11.9.2012 | 08:24
Plötur ársins 1994
Árið 1994 var plötulistinn birtur vikulega og við höldum áfram yfirferð okkar. Listum upp þær plötur sem gerðu það best þar árið 1994. Seinni listinn er svo samantekt á þeim plötum sem skorað hafa hæst í sögu listans.
Andlát stórsöngvarans í Nervana er mörgum minnistæður. Reif safnplötunum var dælt út eins og enginn væri morgundagurinn og e-pilluátið var eins og hver annar faraldur, veitingarhúsin voru meira að segja farin að selja dansþyrstum e-pilluætunum vatnið á barnum.
Björk er annað árið í röð á lista með plötuna Debut og Bubbi er ofarlega á lista þetta árið. Það er ekki margar plötur á þessum lista sem eru skyldueign í dag, Björk og Íslandslögin eru líklega plöturnar sem flestir þekkja. Safnplöturnar flestum gleymdar eins og oft vill verða með slíka gripi, enda er þeim kannski ekki ætlað að lifa morgundaginn.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1994 (Vika 1 52)
1. Music Box Mariah Carey (22. vikur, 141. stig)
2. Hárið Úr söngleik (20. vikur, 133. stig)
3. Þrír heimar Bubbi (11. vikur, 108. stig)
4. Milljón á mann Páll Óskar og Milljónamæringarnir (15. vikur, 108. stig)
5. Reif í sundur Ýmsir flytjendur (14. vikur, 99. stig)
6. Íslandslög 2 Ýmsir flytjendur (14. vikur, 97. stig)
7. Debut Björk (16. vikur, 92. stig)
8. Heyrðu 3 Ýmsir flytjendur (11. vikur, 86. stig)
9. Ringulreif Ýmsir flytjendur (10. vikur, 85. stig)
10. Æði Vinir vors og blóma (12. vikur, 80 stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 1994
1. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
2. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
3. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
4. Frelsi til sölu Bubbi (29. vikur, 226. stig)
5. Greatest Hits II Queen (36. vikur, 215. stig)
6. Íslensk alþýðulög Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
7. Unplugged Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
8. Debut Björk (31. vika, 196. stig)
9. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
10. Nevermind Nirvana (23. vikur, 187. stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2012 | 00:22
Plötur ársins 1993
Við tökum nú fyrir árið 1993. Vikulega var á sínum tíma birtur listi yfir mest seldu plötur landsins í DV. Hann hefur nú verið tölvutekinn og úr honum unnar þær upplýsingar sem ég er birta hér. Við gefum plötu 10 sig fyrir 1. sæti listans, 9 stig fyrir 2. sætið og svo koll af kolli.
Árið 1992 kom REM með meistarastykkið Automaric For the People sem enn í dag nýtur spilunnar útvarpsstöðva um allan heim. Það sat stuttan tíma á listum 1992 en fer á toppinn árið 1993.
Þó skiptar skoðanir væru á Zooropa með U2 smellpassar hún í þá þróun sem orðið hafði á sveitinni og enn betur þegar frá leið. Unplugged útgáfuröðin naut vinsælda og Plata Claptons naut hylli Aðal orsakavaldur þess var líklega lagið Tears in Heaven, sem reyndar hafði verið samið fyrir myndina Rush. Þessi kassagítarútgáfa lagsins sem og annar laga á þessari plötu kom henni á topplista víða um heim.
Heildarlistinn tekur breytingum því REM bætir við sig stigum og vikufjölda frá árinu áður og stekkur í þriðja sæti heildarlistans. Þá kemur Eric Clapton einnig inn með óragmögnuðu upptökurnar sínar.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1993 (Vika 1 52)
1. Automatic For The People R.E.M. (24. vikur, 195, stig)
2. Zooropa U2 (18. vikur, 158. stig)
3. Rage Against The Machine Rage Against The Machine (21. vika, 141. stig)
4. Ekki þessi leiðindi Bogomil Font og Milljónamæringarnir (15. vikur, 136. stig)
5. Unplugged Eric Clapton (19. vikur, 112. stig)
6. Debut Björk (15. vikur, 104. stig)
7. Bodyguard Úr kvikmynd (14. vikur, 104. stig)
8. Lífið er ljúft Bubbi (10. vikur, 99 stig)
9. Bein leið K.K. (13. vikur, 91. stig)
10. Svefnvana - GCD (13. vikur, 80. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 1993
1. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
2. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
3. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
4. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220. stig)
5. Greatest Hits II Queen (36. vikur, 215. stig)
6. Íslensk alþýðulög Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
7. Unplugged Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
8. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
9. Nevermind Nirvana (23. vikur, 187. stig)
10. Grease Úr kvikmynd (38. vikur, 184. stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2012 | 01:42
Plötur ársins 1992
Árið er 1992 og við förum áfram yfir þær plötur sem gerðu það best á topp 10 hér á landi það árið. Óneitanlega er listinn undarlegur þetta árið. Ástæða þess að tvær safnplötur með Queen sitja á topp 10 er fráfall söngvarans Freddy Mercury sem lést 24. nóvember 1991. Hefði það ekki komið til er líklegt að Metallica hefði komið samnefndir plötu inn á listann og Sálin hans Jóns míns einnig samnefndri plötu sinni og þar með orðið fyrst sveita til að eiga þrjár plötur á topp 10 yfir stigahæstu plötur ársins. En Queen hafði misst frontmann sinn og þegar stórstjörnur falla getur allt gerst.
Á heildarlistanum verða miklar sviptingar því fjórar nýjar plötur koma inn á listann, Queen með tvær Best of, Nirvana og Red Hot Chili Peppers nær í 10 sætið, sem þýðir að fjórar plötur falla út af listanum. En slíkar sviptingar hafa aldrei orðið svo miklar á milli ára. Ástæðan er auðskýrð Stórstjarna féll frá í árslok 1991. Ég saknaði hans strax þá og geri enn Freddy var frábær söngvari.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1992 (Vika 1 52)
1. Greatest Hits II Queen (35. vikur, 211. stig)
2. Nevermind Nirvana (23. vikur 187. stig)
3. Blood Sugar Sex Magik Red Hot Chili Peppers (26. vikur, 167. stig)
4. Greatest Hits Queen (26. vikur, 154. stig)
5. Garg Sálin hans Jóns míns (19. vikur, 153. stig)
6. Stjórnin Stjórnin (16. vikur, 112. stig)
7. Veggfóður Úr kvikmynd (14. vikur, 96. stig)
8. Unplugged Eric Clapton (17. vikur, 95. stig)
9. Von Bubbi (10. vikur, 92. stig)
10. Þessi þungu högg Sálin hans Jóns míns (9. vikur, 83. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 1992
1. Brothers In Arms Dire Straits (39. vikur, 282 stig)
2. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237. stig)
3. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220 stig)
4. Greatest Hits II Queen (36. vikur, 215. stig)
5. Íslensk alþýðulög Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
6. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
7. Nevermind Nirvana (23. vikur 187. stig)
8. Grease Úr kvikmynd (38. vikur, 184. stig)
9. Bad Michael Jackson (26. vikur, 173. stig)
10. Blood Sugar Sex Magik Red Hot Chili Peppers (26. vikur, 167. stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2012 | 09:34
Plötur ársins 1991
Við erum komin í árið 1991 á yfirferð okkar um þær plötur sem náðu bestum árangri á lista DV yfir söluhæstu plötur hvers árs. Sem áður er plötu í 1. sætinu gefin 10. stig, plötu í 2. sæti 9. sig og svo koll af kolli. Þá eru innan svigans einnig sá vikufjöldi sem platan sat á lista á árinu.
Í seinni listanum er samanlagður vikufjöldi sem platan hefur náð ásamt heildar stigum samkvæmt áðurnefndri aðferð. Og má því segja að þar sé topp 10 af þeim plötum sem náð hafa bestum árangri á Topp 10. Þó listin hafi verið stækkaður erum við aðeins með TOPP 10 hér.
Þegar listi ársins 1991 er skoðaður þá virkar hann hálfhallærislega á mig. Hreinlega skil ekki hvar plötukaupendur voru þetta árið. Ég á frekar erfitt með að kyngja því að Simpsons sitji í 1. sætinu með stigahæstu plötu ársins. En það er staðreynd enda sat platan í 8 vikur í 1. sæti yfir best seldu plöturnar. OK, Bubbi og Rúnar nutu vinsælda þetta sumar en það er ekki árið skollinn hafi það. Mér finnst vanta inn á listann fleiri plötur sem ég væri til í að hlusta á í dag. Flestar þessara platna eru líklega ekki fáanlegar í verslunum í dag, þó kannski sumar á einhverjum útsölumarkaðnum.
Kannski er helsta skýringin á þessu að stóru útgáfurnar einblíndu svo lítið á endurútgáfur á eldra efni sem var að koma út á CD í fyrsta sinn. efni eins og Hljómar og Haukur Morthens Gullnar glæður, Bjartmar Tvær fyrstu og svo framvegis. Enda fer það svo að engin breyting verður á heildarlistanum.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1991 (Vika 1 52)
1. The Simpsons Sing The Blues Simpsons (19. vikur, 145. stig)
2. GCD Bubbi + Rúnar (16. vikur, 133. stig)
3. Out Of Time R.E.M. (14. vikur, 103. stig)
4. Íslandslög Ýmsir flytjendur (14. vikur, 93. stig)
5. Tvö líf Stjórnin (14. vikur, 87. stig)
6. Wild Heart Úr kvikmynd (14. vikur, 83. stig)
7. The Doors Úr kvikmynd (14. vikur, 82. stig)
8. The Essential Pavarotti Luciano Pavarotti (18. vikur, 80. stig)
9. Bandalög 4 Ýmsir flytjendur (8. vikur, 71. stig)
10. Deluxe Ný Dönsk (8. vikur, 67. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 1991
1. Brothers In Arms Dire Straits (39. vikur, 282. stig)
2. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220. stig)
3. Íslensk alþýðulög Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212 stig)
4. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
5. Grease Úr kvikmynd (38. vikur, 184. stig)
6. Bad Michael Jackson (26. vikur, 173 stig)
7. Eitt lag enn Stjórnin (20. vikur, 164 stig)
8. Appetite For Destructions Guns N' Roses (32. vikur, 161. stig)
9. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
10. Borgarbragur Gunnar Þórðarson (22. vikur, 159. stig)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2012 | 19:30
Plötur ársins 1990
Við erum komin í nýjan áratug, það er árið 1990. Sem fyrr tökum við saman vikulega lista úr DV yfir mest seldu plötur landsins og gefum plötu í 1. sætinu 10 stig , plötu í 2 sætinu 9 stig og svo koll af kolli. uns plata í 10. sætinu fær 1. stig. Þá teljum við þær vikur sem platan hefur setið á lista á árinu.
Neðri listinn eru þær plötur sem skorað hafa hæst frá því byrjað var að birta listann. Þó ekki séu sviftingar á þeim lista eiga sér stað breytingar á honum á hverju ári. Stjórnin nær 6. sæti þess lista sem telja verður harla gott. Íslensku Alþýðulögin er enn að telja inn og styrkir stöðu sína.
Stjórnin stendur undir nafni og ólíkt mörgum öðrum stjórnum heldur hún vinsældum. Alla vega þetta árið og situr á toppnum í árslok. Það eru skemmtilega ólíkar flytjendur sem mynda listann þetta árið Þó poppið og léttrokkið sé mest áberandi þetta árið á óperusöngurinn sína fullrtúa og það engin smá nöfn.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1990 (Vika 1 52)
1. Eitt lag enn Stjórnin (20. vikur, 164. stig)
2. Hangin' Tough New Kids on the Block (18. vikur, 127. stig)
3. Landslagið 1990 Ýmsir flytjendur (13. vikur, 108. stig)
4. Soul Provider Michael Bolton (20. vikur, 103. stig)
5. I Do Not Want Wath I Have Got Sinead O'Connor (14. vikur, 99. stig)
6. Pretty Woman Úr kvikmynd (14. vikur, 93. stig)
7. In Concert Carreras/Domingo/Pavarotti (15. vikur, 88. stig)
8. Slip Of The Tongue Whitesnake (13. vikur, 82. stig)
9. Bandalög 2 Ýmsir flytjendur (9. vikur, 81. stig)
10. Sögur af landi Bubbi (9. vikur, 80. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 1990
1. Brothers In Arms Dire Straits (39. vikur, 282 stig)
2. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220. stig)
3. Íslensk alþýðulög Ýmsir (44. vikur, 206. stig)
4. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
5. Bad Michael Jackson (26. vikur, 173 stig)
6. Eitt lag enn Stjórnin (20. vikur, 164 stig)
7. Appetite For Destructions Guns N' Roses (32. vikur, 161. stig)
8. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
9. Borgarbragur Gunnar Þórðarson (22. vikur, 159. stig)
10. Með allt á hreinu Stuðmenn (19. vikur, 152 stig)
Tónlist | Breytt 30.8.2012 kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2012 | 17:55
Plötur ársins 1989
Þá er komið að árinu 1989 á leið okkar að skoða hvaða plötur hafa gert það best í vinsældalista DV Líkt og áður gefum við plötu í 1. sætinu 10 stig, 2. sæti 9 stig og svo koll af kolli. En þessir vinsældalistar voru birtir vikulega í DV á sínum tíma og voru undanfari Tónlistans eins og við þekkjum hann nú.
Sú plata sem skilaði sér í fyrsta sætið þetta árið var frumburður rokkarana í Guns N' Roses Það undarlega var að hún var ekki ný af nálinni því hún kom fyrst út 21. júlí 1987 Platan er talin hafa selst í um 28 milljónum eintaka á heimsvísu. En eitthvað voru íslendingarnir lengi að kveikja á þessu meistarastykki rokkarana. Þessu til samanburðar má nefna að platan í 2. sæti á listanum er talin hafa selst í um 8. milljónum. En það er sænski poppdúettinn Roxett. Sú plata kom út undir árslok 1988. en munurinn er um 20 milljónir eintaka sem er ekkert smá í krónum talið.
Litlar breytingar verða á heildarlistanum Rokkararnir í Guns N' Roses ná 7. sætinu enda ekki auðhlaupið upp listann svona á einu ári.
Vinsælustu plötunar 1989 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-52)
1. Appetite For Destructions Guns N' Roses (29. vikur, 158. stig)
2. Look Sharp Roxette (19. vikur, 136. stig)
3. Bandalög Ýmsir (14. vikur, 125. stig)
4. The Raw And The cooked Fine Young Cannibals (17. vikur, 99. stig)
5. Kántrý 5 Hallbjörn Hjartarson (14. vikur, 97. stig)
6. A New Flame Simply Red (21. vika, 91. stig)
7. Listin að lifa Stuðmenn (13. vikur, 91. stig)
8. Mystery Girl Roy Orbinson (12. vikur, 87. stig)
9. Like A Prayer Madonna (10. vikur, 87. stig)
10. Bjartar nætur Ýmsir (11. vikur, 85 stig)
Frá upphafi listans 12.6.1978-52 viku 1989
1. Brothers In Arms Dire Straits (39. vikur, 282 stig)
2. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220 stig)
3. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
4. Íslensk alþýðulög Ýmsir (35. vikur, 182. stig)
5. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
6. Borgarbragur Gunnar Þórðarson (22. vikur, 159. stig)
7. Appetite For Destructions Guns N' Roses (29. vikur, 158. stig)
8. Með allt á hreinu Stuðmenn (19. vikur, 152. stig)
9-10. Fingraför Bubbi (19. vikur, 143. stig)
9-10. The Joshua Tree U2 (19. vikur, 143. stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2012 | 06:50
Plötur ársins 1988
Þá er komið að því að finna út hvaða plötur gerðu þeð best í sölu hér á landi á árinu 1988 samkvæmt vinsældarlista DV sem birtur var vikulega. Sem fyrr gefum við plötu 10 stig fyrir 1. sætið, 9. stig fyrir 2. sætið og svo koll af kolli.
.
Patrick Swayze tryllti stúlkurnar í Dirty Dancing enda skartar myndin tveim plötum meðal þeirra 10 sem sátu hvað hæst og lengst á listanum þetta árið. Og í fyrsta sinn eru erlendu sveitirnar að slá þær íslensku út. Sálin hans Jóns míns og Sykurmolarnir neita þó að játa sig sigraða og klóra í bakkann. Sú fyrrnefnda varð landsfræg, hin síðarnefnda heimsfræg, Önnur er enn starfandi hin ekki.
.
Vinsælustu plötunar 1988 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-53)
1. Dirty Dancing Úr kvikmynd (26. vikur, 137. stig)
2. Turn Back The Clock Johnny Hates Jazz (13. vikur, 110 stig)
3. Yummi Yummi Kim Larsen (13. vikur, 102 stig)
4. Stay on These Roads A-Ha (16. vikur, 94. stig)
5. Bongóblíða Ýmsir (12. vikur, 87. stig)
6. More Dirty Dancing Úr kvikmynd (12. vikur, 80. stig)
7. Idol Songs (11 Of The Best) Billy Idol (14. vikur, 78 stig)
8. Kick INXS (15. vikur, 77. stig)
9. Syngjandi sveittir Sálin hans Jóns míns (11. vikur, 75. stig)
10. Life's Too Good Sykurmolarnir (10. vikur, 74. stig)
.
Frá upphafi listans 12.6.1978-53 viku 1988
1. Brothers In Arms Dire Straits (39. vikur, 282 stig)
2. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220 stig)
3. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
4. Íslensk alþýðulög Ýmsir (35. vikur, 182. stig)
5. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
6. Borgarbragur Gunnar Þórðarson (22. vikur, 159. stig)
7. Með allt á hreinu Stuðmenn (19. vikur, 152. stig)
8-9. Fingraför Bubbi (19. vikur, 143. stig)
8-9. The Joshua Tree U2 (19. vikur, 143. stig)
10. Glass House Billy Joel (17. vikur, 143 stig)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2012 | 23:12
Plötur ársins 1987
Þá erum við komin fram til ársins 1987. En erum við að skoða hvaða plötur gerðu það best á lista yfir mest seldu plötur landsins. Sem fyrr er plötunum gefin stig fyrir hvert sæti 1. sætið 10 sig, 2. sætið fær 9 stig og svo framvegis.
Margir vilja segja þetta eitt af stærstu árum Bubba því Frelsi til sölu fékk mikla athygli þegar hún kom út. En engu að síður nær platan ekki fyrsta sætinu nú frekar en á síðasta ári þegar platan kom út. En þetta eru stundum örlög platna sem koma út í jólavertíðinni. En samanlagt sest platan í 2. sæti heildarlistans og það sýnir hve sterk þessi plata var í vinsældum.
U2 koma sterkir inn á árinu með aðeins 19. vikur og ná að setjast á toppinn yfir vinsælustu plötu ársins. Annað sem vekur athygli er að safnplötufárinu fer fækkandi og að hluta til er að menn einblíndu meira á plötur listamanna sjálfra enda vinsælar plötur í boði þetta árið. Þrátt fyrir allt nær topp plata ársins aðeins 9. sæti heildarlistans.
Vinsælustu plötunar 1987 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-53)
1. The Joshua Tree U2 (19. vikur, 143. stig)
2. Frelsi til sölu Bubbi (20. vikur, 140. stig)
3. Á gæsaveiðum Stuðmenn (14. vikur, 127. stig)
4. Whitney Whitney Houston (15. vikur, 114. stig)
5. Bad Michael Jackson (11. vikur, 88 stig)
6. Actually Pet Shop Boys (9. vikur, 80. stig)
7. Slippery When Wet Bon Jovi (12. vikur, 79. stig)
8. Ör-Lög Sverrir Stormsker (10. vikur, 72 stig)
9. Dögun Bubbi (7. vikur, 69 stig)
10. Í fylgd með fullornum Bjartmar Guðlaugsson (8. vikur, 68 stig)
Frá upphafi listans 12.6.1978-52 viku 1987
1. Brothers In Arms Dire Straits (39. vikur, 282 stig)
2. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220 stig)
3. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
4. Íslensk alþýðulög Ýmsir (35. vikur, 182. stig)
5. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
6. Borgarbragur Gunnar Þórðarson (22. vikur, 159. stig)
7. Með allt á hreinu Stuðmenn (19. vikur, 152. stig)
8. Fingraför Bubbi (19. vikur, 143. stig)
9. The Joshua Tree U2 (19. vikur, 143. stig)
10. Glass House Billy Joel (17. vikur, 143 stig)
Tónlist | Breytt 26.8.2012 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2012 | 08:08
Plötur ársins 1986
Við erum komin í árið 1986. Líkt og áður erum við að fara yfir þær plötur sem sátu hvað lengst á lista yfir mest seldu plötur landsins frá ári til árs. Vikulega var birtur listi yfir söluhæstu plöturnar í DV og í þessari úttekt gefum við hverri plötu stig. 10 stig fyrir 1. sætið, 9 sig fyrir 2. sætið og svo koll af kolli.
Madonna er á toppi listans yfir árið. En True Blue var þriðja hljóðversplata hennar sem kom út 30. júní 1986. Annað vekur einnig athygli það er Brothers In Arms með Dire Straits sem sat á topp listans 1984 er einnig að finna á lista ársins 1985. Bætir hér bara í ef svo má segja og tryggir sig á toppi heildarlistans sem nær frá upphafi þess að byrjað var að birta listann.
Bubbi er þarna að venju og í ár er Gunnar Þórðarson með tvær plötur sem eins og höfundi er lagið laumar sér inn án þess að hafa hátt. Og Bubbi kemur reyndar við sögu annarri plötu hans með Braggablús Magga Eiríks. Enn eitt vekur athygli að nú eru safnplöturnar ornar færri en áður var og ekki nærri því eins sterkar hvorki tónlistarlega né á listanum sem slíkum.
Við látum til gamans fylgja með lista yfir .þá sem komið hafa flestum plötum inn á topp 10 frá því listinn hóf göngu sína.
Vinsælustu plötunnar 1986 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-53)
1. True Blue Madonna (20. vikur, 138. stig)
2. Borgarbragur Gunnar Þórðarson (16. vikur, 122 stig)
3. Whitney Houston Whitney Houston (21. vika, 121. stig)
4. Revenge Eurythmics (16. vikur, 108. stig)
5. Blús fyrir Rikka Bubbi (14. vikur, 106 stig)
6. Brothers In Arms Dire Straits (14. vikur, 82. stig)
7. Picture Book Simply Red (14. vikur, 82. stig)
8. Frelsi til sölu Bubbi (8. vikur, 80. stig)
9. Toppsætin Ýmsir (10. vikur, 80. stig)
10-11. Reykjavíkurflugur Gunnar Þórðarson (10. vikur, 79 stig)
10-11. Þetta er náttúrlega bilun Ýmsir (10. vikur, 79 stig)
Frá upphafi listans 12.6.1978-4.1.1987
1. Brothers in Arms Dire Straits (39. vikur, 282 stig)
2. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
3. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
4. Borgarbragur Gunnar Þórðarson (22. vikur, 159. stig)
5. Með allt á hreinu Stuðmenn (19. vikur, 152 stig)
6. Fingraför Bubbi (19. vikur, 143. stig)
7. Glass House Billy Joel (17. vikur, 143. stig)
8. Grease Ýmsir (27. vikur, 138. stig)
9. True Blue Madonna (20 vikur, 138 stig)
10. Discovery Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)
Með flestar plötur á topp 10 frá upphafi
8 plötur á topp 10
Bubbi Morthens*
Queen
David Bowie
7. plötur á topp 10
Dire Straits
Kenny Rogers
6. plötur á topp 10
Billy Joel
Madness
Mezzoforte
Rolling Stones
*að auki á hann plötur með Utangarðmönnum, Egó og Das Kapital
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2012 | 14:28
Plötur ársins 1985
Þá erum við komi að árinu 1985. Þessum vikulega lista yfir mest seldu plötur landsins hafði verið haldið úti allt frá árinu 1978. Og eins og áður eru hverri plötu gefið stig fyrir hverja viku á topp 10. Plötunni í 1. sætinu; 10 stig, í 2. sæti; 9 sig og svo áfram.
Brothers in Arms með Dire Straits naut fádæma vinsælda á árinu og ekki bara að hún næði að sitja í efsta sæti ársins heldur tekur hún líka efsta sæti listans í stigafjölda frá því mælingar hófust og skilaboðin voru skýr: Tími Skrýplanna er liðinn.
Bubbi er á listanum eins og undanfarin ár sem og Stuðmenn. Þá er ung og efnileg söngkona komin til sögunnar Madonna, svo nú verða meyjarnar að fara að vara sig. Annað sem telja verður stórmerkilegt að aðeins tvæt safnplötur náðu inn á árslistann og þóttu ekki merkilegar á sínum tíma og er líklega flestum gleymdar, Þó svo Perlur sé að mínu viti eigulegri
Vinsælustu plötunar 1985 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-52)
1. Brothers in Arms Dire Straits (25. vikur, 200 stig)
2. Kona Bubbi (16. vikur, 128 stig)
3. Litla hryllingsbúðin Hitt leikhúsið (14. vikur, 119. stig)
4. Be Yourself Tonight Eurythmics (18. vikur, 116 stig)
5. Í ljúfum leik Mannakorn (12. vikur, 94 stig)
6. Perlur Ýmsir (8. vikur, 74. stig)
7. Like A Virgin Madonna (10. vikur, 73. stig)
8. Stanslaust fjör Ýmsir (8. vikur, 69 stig)
9. Kókóstré og hvítir mávar Stuðmenn (12. vikur, 61. stig)
10. Diamond Life Sade (14. vikur, 60 stig)
Frá upphafi listans 12.6.1978-299.12.1985
1. Brothers in Arms Dire Straits (25. vikur, 200 stig)
2. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
3. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
4. Með allt á hreinu Stuðmenn (19. vikur, 152 stig)
5. Fingraför Bubbi (19. vikur, 143. stig)
6. Glass House Billy Joel (17. vikur, 143. stig)
7. Grease Ýmsir (27. vikur, 138. stig)
8. Discovery Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)
9. Bat Out Of Hell Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)
10. The Works Queen (19. vikur, 130. stig)
Tónlist | Breytt 25.8.2012 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)