Íslensku tónlistarverðlaunin

Já og ja hér, Íslensk tónlistarverðlaun framundan. Þessi hátíð sem ætti að geta vaxið og dafnað í árferði eins og nú þar sem listir vaxa yfirleitt þegar eitthvað er að gerast í samfélagi manna og verður listamönnum uppspretta, fer hina leiðina. Jahá! Verðlaunum fækkar líka svo ummunar, Og hátíðarhaldið skríður í fátækt inn til sjónvarpsins, Afhverju var ekki bara biðlað til Fjölskylduhjálparinnar eða Rauðakrossins. VÁ!!!! Væri ekki bara ráð að hafa tvenn verðlaun ein fyrir Popp og önnur fyrir Klassíkina já og kannski þriðju fyrir Jazzinn og senda verðlaunin með pósti heim til vinningshafana. 

Ég hef sjálfur verið þess aðnjótandi að vera boðin í tvö, þrjú skipti á þessa hátíð og hafði bara nokkuð gaman af því. En svo var maður víst ekki inni lengur og eins og svo ótal margir sem komið hafa að tónlistargeiranum tímabundið og er alvani  í þessum bransa, það er maður er gleymdur. Sat því heima og horfði á hálf-fyllt Borgarleikhús í eitt eða tvö skipti. Nú treysta menn sér sem sagt ekki til að halda þessa hátíð með nokkurri sæmd. Breyta henni í sjónvarpsþátt. - Í mínum huga - Sorry - RÆFILDÓMUR.

Nema hér eigi peningasíkin sinn þátt í dæminu - Menn greiða fyrir að skila inn efni og fá tilnefningu - Sjónvarpið greiðir fyrir útsendingarréttinn, - ÆJI - Sleppum þessu frekar en gera þetta hallærislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband