farið. Því fótunum var sparkað undan þeim sem veikast stóðu. Og það merkilega er að enn er verið að því.
Það er eitthvað skrítið við þessa mynd.
Ríkisstjórnin biðlar til fjármálafyrirtækjanna sem þeir aðstoðuðu hvað mest að sýna fólki skilning og biðlund. En á sama tíma er það biðjandinn það er ríkið sem gengur hvað harðast fram í að sparka fótum undan fólki og hirða af þeim eignir þeirra. (Skatturinn og Húsnæðismálastofnun) Eignir Húsnæðismálastofnunar telja nú hundruð og þá kemur upp það vandamál að ekkert er að seljast á fullur verið. Þá dettur Ríkisstjórninni í hug að koma á fót leigukerfi á húsnæði. Þetta mun að öllum líkindum hvetja viðkomandi Húsnæðismálastofnun til enn frekari yfirtöku eigna því það er betra að eiga húsnæðið sem engu skilar af sér í stuttan tíma og ná síðar inn peningum gegnum leigu en að hafa það áfram í höndum kaupandans sem nær ekki að greiða umsamda upphæð.
Það er eitthvað skrítið við þessa mynd.
Núverandi Ríkisstjórnin hefur frá því hún tók við ítrekað komið fram með fullyrðingar sem hafa síðan ekki staðist. T.d um fyrstu Icesave samningana þar sem okkur var talin trú um að ekki næðust betri samningar. Eftir að Forsetin neitaði að undirrita lög um þessa samninga fann ríkisstjórnin að best væri að boða til funda um breytingar á stjórnarskránni. Í von um að hægt væri að minnka völd forseta. Það mál er í farvatninu. Ekki ólíklegt að það takist. Undirritaður er nánast viss um að þarna er flokksbundnir gæðingar sem ætlað er að komast inn og leggja á þetta ofauráherslu.
Það er eitthvað skrítið við þessa mynd
Eftir að nefnd á vegum þingsins lagði til að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra komst stór hluti þingmanna að þeirri niðurstöðu að lögin sem byggt væri á væru gömul og úrsér gengin. Engu líkara og þau hefðu lent í úreldingarsjóði. Þeir gleymdu því að lög standa, bæði gömul og ný meðan þau eru ekki afnumin eða þeim breytt. Þingið sem slíkt hefur því sniðgengið eigin lagasetningar og nánast þar með brotið lög um eigin störf.
Það er eitthvað skrítið við þessa mynd.
Á þeim tíma sem liðinn er frá því þessi ríkisstjórn tók við standa þau mál helst upp úr að búið er að banna súludans og já gleymum ekki; ljósabekki fyrir unglinga. Hvað undir 18 ára ef ég man rétt. Já skrítið. Þú mátt eignast barn, stofna heimili taka bílpróf en ekki fara í ljós. SORRY
Það er eitthvað skrítið við þessa mynd
Ég gæti haldið áfram í allan dag að tala um þá skrítnu mynd sem ég horfi á í íslensku samfélagi. En því miður verð ég að drífa mig í vinnu svo ég geti greitt minn skerf til þeirrar skrítnu myndar sem er í gangi í íslensku samfélagi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 15:41
Á ekki að banna trúboð í skólum?
Hér sit ég í angist minni sem harður KR-ingur og stari á miða sem ein dætra minna kom með heim úr skólanum þar sem ÍR er að bjóða upp á fótboltaiðkun. Dóttir mín horfir á mig vonarfull á svip. Pabbi gerðu það má ég fara á námskeið hjá ÍR með hinum stelpunum. NEI - Þú ert hreinlega of ung til að taka ákvörðun um hvaða íþróttarfélag þú átt að halda með. Þegar þú verður stærri geturðu svo sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort þú heldur með KR eða engu íþróttarfélagi.
Ég veit nú að ég verð að gerast baráttumaður fyrir bönnun slíkra trúboða íþróttafélaganna í anda trú-leysis-félaganna.
Að því loknu ætla ég að fá kennara dóttur minnar frá skólanum sem neitar að kenna henni að nota setuna það er bókstafinn Z sem ég aðhyllist að sé enn hluti íslenska stafrófsins hvað sem 63 kallar segja þarna niður á þingi.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2009 | 12:57
Eigum við öll rétt á öllu
Það er einhver veruleika firring í þessu samfélagi. Það er eins og fólk sé ekki enn búið að gera sér grein fyrir fjárhagslegri stöðu landsins. Maður heyrir stöðugt þessa daganna hverja starfsstéttina væla um að hinir og þessir eigi rétt á þessu og hinu. Sjómenn með sjómannaafsláttinn, Kennarar með skerðingu á kostnaði til menntamála og svo væri áfram hægt að telja. Ástæðru þessa er að við höfum lifað um efni fram síðustu ár. Þingmen, ráðherrar opnuðu dyr fyrir fégráðuga menn sem nýttu sér það allt hvað þeir gátu. Þessa sömu þingmenn hefur þjóðin nú kosið til að sækja fé í vasa okkar til að borga brúsann. Svo einfalt er það. Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir að það er takmarkað sem 300.000 manna samfélag hefur efni á því betra. Sjómannaafsláttur var settur á fyrir 55 árum og löngu tímabært að taka hann af. Þetta var sett á meðan menn voru á skítakoppum vikum saman út á ballarhafi. Togarar nútímans eru flestur betur búnir þægindum en heimili áhafnarinnar. Held að sjómenn séu síðasta starfstétt þessa lands sem ætti að væla í því ástandi sem er. Sorry.
Af reynslu minni af skólastarfi barnaskólanna má stytta þetta skólaár um 2-3 vikur. Það bitnar ekki á neinum nemendum (Já kannski launum kennara) Síðustu vikurnar er kennsla sáralítil og nemendur hanga þarna pirraðir ásamt kennurum í bið eftir sumarfríinu. Þarna hef ég reynslu með tvö börn á grunnskólaaldri.
Verðum að fara að taka þá raunstöðu að Þegar innkoman minnkar eða skuldir aukast er bara eitt að gera í stöðunni. Það er að breyta lífsmunstrinu. Maður hættir að fara í hádegismat á Holtinu og fær sér pylsu á Bæjarins bestu eða tekur hreinlega með sér nesti að heiman.
Afþakka boð ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2009 | 01:01
Getur einhver sagt mér hver er útrásarvíkingur og hver ekki
Allt frá hruni bankanna hefur orðið Útrásarvíkingur glumið í eyrum mínum nánast hvern dag. Nú er mér farin að leika stórkostleg forvitni á að vita hverjir eru eða voru þessir útrásarvíkingar? Best væri að menn sendu mér bara nafnalista.
Ég hélt t.d. að Björgólfur Thors væri einn þeirra og Jón Ásgeir annar. En það er svo skrítið að öðrum er bölvað en bankarnir semja við hinn. Ég þykist viss um að þeir voru fleiri. Svo fór ég líka að spá í hvort þetta orð útrásarvíkingur næði yfir þá sem í græðgi sinni urðu að eignast allt sem auga kom á. t.d. að sami maður er með bílaumboð, pizzukeðjum, fiskútgerð og guð má vita hvað fleira. Nú eða menn tóku lán í nafni félaga til að kaupa félög sem þeir áttu fyrir. og hækkuðu þannig verðmæti félagsins og seldu svo parta af því eða allt.
Væri það nú ekki verðugt verk hjá fréttamiðlum þessa lands að fara að lista upp þá einstaklinga sem verið er að kalla útrásarvíkinga svo við þessir meðal Jónar samfélagsins vitum upp á hár um hverja er verið að ræða. Því varla er ríkið að semja við einn þeirra sem þeir eru búnir að lofa að verði dregnir til ábyrðar? Þannig er búið að staðfesta að Jón Ásgeri er ekki meðal útrásarvíkinga.
Enda má ekki styggja hann, hann þarf ekki nema að fikta í tölvunni sinni í 3. mínútur og matvöruverð landsmanna hækkar og verðbólgan er komin af stað og Icesave skuldirnar hækka. Já er það ekki geggja. Svo halda menn að pólitíkusarnir ráði einhverju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2009 | 15:50
Stefnubreytingar
Auknar tekjur ríkissjóðs í gegnum skattkerfið hlýtur að þýða aukna skatta á fólkið í þessu landi. Sama hvaða hagfræði Jóhanna notar. Auknar álögur fyrirtækja hlýtur að þýða hækkun vöruverðs, sama hvaða hagkerfi Jóhanna notar. Við búum þegar við skert lífskjör og breytingar á skattkerfinu hafa aldrei verið gerðar nema til að auka tekjur ríkisins og einn eða annan hátt. Þessum skattbreytingum er ætlað það hlutverk líka.
Gagnrýnir stjórnarandstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2009 | 10:07
Laga-Kreppa meðal Íslenskra söngkvenna
Ég er að velta því fyrir mér hvað sé að gerast með Íslenskar söngkonur. Þær eru jú nokkuð öflugar að koma frá sér nýjum plötum þessa daganna. Svo ég byrji að vísu á Eivöru Páls. sem er komin með gargandi fína "live" plötu. Ragnheiður Gröndal (ein af mínum uppáhalds söngkonum) er líka að senda frá sér plötu, sömuleiðis Hansa (alltaf eitthvað flott við Hönsu) en ég er svolítið ósáttur við plöturnar þeirra. Mig langar EKKI að eignast 40 og 41 útgáfuna af Vísum Vatnsenda -Rósu. Er orðinn svona rosalegur hörgull á lögum og textum að það þarf að grípa í eldgamalt efni. Ragnheiður er búinn að setja þetta lag á tvær plötur áður, þetta er þriðja sinn sem ég á að kaupa þetta lag sungið af Ragnheiði. Er þetta ekki bara orðið gott. Eddukórinn söng þetta fyrst inn á plötu 1974 og síðan eru það að mestu kórar og einsöngskvenna sem hafa hljóðritað lagið og það er til líklega hátt í 40 mismunandi upptökur af þessu magnaða lagi. Ég skora á laga og textahöfunda að bjalla nú í stelpurnar okkar og bjóða þeim efni. Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað gott sem er aðeins nær okkur í tíma. Og svona í lokin er það magnað að Ragnheiður, Hansa, Ellen Kristjáns eru allar með fínar vandaðar plötur en eitthvað svo rólegar, hægar og gamlar að það vantar allt líf í þetta. Skora á stelurnar að fara nú að fá sér bætiefni og senda okkur næst smá fjörkálfa á plötunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2009 | 14:07
Hvernig má það vera
Þetta er svolítið furðuleg niðurstaða hjá "Þverskurði" þjóðar sem hefur árum saman hamast við að ræna, ljúga og stela hvert að öðru. Við þurfum ekki nema að skreppa út í matvörubúð að kaupa jólahangitjötið og stóra fallega stykkið skreppur saman í pottinum við suðu og verður að nánast engu, Vatnssprautaðið kjúklingar, skeinkan vatnssósa til að hún sé þyngri í viktun. Ég mann enn kaupmanninn sem setti fingurinn á viktina þegar hann viktaði skyrið. Og svo má áfram telja. Eigum við að fara út í bílaviðskiptin eða húsakaupin yfir höfuð. Skoða skattaskýrslur eða bara viðhorf til þess að greiða skatta yfir höfuð. Og leigubílstjórar, af því ég þekki þá atvinnugrein, hve margir ætli hafi ekið fólki heim í liðnum mánuði og farþegi annað hvort stakk af án þess að greiða fargjaldið eða átti ekki fyrir því þegar kom á leiðarenda.
Vonandi ná þessir 1200 að tileinka sér heiðarleikann og smita hann út frá sér - batnandi þjóð er best að lifa.
Þjóðin leggur áherslu á heiðarleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2009 | 13:58
Byrjum bullið á nýjan leik
Hafið þið sé einhver ný lög um banka og fjármálastofnanir? Var ekki verið að skera niður fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins eins og annarra stofnana sem eru á vegum þess opinbera? Ef þeir voru ófærir um að sinna skildu sinni 2007 gera þeir það betur nú með minna fjármagni? Tók ekki ríkið yfir þessa banka vegna þess að þeir voru að fara á hausinn? Nú er búið að dæla í þá peningum og þá má bara rétta þá næstu fuglum sem fljúga með þá hvert?
Þetta fer að minna mig á söguna um manninn sem stal gullinu og gullið var dæmt fyrir þjófnaðinn, það var svo djöfull freistandi. Það er að þjófurinn var klárlega bara fórnarlamb í málinu og fékk dæmdar bætur frá eiganda gullsins. Já, það er eitthvað undarlegt við þessa mynd alla.
Gylfi: Ánægja með lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 02:25
Skrítnir tímar með enn undarlegri stjórn
Ég á mér einlæga ósk. Hún er sú að þessi blessaða ríkisstjórn fari nú að efna loforð sitt um gegnsæi og opið kerfi þar sem hlutirnir séu upp á borðinu. Þessi ríkisstjórn segir eitt og framkvæmir annað.
Skjaldborg um heimili landsins er setning sem nánast hver einasti þingmaður hefur tekið sér í munn í ræðustól alþingis. Þessir þingmenn eru samt með til umfjöllunar fjárlög þar sem niðurskurðarEXI (ekki hníf), heldur EXI er beitt að meiru harðfylgi en nokkru sinni í sögu lýðveldisins. Það stefnir í fjöldauppsagnir á vegum þess opinbera. Já það er skjaldborgin sem ríkið ætlar að slá upp að segja upp eigin fólki og setja það á atvinnuleysisbætur. Já þetta er flott hagfræði, Ríkið borgar viðkomandi fyrir að gera ekki neitt og tekur af því hluta launanna sem það borgar þeim fyrir að gera ekki neitt - Auðvitað borgum við allar erlendar skuldirnar þannig bæði fljótt og örugglega. Ég skil ekkert í mér að hafa áhyggjur af þessi.
Ég skil heldur ekkert í mér að sjá öll kosningarloforð þessarar ríkisstjórnar ganga í þveröfuga átt við þá sem lagt var upp með. Ég skil heldur ekkert í mér að finnast menn sem áður töluðu um að nú væri ekki tími fyrir flokkapólitík sitja og eyða mestum tíma í að sætta eigin þingmenn. Ég skil heldur ekkert í mér að skynja ekki að menn geti lagt af stað með mál, eyða í það vikum og mánuðum og sitja enn á sama stað eftir að hafa sagt að málið væri svo brýnt að það yrði að klára það í hvelli. Ég skil ekki þessa ríkisstjórn, kannski ekki furða, ég held að hún skilji sig ekki sjálf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)