3.3.2024 | 17:55
Alice 1975
Árið 2021 skrifaði ég nokkra pistla um einstakar plötur sem höfðu haft áhrif á líf mitt og tengdi þær þeim stunum sem þær komu inn. Ég hélt þetta út frá janúar fram í ágúst. En ákvað þá að láta staðar numið að sinni. (minnir mig, alla vega finn ég ekki fleiri í tölvunni)
Nú lagar mig að bæta aðeins við þetta, einum eða tveimur pistlum.
Ef ég spyrði einhvern hvort hann vissi eitthvað um Vincent Damon Furnier gæti ég trúað að margi myndum hvá við. OK en ef ég segi Alice Cooper, Já hann já já ég veit hver það er.
Mig langar að byrja á Alice Cooper En það var platan Billion Dollar Babies.(1973) sem opnaði dyrnar fyrst. Stundin sem ég sá umslagið fyrst var líka eitt fyrsta sinn sem mér var hótað líkamsmeiðinum og eitt frárra skipta sem ég hörfaði hræddur frá.
Kannski var það bara í stíl við þennan listamann því óneitanlega vakti Cooper ugg og ótta hjá æði mörgum sem sáu þennan málaða rokkara láta öllum illum látum á sviðinu.
Álftamýrinni um miðjan áttunda áratuginn. Ég og Pési og Skafti erum heima hjá þeim síðast nefnda.
Kiddi Cooper eldri bróðir Skafta er ekki heim og tækifærið er notað til að laumast inn í herbergi þeirra bræðra og setja plötu á fóninn. Ég er að flétta gegnum myndarlegt safn platna Kidda sem átti allt það sem Alice Cooper hafði látið frá sér fara (enda Kiddi fengið viðurnefnið Kiddi Cooper meðal okkar krakkanna).
Þetta er líklega snemma árs ´75. Ég staðnæmdist við grænt umslag Vá segi ég þetta fannst mér eitt ljótasta plötuumslag sem ég hafði séð. Ég skoðaði umslagið ekkert sérstaklega nema þennan græna lit og fatta svo að dauft mynstrið í græna litnum er eins og slönguskinn og lítil barnsmyndin já Vá þetta var örugglega ungbarnamynd af djöflinum, bæti ég við.
Það sem ég vissi ekki að þarna hélt ég á plötu sem átti algerlega eftir að heilla mig rétt viku síðar.
Ég hét enn á plötunni í hendinni þegar hurðinni er hrundið upp og Kiddi er mættur á svæðið með orðunum Hvern fjandann haldið þið að þið séuð að gera hér inni. Hann lítur á mig Settu þetta frá þér og það afar varlega nema þú viljir að ég berji þig núna Sjái ég svo mikið sem fingrafar á plötunni minni eftir þig ertu dauður. Ég hlýddi umorðalaus enda vissi ég að hann var vel fær um a fylgja orðum sínum eftir með barsmíðarnar. Fáir voru harðar í slagsmálum í hverfinu ef nokkur.
Já það skal bara sagt eins og er að Kiddi var í guðatölu meðal krakkanna í hverfinu þegar að slagsmálum kom. Mig langað bara ferlega að heyra hana segði ég í von um að blíðka Kidda
ÚT Á STUNDINNI geltir hann á okkur. Þetta er allt of góður gripur fyrir aumingja ÚT. Við hlýddum
Öll svona andartök í lífi mínu þar sem ég hef orðið að láta í minni pokann fyrir einhverjum sitja alltaf í mér og gera líklega svo lengi sem ég lifi.
Ég vissi að ég næði nú líklega aldrei að berja Kidda og ekki fengi ég uppreisn æru þar og sem einskonar hefnd fór ég nokkrum dögum síðar niður í Fálkann sem þá var með plötusölu á Suðurlandsbrautinni og í þá daga gastu hlustað á plötur í plötuverslunum og bað um að fá að heyra þessa plötu með Alice Cooper. Hún var ekki til í búðinni en svo undarlega vildi til að afgreiðslumaðurinn var með eigið eintak í poka bak við búðarborðið. Ég man ég borgaði honum eitthvað smávegis fyrir að hlusta á plötuna hans. Mér fannst ég líka hafa náð fram hálfum hefndum. og Vá þessi plata var hreint ekki svo slæm.
Nokkrum vikum síðar vorum við strákarnir að labba milli apóteka að kaupa spritt til að eima í geymslunni heima hjá mér þegar Kiddi vildi slást í hópinn. Hann tók yfir öxlina á mér að sagði ljúflega Komdu heim eitthvert kvöldið og ég skal leyfa þér að heyra Grænu plötuna hans Alice.
Ég sagði að það væri óþarfi ég væri búinn að heyra hana en ég væri samt alveg til í að heyra lagið No more Mr Nice Guy aftur. Já geggjað lag sagði Kiddi ánægður með að Alice Cooper hafi náð mér.
Ég tengi enn Alice Cooper við Kidda vin minn úr Álftamýrinni. Enda báður fínir náungar þessir bræður Aice og Kiddi Cooper
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2023 | 23:25
Brilliant Live Adventures [19951999]
Það var svo seint á árinu 2020 sem mönnum stóð fyrst til boða að kaupa tómt box merkt Brilliant Live Adventures [19951999] Menn voru enn að klóra sér í kollinum yfir þessu tilboði þegar það uppgötvaðist að framundan væri útgáfuveisla á tónleikaefni með Bowie. Því frá október 2020 og fram í apríl 2021 kom út sex plötutitlar sú fyrsta 30 október 2020 Ouvrez le Chien (Live Dallas 95)
og í kjölfarið komu þær hver af annarri í takmörkuðu upplagi No Trendy Réchauffé (Live Birmingham 95), LiveAndWell.com sem innihélt upptökur frá Earthling túrnum 1997, Look at the Moon! (Live Phoenix Festival 97), Something in the Air (Live Paris 99) og loks plata sem reyndar var vel þekkt meðal Bowie aðdáenda og til í ólöglegum útgáfum At the Kit Kat Klub (Live New York 99), eins og nafnið gefur til kynna upptökur frá þessum sögulegu tónleikum.
Þegar upp var staðið voru þetta 88 hljóðrit á 53 lögum því sum laganna var að finna á fleiri en einni plötu eins og gefur að skylja. t.d. eins og Hallo Spaceboy sem finna má á þrem platnanna, líkt og The Man Who Sold the World. En plöturnar sem komu út í takmörkuðu upplagi og seldar á netinu voru rifnar út, og fengu færri en vildu og menn með box og 2 eða 3 plötur þar sem þeir höfðu misst af hinum í grimmri netsölu sem stóð stutt yfir og ágerðist það eftir sem leið á plötufjöldann.
Harðir aðdáendur kappans voru ekki pat hrifnir af þessari söluaðferð og gagnrýndu hana í ræðum og riti allharðlega um allt netið og um tíma var nánast hver einasti spjallþráður um Bowie upptekinn af þessari gagnrýni. Að lokum brást útgáfufyrirtækið svo við og lofaði endurútgáfu á efninu frá A-Ö þannig að allir fengu að lokið að fylla í boxin. Þarna voru þá komnar plötur með upptökum frá bæði Earthling túrnum ´97) og Hours túrnum ´99.
Með þessari risaútgáfu voru tónleikaplötur Bowie ornar 20 tals og þótti sumum nóg um. Því árið 2020 kom einnig út plata Im Only Dancing frá sálartúrnum 1976. En það sem einnig þótti nokkuð undarlegt var að næsta box sem kom út bara sama heiti Brilliant Adventure (19922001) og var það útgefið efni það tímabil. Það undarlega við að velja þetta heiti ekki bara á eitt box heldur 2 er í meira lagi undarleg því nafnið kemur frá lagi á plötunni Hours sem þegar betur er að gáð ekki bara eftir Bowie því hann semur það í samstarfi við gítarleikarann Reeves Gabrels sem verið hafði með honum í Tin Machine á sínum tíma. Bentu nokkrir aðdáendur á að útgáfan hefði haft úr nokkrum tuga heita að velja en tekið þann versta, meðan aðrir sögðu heitið bara fínt. Nafnið á svona boxi væri algert aukaatriði. Það væri tónlistin sem væri aðalmálið.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2021 | 16:24
Bowie - Heathen (2002)
Heathen var nafn næstu plötu Bowie og þeirrar fyrstu á nýju merki ISO sem Bowie hafði stofnað eftir að hann hafði slitið samstarfi sínu við EMI Virgin útgáfuna.
Platan sem út kom 10. júní 2002 var gefin út í samstarfi við Bandarísku Columbia hljómplötuútgáfuna. Plötuna hafði Bowie unnið í Allaire og Looking Glass hljóðverunum sem bæði eru staðsett í New York borg. Til verksins hóaði hann í gamlan félaga Tony Visconti sem hafði starfað með Bowie meðan frægðarsólin skein hvað skærast á áttunda áratugnum en rúm tuttugu ár voru þá liðin frá því þeir höfðu unnið saman í hljóðveri að einhverju ráði.
Þessi endurkoma Visconti þótti vitnisspurður um að nú þar væri leitað að sándinu sem einkennt hafði tónlist Bowie á því tímabili. Bowie hóaði í fleirri sem ekki höfðu unnið með honum frá því Scary Monsters kom út. Má þar nefna Pete Townshend gítarleikara Who sem leikur undir í laginu Slow Burn en það lag var valið á smáskífu sem undanfari plötunnar.
Fleiri gamlir félagar kíkja í heimsókn á þessum gæðagrip til dæmis vekur gleði að heyra aftur gítartakta Carlos Alomar í laginu Everyone say Hi. Þá vakti athygli Bowie fékk að Dave Grohl, fyrrum trommara Nirvana og forsprakka Foo Fighters, til að annast gítarleik í laginu Ive Been Waiting For You en þar er á ferð gamall smellur frá meistara Neil Young en þetta lag hafði verið á tónleikaprógrammi Tin Machine sveitarinnar og þá í mun hægari útgáfu og oftast sungið af Reeves Gabrels. Og fyrst minnst er á þann annars ágæta mann vildu margir gagnrýnendur meina að brotthvarf hans frá Bowie teldist plötunni til tekna. Því nú væri það söngur Bowie sem réði för en ekki gítarleikur Reeves Gabrels sem mörgum þótti misgóður.
Heathen eða Heiðinginn er bein skírskotun til innihaldsins, þó ekki í trúarnlegum skilningi þess orðs, öllu heldur í samskiptalegum skilningi ef svo má segja. Þar sem inntak textanna er samskiptaleysi. Samskiptaleysi mannsskepnunnar við umhverfið og ekki síður við sjálft sig. Sá sem ekki trúir, iðkar því engin trúarbrögð er sagður heiðingi. Sá sem aldrei skoðar eigin tilfinningar ræktar því ekki sjálfsvitund sína né tilfinningarsvið, hann þekkir því ekki tilfinningar sínar og er því heiðingi gagnvart sjálfum sér segir Bowie. Og til að undirstrika þessa merkingu skal bent á mynd þá er prýðir umslag plötunnar þar sem höfundurinn horfir fram blindum augum. Augun eru spegill sálarinnar segir einhverstaðar.
Menn hafa einnig bent á að 911 atburðirnir í New York upplifun Bowie og sýn hans á þau hryðjuverk eigi sinn þátt í efni plötunnar.
Ef þú óttast hvert við erum komin skaltu í ótta þínum leita friðar, í ótta þínum skaltu leita ástar ráðleggur Bowie í opnunarlagi plötunnar Sunday. Allt er breytt, ekkert hefur breyst segir Bowie í öðrum texta og vill þar meina að breytingar séu undir mannskepnunni sjálfri komnar. Hún geti lifað í eyðimörk stöðnunar og aðgerðaleysis eða verið leitandi og tekið þær breytingar sem verði henni til þroska og andlegrar örvunar. Þessar djúphugsandi meiningar meistarans virtust ná nokkuð vel til samlanda hans því platan náði 5. sæti Breska vinsældarlistans og því 14. í Bandaríkjunum sem hlýtur að hafa glatt Bowie nokkuð.
Eins og gjarnan þegar rokkari á borð við Bowie sendir frá sér nýja plötu legga gagnrýnendur í skógargang með stök lög hennar eða gripin í heild, í leit að samsvörun, hvort heldur er við eldra efni kappans eða atvik úr ævi hans, með það fyrir augum að fá niðurstöðu um tilgang lags og texta og geta í kjölfarið sett sig í gáfulegar stellingar við að krifja viðkomandi tónsmíð til mergjar og leggja það oftar en ekki fram sem sönnun þess hve vel þeir þekki sögu viðkomandi tónlistarmanns. Heathen var engin undantekning frá þessu undarlegu leit gagnrýnenda. Þannig fannst sumum upphafstónnar fyrsta smáskífulagsins Slow burn minna á lagið Heroes og gítarleikur Pete Townshend líkjast því sem Robert Flipp hafði verið að gera á Scary Monsters plötunni árið 1980 og staðsettu því þetta lag með henni svo dæmi sé tekið.
Heather fylgdu ótal smáskífur og ýmist hliðarefni eins og títt er orðið og má nefna meðal fylgifiska Heather nokkrar smáskífuútgáfur, t.d. Slow Burn sem út kom í tveim mismundi útgáfum, Everyone Say Hi sem kom út í þrem mismunandi útgáfum og loks smáskífunna Ive been waiting 4U. Þar fyrir utan kom frumútgáfa plötunnar út sem tvöföld plata í takmörkuðu upplagi þó, og innihélt aukaplatan fjögur lög. Þar mátti heyra nýjar hljóðritanir laganna Conversation Pice sem fyrst hafði komið út 1970 og Panick In Detroit frá árinu 1979, en auk þeirra voru á skífunni breyttar útgáfur tvegga laga af Heathen.
Þess má svo einnig geta að platan var tilnefnd til Mercury verðlaunanna. Það er óneitanlega broslegt þar sem þau eru hugsuð fyrir upprennandi tónlistarmenn sem eru að bjóða upp á nýja og ferska hluti í sköpun sinni.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2020 | 10:42
Áramótin 2020 Hvar er Sigga
Ég hef tekið eftir því að heilinn á mér er stundum ofvirkur í einrúmi. En innan um fólk virðist tunga mín hins vegar taka öll völd og heilinn hættir þá jafnvel allri eðlilegri starfsemi. Sem þykir víst ekki gott. Eða svo segja þeir sem segjast hafa vit á því, sem mér finnst þegar ég athuga það betur furðumargir svona miðað við hve fámenn þessi þjóð er.
En aftur að ofvirkni heilans sem býr til allskonar hugdettur þegar honum sýnist svo, jafnvel án þess að spyrja mig þó ekki væri nema bara hvort mér líki hugmyndin eða ekki.
Nei hann veður bara áfram í ofvirkni sinni með allskonar birtingarmyndir, hugdettur og orðaleiki eins og hann eigi sitt eigið líf óháð öllum kröfum um vönduð vinnubrögð.
Þetta getur verið frekar vont hjá manni sem er að reyna að þjálfa sig í að gera sem minnst frá einni stund til þeirrar næstu. Og ég biði ekki í væri ég svo haldin einhverri fullkomnunaráráttu sem ég er auðvitað ekki eins og þeir vita fullkomlega sem til mín þekkja.
Þegar Áramót nálgast eins og öll ókomin áramót gera, þá vekja þau upp allskonar hugsanir þrátt fyrir að áramót eru í raun lítið annað en sú staðreynd að einum sólarhring lýkur og annar tekur við.
Þó sjáum þau oftast eins og einhvern stórviðburð. Kannski er það lærð hegðun eða að því dagatalið okkar segir að þetta sé merkilegri dagaskipting en aðrar, Við verðum víst að skipta um dagatal á þessum degi. Ég reyni hvað ég get að taka þessum áramótum af stórískri ró en þá heimtar heili minn að taka annan dans á þessu og vill óður og uppvægur líta yfir farin veg. Kanna stöðu mála hér og nú og taka einhverjar óskýrar ákvarðanir um hvert eigi að stefna í lífinu. Eins og það sé nú ekki þegar vitað hvar sú leið endar. og maður sem er að reyna að gera sem minnst vill fara stystu leiðina NEI
hér gerast undrin. Ég sem er alin upp við það í nútíma þjóðfélagi að fara ávalt stystu leiðina frá A til B í lífinu og spara bæði tíma og peninga með því vil nú skyndilega fara þá lengstu sem til er. Því nú er áfangastaðurinn ekki markmiðið heldur leiðin sem valin er þangað í þeirri von að maður nái bara helst aldrei á leiðarenda. Ósjálfrátt hugsa ég
Ætli leiðin í lífinu sé eina leiðin sem við reynum að lengja hvað við getum?
Svo er það hitt sem sækir á ofvirka huga minn á tímamótum eins og nú eru. Það er fólk. Stundum jafnvel hugsanir um fólk úr fortíðinni. Hvað hafi orðið um fólk sem komið hefur inn í líf mitt dvalið þar jafnvel langdvölum en svo fréttir maður ekkert meira af örlögum þess. Jú gott dæmi:
Hvar er til dæmis Sigga á borði 22 í Ísbirninum sem hætti í gær. Hvað fór hún að gera þegar hún hætti þar. Hvernig vegnaði henni og hennar fjölskyldu, eða var hún kannski ógift? Og maður fattar að þrátt fyrir að minnast á hana oft á ári og rifja upp þá staðreynd að hún hætti að vinna í Ísbirninum Mér þykir af einhverri ástæðu alltaf vænt um Siggu á borði 22.
Nú svo getur maður spurt sig Hvernig reiddi fjölskyldu bankastjórans af. Dóttirin sem var við nám í Frakklandi. Lauk hún námi og hvað svo? Sonurinn í New York er hann þar enn, kókaði hann kannski yfir sig og kom heim í meðferð? Var fríið gott hjá frúnni þarna suðurfrá við klofháu sandhólana?. Ætli bankastjórinn sé kominn á eftirlaun? Og kannski mest um vert væri að vita; hvernig reiddi gleðikonunni af er hún enn við störf, eða var henni bjargað af Stigamótum þegar hún var búinn með aura bankastjórans? Já það eru ótal spurningar sem fortíðin svaraði aldrei og leita á hugann á áramótum. Er nema von að maður sé hálf ístöðulaus þegar maður lifir í svo mikilli óvissu um örlög fólks sem er manni næsta kærkomið.
En nú er heili minn að fara eitthvert annað og ég segi því bara Gleðilegt ár vinir.
4.11.2018 | 20:28
Bókhneigði glæpamaðurinn ég
Stundum leitar hugurinn í æskuminningarnar og maður rifjar upp hetjurnar sem heilluðu mann fyrst Kannski var pabbi fyrsta hetjan í lífi mín. Allavega sagði mamma mér að hann hefði orðið að skríða framhjá vöggunni því ef ég sá hann orgaði ég og heimtaði að fara til hans. En eins og ungra barna er háttur óx það af mér og frekar fljótt. Við tóku æskuhetjurnar sem ég held enn uppá rétt eins og Pabba sé út í það farið. Dýrlingurinn í sjónvarpinu sem horft var á heima hjá Siggu Sól eins og hún var kölluð meðal okkar krakkana. Með bíóferðunum kom Zorro og var líklega fyrstur á þeim vettvangi. Um sama leiti kom Tarzan líka til sögunnar. Við erum þá ekki að tala um einhvern Zorro eða einhvern Tarzan. við erum að tala um ákveðna Zorro mynd og ákveðinn Tarzan. Þessar hetjur voru á hvíta tjaldinu, Myndirnar sýnir í Austurbæjarbíói á sjöunda áratugnum.
Upp úr 10 ára aldri tóku svo bækurnar að tikka inn og þá byrjaði söfnunareðlið að koma í ljós og gott betur. Frank og Jói, Ævintýrabækurnar, Dulafullubækurnar, Fimmbækurnar, svo eitthvað sé nefnt. Minnir 11 ára þegar fyrsta Bob Moran bókin var opnuð og var eins og kjaftshögg Ég varð að eignast þær allar. Ég var einn vetur hafður á Skólaheimilinu á Tjarnargötunni. Valli hét strákur sem var þar líka og var snillingur af Guð náð við að stela. Hann var svo flinkur að enn í dag dáist ég af hugkvæmni hans við þessa vondu iðju. Ég borgaði honum fyrir að stela Bob Moran bókum eða öllu heldur keypti ég þær af honum, líklega ódýrt en þó miklir peningar í okkar augum í þá daga. Til að fjármagna þessar þjófaferðir Valla í Mál og Menningu og Eimundson stálum við vinirnir vindlum og sígarettum úr ráðherrabústaðnum við Tjarnargötuna. Þar voru haldnar veislur annan hvorn fimmtudag að mig minnir. Við völsuðum þá inn og það kjaftaði á mér hver tuska og hálf fullir þingmenn og ráðherrar höfðu gaman að þessum frakka strák sem hafði skoðanir á allt og öllu en á meðan laumuðu Hjörtur og fleiri félagar mínir sígarettum og vindlum úr boxum sem voru þar á öllum borðum í vasa sína og innan á skyrturnar. Svo var þetta selt í spilabúllu sem hét Rósin og var við Aðalstrætið. Það var ekki nóg með að Valli næði í þessa bókaröð fyrir mig heldur einnig fyrir Hjört sem þarna var með okkur á skólaheimilinu. Valli vinur minn safnaði líka lyklum. Veit ekki til hvers en það bar vel í veiði þegar ég ásamt Hirti brutum okkur leið inn í brunarústirnar í Glaumbæ og ég fann stóran kassa með lyklum og drasli Ég fékk átta Bob Moran bækur fyrir gossið Já bækurnar urðu 28 og Valli náði 27 bókum fyrir mig. Ég vældi síðustu bókina í jólagjöf frá Mömmu. Síðar bættust við safnið Tarzanbækur, Gustur, Lazzy, Síðar kom svo Alester McClane , Hammond Inners, Desmond Bagley og óteljandi aðrir höfundar. Þá var ég farinn að fá þær á öllu heiðarlegri hátt og var fastagestur í fornbókabúðum á Skólavörðustígnum, Hverfisgötunni, Laufásveginum og fleiri stöðum.
Ég var kominn vel yfir tvítugt þegar ég var að flytja og búið að taka allt úr bílnum nema 30 bókakassa með barna og unglingabókum ásamt spennubókunum. Ég horfði á staflann leit á bílstjórann og sagði Nenni þessu ekki Þú mátt eiga þetta. Hann þáði það með þökkum og gaf mér ríflegan afslátt af bílferðinni. Líklega fengið einhvern smáaura fyrir þetta hjá einhverjum fornbókasalanum.
Löngu síðar hefði ég gjarnan viljað eiga þetta. þó sumt af því hafi verið illa fengið.
Spaugilegt | Breytt 30.6.2020 kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2018 | 10:19
Hvað stjórnar okkur og hverju stjórnum við?
Öll list er tilfinningatengd. Þetta er stór fullyrðing. Ég veit ekkert hvort hún er rétt eða ekki.
Ástæða þess að ég fleygi þessu fram er að um daginn var statt hjá mér fólk þar sem farið var að þrasa og pexa um dægurtónlist (rokk, popp og allt það) Þar sem annar aðilinn spilaði lag með Íslenskum flytjenda á símann sinn og benti á að þetta væri nú með því besta í henni veröld. En sá erlendi sagði einfaldlega kommon þetta er ekki vel sungið, þetta er ekki einu sinni gott lag. Málið er að þú er tilfinningabundin laginu það höfðar til tilfinninga þinn og þú ert því ekki dómbær á gæði lagsins, Tilfinningar þínar hafa ekkert með gæði lagsins að gera.
Þetta vakti mig til umhugsunar um hvað er gott og vont lag. Ég hef reyndar ávalt verið mótfallinn því að tala um góða eða vonda list. Hallast meira að því að tala um skemmtilegt eða leiðinlegt lag. Hvað er fallegt málverk og hvað ekki, Hvað sé innihaldsríkt ljóð og hvað ekki. Hvort sagan er skemmtileg eða áhugaverð eða ekki. Meðan einn við lesa vel skrifaða bók, spáir annar minna í stílinn og vill að hún sé meira spennandi, sá þriðji að hún sé fræðandi og svo framvegis. m.ö.o. Við viljum tilfinningatengjast listinni og gerum það.
Og við göngum lengra en það oft á tíðum
Við tilfinningatengjum okkur jafnvel flytjandanum eða listamanninum sjálfum.
Ég fór í kjölfarið að velta því fyrir mér hvort mér þættu öll lög með t.d. David Bowie eða Bubba Morthens góð ef ég vissi ekkert hver flytjandi laganna væri. -
Ég efast um það - Hver veit. Tilfinningin segir mér að svo væri nú ekki. Hvað ræður því að mér finnst eitt lag betra en annað og við erum ekki öll sammála um það? Því get ég ekki bara ákveðið hvaða lag mér finnst skemmtilegt og hvað mér finnst leiðinlegt.
eða hvaða mynd mér finnst góð og höfði til mín og hvað ekki?
26.8.2017 | 20:34
Hugleiðing Ertu viss um hvað þér finnst
Tölvur eru merkileg fyrirbæri. Líklega hafa engin tæki nútímans jafnmikil áhrif á daglegt líf fólks og tölvan. Samskipti manna fer orðið fram gegnum tölvur, samskiptaforrit eins og Facebook eiga sína drauma daga. Fólk sækir afþreyingu sína án endurgjald í tölvuna. Hvort sem það er tónlist, kvikmyndir eða önnur list. Allt á þetta að hljóma vel og vera frítt líka. Listamenn geta bara reynt að græða á tónleikahaldi. Það fara örugglega einhverjir á slíka viðburði sé það ekki upptekið í tölvunni við hala niður síðustu plötu listamannsins. Fólk verslar orðið í gegnum tölvuna. Hvort sem það eru föt eða aðrar nauðsynjar og krefst þess að það sé ódýrara en í verslunum þar sem ekki þurfi verslunarrými með afgreiðslufólki. Fólk sækir kynlífið sitt í tölvuna, finnur þar maka sem og martaruppskriftir. Leitar þar ráða hvað eigi að vera í matinn þann daginn.
Allt er þetta gott og blessað fyrir sumum og það sem verra er að nú er svo komið að fólk sækir hugmyndir sínar og skoðanir líka í tölvuna. Það svona kíkir á hvaða skoðun er nú vinsælust núna. Já Free nipple, - Já ég ætla að vera með þá skoðun. Nú Vá eru allir byrjaðir að vera á móti rasisma - Já best að vera á móti því líka, Nú eru allir að pönkast í þessum pólitíkus - Já best að vera á móti honum líka. OK nú er í tísku að vera trúlaus og á móti kirkjunni. Já best að taka þá afstöðu. Þetta virðast vera svo margir sem garga. Maður getur nú ekki verið í þögla hópnum. Þá er bara hraunað yfir mann.
Þetta er magnað hvernig hún verður til þessi gengdarlausa hjarðhegðun. Fólk tekur afstöðu án þess að skoða málin eða velta þeim fyrir sér á nokkurn hátt. Skoðanir fengnar að láni. Jafnvel lesa nokkur rök fyrir málinu og gera þau að sínum.
Veltir því aldrei fyrir sér hver mataði það á upplýsingunum og í hvers þágu þessi skoðun eða hin er.
Ég velti því fyrir mér hvort tölvur muni á endanum drepa gagnrýna hugsun. Ég veit það ekki það væri kannski ráð að gúggla líkurnar á því.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2017 | 11:01
Túngumál
Ég held að þeir sem mig þekkja viti vel að ég hef verið einlægur aðdáandi Bubba svo lengi sem ég man. Ekki ætla ég að rekja þá sögu hér heldur aðeins minnast á nýjustu plötu hans, Já svona renna aðeins yfir hana eins og sagt er og stinga inn nokkrum staðreyndum til fróðleiks.
Byrjum á því sem við getum talið. Tungumál er 30 hljóðversplata Bubba sem sólista í fullri lengd með nýju efni. Ef við númerum lögin á ferlinum og teljum aðeins lögin á upprunalegu útgáfunum, sleppum öllu aukaefni hvort sem það er á CD útgáfum eða endurútgáfum þá er upphafslag plötunnar Tungumál númer 335 á ferlinum. Hana nú.
Að sjálfsögðu eru plötunnar og lögin mikið, mikið fleiri. Því hér erum við aðeins að ræða hljóðversbreiðskífur með nýju efni, sem dæmi í þessari talningu er Tungumál ellefu laga plata. CD útgáfan skartar tveim aukalögum sem ekki eru á vínylútgáfunni. Vona ég að allir séu nú farnir að fatta hvernig þetta er talið.
Þegar maður rennir yfir feril Bubba minnir hann mann óneytanlega á stjörnuljós. Við vitum hvernig ljósagnirnar spýtast í allar áttir þegar maður kveikir á stjörnuljósi. Bubbi er búinn að vera út um allt, textalega, tónlistarlega. Hann hefur verið óhræddur við að stíga inn á nýjar slóðir, kanna akrana en um leið náð að gera tónlistina að sinni.
Síðasta plata var samnefnarinn Konur. Nú er það Suður Ameríka. Þó má finna skemmtilega tenginguna á þessari plötu við 18 konur. í laginu Konur.
Það að Bubbi færi til Suður Ameríku í leit að kryddinu á plötu var eiginlega meira spurning hvenær en ekki hvort. Hann hefur daðrað við þessa tónlist allan sinn feril. Til er hljóðritun af Stál og hníf frá upphafsárum ferilsins með suðuramerískum blæ. Spánskur dúett í Breiðholti og svo mætti áfram telja. Bóleró takturinn t.d. liggur gegnum ferilinn eins og fínt ofin strengur. Það sést kannski ekki alltaf í þennan streng en hann er þarna undirliggjandi og stundum glittir í hann. Svo verður hann alsráðandi eins og með Kúbuplötunni, og aftur nú er er þó allt öðruvísi, allt aðrir litir.
Tónlistarlega er Tungumál þýð og mjúk plata en um leið hörð og markviss án málamiðlana. Formið er neglt og síðan er leikið sér innan þess. Þessi aðferð Bubba heppnast vel og rúmlega það. Bubbi syngur þessa plötu líka fantavel. Það er létt yfir honum. Engin áreynsla, engin vonska eða reiði, Þó glittir í sársaukann, sem eykur manneskjuna á plötunni. Heilt á litið eru þetta nettar ástarjátningar og sumarsveifla af bestu gerð. Það er engin æsifréttamennska í gangi. Þetta er mikið frekar plata gleði og birtu.
Textalega heldur hann áfram frá síðustu plötu. Þar sem aftur voru komnir textar sem leystu af langa ljóðbálka sem misprýddu plötur áranna á undan.
Þegar hlustað er á plötuna endurtekið síast inn hjá mér hve sjálfmiðaðir textarnir eru. Bubbi er í raun að fjalla um sjálfan sig í flestum textanna. Minna um almenna þjóðfélagsrýni þó auðvitað liggi leiðir saman á köflum . Hann syngur svo til alla plötuna í 1. persónu. Sem bíður uppá að hver maður getur gert textann að sínum og sungið hann sem sinn, finni hann sig í textanum. Svo geta menn ákveðið svona hver fyrir sig hvort það er plús eða mínus. Þetta er spurningin um er ég að segja frá mér eða tala um einhvern. Líklega ein fyrsta ákvörðun hvers rithöfundar sem ætlar að skrifa bók. Það er ekki fyrr en í fjórða lagi plötunnar Skilaðu skömminni sem þó er líklega persónulegasta yfirlýsingin á plötunni að hann stígur út og syngur í annarri persónu.
Í raun er fátt á þessari plötu sem minni á Bubba á upphafsárunum þó glittir í þann gamla góða skömbung í laginu Bak við járnaðan himinn. Hér er ég að tala um stíl og söng. Lagið er fyrir mér eitt af betri lögum plötunnar. Og talandi um það þá er eiginlega varla hægt að taka einstök lög út og segja þau betri en önnum. Þetta myndar saman eina sterka heild og það gerir þessa plötu eina af hans betri hin síðar ár. Þetta þema gengur fyllilega upp og ég óska Bubba og okkur öllum til hamingju með þessa fallegu sumargjöf.
Svona í lokin kaupið tvær síðustu plötur Bubba og berið þær saman. Báðar með þeim betri í langan tíma jafn ólíkar og þær eru. Ég lofa þær bara auðga líf ykkar.
Ég ætla svo að gerast sjálfmiðaður í lokin og segja Mikið er ég glaður að Bubbi skyldi senda þessa plötu frá sér og það á vínyl líka.
PS. Textar og frágangur á upplýsingum á umslagi er eini stóri mínus plötunnar.
Tónlist | Breytt 20.8.2017 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2017 | 17:43
VÆLL
Er lægri virðisauki á gistinu ferðamanna eitthvað annað en dulbúinn ríkisstyrkur fyrir eigendur gistihúsa og hótela og aðra þá sem selja slíkar gistingar. Sem síðan fá fulla endurgreiðslu á öllum virðisauka þegar kemur að viðhaldi og aðföngum. Minnir að fréttir hafi borið að sum gistihús væru að fá meira út úr VSK kerfinu en þau skili þar inn.
Ég ætla að leyfa mér að hafa þá skoðun að ég er á móti slíkum ríkisstyrkjum Svo meira ákveðnir hótelhaldarar fara í fýlu mín vegna.
Það er sama hvaða gjöld ríkið ætlar að setja á ferðamenn. Ferðaþjónustan byrjar að væla, emja og öskra á sömu mínútunni. Þrátt fyrir að þeir viðurkennir að innviðirnir taki ekki við þeim fjölda sem hingað kemur. Græðgin í kringum ferðamenn hér er orðinn meira en ógeðfeldur.
2.5.2016 | 20:24
Meira út óútgefnu handriti - sýnishorn úr handriti.
Kaupmaðurinn á horninu (Bubbi Morthens & Rúnar Júlíusson)
*G.C.D. (1991) *Minningartónleikar um Karl J Sighvatsson (1992)
*06.06.06 (2006)
Bubbi: Rúnar Júlíusson var dásamlegur maður og góður vinur minn. Einhvertímann þá lét ég hann fá lag og sagði: Rúnar ég held að þetta sé gott lag til að setja á plötu. Hann svona bara Já, já einmitt. Svo leið einhver tími, töluverður tími. Svo fórum við að gera plötu saman og þá mundi ég eftir þessu lagi og spurði Rúnar hvar er lagið sem ég lét þig fá hérna um árið. Já það, það er ofan í skúffu. Ofan í skúffu? Já svaraði Rúni. Getur þú ekki náð í það bara. Og hann kom með það. Og ég sagði: Þetta er geggjað lag maður. Við verðum að taka þetta upp. Við erum bara á því að þetta er æðislegt lag og það er líka alveg slatti af fólki sem finnst þetta æðislegt lag. En gaurinn sem lagið fjallar um finnst þetta ekki gott lag. Sagði Bubbi á Þorláksmessu 2011.
Bubbi: Já það er saga að segja frá því. Sko ég var búinn að gera Kaupmanninn á horninu og ég hugsaði Þetta er lag fyrir Rúnar Júlíusson Þetta er áður en samstarfið hefst. Ég hitti Rúnar. Af því að Óttar Felix og ég erum vinir. Og ég lét hann fá kassettu með þessu lagi og ég sagði Rúni þetta lag er fyrir þig taktu þetta upp. Svo þegar ég kom til Keflavíkur þá segi ég við Rúnar. Rúnar manstu ég lét þig fá lag í fyrra. Já segir hann. Gerðir þú aldrei neitt við það?. - Nei. -Hvar er það?. - Það er hérna ofan í skúffu. Hann tekur það upp. Og ég byrja að spila á gítarinn og hann er með svona acoustick bassa og hann byrjar svona dinn, dú dú dú dúmmm. Og ég segi þetta er svona Stonesfíl. sagði Bubbi um þetta lag og samstarfið við Rúnar Júl. í þættinum Harmageddon 21 maí 2015.
Þeir félagar ásamt samstarfsmönnum tóku lagið upp í Grjótnámunni í maí 1991. Tónleikaútgáfu fengum við frá fyrstu minningartónleikunum um Kalla Sighvats 4. júlí 1991 í Borgarleikhúsinu. Þar tók sveitin þrjú lög en aðeins tvö voru þó valin á plötuna. Lagið var tekið í Höllinni 06.06.06.
Eitt verður að teljast nokkuð dularfullt hvað vinsældir lagsins varðar því þrátt fyrir að fá spilun sást lagið aldrei á birtum vinsældalistum DV á þessum tíma en þegar árið var gert upp var lagið sett þar í 2. sæti fyrir vinsælustu lög ársins. Já margt skrítið í kýrhausum vinsældarlista þessa lands.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)