Úr óútgefnu handriti um lög og plötur Bubba

Þessa daganna sit ég sveittur við að berja saman einskonar handriti um lög og plötur Bubba. Sum lögin eiga sér stærri sögur en önnur. Kannski verður þetta eitthvað kannski ekki. Enn er ég að byggja þetta á gögnum sem ég á en vonandi fæ é einhvern daginn Bubba til smá aðstoðar.  nær 2 tímar og 2 kaffibollar fóru í þetta lag í morgun

 

Ísbjarnarblús (Bubbi)
*Vísnakvöld (1980) * Ísbjarnarblús (1980)
*Blús fyrir Rikka (1986) *Ég er (1991)
*Utangarðsmenn (1994) *Gleðileg jól (2005)
*Lögin mín (2006) *06.06.06 (2006)
*Bubbi og Stórsveitin (2008)

Bubbi: Ísbjarnarblús var sá fyrsti sem ég lauk við og var ánægður með, hugmyndin að honum var ódýr. Ég hafði verið að lesa Bílaborgina eftir Arthur Hailey þar sem hann lýsir negrum sem skrúfa bolta í bíla við færibönd í verksmiðjum. Þessa hugmynd flutt ég í Ísbjörninn þar sem ég var að vinna við færiband, gerði negrana hans Haileys að stúlkum og strákum sem eru að gera að fiski“.... Bubbi í bókinni Bubbi (1990)

Ísbjarnarblús; móðir allra laga sem síðar komu. Fyrsta lagið sem gefið var út með manninum, titillag fyrstu sólóplötunnar. Lag sem hefur verið eins og skuggi skapar sínum alla tíð frá því það var samið og mun að öllum líkindum lifa manninn og okkur hin líka. Lagið hefur fengið að hljóma á ótal plötum, í ótal útgáfum. Hér eru útgáfunnar í tímaröð og hvenær upptaka er gerð.:

Vísnakvöld – tekið upp á Hótel Borg 20. nóvember 1979
Ísbjarnarblús – tekið upp i Tóntækni í ársbyrjun 1980
Blús fyrir Rikka- tekið upp á Hótel Borg 1. maí 1986
Ég er – tekið upp 11. nóvember 1990
Utangarðsmenn – tekið upp í maí 1981
Gleðileg jól tekið upp á einkatónleikum 2005
Lögin mín – tekið upp í Stúdíó Sýrlandi vorið 2006
06.06.06 – Tekið upp í Laugardalshöll 6, Júní 2006
Bubbi og Stórsveitin tekið upp í janúarbyrjun 2008

Undur og stórmerki gerðust rúmum 27. árum eftir að lagið kom fyrst út náði það inn á vinsældalista. Í ársbyrjun 2008 náði lagið 3. sæti á lagalistanum þar sem lagið sat í 3. vikur á topp 10. Lagið náði einnig 5. sætinu á Netlistanum sat í 5 vikur á topp 10 þar. Já Sum lög þurfa bara sinn aðlögunartíma.


Til umhugsunar

2008 ritaði 94 ára gamall maður sonasyni sínum þetta bréf:

Þegar þú fæddist þá var spítalinn sem þú fæddist á niðurgreiddur af mér

Þegar nú fórst í leikskóla var hann niðurgreiddur af mér

þegar þú fórst í barnaskóla var hann niðurgreiddur af mér

þegar þú fórst í framhaldsskóla þá var hann niðurgreiddur af mér

Þegar þú veikist og fórst á spítalann þá er hann niðurgreiddur af mér

þegar þú stundaðir íþróttir eða aðrar tómstundir sem ungur drengur var það niðurgreitt af mér

Þegar þú fórst á bókasafnið þá var það niðurgreitt af mér

Þegar þú fórst í leikhúsið með foreldrum þínum og sást Dýrin í Hálsaskógi var það niðurgreitt af mér.

Aldrei hef ég á fæðingardeild komið, fæddist heima í Smákoti á Ströndum

Aldrei fór ég í leikskóla, egnir slíkir til í þá tíð

Aldrei gekk ég í skóla nema eina önn í sveitinni sem taldi 15 stundir og þreytti þar próf til stafs

Aldrei fékk ég að æfa með neinu íþróttafélagi því í sveitinni var ærin vinna alla daga

Aðeins einu sinni hef ég farið á spítala og það var til að sitja dánarstund ömmu þinnar.

Í leikhús eða kvikmyndsal hef ég aldrei komið, Fátt um slíka staði á Ströndum.

Nú hefur þú ákveðið að Guð sé ekki til og því myndað þér skoðun á því hvernig mín veröld á að vera. og ég spyr:

Því villtu þú nú taka af mér kirkjuna mína þar sem ég fer í hverri viku og vona og bið þess að þér gangi vel og þú dafnir þar sem ég hef fjárfest í þér. Hvað hef ég gert svo illt að þú viljir taka af mér kirkjuna mín og gera prestinn minn atvinnulausan. Taka burt gleði kórsins að fá að syngja við messuhaldið

Taka af börnunum í sveitinni minni sunnudagaskólann. Taka af okkur þá sáluhjálp sem presturinn okkar veitir.

Með von um að þú eftirlátir mér síðustu ár mín að ég fái að eiga trú og stund í kirkjunni minni

AFI


Þetta skyldu allir nema þú og barnið

Mannvonskulögmálið skyldu allir nema þú og blessað barnið. Þarna er ekki seldar stakar máltíðar. Mötuneytið er aðeins fyrir þá sem eru í martaráskrift. Þetta er nú ekki ýkja flókið að skylja, Jafnvel ég þurti engann fund með stjórnendum skólans til að skylja þetta.


mbl.is Dagur: „Leiðinlegur árekstur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðsföll tónlistarmanna í Janúar 2016 - Undarlegt?

Þetta ár fór undarlega af stað. Andlát innan raða tónlistageirans urðu mjög áberandi í fjölmiðlum með andláti David Bowie í janúar. En fleira undarlegt gerðist í andlátum tónlistarmanna. T.d. 28. janúar dóu tveir menn, báðir 74 ára og báðir höfðu þeir leikið í sömu hljómsveitinni. Febrúar er rétt að byrja og andlátum linnir ekki.

4. janúar
• Long John Hunter, 84 ára, Amerískur blús gítarleikari, söngvari og lagasmiður
• Robert Stigwood, 81 árs, fæddur Ástrali, umboðsmaður fyrir sveitir á borð við Bee Gees og Cream einnig kvikmynda producer, mynda eins og Grease, Saturday Night Fever og Evita svo dæmi séu tekin

7. janúar
• Kitty Kallen, 94 ára, Amerísk söngkona gaf út fjölda platna á árunum 1943-1963
• Troy Shondell, 76 ára, Amerískur söngvari. var einn þessara „one hit wonder“ með lagið This Time. Dánarorsök: Alzheimers og Parkinson.

10. janúar
• David Bowie, 69 ára Breskur söngvari og lagasmiður. Óþarfi að kynna hann frekar.

15. janúar
• Pete Huttlinger, 54 ára, Amerískur gítarleikari spilaði m.a. með John Denver og LeAnn Rimes Dánarorsök: Heilablóðfall

16. janúar
• Gary Loizzo, 70 ára, Amerískur söngvari hljómsveitarinnar The American Breed dánarorsök: Krabbamein

17. janúar
• Clarence Henry Reid, 76 ára betur þekktur sem Blowfly Amerískur tónlistarmaður, lagasmiður og producer, vann með fjölda listmann skrifaði og produceraði m.a. fyrir sveitir eins og KC & the Sunshine Band.

18. janúar
• Glenn Frey, 67 ára, Amerískur tónlistarmaður og lagasmiður þekktur fyrir veru sína í Eagels

28. janúar
• Signe Toly Anderson, 74. ára, Amerísur söngvari m.a. með Jefferson Airplane
• Paul Kantner, 74 ára, Amerískur tónlistarmaður m.a. með Jefferson Airplane, Jefferson Starship


Pólitík og peningar

Sannar að peningastjórnun hefur líklega aldrei verið í lagi á þessu landi. Kannski eiga pólitík og peningar álíka samleið og akstur og áfengi. Hvað veit maður


mbl.is Barnalánið loks greitt eftir 35 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýn mín á þjóðina núna

Ég er farinn að hallast að því að það skipti engu hverjir stjórni hér á landi lýðurinn var er og verður alltaf jafn fúll með allt sem gert var, er og á að gera.

Stöku sinnum eru menn þó settir á stall eitt andartak eins og Píratar nú. Þeir verða þar sennilega ekki lengi komist þeir til valda. Lýðurinn sem kaus þá mun snúa við þeim baki á öðrum degi. Grafararnir á samfélagsmiðlunum byrja strax að taka þeim gröf. Stór hópur háværra mun bölva þeim í sand og ösku líkt og við erum að gera nú með núverandi stjórnvöld og höldum að það sé þeim eitthvert aðhald. 

Íslendingar er undarlega þjóð sem skiptir um skoðun á c.a. 10 mínútna fresti og spilar með þeim sem hæst galar.

Mér finnst hluti þessarar þjóðar svolítið eins og uppalandi sem bara skammar barnið sitt fyrir að gera hlutina vitlaust en sýnir því aldrei hvernig eigi að gera þá rétt.

Kannski sé ég þjóð mína allt öðrum augum á morgun. Ég er svolítið eins og hún ég skipti um skoðun.

 


Bubbi fleiri konur - Því þessar fá allar 5 stjörnur

Þegar menn fara að gera plötur með skilyrðum þá eru meiri líkur en minni á að þeim mistakist að galdra fram gott verk. Tala nú ekki um þegar skilyrðin eru jafnvel orðin fleiri en eitt. Eins og til dæmis að umfjöllunarefnið sé um konur og meðspilararnir séu aðeins kvenkyns.

En ekki í tilfelli Bubba Morthens. Á plötunni 18 konur gengur conseptið fullkomlega upp. Kannski er ástæðan að Bubbi er ekkert óvanur að semja og syngja um konur, aðstæður þeirra og örlög. Það hefur hann gert allan sinn feril.
„Við vélina hefur hún staðið síðan í gær“ svona byrjar Bubbi sína fyrstu sólóplötu, já með því að syngja um fiskverkakonu og léleg laun hennar og svo bætist Sigga á borði 22 við sú sem hætti í Ísbirninum og síðan hafa konur verið eins og þráður munstraður í textaferil Bubba.

18 konur kallast á við þennan þráð og upp í hugann koma lög á borð við Tangó með Utangarðsmönnum (1980), Móðir (1982), Haustið á liti (1985), Aldrei aftur (1994), Hann elskar mig ekki (1997), Pollyana (1999) Mamma vinnur og vinnur (2003). Bara svo nokkur dæmi séu tekið. Því þau eru mikið fleiri í nær 600 laga pakka Bubba sem ferillinn spannar þar sem konur og örlög þeirra eru í sviðsljósinu.

Haldi menn að platan skipti engu þá er það misskilningur því þetta er söguleg plata. Þó ekki sé nema fyrir það að undirleikarar plötunnar eru kvenkyns. Kannski kemur sá dagur að kyn skiptir ekki máli hvort heldur er í hæstarétti eða innan tónlistarmanna. En því miður er sá tími ekki enn kominn og þangað til er plata Bubba þarft innlegg í umræðuna og einskonar glott framan í þá sem vilja viðhalda kynjahlutverkunum eins og þau voru um miðja síðustu öld. 18 Konur væri tilvalið verkefni það er að barnaskólar tækju efni þessarar plötu inn í skólakerfið og ræddu innihaldið við nemendur því þau eru kannski kynslóðin sem nær þeim áfanga sem okkur eldri mistókst – Það er jafnrétti fyrir bæði kynin í orði sem verki.

En svo við snúum okkur aftur að kostum og göllum plötunnar þá eru kostirnir svo margir allt frá söng til útsetninga, frá textum til umslags. Gott dæmi um þetta er elsta lag plötunnar Hægt andlát 14 ára stúlku sem mér fannst aldrei ganga fyllilega upp í sinni upphaflegu kassagítarútgáfu sem maður heyrði á tónleikum. Þar var Bubbi að þrengja textann að laginu og útsetningunni. En hér smellpassar hann og er orðinn fyrir mér alvörulag.
Helsti ókostur plötunnar er kannski hvað leið langt frá því hún kom út þar til hægt var að versla hana í föstu formi. Því hvað sem hver segir þá getur maður ekki eignast eitthvað sem maður aðeins heyrir.
Ég vil fá að halda á plötunni 18 konur og geta tekið þennan boðskap hennar með mér hvar sem ég fer. Platan 18 Konur er með fullt hús stiga og allar fimm stjörnurnar eru stórar

 


Ráðherrann er eitthvað að misskylja starfið sitt

Ef við aðeins bara stöldrum við og horfum á orðið Ríkisstjórn. Það er stjórn sem á að stjórna þessu ríki, það er að segja Íslandi.

Þessari stjórn er ætlað að stjórna með velferð íbúa þessa ríkis að leiðarljósi og hennar hagsmuni.

Henni hefur ekki verið falið; hvorki að bjarga fátækt einstakra afríkuríkja, kristna heiðingja sem kunna að dvelja í fjallahéruðum Indónesíu eða standa vörð um mannréttindi í austur evrópu. bara svo dæmi séu tekin að því sem hún á ekki að vera að gera.


Ríkisstjón Íslands er ætlað það eitt að stjórna þessu landi með velferð íbúa þessa lands að leiðarljósi.


Það er eina prinsippið sem þessi ríkisstjórn á að hafa.

P.S. fyrir Rússum er Ísland sjö stafa orð á pappír PUNKTUR.

 

 


Er maðurinn betri nú en hann var þá?

Ég velti því stundum fyrir mér hvað mín nánasta veröld hefur breyst mikið á svona síðustu 10 til 15 árum, svo maður tali nú ekki um 20-30 árum.

Þá er ég ekki endilega að tala um persónulega hagi heldur bara viðhorf samfélagsins til hinna ýmsu mála. Í heild verður að telja þessa þróun jákvæða. 

Við skulum bara til dæmis nefna þrennt.

Viðhorf til samkynhneigðar.

Viðhorf um hollari lífshátta t.d.í hvað varðar fæðu og mikilvægi hreyfingar

Jafnréttisbaráttu kvenna og almennt viðhorf til ofbeldis gegn konum og  t.d.  að nauðgun sé glæpur

Ótal fleira mætti tína til um jákvæða þróun og viðhorf í okkar mannlega samfélagi.

Því finnst mér það skjóta skökku við að sífellt er ég að fá fréttir af því að þessa viðhorf, þessi gildi og þessa samfélagslegi þroski sem mér finnst að ætti nú að vera kominn í hverja sál er það bara ekki.

Samkynhneigðir fá enn að heyra það og verða fyrir barðinu á fordómum um allt samfélagið.

Þrátt fyrir alla vitneskju okkar um hollustu og óhollustu halda menn áfram að reykja og þamba áfengi í tíma og ótíma og bíða jafnvel í biðröð í nær sólarhring eftir Amerískum kleinuhring, maður sér fjölskyldur í tugavís í nammilandinu á laugardögum moka sykri í poka í kílóavís.

Á sama tíma og menn segja að samfélagið líður ekki nauðganir og almannarómur æpir upp að Nei þýði NEI mæta samt drullusleðar á Þjóðhátíð og nauðga þar konum

Niðurstaðan er þessi 

Viðhorf samfélagsins hefur breyst og þokast í átt til betra samfélags og eru orðin verulega falleg á pappírum. Þessara ummæla er meira að segja farið að gæta í hátíðarræðum hér og þar.

En svo undarlegt sem það kann að hljóma þá er maðurinn enn sami hálfvitinn og hann hefur alltaf verið og því stöndum við í stað  þegar í raunheima er komið, Þó er von því þeim hefur víst stórlega fækkað.

Við verðum bara að fækka þeim enn frekar og þá fyrst er þetta samfélag orðið eins og við viljum hafa það.


Færibandslögin - Fjársjóður sem safnar ryki

Innan veggja Ríkisútvarpsins má finna óteljandi gullperlur í tali og tónum. Meðal þess eru (vonandi) Færibandsþættir Bubba Morthens. Þó þættirnir sem slíkir séu gersemar er upphaf fyrstu 38 þáttanna í mínum huga sérstakir á heimsvísu. Ég efast um að nokkur staðar á byggðu bóli hafi tónlistarmaður af kaliberi Bubba tekið að sér þáttagerð og byrjað þáttinn á frumflutningi lags sem reyndar vel flest voru samin á staðnum. Þannig er til um 37 lög og einn ljóðalestur til af fyrstu þáttunum. En þetta spannar tímabilið frá 13.október 2008 og fram 24. ágúst 2009. Lögin sem þarna eru að finna er mörg hver merkileg og munu þegar fram líða stundir vaxa því þarna eru að finna lög sem síðar voru hljóðrituð á fjórðu plötu Egósins sem fékk heitið 6. Október og kom út í árslok 2009.

Væri ég með umsjón efnis Bubba Morthens væri þetta efni þegar komið í sölu. Í einhverju formi. Því það er nánast óheyrilegt að svona gullmolar liggi og safni ryki innan veggja RÚV. Svona til upprifjunar þá eru þetta lögin:

13. október 2008 Bankakreppublús
20. október 2008 Að fyrirgefa
03. nóvember 2008 Ekkert er að ske
10. nóvember 2008 Krónublús
17. nóvember 2008 Hún amma mín sagði mér það
24. nóvember 2008 Við skulum dansa aftur þegar birtir
08. desember 2008 Engin leið að hank'ann
15. desember 2008 Ég lét rödd mína hljóma
22. desember 2008 Snjókornin falla
29. desember 2008 Áður en dagarnir hverfa
05. janúar 2009 Kannski varð bylting vorið 2009
12. janúar 2009 Það er til þjóð
19. janúar 2009 Ónafngreint lag (Þeir í Kaupþing kunnu að svindla)
26. janúar 2009 "Þeir hnýttu þjóðinni snörur" - Síðar 6. október
2. febrúar 2009 Ónafngreint lag um álver
9. febrúar 2009 Dagurinn sem bankinn þinn dó
16. febrúar 2009 Fallegi lúserinn minn
23. febrúar 2009 ónafngreint lag (Þau misstu bæði vinnuna)
02. mars 2009 Hvernig tilfinning er það
09. mars 2009 Æ, Víví
16. mars 2009 Allt við það sama
23. mars 2009 Engill ræður för
30. mars 2009 Æ, Víví
06. apríl 2009 Heilinn skröltir laus
20. apríl 2009 ónafngreint lag
27. apríl 2009 Biðraðir og bomsur
04. maí 2009 Dagurinn sem bankinn þinn dó
11. maí 2009 ónefndur prósi
18. maí 2009 Sumarið er komið
25. maí 2009 Ónafngreint lag (Hættum að borga)
08. júní 2009 Óttinn er leikurinn
15. júní 2009 Það er jákvætt
22. júní 2009 ónefnt lag (Hættur að borga)
06. júlí 2009 ónefnt lag (Gettu hvað ég sá)
13. júlí 2009 ónefnt lag (Segðu mér mamma)
17. ágúst 2009 ónefnt lag (Nýfætt barn)
24. ágúst 2009 ónefnt lag (Mannæta)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband