14.11.2009 | 14:07
Hvernig má það vera
Þetta er svolítið furðuleg niðurstaða hjá "Þverskurði" þjóðar sem hefur árum saman hamast við að ræna, ljúga og stela hvert að öðru. Við þurfum ekki nema að skreppa út í matvörubúð að kaupa jólahangitjötið og stóra fallega stykkið skreppur saman í pottinum við suðu og verður að nánast engu, Vatnssprautaðið kjúklingar, skeinkan vatnssósa til að hún sé þyngri í viktun. Ég mann enn kaupmanninn sem setti fingurinn á viktina þegar hann viktaði skyrið. Og svo má áfram telja. Eigum við að fara út í bílaviðskiptin eða húsakaupin yfir höfuð. Skoða skattaskýrslur eða bara viðhorf til þess að greiða skatta yfir höfuð. Og leigubílstjórar, af því ég þekki þá atvinnugrein, hve margir ætli hafi ekið fólki heim í liðnum mánuði og farþegi annað hvort stakk af án þess að greiða fargjaldið eða átti ekki fyrir því þegar kom á leiðarenda.
Vonandi ná þessir 1200 að tileinka sér heiðarleikann og smita hann út frá sér - batnandi þjóð er best að lifa.
Þjóðin leggur áherslu á heiðarleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki alveg við hvað þú ert að miða þegar þú tala um vatnssprautaða og kjuklingsog svoleiðis matvöru, en þetta vinnulag upplifði ég líka þega ég bjó í Evrópu og ferðaðist talsvert þar líka.
Er kannski málið ekki það að við erum svolítið búin að tapa okkur hérna.?Ertu svo viss um að MEGINÞORRI þjóðarinnar stundi spillt líferni og svik og pretti? Flest af því sem þú telur upp eru reglugerðarhlutir.
Þegar við komum að húsnæði og verði þess síðustu ár þá sprngdist markaðurinn vegna þess að bankarnir fóru að bjóða 100 % lán til húsnæaðiskaup. Svona mætti lengi telja.
Eru svo viss um að það sé meirihluti íslensku þjóðarinnar spilltur? Svona ef þú ferð að spá almenninlega í það og sundurgreina orsök og afleiðingu.
Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 14:44
Bíddu nú Bárður, hvar hefur þú verið að versla matvörur ???
Þú ert að lýsa nákvæmlega minni reynslu frá Danmörku !!!
Þú getur ekki ýmindað þér hvað við vorum sæl að koma heim og fá mat sem EKKI hvarf á pönnunni og bragðast eins og alvöru matur....enda átum við yfir okkur af öllu sem við komumst í tæri við fyrstu dagana, bara mjólkin hér bragðast eins og rjómi miðað við t.d. mjólk í Hollandi og USA, danska mjólkin fannst mér ekki svo slæm en krakkarnir mínir segja að sú íslenzka sé mikið betri. Á ég að tala um það hvað ísl. grænmetið er MIKIÐ bragðmeira en t.d. tómatarnir sem ræktaðir eru í Hollandi í heljarinnar gróðurhúsum þar sem ALDREI sést moldarköggull, allt sprettur upp úr frauðplasti !!!! (hef séð það með eigin augum..)
Ég held þú hljótir að vera að versla innfluttar vörur
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 15:08
Ég ætla ekki að staðhæfa að matur sé hvergi ætur nema á klakanum, langt í frá....hef fengið mjög góðann mat (að gæðum !) í austur evrópu en líklega hvergi betri en í Namibíu, meira að segja fiskurinn, sem var alltaf ferskur, var hreinasta lostæti og það besta við matinn þar var að þó maður væri alltaf borðandi í heilann mánuð þá fitnaði ég ekkert og það kemur líklega til af því að ekki eru öll þessi aukaefni í matnum, það er t.d. sykur í svo til öllum matvörum á vesturlöndum, meira að segja í kjötkrafti og blönduðu kryddi, fyrir nú utan allt annað drasl sem sett er í fæðuna svo hún geymist betur.
Jæja, ætlaði ekki að halda ræðu
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 15:44
Þið meinið að þetta sé meira í útlöndum og þá sé þetta í lagi hér?
Já Ásta þetta er eðlislægur andskoti. Auðvitað víkur okkar eigin samviska fyrir reglugerðunum. Við fylgjum þeim. Skrítið að leita að götum þeirra okkur til framdráttar. Hvað voru margir teknir nú fyrir stuttu út af atvinnuleysis skrá sem þar voru en áttu ekki rétt á bótum en þáðu þær samt. Hvað ætli margir öryrkjar séu nánast vinnufærir en hugnast það betur að vera á bótum. Hvað eru margir innan félagskerfisins t.d. í leiguíbúð þar en fullfært um að vera á almennum leigumarkaði? Við getum vel haldið áfram, hvað ætli margir hafi gefið upp hárréttar tekjur á síðasta ári á skattframtalinu sínu? Við erum alin upp í einstaklingsrétti mikið frekar en samfélagsrétti. Það var ekki að ástæðulausu sem setningin "Ekki spyrja hvað þjóðin getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir þjóðina" varð jafnfræg og hún er. Hún er eins og upprunaleg grunnhugmynd kommúnismans falleg en óframkvæmanleg í nútímasamfélagi
Bárður Örn Bárðarson, 18.11.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.