3.3.2009 | 21:27
DVD - Þættir MEÐ Íslenskum texta - JÁ TAKK
Ég ætlaði mér aldrei að fara að safna DVD bíómyndum, átti nóg með 5000 vínyl plötur og annað eins af CD plötum. Svo bættust auðvitað tónlistarmyndböndin við og svo á DVD en nú er ég sem sagt byrjaður að sanka að mér DVD myndum. 24 þættirnir urðu þess valdandi að ég féll í gryfjuna og keypti fyrstu 5 seriurnar á DVD með Íslenskum texta. Nú er sjötta serían komin en án texta. Ég neita að kaupa hana fyrr en hún er komin með Íslenskum texta en svo var mér gefin hún. Ég hef samt heitið mér að kaupa mér annað eintak ef hún kemur með texta. Ég er nefnilega einlægur fylgismaður þess að hafa svona bíómyndir og þætti með texta. Ekki að ég skylji ekki ensku ágætlega en ég vil einfaldlega styðja það að svona efni sé textað og kaupi það frekar. Reyndar ákvað ég í dag að ég ætlaði aðeins og kaupa textaðar myndir. Þannig vil ég líka koma í veg fyrir að menn séu að flytja þessa heim fyrir 100 kall og selja mér það svo á 3000 krónur. Það er ekki eðlilegt. Því segi ég Ég er til í að greiða 500 kalli meira fyrir mynd með texta því þá veit ég að menn eru að leggja metnað í verkið. Ekki bara að flytja inn 3-4 kassa af ótextuðum myndum á lélegum DVD diskum og henda upp í búð og taka síðan 2-3000 beint í vasann. Þá get ég alveg eins pantað þær myndir að utan sjálfur. Ég skora hér með á þá sem eru að flytja þetta inn að nýta sér það að texta myndir og þáttaraðir og ég kaupi. Skemmtilegt prinsip og ég ætla að halda því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.