Færsluflokkur: Bloggar

Plötur ársins 1984

The+Works+Queen_The_WorksÁrið 1984 var árið sem breytinga varð vart hér heima. Bubbi t.d. flutti af landi brott og verkföll settu strik í birtingu á vikulegum lista yfir vinsælustu plötur landsins, því listinn féll niður í sex vikur vegna þeirra. Venjulegt 52 vikna ár skilar samtals 2860 stigum, sem geta þó farið í 2915 þegar 53 vikan lendir á árinu. Því árið byrjar víst ekki ávalt á sunnudegi og endar á laugardegi.

Þetta árið var heildar stiga fjöldinn því nokkuð nægri og líklega bitnar það á þeim plötum sem skoruðu hæst á árinu.

En við látum slíkt ekki á okkur fá. Látum sem slíkt hafi aldrei gerst og teljum sæti og vikur sem aldrei fyrr. Queen situr í efsta sætinu með 130 sig á 19 vikur. og fer í 9 sæti heildarlistans. Það verður að teljast góður árangur . Þessi plata var sú ellefta sem sveitin sendi frá sér, kom út í febrúar 1984.

Ekki ólíklegt að lagið Radio Ga-Ga eigi þar sinn þátt í vinsældum plötunnar.

Meat Loaf var oftar með plötu sína í fyrsta sæti og sat þar jólamánuðin þegar salan er hve mest. Auk þess naut platan mikilla vinsælda þegar hún kom út. Og eins og árin á undan eru safnplöturnar áberandi í útgáfum ársins og nokkrar slíkar fara inn á árslistann

 

Vinsælustu plötunar 1984 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-52)

    1. The Works – Queen (19. vikur, 130. stig)

    2. Sumarstuð – Ýmsir (11. vikur,  96. stig)

    3. Footloose – Úr kvikmynd (11. vikur, 91 stig)

    4. No Parlez – Paul Young (10. vikur, 90 stig)

    5. Í rokkbuxum og strigaskóm – HLH flokkurinn (10. vikur, 88 stig)

    6. Tvær í takt – Ýmsir (9. vikur, 76 stig)

    7. Ný Spor – Bubbi (10, vikur, 72. stig)

    8. Tvær í takinu – Ýmsir (10. vikur, 72. stig)

    9. Alchemy – Dire Straits (13. vikur, 60 stig)

    10. Af einskærri sumargleði – Sumargleðin (8. vikur, 56. stig)

 

  Frá upphafi listans 12.6.1978-30.12.1984

    1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)

    2. Ljúfa líf – Þú og ég (18. vikur, 160. stig)

    3. Með allt á hreinu – Stuðmenn (19. vikur, 152 stig)

    4. Fingraför – Bubbi (19. vikur, 143. stig)

    5. Glass House – Billy Joel (17. vikur, 143. stig)

    6. Grease – Ýmsir (27. vikur, 138. stig)

    7. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)

    8. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)

    9. The Works – Queen (19. vikur, 130. stig)

    10. Breyttir tímar – Egó (18. vikur, 129 stig)


Plötur ársins 1982

Breyttir tímarEnn höldum við áfram að telja upp stigahæstu plöturnar samkvæmt vinsældarlista DV sem var einskonar forveri Tónlistans eins og við þekkjum hann í dag. Þar sem sömu aðferðum var beitt þá og nú við að vinna mest seldu plötu hverrar viku. Til að skoða þetta á ársgrundvelli (frá 1. vikur árs – 52 viku) er plötunum gefin stig eftir í hvaða sæti þær sitja. Platan í 1. sætinu fær 10 stig, platan í 2. sætinu 9. sig og svo koll af kolli.

 

Árið 1982 áttu Bubbi og Egóið. Það er ekki spurning. Bubbi var þekktur með Utangarðsmönnum en hann varð vinsæll með Egóinu. Sveitin á tvær plötur á topp 10 lista ársins. Toppsæti ársins nær 7. sætinu á listanum frá upphafi. Safnplöturnar voru einnig sterkar og talin bestu kaupin. Útgefendur á tánum að stinga nýju efni á slíkar safnplötur. Enda þrjár sem komast inn á árslistann.

 

Vinsælustu plötunar 1982 samkvæmt Vinsældalista  (vika 1-52)

  1. Breyttir tímar – Egó (18. vikur, 129. stig)

  2. Mirage – Fleedwood Mac (14. vikur, 114. stig)

  3. Beint í mark – Ýmsir (13. vikur, 104. stig)

  4. Á fullu – Ýmsir (10. vikur, 98. stig)

  5. Dare – Human League (11. vikur, 89. stig)

  6. Tropical Dream – Goombay Dance Band (10. vikur, 80. stig)

  7 . Næst á dagskrá – Ýmsir (10. vikur, 75. stig)

  8. Í mynd – Egó (8. vikur 74. stig)

  9 . Love Over Gold – Dire Straits (9. vikur, 67 stig)

  10. Tug Of War – Paul McCartney (10. vikur, 67. stig)

 

Frá upphafi listans 12.6.1978-2.1.1983

  1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)

  2. Ljúfa líf – Þú og ég (18. vikur, 160. stig)

  3. Glass House – Billy Joel (17. vikur, 143. stig)

  4. Grease – Ýmsir (27. vikur, 138. stig)

  5. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)

  6. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)

  7. Breyttir tímar – Egó (18. vikur, 129 stig)

  8. Double Fantasy – John Lennon og Yoko Ono ( 18. vikur, 129. stig)

  9. The Wall – Pink Floyd (21. vika, 128. stig)

  10. Star Party – Ýmsir (15. vikur, 123. stig)


Plötur ársins - 1978

starpartyTónlistinn eins og við þekkjum hann og birtist okkur vikulega í Fréttablaðinu er ekki nýr af nálinni. Reyndar var það Vísir sem hóf að taka saman lista yfir mest seldu plöturnar um mitt ár 1978. Þessir listar hafa nú allir verið færðir í stafrænt form og unnið talsvert úr þeim. Í þessu litla pistli og næstu ætla ég að taka hvert ár fyrir sig og nefna plötu hvers árs samkvæmt þessum listum. Ekki verður unnið samkvæmt neinum sölutölum því þær eru einfaldlega ekki til staðar í þessari vinnu. Lengi vel var aðeins birtur topp 10 listi. og til að finna þá plötu er farin einfaldasta leiðin 1. sætinu eru gefin 10 stig, 2. sætið fær 9 stig, 3. sætið fær 8 stig og svo framv. þangað til að 10 sætið fær 1. stig.

 

Sú plata sem fékk samkvæmt þessu flest stig árið 1978 er safnplatan Star Party en hún átti einnig flestar vikur á listanum þar sat hún í 15 vikur. Platan úr myndinni Grease sat í 14 vikur á lista en situr þó í 6. sætinu í stigagjöfinni þar sem platan átti lengst af sæti í neðri hluta listans. En hér er Topp 5 árið 1978 samkvæmt þessari reiknisformúlu.

 

TOPP 5 árið 1978 (frá júní til áramóta)

1. Star party – Ýmsir (15 vikur, 123 stig)

2. Hlunkur er þetta – Halli og Laddi (10 vikur, 90. stig)

3. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (9, vikur, 79 stig)

4. 52nd Street – Billy Joel (12. vikur, 78. stig)

5. Natural Force – Bonnie Tyler (12. vikur, 78 stig)


Íslensku tónlistarverðlaunin - Plata ársins

verdlaun33Ég er orðinn sérlegur áhugamaður um Íslensku tónlistarverðlaunin. Ástæða þess er að ég ákvað að taka sama og lista upp tilnefningar og viðurkenningar þessa merku verðlauna. Sá miskylningur virðist víða að um einhverskonar keppni sé að ræða. Í mínum huga er það ekki. Heldur er fyrst og fremst verið að verðalauna þá sem gert hafa vel á árinu og um leið vekja á því athygli.

Reyndar fannst mér um tíma þessi verðlaun komin svolítið lagnt frá upphaflega tilgangi sínum það er að tónlistarmenn í poppinu séu að klappa hver öðrum á bakið fyrir gott ár. Því svo virtist sem markaðsöflin hefðu náð þeim á sitt vald. T.d. þegar breytingar voru gerðar  til að gera hana sjónvarpsvænni. Hæpini þróun svo ekki sé meira sagt. En mér finnst nú sem þessi hátíð sé svolítið að koma til baka og vonandi færist hún aftur nær sínum upprunalega tilgangi.

Til gamans lista ég hér upp þær plötur sem unnið hafa til viðurkenningar og bæti við listann plötum sem kosnar voru á Stjörnumessu sem var einskonar undanfari Tónlistarverðlaunana

(ATH plata sem merkt er árinu 1977 fékk viðurkenninguna í ársbyrjun 1978 og svo framv.)

Stjörnumessa Plata ársins

1977    Sturla – Spilvek Þjóðannna

1978    Hinn Íslenski Þursaflokkur – Þursaflokkurinn

1979    Ljúfa líf – Þú og ég

1980    Geislavikrir – Utangarðsmenn

1981    Tass – Jóhann Helgason

Íslensku Tónlistarverðlaunin

1993    Spillt – Todmobile

1994    Æ – Unun

1995    Post – Björk

1996    Fólk er fífl – Botnleðja

1997    Homogenic - Björk

1998    Magnyl – Botnleðja

1999    Ágætis byrjun – Sigur Rós

2000    engin hátíð haldinn

2001    XXX Rottweilerhundar - XXX Rottweilerhundar

2002    ( ) – Sigur Rós

2003    Halldór Laxness – Mínus

2004    Mugimama, Is This Mogimusic – Mugison (Popp plata ársins)

2004    Hljóðlega af stað (rokkplata ársins)

2004    Vetrarljóð – Ragnheiður Gröndal (Dægurplata ársins)

2005    Fisherman's  - Emilíana Torrini (Popp plata ársins)

2005    Takk – Sigur Rós (Rokk og jaðartónlistar plata ársins)

2005    Ást/...Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís – Bubbi (Dægurtónlist plata ársins)

2006    Dirty Paper Cup – Hafdís Huld (Popp hljómplata ársons)

2006    Wine for my Weakness – Pétur Ben (Rokk & jaðar Hljómplata ársins)

2006    Aparnir í Eden - Baggalútur

2007    Frágangur / Hold er mold – Megas og Senuþjófarnir (Popp og Dægurtónlist)

2007    Mogiboogie – Mugison (Rokk og jaðartónlist)

2008    Með suð í eyrum við spilum endalaust – Sigur Rós

2009    Terminal – Hjaltalín

2010    Go – Jónsi


Þorpið hans Bubba

ibuarEkki veit ég hvaða mótall er í gangi vegna lagsins Þoprið. Menn hamra á að það sé nú bara bullandi uppsveifla, og Bubbi sé að tala hlutina niður.

Þegar Bubbi hætti að syngja um kjarnorkusprengjur , dóp og djöfulgang og fór að syngja um ástið og annað jákvæt var það enganvegin nógu gott og menn kröfðust þess jafnvel að hann drifi sig í dópið á ný. Þegar hann tekur svo upp gamla takta þá er það enganvegin nægilega gott og minnimáttarkend landsbyggðarinnar rís upp á afturlappirnar og mótmælir. En hver er staðan? Hagstofan staðfestir lag Bubba. Skrítið að allt skuli vera á blússandi uppsiglingu en fólkinu fækkar! Skrítið.


Metsöluplata - Hvað er það?

19780623Við könnumst vel við þetta orð Metsöluplata. En hvað þýðir það? Í mínum huga er það plata sem selst hefur betur en aðrar plötur yfir eitthvað fyrirfram ákveðið tímabil. Bandaríkjamenn hófu að birta topp lista yfir best seldu plöturnar þar í landi um mitt ár 1940. Hér heima á Fróni fórum við svolítið seinna af stað. Í dag sjáum við vikulega slíka lista sem til langs tíma voru birtir í Morgunblaðinu en eru nú komnir yfir á Fréttablaðið. Þessi listun á best seldu plötum landsins er ekki ný af nálinni hér á landi því hún á sögu að rekja allt aftur til ársins 1978.

Það var Vísir sem þá hóf að taka saman tölur yfir best seldu plötur landsins og birti niðurstöður vikulega ásamt listum frá bæði Bretlandi og Bandríkjunum. Upplýsingar um plötusölu sem mynduðu Íslenska listann voru fengnar frá plötubúðum í Reykjavík og á Akureyri.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að gera meira við þessa lista en aðeins birta þá einu sinni í viku og svo ekki söguna meir. Því þær plötur sem ná toppi listans hversu skamma stund sem það er geta talist metsöluplötur.

Nú hef égð ráðist í það verkefni að skrásetja í tölvutækt form þessa metsölulista allt frá árinu 1978 til dagsins í dag. Til að verkið verði manni ekki ofvaxið skipti ég því niður í ákveðna áfanga það er frá 1978 til 1989 eða 80's síðan 1990-1999 eða 90's og svo loks 2000 til þess dags sem vinnu við verkið líkur.

Nú er verið að leggja lokahönd á fyrsta áfangann og þegar því er lokið eru listandir keyrðir saman og þá er hægt að fá ýmsar skemmtilegar niðurstöður eins og hver á flestar plötur á topp 10. Hvaða plata hefur setið þar lengst. Hvaða plata hefur setið í 1. sætinu lengst. Hvert er hlutfall íslenskra platna gagnvart erlendum útgáfum og svo framvegis. Ekki er ólíklegt að ég eigi eftir að skjóta fram ýmsum skemmtilegum niðurstöðum hér inn á bloggið. En til gamans ætla ég að segja frá því sem hægt er að túlka sem fyrst á listanum.

Fyrsta Íslenska metsöluplatan það er til að sitja í 1. sæti listans var Brunaliðið - Úr öskunni í eldinn sem sat á toppnum þegar fyrsti listinn var birtur 23. júní 1978.

Duran Duran var fyrst til að eiga tvær plötur á topp 10 á sama tíma en það voru plöturnar Arena og Rio sem báðar sátu á topp tíu 22. febrúar 1985.

Á þessu tímabili fóru 997 plötur inn á topp 10 listann

 - 704 plötur voru erlendar útgáfur

 - 293 plötur voru íslensk útgáfa.

 

Frekari niðurstöður verða svo birtar von bráðar eins og Hver átti flestar plötur á topp 10? Hvaða plata sat flestar vikur á topp 10? Hvaða plata sat lengst í 1. sæti listans? og margar fleiri.

 


Kannaki er NEI okkar góðverk til evrópu

Getur verið að nei íslendinga geri gjörvallri evrópu stærri greiða en já. Kannaki fara menn að skoða leikrelgur fjármálageirans betur í kjölfarið og breyta og laga leikreglurnar sem bankar og fjármálastofannir búa við og ábyrðir þar að lútandi. Vanda betur til regluverka sinna en áður.

Ég er alveg til í að hafa átt átt þátt í því.

Einu sinni höfðu Íslendingar kjark og þor og færðu fiskveiði lögsögu sína í 200 mílur í trássi og við stórfeld andmæli fjölmargra þjóða. Hver er staða þess í dag? 

Menn tala um heiður og sóma í þessu máli. – Halló – Sá heiður og sómi fór fyrir lítið með falli bankanna og hegðun stóru fjárfestanna. Ekki bara hér heldur um alla Evrópu og hin vestræna heim.

Þetta mál hefur ekkert með heiður og sóma að gera. heldur lagalega túlkun eins og allt er snýr að peningum og og samningum einstaklinga og fyrirtækja. Þar sem peningar eru bráðnar heiður og sómi eins og smjör –

 - Mammon er á rússíbanaferð og við erum öll um borð í þeirri lest.

Kostur eða Bónus

bogkEkki veit ég hvort almenningur gerir sér grein fyrir því að verðkannanir eins fyrirtækis hjá öðru með það fyrir augum að vera með lægra verð er hvorki kostur né bónus. – Í besta falli er hægt að kalla slíkt markaðsmisnotkunn eða verðsamráð annars aðilans.
Verslun sem ástundar slík vinnubrögð er ekki að gera eins vel og hún getur gagnvart neytendum heldur er hún fyrst og fremst að reyna að drepa samkeppni á markaði.

Búum til dæmi um hvernig þetta virkar eftir að Bónus hefur gert verðkönnun á viðkomandi vöru hjá Kosti. -  búum okkur dæmi um þvottaefni og verð á því:
Kostur 350 kr.
Bónus 348 kr.
Hagkaup 420. Kr.

Bónus sem um áratugaskeið hefur verið í eigu sömu aðila og Hagkaup þarf aðeins að vera undir næsta verði. Þegar Kostur lokar vegna þess að Bónus bíður alltaf betur vegna verðkannana hvernig yrði þá staðan á sömu vöru.

Bónus 419
Hagkaup 420

Verðkannanir sem þessar á jafnlitlu markaðssvæði og Íslandi er neytendum alltaf í óhag í alla staði. Þar sem markmiðið er að vera aðeins undir verði samkeppnisaðilans, en ekki gera eins vel og hægt er gagnvart neytendanum.
Það er því lítill kostur og bónusinn fljótur að fjúka af slíkum vinnubrögðum. Þetta ætti í mínum huga að sem ættu að varða við lög. Annaðhvort eru menn samkeppnisfærir í verðum eða ekki. Slíkum verðkönnunum er ætlað það eitt að athuga hve miklu er hægt að ná að neytendum.


David Bowie 33. hluti

1. Outside

OutsidebowieÍ mörg ár virðist það hafa verið tónlistarlegt gæfuspor að þeir David Bowie og Brian Eno höfðu ekki unnið saman frá því Berlínarþríleiknum lauk á áttunda áratugnum. Í ársbyrjun 1994 voru um það bil 15 ár síðan þeir skildu að skiptum. Eno hafði fundið sig vel í sínum verefnum t.d. sem upptökustjóri rokksveitarinnar U2 ásamt því að vera titlaður einskonar guðfaðir Abiant tónlistarinnar þar sem hann gat nostrað við hlutina fram og aftur meðan Bowie hafði daðrað við diskóið og rokkið þar sem upptökur voru keyrðar áfram til að þær væri sem líkastar því að vera lifandi og hráar. Eitthvað sem ekki átti heima í hugarheimum Brian Eno. Þessir fyrrum samverkamenn virtust því tónlistarlegaBrian Enohafa fjarlægst hvorn annar svo ljósárum skipti. Þó hafði Bowie opnað ákveðnar dyr í átt að Eno með plötunni Buddha Of Suburbia, þá ekki hvað síst í insturmental lögum plötunnar.

Fundum þeirra félaga bara óvænt saman og eftir stutt samtal komust þeir að því að báðir höfðu svipaða afstöðu til tilraunakenndrar tónlistar og ákváðu að ráðast í verkefni saman. Það átti svo eftir að geta af sér næstu sólóplötu –1.  Outside.  Í janúar 1994 komu þeir þeir Bowie og Eno sér fyrir í Montreux í Sviss ásamt þeim Reeves Gabriel úr Tin Machine og píanósnillingnum Mike Garson.

mikegarsonMike Garson:Ég hljóðritaði í að minnstakosti 35 klukkutíma af tónlist með David. ásamt þeim Reeves og Eno í Montreux,  Þarna var hellingur af stöffi sem aldrei var klárað fyllilega svo líklega hafa þeir efni á einar tíu plötur þarna ef þeir vildu. Mín skoðun er sú að margt af þessu var mikið betra en það efni sem síðar lenti á plötunni Outside. Allt var þetta líka myndað það var myndavél beint að hverjum og einum allan tímann í hljóðverinu. Þetta var einskonar listræn áskorun fyrir Bowie, og metnaðurinn því allsráðandi hjá hverjum og einum. Þetta er einhver mesta sköpunarstund sem ég hef gegnið í gegn um á mínum ferli. Við vorum bara að spila, það var enginn lykill gefinn, engin fyrirfram tónn til að vinna útfrá, ekkert ákveðið form, ekkert, bara frjáls sköpun og leikið af fingrum fram (kölluðum það Inside). Allt var þetta hljóðritað en aldrei bútað niður í útgáfulengd lög.

Eftir að þessari tilraunastarfsemi lauk var hóað í gítarleikarann Carlos Alomar, Erdal Kizilkay á bassa og synthesizers og loks trommarann Sterling Campbell og grunnar plötunnar 1. Outside síðan teknir upp á aðeins 10 dögum. Eftirvinnsla laganna tók um 18 mánuði. Sú vinna var að stórum hluta í höndum Eno sem líkt og fyrr dundaði sér við lögin með sín töfratæki og tól.

outside_LPMeðan föndrið fór fram brá Bowie sér m.a. í hljóðver til að syngja inn á plötuna Heaven And Hull sem skráð er sem þriðja sólóplata gítarsnillingsins Mick Ronson þó hún hafi ekki verið fullunnin fyrr en eftir andlát hans.
Platan 1. Outside sem komst á markað 25. september 1995. fékk fína dóma gagnrýnenda sem flestir gáfu henni þrjár stjörnur af fimm. Líkt og stórstjörnu siður var á þessum tíma kom gripurinn einnig út sem LP plata en þar voru sum verkanna stytt vegna tímalengdar og af þeim sökum var gripnum fundið annað heiti; Excerpts From Outside

1.Outside er þemaplata, Tónlistarlega er hún líklega einhver svartasta plata sem úr smiðju Bowie hefur komið. Dauðinn á sínar göngur hér, enda kemur hann við sögu í nokkrum laga plötunnar sem er undarleg blanda teknó tónlistar og rokks. Þó menn heyri þar jassskotin áhrif sem höfðu þó verið meira áberandi í Black Tie White Noies og til voru þeir sem fundu samsvörun við Plastic Soulplötuna Young Americans. Í frumútgáfu umslags 1. Outside mátti finna einskonar örsögu sem átti sinn þátt í að magna hughrif gagnrýenda og plötukaupenda. Sagan sem er í dagbókarformi heitir "Diaries of Nathan Adler". Hún  gengur í stuttu máli út á rannsókn á morði á 14 ára stúlku sem myrt hefur verið myrt á furðulegan hátt. Þessari sögu er ætlað að skýra að hluta tónlistarlega nálgun verksins.

BasquiatBowie náði enn á ný til yngri hlustenda og gamlir Bowie aðdáendur gátu nú enn einu sinni risið úr sætum sínum, stoltari en nokkru sinni fyrr og bent á fortíð hans. Milli þess sem Bowie vann að plötunni 1. Outside opnaði hann sýningu á myndlist sinni í Cork Street listasafninu í apríl undir yfirskriftinni New Afro/Pagan And Work 1975-1995.

Tveim mánuðum síðar hóf hann störf fyrir framan myndavélarnar í hlutverki Andy Warhols í myndinni Basquiat. Myndin hlaut nokkra athygli og þótti Bowie komast vel frá sínu hlutverki og var lof á hann borið fyrir sinn þátt myndarinnar.

GailÍ kringum útgáfu plötunnar 1. Outside var haldið í hljómleikaferð um víða veröld Ferðin hófst í Bandaríkjunum og Kanada, og þaðan var haldið til Evrópu. Með í för mátti sjá, auk gamalkunnra félaga eins og Mike Garson en heil 22 ár voru síðan þeir höfðu farið í slíkt ferðalag saman, Reeve Gabrels mátti líka sjá á sviðinu og nýjan bassaplokkara, þeldökka glæsidömu með frábæra bakrödd að nafni Gail Ann Dorsey, en hún átti eftir að vinna talsvert með Bowie næstu árin. Með í för var einnig hljómborðsleikarinn Peter Schwartz sem reyndar féll úr hópnum þegar að Asíuhluta ferðarinnar kom. Það gerðu líka þeir Carlos Alomar og George Simms. Það þótti tíðindum sæta að á fyrsta hluta Bandaríkjaferðarinnar sté á svið með Bowie hljómsveitin Nine Inch Nales og á lokahljómleikum ferðarinnar um Ameríku var mættur á sviðið ekki minni jöfur en sjálfur Morrissey. Það að slík stórnöfn skuli vera fáanleg með Bowie og það sem einskonar upphitunarnúmer sýnir enn og sannar hvað nafn hans er hátt skrifað í tónlistinni.
Eins og lög gera ráð fyrir voru nokkur laga plötunnar mixuð fram og aftur og gefin út á smáskífum. M.a. lögin Hallo Spaceboy, Strangers When We Meet og The Hearts Filthy Lesson. Ýmis önnur lög og eldri í nýjum hljóðritunum mátti heyra á þessum smáskífum t.d. tónleikaupptökur laga eins og Under Pressure og Moonage Daydream.

Haustið 1997 var Bowie staddur með allt sitt lið í New York borg og tilbúinn með efni á næstu plötu, það var því fátt annað að gera en bregða sér í hljóðver enn og aftur og taka þar upp efni sem þegar hafði verið prufukeyrt á hljómleikaferðalaginu. Þessi vinnuaðferð, það er að semja efni næstu skífu á tónleikaferð síðustu plötu minni óneitanlega á þau vinnubrögð sem Bowie hafði viðhaft á þeim árum sem Ziggy réði ríkjum. En svo virðist að á slíkum ferðum sé Bowie listagyðjunni tryggur og trúr. Almennt voru menn á einu máli að með plötunni 1. Outside væri Bowie kominn aftur heim, aftur í heim þeirrar veraldar sem hann hafði á áttunda áratugnum skrá tónlistarlegt lögheimili sitt.


David Bowie 24. hluti

Lodger 

LodgerBowie lét ekki deigan síga, Í september 1978 tóku Bowie og félagar sér frí frá tónleikahaldi og héldu í hljóðver þar sem unnin var næsta plata kappans sem til stóð að fengi heitið Planned Accidents síðar kom heitið Despite Lines til greina, áur en ákveðið var að hún fengi heitið Lodger. Þessi plata reyndist lokaverkefni  Berlínartrílógíunnar sem þeir Bowie og Brian Eno unnu saman að sinni. Bowie til aðstoðar voru nánast þeir sömu og unnið höfðu með honum að Heroes plötunni og þá var gítarleikarinn Adrian Belew enn með í hópnum. Og svona til fróðleiks þá fæddist hann í Bandaríkjunum og heitir reyndar réttu nafni Robert Steven Belew.

Lodger_allGripurinn komst svo í hendur almennings 18. maí 1979. Lodger eða Leigjandinn en það var nafn plötunnar eins og áður segir var nokkuð léttari áheyrnar og poppaðri en þær Low og Heroes. Þrátt fyrir að hin dulmögnuðu instrumental lög væru horfin er hún engu að síður tilraunakend og ólík því sem aðdáendur áttu að venjast frá honu,. Hér er Bowie farinn að  fitla við Reggae og Afríkanska takta. Platan var þó ekki aðeins alþjóðleg tónlistarlega, því annað höfuð plötunnar var ferðalög í bókstaflegum sem og heimspekilegum skilningi þess orðs. Fantastic Voyage er lykilsöngur í þessu sambandi en ferðin sem getið er um í heiti lagsins er reyndar lífshlaup mannsins. Textinn er hvöss ádeila á ráðamenn heimsins boðbera kynþáttaaðskilnaðar og vígvæðingar, oddvitar kjarnorkuveldanna fá áminningu og Bowie bendir á að öll getum við jú misst stjórn á okkur endrum og sinnum en þegar herrarnir sem búa yfir gereyðingarmætti kjarnorkusprengjunnar missa stjórn á sér færi nú fyrst gamanið að kárna.

Kímnigáfa Bowie kemur vel fram á Lodger, ekki síst í þekktasta lagi plötunnar; Boys Keep Swinging. Bowie gerir þar grín að hefðbundnum kynhlutverkum en vissulega var nokkur ádeilubroddur í háðinu. Myndband lagsins vakti ekki síður verulega athygli, þar sem Bowie kom fram í miður þekkilegum gervum. Þess má geta að í laginu skiptu gamalreyndir hljóðfæraleikarar Bowie um hljóðfæri eins og ekkert væri. Gítarleikarinn Carlos Alomar settist við trommusettið og trommarinn Dennis Davis þreif bassann af Tony Visconti.

Þrátt fyrir að gæði plötunnar sé engum hulin stendur Lodger enn í dag líklega sem ein af  vanmetnustu plötum Bowie á löngum ferli og örugglega sú sem minsta umdjöllun hefur fengið af þeim þrem plötum sem hann vann í Berlín með Brian Eno.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband